Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 6

Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 plastverksmiðja — \J y S_|j yjj Ijj tT BYGGINGAVÖRUVERZLUN HLÝPLAST Einangrunarplast, stærst 110x300 cm. og 100x400 cm. HLÝPLAST þykkt eftir eigin vali HLÝPLAST Leitið tilboða hjá okkur HAMRABORG 7 - KÓPAVOGI - SÍMI 40600 - 40840 Merkjasala Blindrafélagsins Verður n.k sunnudag. Aðstoðið blinda og sjónskerta og takið því vel á móti sölubörnum okkar. BLINDRAFÉLAGIÐ HAMRAHLÍÐ 17. ^mmmmmmmm^mmm^^m^^mm^^mmm^ WEEDW-BAR KEÐJUR er lausnin Suðurlandsbraut Það er staðreynd, að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi Þér getið treyst WEED-V-BAR keðjunum. Sendum í póstkröfu um allt land. .Liat-LLí ta? 20. Sfmi 8-66-33. Frímerkja- uppboð í síðasta þætti var gert ráð fyrir frásögn um Hafnia 76 í þessum þætti. Sakir annríkis hefur mér ekki enn tekizt að setja saman lýsingu á þeirri miklu sýningu, s\’o að gagn sé í. Verður það efni því að bfða að sinni. Mun ég þess vegna minnast á annað við frfmerkjasafnara í dag, en það efni á einnig að geta vakið athygli allra þeirra, sem halda frímerkjum til haga, þótt þeir teljist ekki safnarar í eiginleg- um skilningi. Laugardaginn 27. þ.m. er ákveðið, að frimerkjauppboð verði haldið á vegum Félags frímerkjasafnara í ráðstefnusal Hótel Loftleiða, og hefst það kl. 14. F.F. hefur á undanförnum árum haldið nokkur uppboð, og hefur áhugi frímerkjasafnara farið mjög vaxandi á þeim. Þessi uppboð eru öllum opin, bæði til að kaupa og selja. Vil ég sérstaklega vekja athygli les- enda þáttarins á því síðar- nefnda. Vitað er, að margir eiga í fórum sínum íslenzk frímerki og annað frímerkjaefni, og á ég þá t.d. við heil umslög með frf- merkjum á og frfmerki með fallegum og vel læsilegum stimplum o.s.frv. Sannleikurinn er sá,að söfn- un heilla umslaga og stimpla af ig getur það líka verið. En hitt er samt miklu oftar, að um er að ræða algeng frfmerki, sem eru ekki mikils virði — a.m.k. ekki svo mikils virði sem eig- andinn hefur haldið. Verður þá margur fyrir vonbrigðum, þeg- ar hið sanna kemur í ljós, enda getur verið erfitt að sannfæra menn um, að svo sé i raun og veru. Margt veldur þvf, að frfmerki eru misdýr, og hér er ekki hægt að rekja það út f æsar. Miklu ræður um þetta upplagsstærð merkjanna og ásigkomulag. Gömul merki, sem eru óhrein og illa útlftandi, missa mikið af verðgildi sfnu, enda vilja safn- arar helzt ekki láta þau f söfn sfn. Og séu merkin rifin eða með skemmda takka, eru þau að jafnaði verðlaus með öllu. Frfmerki eftir JÓN AÐALSTEEN JÓNSSON slögum — og framboðið verður miklu meira en eftarspurnin. Afleiðingin verður svo auðvitað sú, að verðið lækkar til muna. Hér sem annars staðar er hóf bezt f hverjum hlut. Menn ættu aðeins að geyma falleg umslög, sem eru vel stimpluð, og ekki sízt, ef á þeim eru frímerki af háum verðgildum. Öll eða flest umslög frá síðari árum geta því aldrei komizt í mjög hátt verð. Þessu er aftur á móti öðruvísi farið um umslögin frá því fyrir 1950, að ég tali ekki um fyrrir 1940. Þá var tiltölulega óal- gengt, að menn geymdu umslög sín, og þess vegna eru þau sjaldséð, jafnvel með almenn- um og venjulegum frímerkjum á. Þar sem frímerkjasafnarar hafa í auknum mæli beint at- hygli sinni að umslögum frá þessum tíma, er ljóst, að fram- boðið fullnægir ekki eftir- spurninni — og þá hækkar verðið. Þetta skyldu menn hafa hugfast. Að lokum vil ég enn minna lesendur á uppboðið 27. þ.m. Nú er orðið of seint að koma efni á það uppboð. En þar sem líklegt má telja, að aftur verði uppboð á vegum F.F. f febrúar eða marz n.k., vil ég benda mönnum á það. Er ekkert ann- að auðveldara en snúa sér til formanns uppboðsnefndar F.F., Sigurðar P. Gestssonar verzlunarmanns, en hann er jafnframt uppboðshaldari félagsins. Hann mun fúslega veita mönnum allar upplýs- ingar um það, hvernig bezt er að koma frimerkjaefni á fram- færi við safnara. Eitt er það, sem er mikill þyrnir f augum frímerkjasafn- ara, sem sækja uppboð félags- ins og vilja kaupa þar girnilega hluti fyrir söfn sfn. Það er sölu- skatturinn. Er það ekki nema eðlilegt, þvf að mjög er vafa- samt að taka hann af frímerkj- um og yfirleitt öðrum safngrip- um, svo sem bókum, þvf að þessir sömu hlutir ganga kaup- um og sölum æ ofan f æ, og þannig eru þeir margskattaðir í þessu tilliti. Því miður hefur rfkisvaldið alveg skort skilning á þessu máli fram að þessu. Vonandi