Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 16

Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár.ii Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. róun efnahagsmála hér á tslandi er að sjálfsögðu mjög háð allri framvindu efnahags- lífs í nálægum löndum og raunar hinum vestræna heimi. Þess vegna er ástæða til þess fyrir okkur að fylgjast með þessari þróun í helztu viðskipta- löndum okkar eins og Bandaríkjunum, V- Þýskalandi, Bretlandi og fleiri Evrópulöndum þar sem hún getur gefið nokkra vísbendingu um hvers við megum vænta á næstu misserum. Á síðasta ári sáust áþreifanleg merki þess, að efnahagslíf þess- ara ríkja væri að taka fjör- kipp eftir umtalsverða lægð um nokkurra missera skeið. Sú efnahagssveifla upp á við hefur bersýni- lega haft jákvæó áhrif á efnahags- og atvinnumál okkar íslendinga. Hins vegar hefur dregið úr þess- um efnahagsvexti í helztu iðnaðarríkjum Vestur- landa nú síðustu mánuði. Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, víkur að þessum viðhorf- um í forystugrein í Fjár- málatíðindum, sem nýlega eru komin út. Segir hann þar, að horfur séu nú tví- sýnni um áframhaldandi efnahagsbata en títt sé á þessu skeiði hagsveiflunn- ar og rekur orsakir þess að svo er. Seðlabankastjórinn segir: „í fyrsta lagi er verð- bólga enn verulegt vanda- mál víða um heim og dreg- ur hún bæði úr svigrúmi stjórnvalda til að beita eftirspurnaraukandi að- gerðum og úr getu og áhuga fyrirtækja á því að leggja í framleiðsluauk- andi fjárfestingu. í öðru lagi eiga margar þjóðir enn við mikla greiðsluerfið- leika að etja, sem að miklu leyti má rekja til þeirra breytinga á greiðslustöðu, sem olíuverðhækkunin hafði í för með sér. Hafa þessar þjóðir mjög lítið svigrúm til þess að auka innlenda eftirspurn, nema þeim takist jafnframt að halda greiðslujöfnuði sín- um í horfinu með auknum útflutningi. í þriðja lagi er enn við að stríða almenn- ara og rótgrónara atvinnu- leysi en þekkzt hefur, síðan fyrir heimsstyrjöldina síð- ustu. Hefur tiltölulega lítið dregið úr því þrátt fyrir framleiðsluaukningu undanfarinna ársfjórð- unga.“ Síðan fjallar dr. Jó- hannes Nordal um afleið- ingu þessa þríþætta vanda og segir: „Sá hagstjórnar- vandi, sem í þessu felst, er líklega meginskýringin á því, að hægt hefur um skeið á efnahagsbatanum, eftir öra framleiðslu- aukningu á fyrra helmingi þessa árs. Eru skiptar skoð- anir um það, hvort hér sé aðeins um tímabundna breytingu á vaxtarhraða að ræða eða varanlegri sam- dráttarvanda, sem aðeins sé hægt að ráða bót á með nýjum eftirspurnarauk- andi aðgerðum. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en að nokkrum tíma liðnum, en þó er þegar ljóst, að miklu meiri tregða er á aukningu fjárfestingar meðal helztu iðnaðarríkja en æskilegt væri ef tryggja á varan- legan efnahagsbata." í framhaldi af þessum hugleiðingum gerir Seðla- bankastjórinn síðan grein fyrir þeim bata, sem orðinn er í efnahagsmálum okkar íslendinga og segir m.a.: „Vegna hagstæðari ytri skilyrða, áhrifa markviss- ari stefnu í lánsfjármálum og bættrar stöðu ríkissjóðs hefur tekizt að draga mjög úr hinum alvarlega við- skiptahalla við útlönd. Til dæmis var hallinn á vöru- skiptajöfnuðinum 5200 milljónir króna á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs, en það er aðeins einn fjórði af hallanum á sama tíma á árinu 1975 ef báðar tölurnar eru reiknaðar á meðalgengi þessa árs.