Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976
Sr. Tómas
Sveinsson
settur í em-
bætti í dag
„Ljúkum verkinu” — Söfn-
uninni lýkur um helgina
UM þessa helgi lýkur söfnunar-
herferð þeirri sem Hjðlparstofn-
un kirkjunnar hefur gengizt fyrir
undanfarinn hálfan mánuð.
Hafa mörg framlög borizt bæði
frá einstaklingum og fyrirtækjum
og var söfnunarféð komið nokkuð
á sjöttu milljónina á föstudag og
sagði Guðmundur Einarsson frkv-
stj. Hjálparstofnunarinnar að
ekki væru öll kurl komin til graf-
ar ennþá.
Kvenfélagið Hringurinn ákvað
á fundi sinum i vikunni að gefa
eina milljón króna til þessarar
söfnunar og afhenti formaður
kvenfélagsins gjöfina á fimmtu-
dag.
Sr. Tómas Sveinsson.
Prestkosning í
Laugarnessókn
Ragnheiður Einarsdóttir formaður Kvenfélagsins Hringsins afhendir
Guðmundi Einarssyni gjöf frá Hringskonum til söfnunarinnar til
styrktar þroskaheftum börnum.
SUNNUDAGINN 14. nóvember, í
dag, verður nýkjörinn prestur
Háteigssafnaðar, sr. Tómas
Sveinsson, settur í embætti. Ný-
skipaður dómprófastur, sr. Ólafur
Skúlason, framkvæmir inn-
setninguna. Guðsþjónustan hefst
klukkan 14 f Háteigskirkju.
PJETUR Þ. Maack cand theol.,
annar umsækjandinn um prests-
embættið f Laugarnessókn, flytur
predikun f Laugarneskirkju f dag
kl. 2 e.h.
Pjetur er fæddur 14. marz 1950,
sonur hjónanna Viggós E. Maack
skipaverkfræðings og Ástu Þor-
steinsdóttur, Daníelssonar skipa-
smiðs. H:nn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1970 og embættisprófi í guðfræði
frá Háskóla Islands haustið 1976.
Pjetur sat í stjórn æskulýðsfélags
Laugarnessóknar 1963—1974, þar
af 4 ár sem formaður. Þá var hann
samstarfsmaður sóknarprestsins í
BLADIl) hefur verið beðið fyrir
svohljóðandi yfirlýsingu:
Vegna fréttar í Mbl. í ga-r um
fyrirhugaðar aðgerðir Kélags há-
skólamanna í kjaramálum víl ég
taka fram, að stjórn félagsins hef-
ur ekki hvatt félaga sina ti| verk-
falls næstkomandi mánudag. llins
vegar hefur hún hvatt starfsfólk
einstakra deilda til að halda fundi
um kjaramá! sín þann dag og enn-
fremur að sa>kja fund Bandalags
háskólamanna að Hótel Sögu.
Haraldur Ólafsson,
formaður KII.
Kvennadeild Reykjavfkurdeildar Rauða kross Islands heldur basar (
Kóstbra-ðraheimilinu f dag, sunnudaginn 14. nóvember klukkan 14.
Allir basarmunir eru unnir af konunum í deildinni á sfðastliðnu ári
Ágóði rennur til sjúklingahókasafna hinna ýmsu sjúkrahúsa borgar-
innar. Myndin sýnir hluta þeirra muna, sem á hoðstólunum verða.
Hjálpa drykkjusjúkum
CUSACKSHJÓNIN, sem hér hafa
dvalist á vegum Kreeportklúbbs-
ins, sem eru samtök þeirra, sem
verið hafa á Kreeportsjúkrahús-
inu í New York, til þess að reyna
að hjálpa drykkjusjúkum með
einkasamtölum og fyrirlestrum
munu halda fyrsta fyrirlestur
sinn í dag klukkan 15 í fundasal
Hótel Loftleiða.
Þau hjón munu dveljast hér-
lendis í rúma viku. Munu þau
fara til Akureyrar, Vestmanna-
eyja og ísafjarðar, en þar er
ætlunin að stofna deild úr AA-
samtökunum á Islandi.
Pjetur Þ. Maack
allega að æskulýðsmálum. Sá m.a.
um undirbúning hér á landi
vegna ferða 1000 Eyjabarna til
Noregs sumarið 1973. Einnig var
Pjetur fulltrúi RKl við stofnun
Ferðamálaráðs fatlaðra. Hann
hefur verið fararstjóri í utan-
landsferðum fatlaðra og hefur séð
um „opið hús“ fyrir vangefna i
Tónabæ á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur nú um eins árs skeið.
Hefur hann unnið hjá Æskulýðs-
ráði í Tónabæ frá 1972, en var þar
áður lögregluþjónn í tvö sumur.
Hann hefur sérstaklega kynnt sér
vandamál áfengissjúklinga, m.a.
hjá AA-samtökunum.
Pjetur sat i tvö ár í stjórn Fé-
lags áhugaljósmyndara og var
einn af stofnendum ljósmynda-
klúbbsins „Ljóss“.
Pjetur Þ. Maack er ókvæntur.
Gunnar Pálsson
Veturliði frá
ýmsum tímum
Veturliði Gunnarsson listmál-
ari opnaði f ga>r sýningu á 134
myndum cftir sig í Kjarvalsstöð-
um. „Þctta cru myndir frá ýms-
um timabilum," sgði Vcturliði,
„cn þó ckki yfirlitssýning, því þá
hcfði ég þurfl miklu stærri sali
og myndir að láni frá fólki.