opnast samt að lokum augu fjarmálaráðherra fyrir óréttmæti þessarar skatt- heimtu, svo að hann sjái sér fært að afnema hana. Vera má, að mér gefist síðar tækifæri hér i þættinum til að rökstyðja bet- ur mál frimerkjasafnara f bar- áttunni fyrir niður fellingu söluskatts en nú er hægt. Þá er Dagur ffmerkisins ný- liðinn. Tókst hann örugglega eins vel og efni stóðu til og vakti nokkra athygli. Þó segja mér fróðir menn, að dofnað hafi yfir þessum degi sfðustu árin. Er það lfka skoðun mfn og margra annarra, að tæplega sé nóg gert til að auglýsa og kynna þennan dag, áður en hann er haldinn. Er áreiðanlega mikil þörf fyrir stjórn F.F. og nefnd þá, sem undirbýr daginn, að endurskipuleggja allt starf f sambandi við hann og auka verulega alla kynningu á gildi frfmerkjasöfnunar meðal al- mennings og þá einkum meðal unglinga. Að endingu minni ég lesend- ur þessa þáttar á það að senda honum Ifnur, ef þeir vilja kom á framfæri spurningum um frf- merki og annað efni þeim skylt. öllum gerðum hefur aukizt mjög á síðustu árum — eða jafnvel áratug. Er engin efi á, að víða leynast slíkir hluti hlutir hjá almenningi, oft úr gömlum dánarbúum. Vil ég ein- dregið vara menn við að henda þessu eða rífa frímerki af um- slögum og reyna þannig að losna við þau fyrir einhvern pening. Frímerki á heilum um- slögum og vel með farin eru yfirleitt margfalt meira virði en uppleyst og stök. Þegar frfmerkjasafnarar falla frá, fer eðlilega oft svo, að erfingjar þeirra geta hvorki gert sér grein fyrir raunveru- legu verðmæti safnanna né því, á hvern hátt er bezt að koma þeim f verð. Fyrir mörgum ár- um auglýsti F.F., að félags- menn vildu leiðbeina mönnum í þessum efnum. Notfærðu ýms- ir sér þetta um eitt skeið, en ég hygg, að heldur hafi dregið úr þessari leiðbeiningarstarfsemi félagsins hin sfðari ár. Þó er mönnum að sjalfsögðu heimilt að leita til F.F., hvenær sem er, og fá upplýsingar um frímerki. Herbergi félagsins að Amt- mannsstfg 2 er opið alla mið- vikudaga kl. 17 — 19 og laugar- daga kl. 15 — 18. Þar eru alltaf einhverjir við, sem geta leið- beint almenningi og svarað spurningum um frímerki, sem ég hef oft sjálfur orðið að glíma við, og þvf vil ég sérstaklega minnast á það hér í þættinum. Oft má lesa frásagnir af frí- merkjum, sem seld hafa verið við geipiverði á uppboðum, enda sleppa dagblöð ekki tæki- færi til að segja frá slfku, þegar það gerist. Verður þetta á stundum til þess, að menn fara að leita í fórum sínum að göml- um frímerkjum. Imyndar fólk sér þá eðlilega oft, að það hafi fundað mikla fjársjóði, þegar það finnur gömul merki. Þann- Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir mikilvægi þessara atriða. Mörg íslenzk frfmerki hafa verið gefin út í allstórum upplögum og notuð lengi. Þau verða þá algeng og auðfengin. önnur frfmerki hafa aftur á móti komið út í litlum upplög- um, einkum há verðgildi frá fyrri árum, og enn önnur verið notuð um skamman tíma, svo sem yfirprentuð frfmerki og minningarmerki. Slfk merki sjást að vonum sjaldnar en hin á frímerkjamarkaði og eftir- spurnin því mikil — og þá stfg- ur verðið. Hér ræður þá mestu um verðið framboð og eftir- spurn eins og f öðrum viðskipt- um. Hér hafa verið rakin aðal- atriðin, sem segja má um þetta, en einstök dæmi nefni ég ekki að sinni. Vel má vera, að síðar gefist tækifæri til að skýra verðmun frímerkja með ná- kvæmum dæmum. Þrátt fyrir allt skulu menn hafa f huga, að upplag fslenzkra frímerkja er yfirleitt svo lágt, þegar miðað er við aðrar og fjölmennari þjóðir, að þau hljóta að vera verðmeiri en t.d. merki frá öðrum Norðurlönd- um, að ég tali ekki um merki stórþjóðanna. Þess vegna er sjálfsagt, að menn haldi merkj- um sínum til haga og hendi þeim ekki. Aður en ég lýk þessum hug- leiðingum um verðmæti íslenzkra frfmerkja, vil ég nefna eitt enn f þessu sam- bandi. Hér framar minnist ég á það, að frfmerki á heilum um- slögum væru margfalt dýrari en þegar þau væru stök. Þetta er allt rétt. En eftir að menn gerðu sér þetta Ijóst, hefur svo farið, að ýmsir halda til haga öllum eða flestum umslögum, sem þeir fá. Við þetta safnast vitanlega upp haugur af um- Hlutavelta — Hlutavelta Hlutavelta verður í félagsheimilinu Seltjarnar- nesi í dag sunnud. 14. nóv. kl. 2. Fjöldi góðra muna. Ekkert núll. Ekkert happ- drætti. Komið og styrkið gott málefni. Kvenfélagið Seltjörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.