Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 1
64 SIÐUR 265. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter ráðfærir sig við Dean Rusk Plainíi — 13. nóvember. Reuter AP. ! DAG ræðir Jimmy Carter nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, utanríkismálefni við Dean Rusk, sem var utanrfkisráð- herra í stjórnum Kennedys og Johnsons um átta ára skeið. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, sagði í gær, að ekki væri útilokað að þess yrði farið á leit við Henry Kissinger, utanríkisráðherra Fords, að hann gegndi áfram samningahlutverki sínu í Mið- austurlöndum fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar, eftir að Carter tekur við emb- ætti 20. janúar n.k. Alexander Haig, yfirmaður alls herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, sagði í gær, að hann byggist ekki við stefnubreytingu Bandarikjastjórnar í málefnum bandalagsins eftir að Carter er tekinn við stjórninni. Hann taldi ólíklegt, að niðurskurður fjárveit- inga til varnarmála hefði i för með sér breytingu á stöðu Banda- ríkjanna í Evrópu. Fyrr í vikunni tilkynnti Ford forseti, að skipunartímabil Haigs hefði verið framlengt um tvö ár, þó með þeim fyrirvara að Carter kynni að breyta þessari ákvörðun. Alexander Haig lýsti þvi yfir i dag, að hann ætti ekki von á því að þessari ákvörðun yrði breytt eftir að Carter tekur við Stjórnar- taumunum. Að loknum fundi sinum með Pólland: Herferð gegn hjálparstarfi við verkamenn Varsjá, 13. nóvember. Reuter LÖCREGNAN í Varsjá handtók f gær Piotr Naimski, sem hefur að undanförnu tekið þátt f skipulagningu hjálpar- starfs vegna þeirra verkamanna, sem pólsk yfirvöld hafa beitt refsiaðgerðum vegna verkfalla og uppþota í júnfmánuði s.l. Naimski er 25 ára lífefnafræð- ingur. Hann starfar í nefnd 18 manna, sem að undanförnu hafa safnað sem svarar rúmlega þrem- ur milljónum íslenzkra króna, en féð á að renna til fjölskyldna þeirra verkamanna, sem misst hafa atvinnu sína vegna þátttöku í mótmælaaðgerðunum i júni. Carter í dag sagði Hamilton Jordan, sem stjórnaði kosninga- baráttu hins nýkjörna forseta, að þegar hefðu borizt um 3 þúsund tillögur um menn í 200 æðstu stöður, sem Carter skipar í. Eltu flótta- menn yfir landamærin Omungwelume, 13. nóv. Reuter. ANGÓLSKIR og kúbanskir hermenn réðust tvö hundruð metra inn fyrir landamæri Suðvestur-Afríku fyrir tíu dög- um og höfðu á brott með sér 20 til 30 flóttamenn sem þeir höfðu veitt eftirför að sögn lögreglustjórans í Omungwelume f Suðvestur- Afríku, Eric Winter. Flóttamenn segja að angólsku og kúbönsku her- Framhald á bls. 31 SPÆNSKA lögreglan handtók 247 verkfallsverði meðan stóð á sólarhringsverkfalli þriggja verkalýðshreyfinga gegn stefnu stjórnarinnar f efnahagsmálum að sögn talsmanns innanrfkis- ráðuneytisins f Madrid í dag. Hann sagði að 548.698 verka- menn hefðu tekið þátt í verkfall- inu í gær og hinir handteknu yrðu sektaðir. Talsmenn verkalýðs félaganna ségja hins vegar að tvær milljónir af átta milljónum verkamanna Spánar hafi tekið þátt í verkfallinu og um 400 hafi verið handteknir sfðustu daga. Verkfallið náði aðallega til iðnaðarins og olli ekki röskun á lífi fólks í helztu borgum. Starchik sleppt Moskvu, 12. nóvember. Reuler. TÓNSKALDINL Pyotr Starchik, sem fluttur var á geðveikrahæli í septembér s.l. var sleppt úr haldi f gær, að því er félagar háns f andspyrnuhreyfingunni skýrðu frá í dag. Frá því að Starchik var tekinn til meðhöndlunar á hæl- inu hafa honum verið gefin ýmiss konar lyf, þar á meðal „halo- peridol", sem orsakar tauga- krampa, vatnssýki, þunglyndi