Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 28

Morgunblaðið - 07.11.1976, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Silfurdepillinn Eftir Annette Barlee viö tré húsaumboðsmannsins var stór, flatur sveppurr og hjá honum stóð ljósálf- ur og seldi grænmeti og nýja ávexti. Upp á að bjóóa hafði hann meðal annars hrúgu af jarðarberjum, nokkrar fötur af bláberjum og krækiberjum, gulrætum og tómata og rauðkál. Pósthúsið kom næst, og það var til húsa í holum trjástofni. Á miðjum stofninum var mjó rifa og það var póstkassinn. Á örlitlum miða, sem festur var á kassann, stóð ritað: „Bréf sem sett eru í póst fyrir sólaruppkomu, eru borin út samdægurs, sé þess nokkur kostur. Ef ekki, skuluð þið ekki kenna okkur um, heldur fara fyrr á fætur í næsta skipti“. Svo á þessu öllu geturðu séð, að þarna var hin myndarlegasta álfaborg, þar sem allir voru síkátir og ánægðir. Annar kafli ÁLFAVERSLANIR I Tlestum borgum eru götur, sem heita Aðalstræti eða eitthvað svoleiðis, og þar er venjulega sægur af verslunum. í álfaborginni var besta verslunargat- an i námunda við geysifagurt blómabeð. Meðfram beðinu var mjór gangstígur en hann höfðu álfarnir ekki búið til, enda þótt þeir notuðu hann, þegar þeir fóru út að versla. Gangstígurinn var eiginlega verk nokkurra barna, sem bjuggu skammt frá álfaborginni og gengu í röð eftir honum þegar þau fóru í skólann. Börnin voru fjögur, og þú ræöur hvort þú trúir því eða ekki, en þau höfðu ekki minnstu hugmynd um, að ljósálfar bjuggu þarna á enginu. Yngsta barnið var strákur, sem kallað- ur var Tommi. Hann átti oft erfitt með að fara um stíginn, því á einum stað var stór steinn, sem þurfti að stökkva yfir, og Tomma tókst þetta stundum svo illa, að hann steyptist á höfuðið. Ljósálfarnir dauðkenndu auðvitað í brjósti um hann, en þeir gátu því miður ekkert gert við þessu, og steininn notuðu þeir til að brjóta hnetur á, þegar þeir voru að versla. Ég þakka fyrir mig, — þetta var ánægjulegt smá- kvöldverðarboð! Vl£P MORödKí KAFFINU GRANI göslari Fvrir alla muni hættu tilraununum i 7ðte- Ég held að brúðurin sé ftölsk og einmitt frá Písa. — Hvaða tryggingu getið þér sett fyrir láninu? — Drengskaparloforð heiðar- legs manns. — Jæja, komið þá með heiðar- legan mann og þér skuluð fá peningana. Ilúsbóndinn: Þér töluðuð nokkuð lengi f sfmann áðan, ungfrú. Skrifstofustúlkan: Það var við- vfkjandi viðskiptum. Húsbóndinn: Þá ætla ég að biðja yður að mnna eftir því framvegis, að segja ekki „ástin mfn“ við viðskiptavini okkar. — Mig langar til þess að biðja yður, frú Sigurbjörg, um fram- lag til drykkjumannahælisins. — Sjálfsagt. Þið getið fengið manninn minn. Móðirin: Hvers vegna ferðu ekki út að leika þér með vini þfnum?Snáðinn: Eg á ekki nema einn vin, og ég hata hann. Hann: Ósköp eruð þér fölar f kvöld, ungfrú. Hún: Segið þá eitthvað, svo ég geti roðnað. — Mamma, gefðu mér krónu handa fátækum manni. — Hvaða maður er það? — Hann er hérna úti á götunni að selja fskökur. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 3 fest við staur á lóðinni. Hann var að planta út tómötum. Hann var hálfnaður með beðið... þegar ég kom ekki auga á hann hélt ég að hann hefði farið niður til að fá sér glas af rósavfni... — Drakk hann mikið? — Hann drakk þegar hann var þyrstur... Giasið hans stendur niðri f vfnkjallaranum — uppi á tunnunni sem hann tappaði af þegar hann langaði til að fá sér hressíngu. Garðurinn har þess öll merki að hafa verið f umsjá hógværs eftir- launamanns sem hafði af því mesta unun að hirða