Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 # 61 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- deg % Áhugaleysi á þjóðmálum. Þorkell Hjaltason skrifar: „í Þingsjá Kára Jónassonar fréttamanns, föstudag 29. okt. sl. lætur Kári að því liggja að fólk almennt mætti gjarnan sýna þjóð- málum meiri áhuga en verið hef- ur nú um sinn, t.d. með því að koma oftar á áheyrendapalla Al- þingis og hlýða þar á ræður þing- manna um hin ýmsu mál, er þar eru til umræðu hverju sinni. Kári sagði að oft mætti þar sjá sömu andlitin með litlum breytingum frá degi til dags. Og ekki væri annað að sjá en þessir pallagestir yndu þar vel hag sínum, Ég er sammála Kára um þessi atriði og almennur áhugi á landsmálum yfirleitt mætti vera miklu meiri en nú er. Það er ávallt þessi eilífa og æ- varandi kaupgjalds- og kjarabar- átta er jafnan ber hæst hjá hinum almenna borgara. En í þeirri bar- áttu er að mörgu að hyggja og ítarleg rannsókn á þeim málum því nauðsynleg. % Andmæli gegn námslána- lögum En víkjum aftur að þing- pöllunum. Það er að vísu svo að það kemur fyrir að þingpallar eru fullsetnir ef sérstök hitamál eru þar til umræðu. Svo var t.d. á síðastliðnu vori er komið var að lokum Alþingis, að nokkur blóð- heit og uppreisnargjörn ung- menni ruddust inn á palla Al- þingis og höfðu þar uppi skammarlestur mikinn yfir þing- mönnum. Mun tilefnið hafa verið sterk andstaða gegn hinum nýju lögum urn námslán til handa námsmönnum. Kom jafnvel til nokkurra átaka af þessu tilefni áður en þeir blóðheitu og blöð- rauðu hurfu á brott. En sem betur fer eru tilvik sem þessi mjög fátíð hér á landi enn sem komið er. Því lýðræði ber að hafa í heiðri og þess minnumst við öll um leið að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Vert er að minnast þess að marga og merka þingskörunga hefur þjóðin eignazt, bæði lífs og liðna, er gjört hafa garðinn frægan, og metur hún að verðleikum allt þeirra starf og baráttu landi og lýð til farsældar. 0 Mikill sigur. Og í dag eigum við íslend- ingar að fagna einum stærsta stjórnmálasigri í allri okkar 11 alda sögu. þar sem um er að ræða stækkun landhelginnar. í 200 sjó- mætti að þau væru stödd hjá gömlum uppgjafa sjómanni. sen lögreglumaðurinn sem hætt hef- ur frumrannsókn málsins með höndum hefur sett Maigret inn I einkennilega Iffsafstöðu Staurfót- ar. Jules Lapie hefur aldrei verið sjómaður. Hann var bókari í fyrirtæki f Fecamp sem seldi meðal annars veíðarfæri, segl, reipi og auk þess kost til farskipa. Hann var ókvæntur, feitur mað- ur, nákvæmur, kannski einum of nákvæmur f öllu sem hann tók sér fyrir hendur. 1 öllu heldur litlaus persónuleikf og Iftt æsandi. Hann átti einn bróður sem var verka- maður f skipasmfðastöð. Einn morgun gengur Jules Lapie sem þá er maður um fert- ugt um borð á Saint Therese, sem átti að sigla þann hinn sama dag til Chile þar sem skipið á að lesta fosfat. Lapie á aðeins að ganga úr skugga um að allur kostur hafi komið til skila og gera upp við skipstjórann. Og hvernig hafði það svo borið að? Sjómennirnir f Fecamp gerðu sér leik að þvf að gera grfn að hinum savizkusama bókara sem virtist beinlfnis Ifða önn fyrir að þurfa að fara um borð f skip. Það mílur. Þessi útfærsla eftir harð- vítuga baráttu í 200 mílur er nú viðurkennd staðreynd af öllum þjóðum heims. Stóran þátt í þess- um ágæta árangri átti auðvitað okkar stórsnjalla og örugga land- helgisgæzla sem öll þjóðin má vera stolt af. Og svo auðvitað þeir stjórnmálamenn er mest mæddi á og ávallt voru í sviðsljósinu á lokaspretti landhelgismálsins. En það voru einkum þrír ráðherrar er þar koma við sögu og mest beittu sér fyrir hinni miklu sigur- lausn landhelgismálsins og sam- komulag um þetta stóra mái var svo loks undirritað hinn 1. júní í Osló. Einnig ber að þakka Norðmönn- um þeirra mikla framlag til lausn- ar þessa máls. En ráðherrarnir er að landhelgissamningnum stóðu voru þeir Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Öll þjóðin þakkar þessum mönnum og ríkisstjórninni í heild farsæla lausn landhelgismálsins, öldnum og óbornum til hagsældar langt inn í fjarlæga framtíð. Þorkell Hjaltason." Ekki fleiri orð um það mál að sinni og hverfum að næsta máli. Það er ýmislegt i sambandi við verzlun sem einn íbúi á höfuð- borgarsvæðinu hefur rætt við Velvakanda um nú nýverið. 0 Um verð- merkingar og fleira. Þessum borgarbúa mæltist þannig: „Það vita það flestir að fyrir nokkru síðan var talað um að allir verzlunareigendur skyldu sjá svo um að vörur. sem væru úti í gluggum verzlana þeirra skyldu vera verðmerktar. Þetta er líka komið í lög, eða a.m.k. tilmæli í lögum um að þetta sé gert. Má það reyndar vera furðulegt að ekki skyldi hafa verið byrjað á þessu fyrir löngu siðan þar sem þetta er sjálfsögð kurteisi og þjónusta við viðskiptavini. Það er mjög þægi- legt þegar verið er að líta í búðar- glugga að geta séð hvað hlutirnir kosta og þurfa ekki að fara inn i verzlunina og bíða eftir af- greiðslu til að fá að vita það. Einn- ig er þetta þægilegt ef maður er á ferli utan verzlunartímans, að geta íhugað verð og athugað, t.d. þegar gengið er niður Laugaveg- inn. En það eru kannski allir hættir því, það má enginn vera að því lengur. En það er eins og með önnur lög eða tilmæli í lögum eða reglu gerðum að það eru bara alls ekki nærri allir sem fara eftir þessu og er það mjög bagalegt. Ég vildi rétt vekja á þessu athygli og það væri gaman að vita hvort fleiri borgar- búar eru sammála mér. Einnig væri gaman að heyra skoðanir fólks, og þá aðallega viðskipta- vina, á þvi hvort þeim fyndist það rétt að síminn hefði alltaf forgang í verzlunum. Það getur verið mjög þreytandi að þurfa alltaf að bíða eftir því að starfsfölk ljúki sím tölum sínum og geti farið að af- greiða. Jafnvel þótt einhverjar spurningar séu í sambandi við verzlunina sem sá sem hringdi hefur verið með. Mætti þá ekki kurteislega benda honum á að fólk bíði eftir afgreiðslu og biðja hann að Ijúka máli sínu? Borgarbúi.“ HÖGNI HREKKVÍSI SERVERSLUN MED SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447 Islenzka nektardans- meyjan Nína skemmtir í hádeginu í dag og í kvöld & SlöGA V/öGA £ ÁlLVERAW RI:.STAURANT ARMULA5 S:83715

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.