Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 55 16 plötur .............................. sæmilegt það SU VAR tíðin, að útgáfa stórrar islenzkrar plötu taldist til tiðinda. Nú telst það til tíðinda, ef ein vika líður án þess að ný islenzk stór plata komi á markað. En þrátt fyrir mikla útgáfu er þó áberandi „vertið" eða uppgripatíð hjá plötuútgefendum hér á landi og það eru síðustu vikurnar fyrir jólin. Þá streyma plöturnar á markað og landsmenn flykkjast til plötukaupa, enda mega fínu hljómflutnangstækin ekki fara i jólaköttinn frekar en aðrir! Slagbrandur hefur leitað upplýsinga hjá plötuútgefendum um það hvaða plötur þeir hyggist setja á markað fyrir jólin. Listinn er langur enda hefur plötuútgáfa verið í miklum uppgangi á undanförnum árum og ljóst er, að þetta ár verður metár á þessu sviði. Mun Slagbrandur því greina frá nýju plötunum í tveimur lotum, í dag og um næstu helgi. S. G.-hljÓmplÖtur eiga merkisafmæli á næstunni, því að þá sendir fyrirtækið frá sér hundruðustu stóru plötuna. Hún er væntan- leg á markað sfðari hluta nóvembermánaðar, en hver hún verður er leyndarmál þangað til. En Svavar Gests greindi Slagbrandi frá öðrum plötum sem koma út fyrir jólin og þær erur Lúdó Og Stefán, plata með gömlu góðu rokklögunum með íslenzkum textum. Platan er nýkomin í verzlanir, en Slagbrandur hefur áður greint frá þessari plötu. „Uss, ekki hafa hátt“, plata þar sem Jón Ragnarsson, fyrrver- andi liðsmaður Pops og Sálarinnar, flytur eigin lög og texta með aðstoð margra kunnra hljóðfæraleikara. „Tekið í blÖkkína“, plata með sjómannaljóðum Jónasar Árna- sonar við írsk og skozk þjóðlög og flytjendur eru að sjálfsögðu Þrjú á palli. Kristfn Lilliendahl, plata með jólalögum, bæði sigildum og nýlegum, t.d. lögum eftir Stevie Wonder og John Denver. Þetta er plata fyrir alla f jölskylduna og útsetningar og hljómsveitarstjórn voru í hendi Kristins Sigmarssonar, hins gamalreynda liðsmanns hljóm- sveitarinnar Pónik. „Hann skilaði ákaflega skemmtilegu verki,“ segir Svavar, „og ég héf fullan hug á að fela Kristni fleiri verkefni á þessu sviði.“ „Dagur í lffí drengs“,barnaplata, þar sem GIsli Rúnar Jónsson talar og syngur aðalhlutverkið. „Það er persóna sem ég þori ekki að nefna réttu nafni, ef það skyldi verða misskilið," segir Svavar. Hann er mjög bjartsýnn á gengi þessarar plötu og nefndi í þvi sambandi að hann pantaði sem fyrsta upplag sex þúsund eintök sem er þrisvar sinnum stærra upplag en hann hefur nokkurn tímann pantað í fyrstu umferð áður og raunar mun þetta vera stærsta upphafsupplag nokk- urrar fslenzkrar hljómplötu, svo að Slagbrandi sé kunnugt. Sigurður Rúnar Jónsson sá um útsetningar og hljómsveitarstjórn og leikur auk þess sjálfur á 8—10 hljóðfæri. Hl jómplötuútgáfan Steinar hf. sendir frá sér þrjár plötur fyrir jólin. Ein þeirra „Hanastél", plata hins burtkallaða „tónskratta- flokks" Diabolus in Musica, er þegar komin á markað og greinir frá henni í annarri frétt á síðunni. Hinar tvær eru: Spilverk þjóðanna, þriðja stóra platan. Hún hafði ekki hlotið nafn, þegar Slagbrandur leitaði frétta hjá Steinum hf„ en gffurleg vinna hefur verið lögð f hana af hálfu Spilverksins og hafa þeir látið þau orð falla í áheyrn Slagbrands, að