Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 10

Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 15 íuripjinMWiili Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsia Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. £ mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Horfur í efnahags- málum — kjarabætur láglaunafólks IMorgunblaðinu í fyrradag, var birt erindi eftir Jón Sig- urðsson, forstöðumann Þjóðhags- stofnunar, um ársfund Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem haldinn var fyrir skömmu. 1 erindi þessu vék Jón Sigurðsson að þeim áhyggjum, sem nú gætir í vaxandi mæli í hinum svonefndu þróuðu ríkjum eða iðnrfkjum veraldar um hag- vöxt þessara ríkja. Forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar skýrir frá því, að á þessum ársfundi hafi komið fram sú skoðun, að hag- vexti hefði hrakað ískyggilega eftir mitt ár 1976 og töldu sumir ræðumenn það boða vandræði á næsta ári. Það sjónarmið kom hins vegar líka fram, að þessi hæga þróun væri betri en snögg sveifla upp á við, sem síðan mundi fjara snögglega út. Ljóst er, að áhyggjur af fram- vindu efnahagsmála í hinum auð- ugu iðnríkjum á næstu misserum eru mjög miklar, en segja má að efnahagsþróunin í þessum ríkjum og þá fyrst og fremst í Banda- ríkjunum, Þýzkalandi og Japan ráði mestu um framvindu efna- hagsmála í flestum löndum heims, þ. á m. hér á íslandi. Fyrir nokkru birti Efnahags- og fram- farastofnunin i París álitsgerð um horfur i efnahagsmálum Þýzka- lands og Frakklands og taldi, að hagvöxtur í þessum tveimur ríkjum yrði mun hægari á næsta ári en sérfræðingar ríkisstjórna þessara tveggja landa hafa viljað vera láta. Þessari álitsgerð hefur verið mótmælt harðlega i Bonn og Paris en engu að síður sýnir þessi ágreiningur hve þungar áhyggjur ráðamenn hafa af framvindu mála. Þá er og bersýnilegt, að beðið er f ofvæni eftir þeirri stefnu, sem Carter, hinn nýi forseti Banda- ríkjanna, markar í efnahagsmál- um. Gerar hann tilraun til þess að auka hagvöxt í Bandaríkjunum og taka með því áhættu af vaxandi verðbólgu þar í landi eða heldur hann áfram samdráttarstefnu Ford-stjórnarinnar til þess að hægja enn á verðbólgunni? Það getur haft mikil áhrif á efnahags- þróunina hvora leiðina Carter velur. Víða um heim er nú spáð vaxandi verðbólgu á ný og t.d. heyrast raddir um það í Bretlandi þar sem við mikinn efnahags- vanda er að stríða, að verðbójgan muni aukast á næsta ári. Þetta er athyglisvert vegna þess, að flest- um nágrannalöndum okkar í V- Evrópu hefur tekizt að hægja mjög á verðbólguvextinum hin síðustu misseri. Nú kann einhver að spyrja, hvað þetta komi okkur Islendingum við, en sannleikur- inn er sá, að þróun efnahagsmála í öðrum löndum og þá fyrst og fremst þeim, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, getur haft úr- slitaáhrif á framvindu efnahags- mála hér á landi. Samdráttur í efnahagsmálum í helztu við- skiptalöndum okkar hefur jafnan haft neikvæð áhrif á okkar efna- hag og svo verður nú, ef spádómar þeirra, sem svart- sýnastir eru, rætast á næstu mánuðum. Við Islendingar erum illa í stakkinn búnir til þess að taka nýjum áföllum f efnahagsmálum. Nú eftir tveggja ára setu ríkis- stjórnarinnar eru að byrja að sjást batamerki í efnahagsmálum okkar. Verðbólgan hefur minnkað um helming, gjaldeyris- staðan fer batnandi og viðskipta- jöfnuðurinn einnig. En vanda- málin eru lfka mörg. Þótt verð- bólgan hafi minnkað um helming er hún enn um 30% sem er alltof mikið. Dýrtíðin er orðin svo mikil, að mjög hefur kreppt að kjörum launþega, ekki sízt þeirra, sem við lægst laun búa, en þar má nefna ófaglærða verkamenn, iðnverka- fólk, ýmsa hópa verzlunarfólks, ýmsa hópa opinberra starfs- manna og lífeyrisþega. Vegna þess hvað dýrtiðin er mikil er nú mikið talað um, að á næsta vori verði knúnar fram launabreyting- ar, sem verði langt umfram greiðslugetu atvinnuveganna. Ef við þessi vandamál bætast áföll utan frá í mynd olíuhækkunar og samdráttar í efnahagslífi helztu viðskiptalanda okkar er ljóst, að horfurnar á næsta ári eru afar þungar. I umræðum hér um stefn- una í kjaramálum á næsta ári er óhjákvæmilegt að taka mið af ástandi og horfum í efnahagsmál- um nálægra rfkja. Og þau viðhorf eru enn ein röksemd fyrir því að marka beri þá stefnu í kjara- málum á næsta ári, sem Morgun- blaðið hefur hvatt til að undan- förnu, en hún er tvíþætt: í fyrsta