Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Þó nokkrar umræður hafa farið fram vegna tölvugjafar IBM til Háskóla Islands snemma á þessu ári. Blaðamaður Mb). fór nýlega á fund Halldórs Guð- jónssonar, kennslustjóra Há- skólans, og Jóns Þ. Þórhallsson- ar, forstöðumanns Reiknistofn- unarinnar, til að inna þá eftir hlutverki tölvunnar og þeirra eigin afstöðu til gjafarinnar. I upphafi var spurt um tildrögin að gjöf IBM: HG: Fyrsta tölva háskólans og jafnframt sú fyrsta á land- inu kom hingað árið 1964. Hún var keypt af skólanum fyrir gjafafé frá Framkvæmdabank- anum. A sfðasta ári varð Ijóst, að sú tölva, sem var af gerðinni IBM/1620, myndi ekki anna verkefnum öllu lengur og voru þá kannaðir möguleikar á út- vegun stærri vélar. Fyrir hendi voru 4 möguleikar, þ.e.a.s. — að kaupa nýja tölvu, en slfkt mundi kosta um kr. 35 milljón- ir, — að kaupa notaða á u.þ.b. 20 milljónir — leigja tölvu á milli 15 til 20 milljónir á ári — kaupa tölvuþjónustu utan að, en það myndi kosta um 30 millj- ónir á ári. Það lá fljótlega ljóst fyrir, að Háskólinn hefur ekki yfir nægilegu fjármagni að ráða til að standa undir þeim kostnaði, sem um ræddi. ÞAÐ ATHYGLIS- VERÐASTA JÞÞ: Það athyglisverðasta í þessu máli, og það sem hefur viljað gleymast í þeirri um- ræðu, sem spannst vegna þess, er um hversu lága upphæð er í raun og veru að ræða, eða 30 milljónir. Þetta er verð á einu einasta einbýlishúsi í dag, sem einstaklingar geta leyft sér, en um leið hefur sjálfur Háskóli Islands ekki efni á að eyða þess- ari upphæð í mikilvægt kennslutæki og rannsóknar- tæki, sem þjónar ekki aðeins háskólanum og stofnunum hans, heldur einnig flestum rannsóknarstofnunum líka. Reyndar er þetta ein allra verð- mætasta gjöf sem háskólanum hefur nokkru sinni verið gefin. — Hvað átti' til braðgs að taka, þegar ljóst var, að peing- arnir voru ekki fyrir hendi? HG: Vonir um nýja tölvu voru eiginlega gefnar upp á bátinn. ar breytingar, þegar skipt er um tölvu, hvort sem skiptin eru á milli IBM-vélar og annarrar tegundar eða ekki. — Hvað þá um þjóðernisstolt. Samstarfshópur um auðhringi sagði m.a. f yfirlýsingu sinni, að ekki væri sæmandi fyrir æðstu menntastofnun landsins að þiggja slíka gjöf af bandarfsk- um auðhring. HG: I gjöf IBM felst eftirfar- andi: afnot af IBM 360/30 í 3 ár, viðhaldskostnaður einnig f 3 ár og peningagjöf að verðmæti kr. 6 milljónir. Háskólinn gerði engan framtíðarsamning við IBM, á skólanum liggja engar kvaðir um frekari viðskipti að þessum þremur árum liðnum. — Mun skólinn alls ekki telja sig bera siðferðislega skyldu til kaupa á nýrri IBM-tölvu þegar þar að kemur? HG: Nei. —Og er það verjandi að þiggja gjöfina, sbr. yfirlýsingu Starfshópsins. HG: Hér rekast á þjóðernis- legar og þjóðhagslegar spurn- ingar segja menn. Frá þjóð- hagslegum sjónarmiðum höfum við ekki efni á nýrri tölvu, sem þó var brýn nauðsyn á. En við höfum ekki efni á þeirri þjóð- ernisstefnu, sem fram kemur í yfirlýsingum andstæðinga gjaf- arinnar. Annars er ekki ljóst, hvað þjóðernisstefna kemur þessu máli við. Hins vegar er ljóst, að þjóðrækni forstjóra IBM á Islandi réð miklu um gjöfina og það er ótrúlegt að meðal gagnrýnenda gjafarinn- ar finnist margir, sem taka hon- um fram í þeim efnum. Ms. Höfum við ef ni á þjóðernisstolti? eingöngu af raunvfsindamönn- um. Þetta hefur nú mikið breytzt og má segja að flestar deildanna notfæri sér vélina. Þannig læra nú stúdentar f við- skiptadeild að skipuleggja kerfi og gera forrit í sambandi við þau. Einnig er hún notuð