þær móttökur sem platan hlyti hjá kaupendum, myndu ráða úrslitum um framtíð Spilverksins. Jakob Magnússon, stór plata sem hljóðrituð hefur verið f London og Hafnarfirði, undirleikur allur ytra með mörgum kunnum stúdfóhljóðfæraleikurum, en söngur og hljóðblöndun í stúdfói Hljóð- rita í Firðinum. Hljómplötuútgáfa Ámunda Ámundasonar hefur haft hægt um sig að undanförnu, en Ámundi hyggur þó á útgáfu einnar stórrar pfötu fyrir jólin, þar sem Tríó Þorsteins Guðmunds- sonar leikur og syngur alls konar tónlist. — „Ég ætla að leyfa öðrum að bftast um jólamarkaðinn," sagði Ámundi í samtali við Slagbrand á dögunum. „Þetta er orðin svo gífurleg plötuflóðbylgja, að það er vart á hana bætandi. En svo mun ég rfsa úr öskunni, þegar aðrir nálgast hana.“ Hljómplötuútgáfan Ýmir, sem Gunnar Þórðarson rekur, sendir frá sér eina stóra plötu fyrir jól: „JÓlastjÖrnur“, þar sem Ríó, Björgvin Halldórsson, Halli og Laddi og Gunnar Þórðarson flytja ný og gömul jólalög, sum islenzk, önnur erlend. Gunnar stjórnaði sjálfur undirleik og útsetningum og samdi einnig nokkur laganna. Hefur Slagbrandur fregnað, að Gunnar hafi í hyggju að jafna ósett íslandsmet Svavars Gests f upphafsupplagi hljómplötu sem fyrr var nefnt, sex þúsund eintök. Hljómplötuútgáfan Geimsteinn gefur út þrjár plötur fyrir jólin og kemur Rúnar Júlfusson þar mjög við sögu, enda forsvarsmaður útgáfufyrirtækisins. I spjalli við Slagbrand taldi hann plöturnar upp: „Hillingar“, stór plata með nýjum íslenzkum lögum sem flutt eru af eftirtöldum listamönnum: Engilbert Jensen, Magnúsi Kjartans- syni, Gylfa Ægissyni, Gunnari Friðþjófssyni (úr Hafnarfirði), Rúnari Júlfussyni og Maríu Baldursdóttur. „Geimsteinn“,stór plata með samnefndri hljómsveit, en kjarni hennareru þau þrjú: Rúnar Júlfusson, María Baldursdóttir eiginkona hans og Þórir Baldursson bróðir hennar, en aðrir „liðsmenn" hljóm- sveitarinnar eru ýmsir stúdíóhljómlistarmenn eftir atvikum hverju sinni. Platan er tileinkuð „sveiflum", að því er Rúnar sagði. Helmingur laganna er eftir hann og Þóri, en hin lögin eru erlend uppáhaldslög, eins og hann orðaði það. „Heima jólum á“, stór plata með jólalögum, friðsæl og róleg öðrum megin, en létt og skemmtileg hinum megin, að sögn Rúnars. Engilbert Jensen syngur þar eitt lag, Rúnar tvö, Marfa þrjú, Þórir Baldursson eitt og hljómsveitin Geimsteinn þrjú, auk þess sem Þórir á eitt spilað lag án sögns á plötunni. Sum laganna eru ný, en einnig er þarna að finna gamla negrasálma eða „gospel“-tónlist. Fálkinn hf. gefur út þrjár stórar plötur á næstunni: Áfmælisplötur Fóstbræðra f tilefni af 60 ára afmæli karla- kórsins. Er þarna um tvær plötur að ræða og þar er rakin saga kórsins f tónum, bæði nýjar og gamlar hljóðritanir sem spanna nánast allan æviferil kórsinstil þessa. „Still photographs44, stóra plötu með tónlist Magnúsar Þórs Sigmundssonar, fyrrum liðsmanns Change. Þetta er alveg nýtt efni sem Magnús hefur hljóðritaðá Lundúnum að undanförnu, að sögn Ölafs Haraldssonar, forstjóra Fálkans. Tónlist Eyþórs Stefánssonar á Sauðárkróki kemur á stórri plötu á næstunni f tilefni 75 ára afmælis tónskáldsins. Þar er bæði um að ræða nýjar og gamlar hljóðritanir og stendur Fálkinn að útgáfunni f samvinnu við heimamenn á Sauðárkróki, að sögn Ölafs. Hluti af strengjasveitinni sem Jóhann notar f nokkrum laganna. — „Var þetta nógu gott?