“ Dr. Jóhannes Nordal seg- ir síðan að gera megi ráð fyrir, að viðskiptahallinn verði á árinu aðeins þriðjungur greiðsluhallans á sl. ári og sé það betri árangur en vænzt hefði verið í upphafi ársins. Engu að síður mælir bankastjórinn nokkur varnarorð í lok greinar sinnar er hann segir: „Ekki er ástæða til að ætla eins og nú horfir í efna- hagsmálum í umheiminum, að enn frekari bati við- skiptakjara verði þar að liði á næstunni. Þvert á móti eru ýmsar blikur á lofti bæði í hægari aftur- bata í efnahagsmálum og yfirvofandi hækkun olíu- verðlags, sem sett gætu strik í reikninginn. Er nauðsynlegt að hafa þessi vandmál öll í huga þegar gengið er frá afgreiðslu fjárlaga og lánsfjáráætlun fyrir árið 1977. Aðeins með áframhaldandi aðhaldi í út- gjöldum opinberra aðila og fjármögnun framkvæmda er von til þess að koma stöðunni út á við aftur í viðunandi horf.“ Á fundi, sem Landsmála- félagið Vörður efndi til fyr- ir nokkru lýsti Ólafur Björnsson, prófessor og fyrrum alþingismaður, þeirri skoðun sinni, að þótt við mikil vandamál hefði verið að etja á undanförn- um misserum í efnahags- málum væri stærsti vand- inn þó kannski eftir. Með þeim orðum átti þessi þrautreyndi efnahagssér- fræðingur við, að það væri kannski erfiðast af öllu að halda efnahagsbatanum, sem byrjaður væri að koma í ljós, í réttum skorðum svo að allt færi ekki úr böndum á ný. Þetta er áreiðanlega rétt. Vandinn framundan er sá að missa ekki tökin á batanum og það er sízt auð- veldara en það verkefni, sem við hefur verið glimt að undanförnu. Þess er þó að gæta að nú er fyrst og fremst um að ræða vanda sem fylgir vaxandi vel- gengni en ekki þann vanda, sem tengdur er kreppu og stjórnleysi. Áframhaldandi aðhald EINS OG IHIÉR SÝNIST ÁSTÞÓRSSON Torgmyndimar af félaga Breshnef voru óvenjulega stórar slðastliðinn sunnudag þegar þeir efndu a8 vanda til hátlSahalda austur þar af til- efni byltingardagsins. Ég var þarna að vlsu ekki sjálfur til þess aS slá máli á myndirnar en hef upplýsingarnar um viSáttu þeirra frá ábyrgum fjölmiðlum utan lands sem innan og þar á meðal frá sjálfu útvarpinu okkar ef óg man rétt, nema það hafi þá veriS blessuS sjónvarpsnefn- an. Hvort nú heldur var þá fylgdi það þessum fréttum að rússarýnum um allan heim þætti þær ekki ómerkilegar. Þeir Kremlverjar eru nefni- lega ekkert a8 þruma þaS fram af múrunum hjá sér hvernig geirunum þeirra og ólunum jóunum vegnar I gangrimahjólinu frá degi til dags, það er að segja hvort nýbúið sé að semja þeim nýj- an lofsöng eða þá að varpa þeim við lltinn orðstlr út I ystu myrkur eins og llka er alltaf til I dæminu. Stundum er engu llkara en að þeir haldi kallamir þama að þjóð- inni komi þetta bara alls ekk- ert við — hvað henni gerir raunar ekki, eftir á að hyggja, og er það mál þvl útrætt af minni hálfu. Vaxtarkippurinn sem hljóp I dýrlingamyndimar af félaga Breshnev þykir nú benda til þess að mati fyrrgreindra rússarýna að stjarna þess mæta manns sé raunar enn- þá á uppleið á hinum sovéska stjórnmálahimni. Stærðin á dýrlingamyndunum sem þjóta upp eins og gorkúlur allt I kringum Sovétmenn þegar mest er um dýrðir hjá þeim er með öðrum orðum Listin að laf a á prikinu einn af mælikvörðunum á það hver telst maður með mönnum hverju sinni I þessu dularfulla