Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 3 Svo sem mörgum mun kunn- ugt, stendur nú yfir sýning á verkum hins þekkta, norska málara og boðbera tjáningar- frelsis, Victors Sparre í sýning- arsölum Norræna hússins. Ég ætla ekki með þessum iínum að fjalla um list þessa málara, enda hefur það þegar verið gert af starfsbróður mínum við blað- ið, en af gefnu tilefni fýsir mig að vekja sérstaka athygli á þessari sýningu, og um leið vikja örfáum orðum að ræktar- semi höfuðborgarbúa gagnvart starfseminni i hinu fagra húsi i Vatnsmýrinni. Sýningin hefur nú staðið yfir í nær þrjár vikur og hefur aðsókn ekki verið sem skyldi né að verðleikum. Það mun óyggjandi staðreynd varð- andi aðsókn að sýningum í höf- uðborginni um þessar mundir, að hún sé í lægð, — og hefur margur ágætur listamaðurinn rekið sig á þá staðreynd að und- anförnu. Allt frá Listahátíð I sumar hefur ekkert lát verið á sýningum, og ég minnist þess ekki að hafa þurft að skrifa j'afn mikið á jafn skömmum tíma á 10 ára ferli minum sem listrýnir. En það er annað mál, sem ég hyggst fjalla um í sér- stökum pistli. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að eiga skemmtilega kvöldstund með listamannin- um, mannvininum og húman- istanum Victor Sparre á heimili Norska ambassadorsins á dög- unum og ræða við hann um hið mikla áhugamál hans, sem er fullt tjáningarfrelsi til handa listamönnum allra landa. Hann er vinur margra rússnezkra andófsmanna, svo sem kunnugt er, — t.d. Sacharovs, Solzhenit- syns o.fl. og hermdi mér ýmis- legt frá kynnum sinum og rúss- neskra listamanna. Ég skynjaði hér undirtón ríkrar samúðar manns, sem lif- ir í landi fulls tjáningarfrelsis og við mikla persónulega vel- gengni og hamingju, gagnvart félögum sínum um allan heim, er ekki geta sagt hið sama. — Victor Sparre er sérstæður maður og vafalítið einstakur á margan hátt eins og myndir hans bera með sér þar sem hann eys af norskri hefð í myndlist á persónulegan hátt og þunglyndislegri tilfinningu Victor Sparre — Norræna húsið Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON og samsemd með manneskj- unni. Eins og vinur minn nokk- ur sagði við mig, er hann gekk með mér um sali Norræna húss- ins fyrir skömmu — „Það gæti enginn tslendingur málað slík- ar myndir og þær, sem sérstæð- astar og persónulegastar eru á sýningunni.“ Hér átti hann ekki við gæði myndanna, held- ur þann hátt sem þær eru mál- aðar á, en sýningin er vissulega ólík flestu ef ekki öllu, sem við sjáum frá hendi myndlistar- manna okkar. Þvi ætti hún ein- mitt að vera forvitnileg fyrir íslenzkan almenning og einkum alla þá, er að staðaldri venja komur sínar á myndlistarsýn- ingar. Því vil ég visa til þess að minna á að sýningunni lýkur nú um helgina og eru þvi síð- ustu forvöð að kynnast list og skoðunum norska listamanns- ins Victors Sparre. — Þá vil ég litillega minna á tilvist Norræna hússins og þá menningaraukandi starfsemi, er þar fer fram innan dyra, — ekki er nóg að vita af henni, heldur ber okkur skylda til að hlúa að henni, með ráðum og dáð. Hér vil ég minna á, að íslendingar greiddu aðeins 1% af byggingarkostnaði hússins og borga sömu upphæð af rekstrarkostnaði þess, ef ég veit rétt. Við tökum þéttangs- fast í þá hönd, er frændur vorir rétta okkur yfir hafið, en vel á minnst, sem þiggjendur i flest- um tilvikum. Við njótum þann- ig gjafa, fyrirgreiðslu og margs konar mennangarlegra styrkja, en gjöldum ekki þá skuld sem skylt og rétt er, jafnvel ekki þótt mögufeikarnir séu við tún- garð okkar og eitt pennastrik sé nóg og geti úr miklu bætt. Ég tek sem dæmi, að ekkert hefur verið gert frá þvi er byggingin fagra reis af grunni til þess að auðvelda almenningi leið að Norræna húsinu og á vit starf- semi þess, — ætti það þó auð- veldlega að vera hægt með þvi að beina leið 5, annað hvert skipti, hluta úr degi er starf- semin er mest, framhjá því húsi. Varla myndi það kosta mikið að fegra og girða af tjörn- ina fyrir framan húsið, — eða eru menn hér að bíða eftir slys- unum, áður en þeir ranka við sér, — það hefur stundum mun- að fjarska litlu að illa færi, en árvökul augu og snarræði hafa komið i veg fyrir óbætanlegt tjón, — Guði sé þökk. Væri það mikill kostnaður að koma fyrir einföldum leiktækj- um fyrir börn á litlu afgirtu svæði í kringum húsið? — Af nógu landrými er að taka, og gætu þá foreldrar skoðað sýn- ingar, brugðið sér á bókasafnið eða notið annarrar starfsemi, óhultir um börn sin. Og að siðustu, hví þarf nær öll ræktarsemi hússins til handa og allar gjafir, veglegar og stórar, að koma að utan? Er ekki kominn tími til, að við höfuðstaðarbúar gerum eitt- hvað i þeim málum, sem mest aðkallandi eru og voru talin upp hér að framan? Ferðaskrifstofan Ferðaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.