“ — Tony Cook lýtur spyrjandi á Magn- ús en Jóhann G. virðist vera á báðum áttum. Af svip Ama Scheving vfbrafónleikara má ráða að upptakan hafi ekki heppnast... nnmer eitt... JÖHANN G. Jóhannsson er nú að leggja sfðustu hönd á gerð breiðskffu sinnar „Mannllf“ og þegar Slagbrandur leit inn hjá honum í Hljóðrita nú f vikunni var þar fyrir 9 manna strengjasveit ásamt óbó, flautu og vfbrafón að „sauma inn nokkra frasa“ í undirleikinn á plötuna. Stjórnandi sveitarinnar var Magnús Ingimarsson en hann hefur f samvinnu við Jóhann annast útsetningar á þeim lögum þar sem sveitin kemur við sögu. — „Ég vona, að gæðin verði f réttu hlutfalli við tfmaf jöldann," sagði Jóhann þegar Slagbrandur spurði hann hversu margir tfmar hefðu farið f upptökuna. — „Ég er búinn að fara með rúmlega 200 tfma f þetta og mestur hlutinn hefur farið f ffnpússningu, þ.e.a.s. að bæta inn f hljóðfærum hér og þar — reyna að ná undirleiknum verulega góðum. Annars sé ég ekkert eftir tfmanum ef það skilar sér f meiri gæðum. Gæðin set ég númer eitt..“ Það er Ifka töluvert f húfi fyrir Jóhann að þessi plata heppnist sem best. Hann er nú undir smásjá ýmissa hljómplötuútgefenda bæði vestan hafs og austan og því ekki ólfklegt að þetta nýjasta framlag hans reynist þungt á metunum f þvf sambandi. Textar á „Mannlffi" eru þó allir á móðurmálinu og greina þeir frá lffshlaupi og lýsingum á hinum ólfkustu manngerðum. Jóhann gefur plötuna út sjálfur og er hún væntanleg á markað um næstu mánaðamót. LOGAR f dag: fremri röó f.v. Jóhannes Johnsen, Valdimar Gfslason og Ingi Herma insson — fvrir aftan Olafur Bachmann og /'fcvar Kvaran. Logar á breiðskífn NU MUN vera ákveðið að LOÖAR sælda hér í eina tíð og lengi hafa hann byrjaði með hljómsveitinni frá Vestmannaeyjum leiki inn á breiðskífu og er áformað að þeir félagar fari i upptökusalinn fljót- lega eftir áramót. Samkvæmt heimildum sem Slagbrandur hef- ur aflað sér mun nýstofnað hljóm- plötufyrirtæki Gunnlaugs Mel- steð (Haukum) og Birgis Hall- dórssonar gefa plötuna út, en það fyrirtæki gefur út Haukaplötuna sem væntanleg er nú innan skamms. Logar hafa áður gefið út eina litla plötu (Minning um mann), sem naut mikilla vin- verið uppi áform um að hljóm- sveitin léki inn á stóra plötu, en þau áform hafa hingað til strand- að í framtaksleysi. Logar eiga I fórum sínum nokkur frumsamin lög sem fyrirhugað er að setja á breiðplötuna auk þess sem erlend lög verða þar í bland. Logar eru ein elsta starfandi hljómsveit á landinu, — stofnuð árið 1964 en allir hinar uppruna- legu eru nú hættir. Ingi Her- mannsson söngvari hefur nú lengstan starfsaldur í Logum en sem rótari og síðar bassaleikari árið 1967. Með honum í Logum leika nú: Ólafur Bachmann (trommur), Valdimar Gislason (gítar), Ævar Ragnar Kvaran (bassi), og Jóhannes Johnsen (hljómborð). Logar hafa löngum notið mikilla vinsælda, bæði i Eyj- um og á meginlandinu og eru þvi breiðplötuáform þeirra félaga ef- laust mikið fagnaðarefn fyrir þá fjölmörgu aðdáendur sem hljóm- sveitin hefur aflað sér i gegnum árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.