þjóðfélagi. Hlemmistór mynd er á við einkunnina tlu hjá okkur og er ótvlræður vitnisburður um velgengni þess einstaklings sem á smettið af sér á um- ræddri mynd. Miðlungsstór mynd jafnast þá samkvæmt sama náttúrulögmáli á við miðlungseinkunn. og er ná- unginn sem prýðir þessháttar skilirl þvl óhultur I bili að minnstakosti. En agnarlltil mynd á torginu eða þá bara alls engin er afleitur fyrir- boði. Manngarmurinn sem fær þannig afgreiðslu er útúr myndinni I fyllstu merkingu þess orðs: hann er úr leik og tlðast til Hfstlðar, þó að hitt virðist nú kanski ekki eins algengt og hér áður fyrr að viðkomandi eyði þeirri llfstlð sinni austur I Slberlu. Annar algengur mælikvarði á röð sovéskra ofurmenna á vinsældalistanum byggist einfaldlega á þvl að sá for- vitni athugar gaumgæfilega á fréttamyndum frá Moskvu hvar hvert ofurmenni er stað- sett á grafhýsi Lenins þar sem þeir kallarnir tróna I ein- faldri röð á merkisdögum al- þýðunnar og leyfa þessari sömu alþýðu af lltillæti sinu að hylla sig dálltið. í hænsna- kofum I gamla daga var greinileg stéttaskipting með hænunum og voru sumar augljóslega nánast bornar til þess að gogga alla tlð I haus- inn á hinum en aðrar aftur á móti þiggjendur fremur en veitendur I þessum ófagra leik, enda ekki sjón að sjá hausinn á þeim stundum þegar mest gekk á. Austur 1 Rússlá er hænsnaprikið sem fyrr er sagt staðsett á þakinu á fyrmefndu grafhýsi, og sá sem þenur sig þar á miðju priki er alltaf mestur og voldugastur. Siðan athuga rússarýnarnir vandlega hverj- ir hafa borað sér upp að slð- unum á þeim stóra, og gildir þá sú regla að þeir sem þar eiga stæði séu næstmestir og næstvoldugastir I gervöllu rlkinu. En þeir sem standa úti á enda á prikinu eru ennþá ósköp óveruleg ofurmenni og skyldu að minnstakosti gaumgæfilega athuga sinn gang áður en þeir byrjuðu að gogga að ráði. Það getur verið skemmti- legt ekki slður en lærdóms- rlkt að bera saman stjórnar- hætti á búinu I Kreml og svo til dæmis Klnamegin. Ég las fyrir skemmstu spjall við bandarlska konu að nafni Roxanne Witke sem fyrir rúmlega fjórum árum átti töluvert Itarlegar samræður við Chiang Ching, hina út- hrópuðu ekkju Maós for- manns. Það var á velsældar- árum þeirrar mektugu frúar þegar það var hún sem sveifl- aði keyrinu yfir höfði þeirra sem sýndu tilburði til að gogga. Af frásögn Witke (sem birtist, stytt nokkuð, hér I blaðinu þann fjórða þessa mánaðar) mátti ráða það sem ýmsir höfðu að vlsu sterkan grun um, nefnilega að á klnverska búinu engu slður en þvl sovéska verður vistfólkið að prlla út á hænsnaprikið með gát ef það vill ekki eiga á hættu að steypast útaf þvl og væng- brjóta sig að minnstakosti. Í Klna varð jafnvel kona formannsins að gæta þess hvernig hún var til fara þarna uppi á prikinu. Þegar Witke heimsótti Chiang tók hún á móti gesti slnum I forlátakjól á klnverska alþýðulýðveldis- vlsu að minnstakosti og hafði að auki töluverðan Iburð I kringum sig. Ýmsir telja enda að hún hafi alla tlð verið gefin fyrir stássið konan sú og nefna I sömu andránni að hún hafi verið leikkona hér áður fyrr, þó að það sé að vlsu dálltið hæpið sönnunar- gagn. En þegar hún kom fram opinberlega á þvl tlmabili sem hér er til umræðu ( og eftir á að hyggja llka á mynd- unum sem sáust af henni eft- ir andlát Maós) þá var fallegi kjóllinn geymdur inni I