Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 46 Framhald af bls. 34 hriðarbyljum vetrarins — já, i vorhret- um líka ísar uppspretturnar og yfir þær skeflir. En síðan vorar í okkur öllum, kemur allt i einu sól og hiti, og svo verðum við þá kannski eins og áin sú arna, sem oftast fellur blátær og tiltölu- lega lygn og alveg meinlaus um sinn ævaforna farveg, enda kailaði ég hana i dag, svona með sjálfum mér, ambátt Lagarfljóts. En Melkorka, sem var ambátt, rak hnefann á nasir höfðings- konunnar, húsmóður sinnar, svo að blóð féll ofan um hana alla. . . Og sérðu nú. Hún er orðin mórauð áin, og mun litka sjálft Lagarfljót í bili, hefur rótað upp í farvegi sinum og meira að segja rifið upp gróður, sem hún sjálf hefur nært og vaggað eins og móðir barni.. . En þess háttar atferli ber þó siðuðum og sjálf- stæðum persónum að varast.“ Hún horfði á mig, stóð þarna fyrir framan mig, rjóð og stóreyg, og að mér virtist steinhissa. Svo hristi hún höfuðið, tyllti sér brosandi á tá og sagði glað- klakkalega: „Þetta er nú víst allt saman nokkuð gáfulegt hjá þér, — annars er ég sjálf- sagt ekki dómbær um svona lagað. En hinu hef ég smekk fyrir, — þvi spaugi- lega við þetta: Þú heldur þessa líka litlu ræðu — ekki fyrst og fremst til að verj- ast mér, heldur karlmanninum, sko, karlmanninum í sjálfum þér, og svo var hún þannig, að ef hún hefði haft einhver áhrif, þá voru þau heldur æsandi en hitt. ,,Hún færði sig nær mér, bládjúp augun heit og seðjandi, og hún lyfti höndum í axiahæð, sneri að mér lófunum. „Held- urðu ekki, að ég hafi fundið það á leið- inni yfir ána, að þú hefur ekki orðið fyrir neinni misþyrmingu? „Svona vil ég muna þig,“ hafðirðu sagt, og muna mig skaltu. Ég hvíslaði I eyrað á þér, þar sem ég sat fyrir aftan þig í mestu ólgu árinn- ar: „Ég finn skógarilm með öllum líkam- anum,“ og hérna skammt frá okkur eru skógarlundir, sem veita gott skjól, en hér á bersvæði og almannafæri get ég ekki notið þess að þakka þér og kveðja þig eins og ég óska og þrái. . . og þarf. Varast, — siðaðar og sjálfstæðar persón- EKKI FJEDD- ur, sagðirðu.“ Hún hnussaði. „Ég gat mér strax til um, hver þú værir, áður en hún gamla frænka nefndi þig, og ég veit að þú ert trúlofaður, en kannski sjáumst við aldrei aftur, og þú átt það sannarlega skilið, að verða einni sælli og stolinni minningu ríkari en þú ert fyrir, — og kærastan þín, hvers missir hún I? Skyldi hún ekki fá nóg tækifærin til að njóta þín eins og hún þá kann að vera mann- eskja til?... Og vittu það, að ég giftist bráðum, en ætla að láta minninguna um kynnin af þér lýsa mér við og við, þegar mér kynni að finnast syrta leiðinlega mikið að í hjónabandsamstrinu." Það brá fyrir kímni í augum hennar, og brosvirpur komu í kringum munninn: „Nú skal ég trúa þér fyrir einu: Þegar þú reiðst yfir ána til þess að sannfæra kellingarnar um, að þeim væri óhætt að treysta þér og þeim rauða, þá sagði hún mér, næstum hvíslaði því, að sér hefði borizt það að sunnan, að þú værir talinn drjúgur kvennamaður, enda hefði það sýnt sig á þvf, hve fast þú hefðir sótt að ná f eina mestu myndarstúlkuna hér um slóðir og hve fljótt þér hefði tekizt það, — vildi vekja hjá mér forvitnisfiðring og vara mig við um leið.. . Ef ske kynni, nú, þá það. . . En ég er búin að vita meira um þig en hún: Auðvitað ertu kvensamur eins og karlmenn þurfa og eiga að vera, ef nokkuð púður á að vera í þeim, en þú ert ekki þetta, sem kallað er kvennamað- ur, ert sem sagt ekki alltaf á veiðum, hvenær sem færi kynni að gefast." Nú setti hún í brúnirnar og bætti við fast- mælt: „Og svo vil ég þá, að þú vitir og munir, að ég er talsvert blóðheitur kven- maður, en er ekki og verð aldrei skækja, hvernig sem hjónabandið kynni að leika mig að öðru leyti — og... og hvað sem okkur kann að fara á milli.“ I einni svipan breyttist hún. Það komu tár í augun á henni, og hún kreppti hnefana og titraði frá hvirfli til ilja, — og ég, sem ætlaði að manna mig upp og minna hana á, að konurnar biðu og mundu vera farnar að óróast, stóð nú agndofa. Hún leit á mig heitum tár- votum augum, stappaði á ný niður fæti og hvæsti út á milli samanbitinna tanna: „Eg er f uppnámi eftir þetta allt sam- an, sérðu það ekki — og þú ætlar ekki, ekki, segi ég, að misnota þér það? .. .Og þó.. . og þó: Ég vildi mega kveðja þig svo, að þú myndir mig .. . En drottinn minn, já, ég segi drottinn minn, hvað annað, þegar svona kemur yfir mann og það alveg óvænt?" Andartak stóð ég kyrr og þegjandi. Svo brá ég við, gekk til hennar studdi höndunum á axlir hennar, horfði á hana og sagði hlýtt, en rólega: „Svona , vina mfn. Vist er ég karlmað- ur, en ég held ég þori að fullyrða, að ég sé hvorki fífl né dóni. Ég skil þig fylli- lega og held mér sé óhætt að segja, að ég telji mig hafa séð, að þú sért kona, ég segi hvorki stúlka né dama, sért vissu- lega kona, sem meira en lítið sé í spunn- ið. Það er engin hætta á, að ég muni þig ekki.