Eg ætlaði að fá báða sali Kjar-
valsstaða og hafa gamalt í öðrum,
nýtt í hinum, og samkvæmni á
milli, en hún verður að bíða betri
tíma, yfirlitssýningin. Nú eru
þetta myndir m.a. frá ýmsum sýn-
ingum síðan um 1950. Ég tók
ákvörðun um að hafa það með
vegna þess að svo mikið er komið
Yfirlýsing
Framhald á bls. 31
Högni Torfason segist
eiga höfundarréttinn
Laugarnesi við barnamessur í 3
vetur og um eins árs skeið í undir-
búningsnefnd væntanlegs safnað-
arheimilis Laugarnessóknar. Og
kennari var hann við Laugarnes-
skóla 1970—1974.
Pjetur var í varastjórn Rauða
kross íslenda 1971—1975. Sótti
hann þá norrænar ráðstefnur sem
fulltrúi RKl og námskeið Alþjóða
Rauða krossins í Svíþjóð fyrir
starfsfólk á neyðarsvæðum. 1973
var hann sæmdur
„fortnejstdiplom" norska Rauða
krossins úr gulli. Hann var 2 ár
ritstjóri fréttablaðs RKÍ og um
tíma fulltrúi RKl vegna Vest-
mannaeyjagossins, og vann þá að-
Högni Torfason
látinn
t GÆRMORGUN lézt 1 Borgar-
spftalanum cftir stutta sjúkra-
húsvist Gunnar Pálsson skrif-
stofustjóri frá Hríscy, 64 ára að
aldri.
Gunnar Pálsson var skrifstofu-
stjóri hjá Fiskimálasjóði og hafði
gegnt því starfi frá árinu 1941.
Hann var fæddur í Ólafsfirði 28.
desember 1911, sonur Páls Bergs-
sonar kaupmanns og konu hans,
Svanhildar Jörundsdóttur, en þar
rak Páll verzlun og útgerð. For-
eldrar Gunnars fluttust síðan til
Hríseyjar.
Kona Gunnars Ingileif Bryndís
Hallgrímsdóttir lifir mann sinn
ásamt fjórum börnum þeirra.
VEGNA þcirra blaðaskrifa, scm
orðið hafa vcgna synjunar Hjalta
Kristgeirssonar á endurbirtingu
viðtals við hann um það leyti, sem
ungverskir flóttamenn komu til
landsins fyrir 20 árum. sneri
Morgunblaðið sér til Högna
Torfasonar, sem var fréttamaður
rfkisútvarpsins þá og tók viðtalið.
Högni sagðist Ifta svo á, að hann
eigi og enginn annar höfundar-
rétt að viðtalinu. Þess vegna geti
enginn ráðskast með viðtalið án
sfns samþykkis, ákveðið birtingu
eða ekki birtingu.
Högni Torfason sagði að á þess-
um tíma hefði hann farið til Vín-
arborgar og skoðað flóttamanna-
búðir Ungverjanna í Vín. Á spól-
unni, sem um er rætt er viðtal við
dr. Gunnlaug Þórðarson, sem fór
utan og náði í flóttamennina, við-
tal við Hjalta Kristgeirsson, sem
verið hafði í Ungverjalandi á
meðan á uppreisninni stóð og loks
er almenn lýsing Högna á búðun-
um og aðstöðu fólksins þar.
Aðgeróir BHM;
Búist við víð-
tækri samstöðu
GERT er ráð fyrir víðtækri samstöðu
félaga innan Bandalags háskóla-
manna um verkfallsaðgerðir þær
sem ætlunin er að efna til á morgun f
þeim tilgangi að þrýsta á ríkisvaldið
til að veita háskólamönnum kjara-
bætur, að því er Jón Hannesson,
formaður launamálaráðs BHM,
skýrði Morgunblaðinu frá I gær.
Aðgerðir þessar eru ekki að tilhlutan
bandalagsins sjálfs heldur eru þær til
komnar i kjölfar almenns félagsfundar í
Glaumbæ fynr nokkru um kjaramálin,
en þar var þeirri áskorun beint til
stjórna aðildarfélaganna að undirbúa
einhvers konar aðgerðir til að knýja á
úrlausn I kjaradeilu háskólamanna og
rikisvaldsms
Innan BHM eru alls um 1 400 félag-
ar, en að sögn Jóns er ekki hægt að
leiða að þvi getum hversu stór hluti
félagsmanna muni taka þátt i þessum
aðgerðum nema hvað búast mætti við
að það yrði víðta;kt, enda teygðu félag
ar BHM arma sina mn á mörg starfs-
svið i þjóðfélaginu Jón sagðist þó eiga
von á að þátttakan yrði mest á höfuð
borgarsvæðinu. enda væru hópar
BHM úti á landi yfirleitt fámennir Að
öðru leyti væri ekki unnt að segja til
um það á þessu stigi hversu margir
mundu skerast úr leik en hann taldi
afstöðu lagaprófessora innan háskól-
ans að mörgu leyti skiljanlega og einn-
ig mætti gera rá_ð fyrir að ýmsir félagar
BHM I mjög sérstökum störfum héldu
einnig að sér höndum og nefndi hann I
því sambandi dýralækna og lækna sem
BHM semdi fyrir en þeir væru mjög
fáir
Launadeila Bandalags háskóla-
manna er nú hjá kjaradómi en BHM
hefur dregið fulltrúa sinn út úr nefnd-
inni, þar sem bandalagið telur að
reynslan sýni að dómurinn sé jafnan
vilhallur rlkisvaldinu og aðgerðirnar á
morgun séu þannig fyrst og fremst í
þvi augnamiði að þrýsta á ríkisvaldið
sjálft í því skyni að tryggja háskóla-
mönnum einhverjar kjarabætur