um garðinn sinn. Þau gengu úr sólinni inn f bláleitan skugga sem var í fjærsta horni garðsins. Til hægri var Iftið garðhús. A borðinu stóð Iftil karafla með einhvers konar víni f og lítið glas með þykkum botni. — Þér sáuð karöfluna og glas- ið. En þér sögðuð mér að hús- bóndi yðar hefði aldrei drukkið spfritus og sérstaklega ekki vfn eins og er í þessari flösku. þegar hann var einsamall. Hún leit ögrandi á hann. Það var eins og hún gerði það af ásettu ráði og af fullum vilja að hún hikaði aldrei við að láta hann horfa f augun á sér til að hann gæti lesið úr þeim barnslegt sak- leysið. — Hann var ekki húsbóndi minn,... sagði hún. — Jæja... hvað um það. Hamingjan sanna, skelfing var að fást við manneskju á borð við Felicie! Hvernig hafði hún sagt með hvassrí röddinni sem fór svo innilega f taugarnar á Maigret. Jú, hún hafði sagt: — Ég hef ekki leyfi til að Ijóstra upp neinum leyndarmálum, sem koma mér ekkí við. t augum sumra var ég kannski vinnu- stúlka. En það var ekki þannig sem hann leit á mig og það mun einnig koma f Ijós... — Hvað mun koma f Ijós? — Ekkert! — Eruð þér að gefa f skyn að þér hafið verið ástkona Staurfót- ar? — Hvað haldið þér um mig, ef ég mætti spyrja? Maigret reyndi aðra leið. — Kannski dóttir hans, eða hvað? — Það er þýðingarlaust að spyrja mig. Einn góðan veðurdag kannski... Ja, þvflfkur kvenmaður! Kulda- leg og fráhrindandi, fúl og duttl- ungafull með horað og mjótt and- lit sem var útmakað f málningu sem átti að gefa henni heillandi útlit en gerði hana þvert á móti enn hallærislegri... og svo þetta kaldhæðnislega bros sem stöðugt virtist leika um varir henni. — Hvort hann drakk einn kem- ur mér ekki agnarögn við... En Jules gamli Lapie, kallaður Staurfótur, drakk ekki einsamall. Maigret var sannfærður um það. Maður sem vinnur f garðinum sfnum með stráhatt á höfðinu og gengur f tréskóm, hann fer ekki allt f einu á stúfana og nær f karöflu með gömlu koníaki til að fá sér glas f garðhúsinu. Um einhverja sund hafðí annað glas staðið á borðinu. Einhver hafði fjarlægt það. Kannski Felicie? — Hvað gerðuð þér, þegar þér sáuð ekki Lapie? — Ekkert. Ég gekk inn f eld- húsið og kveikti á vélinni til að hita mjólkina og svo iét ég vatn renna á grænmetið í vaskinum. — Og sfðan? — Sfðan fór ég upp á gamlan stól og hengdi nýtt flugnanet upp... — Voruð þér með hattinn á höfðinu? Þvf að þér eruð alltaf með hatt þegar þér farið f bæinn, ekki satt? — Ég er engin drusla. — Hvernær tókum þér hattfnn af yður? „ — Þegar ég hafði tekið mjólkurpottinn af gasvélinni. Eg fór upp... Allt er nýtt og ferskt og hreint f húsinu, sem gamlí maðurinn hafði skfrt Cap Ilorn. Stiginn virt- ist nýlega lakkaður. Það brakaði f þrepunum. — Farið upp.. .ég kem með... Hún opnaði dyrnar að herbergi sfnu, þar sem dýna með blómstur- áklæði var að þykjast vera legu- bekkur. A veggnum voru myndir af kvikmyndastjörnum. — Ég tek sem sagt af mér hatt- inn.. .svona... þá man ég ailt f einu eftir nokkru: Ég hef gleymt að loka glugganum inni hjá hr. Jules. Eg skunda eftir ganginum, opna dyrnar og æpi upp yfir mig... Maigret var alltaf að totta pfp- una sfna og þó var hann löngu hættur að fá bragð. A gólfinu hafði verið téiknað útlfnurnar eins og Ifkið af Staurfóti hafði legið. Hann Iftur á það. — Og byssan? spyr hann. — Það var engin byssa. Þér vitið fullvel um það, þvf að þér hafið lesið lögregluskýrsluna. A arinhillunni er módel af skútu og á veggjunum er Ifka fullt af skútumyndum. Ætla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.