og deyfð, en þrátt fyrir þessa með- ferð segja félagar hans að líðan hans sé nú með eðlilegum hætti. Talið er að athygli sú, sem mál Starchiks hefur vakið meðal al- mennings á Vesturlöndum, svo og stuðningsyfirlýsing um 80 manna hóps hafi stuðlað að því að Starc- hik var sleppt úr haldi, en f þess- um hópi voru meðal annarra Vladimir Borisov og Pyotr.Grigor- enko, fyrrverandi hershöfðingi. Báðir þessir menn hafa verið í haldi á geðveikrahælum Ástæðan fyrir þvi að Starchik var handtekinn um miðjan sept- ember var sú,að hann hafði dauf- heyrzt við áskorunum KGB um að hætta vikulegu tónleikahpiHi á heimili sinu í Moskvu. Þar voru meðal annars sungin ljóð um dvöl í fangabúðum og lög við ljóð eftir Osip Mandelstam frá því fyrir síð- ari heimsstyrjöldina, en verk skáldsins hafa aldrei fundið náð fyrir augum sovézkra stjórnvalda. Lögreglan leysti upp göngur og fundi til stuðnings verkfallinu. 1 Barcelona skaut lögreglan gúmmíkúlum til að dreifa um 5.000 verkamönnum og stúdent- um og sjónarvottar segja að um 12 hafi verið handteknir. Það dró nokkuð úr áhrifum verkfallsins að kommúnistar og sósíalistar vöruðu stuðningsmenn sína við því að koma af stað átök- um sem gætu aukið andstöðu hægrimanna gegn umbótastefnu stjórnarinnar sem miðar að af- námi einsflokkskerfis og verður rædd eftir nokkra daga í þinginu, Cortes. Stefna stjórnarinnar gerir ráð fyrir þingi í tveimur deildum, beinum og leynilegum kosningum og almennum kosningarétti. ALLT A FLOTI... — Það er því miður ekkert útlit fyrir að þessar tvær geti slegið niður regnhlífunum sínum i dag ef þær þurfa i bæinn, og þessi ljósklædda á milli þeirra verður áreiðanlega að halda áfram að halla sér upp að þeim eins og hér á myndinni, ef hún slæst aftur i för með þeim. Veðurstofan var ekki aldeilis á þeim buxunum í gærmorgun að veðrið ætti eftir að skána þennan sólarhringinn; hún spáði rigningu annað slagið og svo sjö til átta vindstigum hér í höfuðstaðnum til þess að þeyta henni framan í vegfarendur. V erkf allsmenn teknir á Spáni Madrid, 13. nóvcmbpr. Rculcr. Fleiri nefndarmenn hafa verið handteknir í herferð yfirvalda gegn hjálparstarfinu og hafa þeir yfírleitt verið hafðir í haldi hluta úr degi. Leitað hefur verið á heimilum þeirra og hefur lögregl- an lagt hald á skjöl um störf nefndarinnar. Allsherjar- fundi frestað Genf — 13. nóvember — Reuter. Áformuðum allsherjarfundi Genfarráðstefnunnar um framtíð Rhodesiu var í dag frestað til mánudags. Umræður um sáttatil- lögu Ivor Richards voru á dagskrá fundarins. Leiðtogar blökku- manna fengu tillöguna í hendur I gær, en töldu sig þurfa lengri frest til að ræða hana. NATO óttast aukinn k jarnorkumátt Rússa Brtlssel, 12. nóvember. Reuter. Landvarnarráðherrar NATO koma saman til fundar í London í næstu viku til að ræða áætlanir bandalagsins um hvernig það skuli heyja kjarnorkustyrjöld og endurbætur sem verið euað gera á 7.000 kjarnorku búnaði Bandaríkjamanna í Evrópu. Bandarikjamenn hafa þegar gefið Rússum til kynna að þeir geti ekki haldið áfram að efla kjarnorkuherafla þann sem þeir ætla það hlutverk að nota gegn Vestur-Evrópu með þvi að senda til Evrópu flugvélar af gerðinni F-lll og^ F-16 sem eru betur hæfar til'að bera kjarn- orkuvopn en flugvélar af gerð- inni F-4 Phantom sem verða teknar úr umferð. Vestur-Þjóðverjar og fleiri NATO þjóðir óttast að kjarn- orkujafnvægið í Evrópu sé far- ið að raskast Rússum í vil þar sem Rússar hafa tekið í notkun nýja meðaldræga kjarnorkueld- flaug, SS-X-20, tveggja þrepa Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.