klæðaskáp. Stjórnmálakonan Chiang kom fram fyrir fjöld- ann I groddaralegustu her- mannaf llkunum sem hægt var að grafa upp ellegar I verkamannagalla af einföld- ustu gerð og með derhúfu- skramban á höfðinu aukheld- ur annað. Hvernig verður hún nú útrústuð ef þeir gera al- vöru úr þvl að draga hana fyrir „alþýðudómstól"? Kannski þeir sýni hana I skó- slðum samkvæmiskjól henni til — klnverskrar — háð- ungar. Ég ætla ekki að fara um það mörgum orðum hve við megum prlsa okkur sæl hér uppi á íslandi að geirarnir okkar og ólamir jóarnir skuli ekki telja sig þurfa að flengj- ast hér upp um þökin á llk- húsum til þess að standa þar eins og bólstraðir vindhanar og veifa til okkar. Þá er það og ekki lltið hnoss að fá ein- ungis skáhalla brosið á Ólajó þegar maður opnar hér fyrir sjónvarpsnefnuna; hugsið ykkur hvernig manni yrði við ef hann væri nú þar að auki með helblátt alþýðupottlok ofan á perunni. Svona I lokin má svo llka vlkja að þvl einu orði eða svo hvað það er forkastanlegur siður á kln verska búinu að þar eru menn ekki fyrr orðnir kostum hlaðin ofurmenni en milljón manns er rutt út á Torg hins himneska friðar til þess að orga þar undir slagorðaborð- um: Hóslana! Hóslana! Það er næstum þvl eins óhugnan- legt eins og þegar sama milljónin ryðst fram á torgið að heimta höfuðið af slðasta veslingnum sem goggaði ein- um of ákaft. j Reykjavíkurbréf t» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 13. nóv.. Eysteinn Jónsson Ásgeir Ásgeirsson: Bóndi minn. þitt bú .fyrirmynd- láta mur 'eour ninn, stór idiö og ekki slzt kennaraskól á hann aö stormur.ekk' frá mönnum J örgum e_ öur niö\' agöihéif la, og teirra s ■mend höndu 'auppfr margi' ýrir sí Mööru lendu Torfi gat ekki tak sitt, án stuö fæddi og mannþr Eysteinn Jónsson, fyrrum ráð- herra, er sjötugur í dag, laugar- dag. Hann er einn þeirra manna, sem markað hafa spor í sögu þ,jóð- ar okkar á þesSari öld. Vinir hans og samstarfsmenn í nærfellt hálfrar aldar starfi á vettvangi stjórnmála hafa á þessum tíma- mótum rifjað upp minningar frá liðnum dögum. Þeir, sem fylgzt hafa með starfi hans úr fjarlægð hafa kannski ekki sízt veitt því eftirtekt á hve skemmtilegan hátt hann hefur smátt og smátt dregið sig út úr stjórnmálastarfinu á efri árum. Það er mikil gæfa í því fólgin að öðlast þá fullnægingu í lífsstarfi sínu og þann sálarfrið, sem gerir mönnum kleift að ganga frá leik á þann hátt, sem Eysteinn Jónsson hefur gert á síð- ustu árum. Það segir meira um manninn sjálfan en mörg orð. Eysteinn Jónsson gegndi ráð- herrastarfi I nær tvo áratugi. Hann var leiðtogi Framsóknar- flokksins á löngu árabili, þegar flokkurinn var utan ríkisstjórnar. Enginn skyldi ætla, að það sé auð- velt hlutskipti fyrir mann, sem komizt hefur til svo mikilla og langvarandi valda að leiða flokka í stjórnarandstöðu um svo langt árabil. En Eysteinn Jónsson hef- ur komizt frá skini og skúrum stjórnmálaafskipta sinna með reisn og opinber afskipti hans á efri árum mættu verða öðrum til eftirbreytni. I afmælisgrein í Tímanum f dag, laugardag, segir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra: „Ég hygg að þrennt hafi einkum hjálpað Eysteini að þreyja þorrann og góuna í pólitík- inni í hálfa öld auk upplags og uppvaxtar: Utivist, einfalt líf og eiginkon? hans, hún Sólveig." Menntamálaráðherra vitnar síð- an í grein er Eysteinn Jónsson skrifaði um útivist fyrir tveimur árum er hann sagði: „Skilningur þyrfti að eflast á því, að við búum við fágíet og dýrmæt skilyrði til þess að lifa heilnæmu og skemmtilegu lffi í óspilltu um- hverfi og í nánum tengslum við landið, sé hyggilega að farið og ráð í tíma tekið verður þetta gild- ur þáttur í lífskjörum þeim, sem Island getur boðið börnum sin- um.