Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1976 Enn um smálauka Nokkuó hefur orðið tíð- rætt um lauk jurtir i þessum þáttum í haust enda varð þess vart að greinarnar um smá- laukana vöktu verð-' skuldaða athygli og ef- laust munu margir fá áhuga á að reyna við þá strax og tækifæri gefst. Þó ef til vill sé mál til komið þessu laukaspjalli linni datt okkur samt í hug að spyrja höfund áðurnefndra greina hvort ekki væri eitthvað eftir sem vert væri að taka fram í sambandi við komnir úr ýmsum heimshlut- um. Til dæmis má nefna Alpa- fjöll, Italíu, Grikkland, Káka- sus, Persíu, Túrkestan, Himalajafjöll, Síberíu, Rússland og svo mætti lengi telja. Yfir leitt eru þeir frá fjallalöndum en sumir vaxa á hásléttum og enn aðrir á engj- um o.s.fr. Hreint ótrúlegt er að t.d. laukar frá Túrkestan skuli vaxa hér ágætlega svo ólíkt sem loftslagið er. Heit og þurr sum- ur, mikill snjór og frost á vetr- um, síðan leysingar á vorin og þá lifna þeir og blómstra, bak- ast svo í sólinni sumarlangt. Ekki eru nú þessi skilyrði á íslandi, síst af öllu suðvestan- lands en þrátt fyrir það virðast laukjurtir una sér hér ágætlega og vantar ekki mikið á að hægt sé að hafa þær blómstrandi meiri hluta ársins. Ekki get ég að því gert — og ég býst við að fleirum sé þannig farið — að strax og daginn fer Krókusabreiða (villitegund). ræktun og annað og svar- ið fer hér á eftir: ..Það var nú svo ágæt greinin um haustfrágang í görðum (70—2.okt.) og meðal annars sagt frá því hvernig setja á nið- ur blcmlauka svo ég hef litlu þar við að bæta nema þá helst að geta þess að mér hefur reynst vel að strá svolitlu af BRASSICOL eða BENLATE í holurnar sem ég legg laukana í — þessi efni verja þá fyrir myglu og.sveppum sem stund- um vilja sækja á þá. Best held ég að sé að koma laukunum niður sem allra fyrst á haustin svo þeir fái góðan tíma til þess að mynda rætur fyrir veturinn, og að þessu sinni var sérlega ánægjulegt að fást við þessi störf í allri veðurblíðunni. Verijulega fer ég að hlakka til vorsins um leið og laukarnir eru komnir í moldina og ein- hvernveginn virðist veturinn ekki eins langur þegar ég sé fyrir mér þá blómabreiðu sem ég á von á að verði í garðinum næsta vor. Þessi litríku blóm gleðja sannarlega hug og hjarta, þau eru líka þakklát og þarf lítið fyrir þeim að hafa. Þeir blómlaukar sem hér hafa verið reyndir — og það er ótrú- lega fjölbreytt úrval — eru að lengja grípur mig áköf for- vitni að vita hvað þeim laukum líður sem fyrst blómstra og stelst þá til að gægjast undir skýlið sem yfir þeim er og sé moldin nógu þíð á ég það til að róta svolítið í henni til þess að fullvissa mig um að þeir séu með lífsmarki og ævinlega er sú raunin, . — I fyrri greinum rakti ég tegundirnar pokkurn veginn eftir því hvenær þær blómstra og er ekki ástæða til að endurtaka það. „Laukabakteríuna" er ég hrædd um að ég hafi tekið með- an ég var búsett erlendis um nokkra ára skeið og beið ekki boðanna að reyna við ræktun þeirra strax og heím kom. Einna mest hef ég hrifist af görðum í Bretlandi. Það er dá- samlegt fyrir ræktunarfólk að heimsækja það land og hvergi hef ég kynnst jafn almennum áhuga á garðrækt og þar. Bret- ar hreint og beint elska garð- ana sína og þar er laukaræktun í hávegun höfð. Það er heill æfintýraheimur að skoða hvort heldur eru einka- eða al- menningsgarðar meðan laukarnir standa í fullu skrúði á vorin og vafamál hvort nokkur sólarlandaferð getur boðið upp á svipaða fegurð. S.Ól. M«Í«Ppf Þetta glæsilega sofasett bjóöum viö bæði leðurklætt og með vönduðu áklæði eftir eigin vali Við bjóðum ykkur velkomin að líta á það. Sófasettið er til sýnis í verslun okkar, Skeifuhúsinu við Smiðjuveg. —^ , SMIDJUVEGI6 SIMI 44544 Dýnulilífin Það er með ólíkindum, en þó staðreynd að DÝNUHLIFAR hafa aldrei verið fáanlegar á íslandi fyrr en nú, þótt þær hafi i áraraöir verið taldar jafn sjálfsagður hlutur og rúmdýnur á hverju heimili í öllum nágrannalöndum okkar. Full þörf er því á að kynna dýnuhlifina hérlendis. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR: Fyrst og fremst - fullkomið hreinlæti. Rúmdýnan er ætíð hrein og sem ný. Þægilegra og hlýrra rúm að sofa í. DÝNUHLÍFIN er notuö sem hlifðar-ábreiða á rúmdýnur undir venjulegt lak og þvegin með öðrum rúmfatnaði. Dýnuhlífin er framleidd úr hvitu lérefti, vattstungin með polyester. Þótt'sjálfsögð nauðsyn sé að kaupa dýnuhlíf með hverri nýrri rúmdýnu, þá er hún ekki siður nauðsynleg á eldri rúmdýnur, þvi allir eru sammála að fullkomið hreinlæti er nauðsyn. DÝNUHLtFIN er fáanleg í öllum stærðum, einnig á svefnsófa og svefnbekki. Útsölustaðir:Flestar húsgagnaverslanir, sem versla með rúm og rúmdýnur, ásamt stærri verslunum og Kaupfélögum út um land. Heildsölubirgðir:D//WO/VUmboðs- og heildverslun Suðurlandsbraut 20, Box 5291, Reykjavik. Sími: 85288. 36.16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.