af þjóðfélagafræðingum, af mál- vísindamönnum og af lækna- deild. I allt má gera ráð fyrir að tölvan fái um 20.000 nemenda verkefni á ári. Auk þeirra eru svo enn fremur verkefni, sem við tökum að okkur fyrir utan- aðkomandi aðila, stofnanir úti í bæ eins og t.d. Orkustofnun, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins o.fl. Sem dæmi um nýt- inguna, má nefna, að nú fyrir nokkrum dögum fóru 254 verk- efni um tölvuna á einum degi. Möguleikarnir á notkun eru óþrjótandi og hún getur komið að gagni á ótrúlegustu sviðum. Ég kynntist því t.d. erlendis, að tölva var notuð til stafsetning- arkennslu svo eitthvað sé nefnt. Auk verkefna háskólans sjálfs, má bæta við að aðrar menntastofnanir ættu einnig að geta fært sér tölvuna í nyt. — Það hefur ekki komið til tals, að aðrar æðri menntastofn- anir og framhaldsskólarnír gerðu sameiginlegt átak til tölvukaupa? HG: Nei, slíkt hefur enn ekki komið til tals og væri það þó ekki óskynsamlegt. — Svo aftur sé snúið að „gjafamálinu" — voru menn sammála um að þiggja tölvuna af IBM? HG: Já, háskólaráð tók þá ákvörðun samhljóða. Það liggur að sjálfsögðu í augum uppi að einn megin hvati IBM að þess- ari gjöf, er sá að markaðurinn fyrir tölvuþjónustu þeirra fari vaxandi, hér er um að ræða auglýsingu og söluaðferð, því verður ekki neitað. Það er eng- in tilviljun, að IBM ræður yfir 60% af markaðnum vlðast hvar. Þetta stafar ekki sízt af þvf, að þeir eru góðir sölumenn, een það má heldur ekki gleym- ast, að þeirra tölvur eru mjög góðar. ER TÖLVAN „(JRELT OG HAUGTÆK“ HG: Ég skýrði frá eftirfar- andi staðreyndum I grein I Morgunblaðinu I apríl s.l.: Þessi tölva annar um 90% þeirra verkefna, sem nú eru unnin við háskólann. Það eru helzt viðamikil verkefni, sem verða útundan. Til að geta unn- ið úr svo stórum verkefnum, þyrfti skólinn að hafa yfir afar stórri tölvu að ráða, á stærð við þá, sem nú er hjá SkýrR. En slíka vél gæti skólinn þó aðeins nýtt I mesta lagi 10% RtGBINDING EÐA EKKI? — Hvað um þá staðhæfingu, að IBM hafi bundið öll helztu fyrirtæki við sitt eigið mál, PL/1, þannig að ef fyrirtækin vildu „rffa sig laus“ og kaupa nýja tölvutegund, þyrftu þau að semja öll sfn forrit upp á nýtt? JÞÞ: 1 fyrsta lagi er bezt að skýra, hvaða forritunarmál eru notuð við kennslu. Algengust þeirra eru Fortran og Cobol. Þetta eru stöðluð mál, sem nota má jöfnum höndum f flestum tölvum. Fortran er einkum not- að við raunvísindalega útreikn- inga, Cobol er aftur á móti við- skiptamál. IBM lét gera PL/1 í þeim tilgangi að sameina þessi tvö mál í eitt. Það er alls ekki rétt, að þetta sé eina málið, sem hægt er að nota í IBM-tölvur. Sú tölva, sem við höfum hér, getur tekið bæði Fortran og Cobol. Þá má ekki gleymast, að það þarf alltaf að gera ákveðn-' Áður en lengra var haldið í samtalinu, var blm. sýnd tölvan og skýrt frá verkefnum hennar. VERKEFNIN JÞÞ: Á Reiknistofnuninni vinna 7 starfsmenn. Við höfum lagt áherzlu á að kenna stúdent- um að umgangast vélina og nota hana sem hjálpargagn og reynt að brjóta niður þann vegg, sem oft vill koma fyrir f samskiptum manns við vél. Stúdentar og aðrir notendur geta gengið hér út og inn, svo að segja án eftirlits og án nokk- urrar óþarfa virðingar. En að sjálfsögðu er alltaf starfsmaður á staðnum. í fyrstu var tölvan notuð nær Halldór Guðjónsson, Jón Þ. Þórhallsson og tölvan. Rætt við Halldór Guðjónsson, kennslustjóra H.Í., og Jón Þ. Þórhallsson, forstöðumann Reiknistofnunar H.í. um tölvu BAÐMOTTUSETT ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.