“ í framhaldi af þessari tilvitnun víkur Vilhjálmur Hjálmarsson að þeim þætti í lífi og starfi Eysteins Jónssonar, sem er tilefni þeirra orða hér að framan, að hann hafi á skemmtilegan hátt dregið úr stjórnmálaafskiptum sfnum á efri árum. Menntamálaráðherra segir: „Samskipti Eysteins Jónssonar við land sitt og þess aðskiljanleg- ar náttúrur eru blæbrigðarfk og í þeim samskiptum er skemmtileg- ur stfgandi. Hann varð aldrei svo hlekkjaður pólitíkinni að hann týndi með öllu tengslum við ósnortið umhverfi mannabyggða. Óblandnar yndisstundir utan borgar, oft stopular, þegar at- gangur stjórnmálanna var harð- astur, þróuðust með árunum í nokkuð reglubundna iðkun úti- lifs, sem nú hefur leitt til merkrar og afgerandi forystu um málefni, sem Iengi höfðu legið hjá garði. Formennska í Náttúruverndar- ráði og störfin þar síðustu árin eru höfðinglegur ábætir ofan á þingmennsku og ráðherradóm. Fordæmi Eysteins Jónssonar á þessu sviði er vissulega eggjandi. Og sem dæmi um einstök við- brögð til að auðvelda fólki aðgang að furðum lslands nefni ég af- skipti hans af gönguleiðum í ná- grenni Reykjavíkur, af veginum í Bláfjöll og baráttu hans fyrir tengingu hringvegar umhverfis Ísland með brúargerðinni á Skeiðarársandi." Eini dilkurinn, sem skiptir máli Mikið fjaðrafok var gert út af því, þegar reynt var, ekki alls fyrir löngu, að brjóta á bak aftur einokunaraðstöðu kaupfélaga- valdsins í Skagafirði með því að leyfa frjálsa samkeppni í slátrun. Og nú virðist barátta þessi hafa dregið þann smádilk á eftir sér að reynt er með bolabrögðum að koma í veg fyrir að sútunarverk- smiðjan Loðskinn á Sauðárkróki fái hráefni til að vinna gærur, en það er að sjálfsögðu forsenda þess, að fyrirtækið geti haldið áfram rekstri sínum og þeir, sem við það vinna, haldi atvinnu sinni. En einokunarkóngarnir f kaupfé- lögunum hafa reynt, eins og þeir hafa getað, að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu frjálsu samkeppni, sem nauðsynleg er, til þess að blómlegt atvinnulff geti verið úti á landi, ekki sfður en í þéttbýlinu. Voru menn raunar farnir að vona að kaupfélagavaldið væri byrjað að gera sér grein fyrir því, að krafa þess um einokunarað- stöðu heyrði til gömlum tima en ekki því opna þjóðfélagi, sem við nú lifum í. Bændur í Skagafirði höfðu myndað með sér samtök, stofnað sláturfélag á Sauðárkróki og þótti ekkert sjálfsagðara en að þeir fengju að vinna að slátrun, ekki síður en kaupfélagið á staðnum. En það var ekki fyrr en eftir drastískar aðgerðir, sem þeir fengu þá sjálfsögðu jafnréttisað- stöðu, sem hlýtur að vera krafa nútíma þjóðfélags. Reynt var að koma lögbrotsorði á einn af þing- mönnum kjördæmisins, Eyjólf Konráð Jónsson, og allt gert til þess að barátta hans og bændanna vekti tortryggni meðal alennings, en að sjálfsögðu fór það svo, að hún hlaut samúð og á áreiðanlega eftir að draga meiri dilk á eftir sér en raun ber vitni; þ.e. þann dilkinn, sem mestu varðar: að