“ Ég greip í hendur hennar, þrýsti þeim, en hélt þeim þannig, að ég hefði vald á hreyfingum þeirra. Svo horfði ég í társtokkin augun, lagði í augnaráðið alla þá seyrulausu velvild og örvun, sem mér bjó nú f brjósti. Og eftir nokkur andar- tök var sem óró og æsing hyrfi allt í einu úr augum hennar og yfirbragði og svipurinn mótaðist af svo sem spyrjandi, en r<<legri fhugun. Og þegar ég þá brosti, brosti hún lika, og svo sagði hún í ekki ólfkum róm og hún væri að vakna af einhvers konar vfmu: „Ég er i f jötrum, reyndar mjúkum fjötrum, og það munu vera þeir fjötrar, sem henta mér bezt.“ Hún losaði hendur sínar og horfði á þær, leit síðan á mig, brosið horfið, en augnaráðið engu að sfður skært. Og það var sem hún ándaði frá sér orðunum, þegar hún sagði: „Þú er góður.“ Svo vék hún sér við og gekk hröðum skrefum til Mjallar litlu, lét upp á hana tauminn, steig í fstað og vatt sér liðlega á bak. I sömu svipan kvað við svo hátt og magnþrungið hnegg, að ég þurfti ekki að efast um, að það kæmi úr hálsi Dreka, sem hafði einu sinni hneggjað þannig með mig á baki, að ég hafði hrokkið úr öðru ístaðinu. Og þarna stóð hann nú með reistan makka, sneri sér í vesturátt, horfandi á mann og að mér virtist jarpan reiðskjóta, sem nálguðust á hægu skokki. Mjöll litla hafði tekið til fótanna, meðan ég hugaði að því hvað Dreki væri að boða. Sú, er á henni sat, leit hvorki til hægri né vinstri, og ekki staldraði hún, þegar hún mætti komumanni, sem stöðvaði þó reiðskjóta sinn f þeim vændum að hafa tal af henni. Hún leit ekki einu sinni við manninum, en vék hryssunni út af götunni og reið leiðar sinnar á dillandi tölti, leit svo um öxl og veifaði svipunni með þeirri hendi, sem vissi frá þeim er hún hafði mætt, svo að hann þurfti ekki að vera f vafa um, að þessi kveðja væri ekki honum ætluð, enda svaraði ég henni eins og við átti. Neitaði að njósna fyrir KGB og var handtekinn Moskvu. —3. nóvomber. — Reuter. SOVÉZKUR læknir, Mikhail Kovtuenko, hefur verið handtek- inn fvrir að neita að njósna um skáldið og andófsmannann Mikola Budenko fyrir KGB. Kovtuenko, sem er Urainumaður, skýrði vest- rænum fréttamönnum frá þessu í dag, en hann er virkur þátt- takandi f Amnesty International- deildinni f Sovétrfkjunum. í yfirlýsingu Rudenkos kemur m.a. fram, að Kovtuenko hafi ver- Slátrun lokið á Reyðarfirði, fisk- vinnsla hafin á ný Reyðarfirði — SLATRUN hófst í sláturhúsi KHB þann 13. september og lauk aðalslátrun hinn 25. október. 20 þúsund kindum var slátrað eða 500 kindum fleira en i fyrra. Með- alþunga dilka var 14,45 kg. eða ;við meiri meðalvigt en var í fyrra. Yfir sláturtíðina unnu að jafnaði um 50 manns við slátur- húsið. Þriðjudaginn 2. nóvember var byrjað að taka á móti fiski i frysti- húsi KHB en fiskmóttaka liggur niður meðan sláturtíð stendur yf- ir vegna manneklu. Frystihúsið hér fær 1/4 af afla Eskifjarðar- togaranna. Að þessu sinni var afl- inn af Hólmanesi og fékk frysti- húsið hér 12—13 tonn af fiski til vinnslu. Gréta Lúðvfksd. ið eftirsóttur læknir í Kænugarðí þar til nýverið. KGB hafi haft samband við hann fyrr á árinu og beðið hann um að láta í té upp- lýsingar um skáldið, en ella yrði hann ákærður fyrir að þiggja mútur. Hafi Kovtuenko síðan ver- ið handtekinn i september eftar að hafa vfsað á bug öllum slíkum málaleitunum. Nýtt embætti hér- aðsdýralæknis SAMKVÆMT lögum nr. 34 frá 23. maf 1976, um breytingu á lögum nr. 31 1970 um dýralækna hefur verið stofnað embættí héraðs- dýralæknis f Hvolsumdæmi, Rangárvallasýslu. Hinn 5. nóvember s.l. skipaði forseti Islands, að tillögu land- búnaðarráðherra, Einar örn Björnsson, héraðsdýralækni á Húsavík, í embætti héraðsdýra- læknis i Hvolsumdæmi frá 1. janúar 1977 að telja. (QFRÉTTATILKYNNING) 'wiiiÁiS MAX FACTOR Ólafur Kjartansson, Lækjargötu 2. Nýju Ultralucent kremin halda rakanum sérlega vel í hú*r’ kemur árangurinn strax í Ijós í*8vméa#*- '-M* V ■'■«*>* ' '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.