all- ir sitji við sama borð I þjóðfélag- inu.að einokunarvald sé brotið á bak aftur, að frelsi ríki I viðskipt- um á Islandi, bæði I dreifbýli og þéttbýli, — og siðast en ekki sízt, að allt þetta.sé ekki haft I flimt- ingi eða að fíflskaparmálum, eins og bæði Tíminn og Þjóðviljinn hafa reynt að gera, svo að dæmi séu tekin. En dilkurinn sá verður mikil búbót fyrir andlegt heil- brigði þjóðarinnar — og þá ekki sízt fyrir frjálsa og réttláta verzl- un, sem Samband íslenzkra sam- vinnufélaga prédikar sýnkt og heilagt þt(ð berjist fyrir. Skal þaf ekki dregið i efa, þó að einstaki eftirlegukindur gamals kaupfé lagsvalds reyni að stöðva óhjá kvæmilega og heilsusamlega þró un. Breyttir tímar Allt er þetta að sjálfsögðu rifjað upp hér að gefnu tilefni en þó ekki sizt vegna ágætrar og athygl- isverðrar greinar eftir Asgeir Ás- geirsson í Timanum 7. nóvember s.I. Hún ber nafnið Bóndi minn, þitt bú... Sú grein hefði áreiðan- lega ekki fengið inni í Timanum fyrir tveimur til þremum áratug- um, enda hefði höfundur hennar verið kallaður ihalds- og aftur- haldsmaður, fulltrúi embættis- mannavalds, framhald af sel- stöðukaupmönnum, fulltrúi Grimsbylýðsins og þar fram eftir götunum, en slík orð voru einmitt mjög í heiðri höfð í Timanum fyrr á árum og slæðast enn inn i sunnudagspistla og leiðara, þegar blaðið á sérstaklega um sárt að binda, (eins og þegar Þjóðviljinn grípur tilefnislaust til orða eins og „sefasýki" og „andi Göbbels", þegar hann á vondan málstað að verja). En látum það nú vera. Spúum okkur heldur að grein Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann segir m.a.: „Árið 1878 kom 15 ára gamall danskur verzlunarlærlingur til Borðeyrar. Thor Jensen hét hann og lagði sig fljótt fram um að kynnast fólkinu, er hann um- gekkst, og læra mál þess. Hann hafði opið gestsauga fyrir því að hér var viða þörf til úrbóta i verzl- unarháttum, útvegsmálum og í búnaðarháttum. Ekki minnkaði áhuginn fyrir umhyggju lands og lýðs eftir að hann hafði fundið hinn trygga og mikilhæfa lífsförunaut sinn. Eg ber ekki mikið skyn á útgerð, en veit þó að það sem Thor Jensen gerði á því sviði, hefur orðið til að styðja gjörbyltingu, kannski ekki áfallalaust, og ég hygg að það séu ekki margir, sem geta mælt sig þar við, miðað við sömu aðstæður. En það var fljótlega andað köldu að Thor Jensen, og ein- kennilegt var það, að þar var að verki maður, er hafði hlotið mest af sinni afgerandi menntun hjá skyldfólki Thors, sem blés hvað óbilgjarnast. Núna, hálfri öld eft- ir að Thor Jensen hóf glæsilega stórhuga búrekstur á melum kringum Reykjavík, eru að rísa upp nokkrir ungir menn, sem óbeint feta í fótspor hans, og er það vel. Það er sorglegt til þess að vita, að undir forystu manna, er töldu sig vinna fyrir bændur og „sam- vinnuandann", var drepin niður viðleitni Thors til að sýna, hvað hægt væri að gera, I staðinn fyrir að gefa honum tíma til að aðlaga sig að „kerfinu". Ljótur blettur i sögu islenzks búnaðar það. En eilftil meinabót er, að melar Thors hafa um nokkurt skeið ver- ið notaðir til þarflegra tilrauna undir stjórn ungra vísindamanna og munu eflaust gefa góða raun áður en langt um liður.. Svanasöngur Svo mörg eru þau orð. En það voru einmitt fyrirrennarar þess kaupfélagsvalds, sem nú er að sýna klærnar á Sauðárkróki og víðar, sem réðust hatrammlega á Thor Jensen fyrir búnaðarfram- kvæmdir hans og forystu í þeim málum. Hér er því samhengi á milli og ekki ástæðulaust að minna á stórhug Thors Jensens,' þegar Sauðárkróksævintýrið er haft i huga. En við skulum samt vona að tímar þröngsýnna heift- úðugra eiginhagsmunamanna, sem nota fjöldasamtök i eigin þágu og valdabraski séu að syngja sitt siðasta hér á landi. Í endurminningum Thors íensen, sem Valtýr Stefánsson ritstjóri skrifaði á sinum tíma, rifjar hann upp þessa sögu og er þar bent á, hve mikinn áhuga Thor Jensen hafði á því að efla Ræktunarsjóð og sjá honum fyrir auknu starfsfé, „svo að hann gæti að verulegu leyti risið undir láns- fjárþörf bænda til ræktunar og húsabóta", en Thor Jensen átti einmitt mikinn þátt í þessum miklu framförum. Hann stofnaði svo fyrirmyndarbú að Korpúlfsstöðum. Launin fyr- ir forystuna og framsýnina voru þau, að pólitisk klíka svokallaðra samvinnumanna mynduðu sam- tök gegn honum. Með lögum var honum gert ókleift að reka búið nema með stórtapi, að því er hann segir sjálfur. Hann segir enn- fremur: „Ég var orðinn óvanur því, að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á mér um mina eigin framleiðslu og þoldi lítt afskipti séra Sveinbjarnar Högnasonar. í stað þess að vinna að áhugamáli minu, búskapnum, þurfti ég nú að eyða timanum i þref við opinbera mjólkurnefnd. Á timabili fékkst því framgengt að neytendur máttu panta Korpúlfsstaðamjólk sérstaklega, en þá. urðu svo marg- ir til þess, að það var „óþolandi" og óframkvæmandi fyrir Mjólkur- samsöluna. Tekjumissirinn við þessi um- skipti varð svo tilfinnanlegur, að mér hefði fjárhagslega verið lang- hentugast að leggja allan búrekst- ur niður þegar í stað. En i fyrsta lagi var ekki svo hlaupið að þvi. Ég vildi ekki heldur leggja árar í bát þegar í stað, þótt á móti blési. Ég vildi sjá, hvort aðstæðurnar breyttust ekki til batnaðar. En hefði ég vitað það, að mér yrði bannað fyrir fullt og allt að selja mina eigin framleiðslu, þótt hún væri betri vara en nokkur önnur, sem á markaðinn kom, hefði ég aldrei haldið áfram. Ég var ef til vill búinn að fram- kvæma þrjá fjórðu af búskap og áformum mínum, en ekki meira. Mig langaði til þess að geta skilað öllu búinu af mér í fullkomnu lagi sem sönnun fyrir því, hvernig bú- skapurinn getur borið sig með nýtisku tækjum. Hann gat borið sig, og það mjög vel, ef ég hefði fengið að vera í friði. . Tímaskekkja En Thor Jensen fékk ekki að vera í friði. Það er skylda okkar að berjast fyrir þvi, að aðrir fái að vera í friði, og hugsjónir hans og annarra framsýnna og frjáls- lyndra brautryðjenda í landbún- aði verði að veruleika. Thor Jensen átti samleið með þeim samvinnumönnum, sem bezt hafa hugsað og mest trúað á íslenzkan landbúnað og hafa fremur viljað stuðla að því, að samvinnuhug- sjónin mætti auka heilbrigði í þjóðfélaginu en völd og áhrif þröngsýnna stjórnmálamanna, sem hugsa aldrei um neitt nema eigin hagsmuni og hvernig þeir geta notað fjöldasamtök í stjórn- málabaráttu sinni. Milli atburðanna á Korpúlfs- stöðum og Sauðárkróki nú liggja leyndir þræðir. Þess skulu menn minnast, og einnig hins, að sá timi er liðinn á íslandi, að unnt sé að beita einstaklinga og samtök þeirra valdi eða ofríki í eiginhags- munaskyni, hvort sem það eru bændur eða einhverjir aðrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.