lagi, að fyrst og fremst verði um að ræða kjarabætur til láglauna- hópa en þeir, sem hærra e'ru laun- aðir, bíði utn sinn, og í öðru lagi, að kjarabae\tur til láglaunafólks verði að vefulegu leyta tryggðar með öðrum hsfetti en beinum kauphækkurtum. I því sambandi hefur Morgunblaðið bent á skattalækkanir, tollalækkanír og niðurfærslu á verði brýnustu lífs- nauðsynja. Ef samkomulag næst um launa- stefnu, sem byggir á þessum tví- þætta grunni, er von til þess, að efnahagsbatinn geti haldið áfram á næsta ári, verðbólgan fari minnkandi og vaxandi þróttur færist í efnahags- og atvinnulíf okkar. Ef allt verður látið vaða á súðum, ekkert tillit tekið til þróunar erlendis og samið um stórkostlegar launahækkanir á næsta ári köllum við yfir okkur vandamál af þeirri stærðargráðu, að við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingum þess. Nýja Hrafnistan í Hafnarfirði fokheld HIN nýja Hrafnista, sem Sjómanna dagsráð er að reisa í Hafnarfirði, varð fokheld á laugardag. Af því tilefni bauð Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði gestum að skoða húsið, sem rúma mun 87 vist- menn í ibúðum, þegar það er fullbyggt, en þar mun að auki verða dagvistun fyrir aldraða á fyrstu hæð. Mun þar verða dagvistun fyrir 60 manns á hverjum degi og mun þessi aðstaða leysa brýna þörf, er hún kemst í gagnið. Hin nýja Hrafnista stendur rétt vestan við norðurbæinn í Hafnarfirði á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Húsið er fimm hæðir og er það þegar upphitað og hafin er skilrúmsgerð Á laugardag undirritaði Sjómannadags- ráð framhaldssamning við aðalverktaka hússins, Hamar h.f., um gerð alls tréverks i húsinu. í upphaflegum byggingasamningi við Hamar var ráð fyrir því gert að húsið yrði fokhelt 1. október í ár, en ýmsar tafir urðu þess valdandi að það komst ekki á það stig að verða fokhelt fyrr en 27 nóvember og má þar m.a. nefna verkfall í fyrra og mikinn veðraham í fyrravetur, sem tafði framkvæmdir Við athöfnina i húsinu siðastliðinn laugardag ávarpaði Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, gesti. Hann sagði að stjórn Sjómannadags- ráðs í Reykjavík teldi ástæðu til þess að fagna, þegar fyrsti hluti þeirra bygg- inga, sem á þessum stað er ætlað að reisa, væri fokheldur orðinn. Hann sagðp að engin stórslys hefðu orðið við framkvæmdirnar og bað þess, að svo myndi áfram verða bæði er varðaði starfsfólk og væntanlega vistmenn. Pétur sagði að um tveggja ára skeið hefði svokölluð samstarfsnefnd, sem kjörin var á aðalfundi Sjómannadags- ráðs, starfað með stjórn þess, sem væri hin eiginlega bygginganefnd, að byggingu hússins. í nefndinni eiga sæti Anton Nikulásson, vélstjóri, sem jafnframt er eftirlitsmaður með fram- kvæmd byggingarinnar og trúnaðar- maður stjórnarinnar þar að lútandi Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- félags Hafnarfjarðar og Sjómannasam- bands íslands, og R:fn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu í Reykjavík. Kvaðst Pétur þakka öllum þessum mönnum óeigingjarnt starf í þágu þessa mál- efnis. Þá þakkaði hann einnig með- stjórnendum sínum í stjórn Sjómanna- Pétur Sigurðsson flytur ávarp sitt. Að baki honum standa stjórnarmenn f Sjómannadagsráði, verktakar og eftirlitsmaður byggingarinnar. Frá vinstri: Tómas Guðjónsson, Guðmundur H. Oddsson, Anton Nikulásson, Hallgrímur Guðmundsson, Pétur Jökull Hákonarson, Hilmar Jónsson og Garðar Þorsteins* son. — Ljósm.: ÓI. K. M. Hluti gestanna. Fremst á myndinni er Gfsli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, en hann var einmitt sá, sem tók fyrstu skóflustunguna að hinu fokhelda húsi. dagsráðs, þeim Guðmundi H. Odds- syni gjaldkera, Garðari Þorsteinssyni ritara, Hilmari Jónssyni varaformanni og Tómasi Guðjónssyni fyrir samstöðu þeirra, sameiginlegar ákvarðanir og æðruleysi þrátt fyrir að áföll og brot- sjóir dyndu á stjórninni. Þá minntist Pétur og Kristins Sigurðssonar, sem um langt árabil starfaði í stjórninni, en féll frá langt fyrir aldur fram. í ræðu sinni minntist Pétur Sigurðs- son nokkuð á hin neikvæðu viðbrögð við frarhkvæmdum Sjómannadagsráðs á Reykjavíkursvæðinu, m.a. á Alþingi, þar sem formaður eins landsmála- flokks hefði flutt frumvarp og i greinar- gerð þess hefði verið misskilningur, sem hann kvað óafsakanlegan og kvað hann viðkomandi flutningsmenn hafa átt að kynna sér staðreyndir málsins áður en þeir lögðu frumvarpið fram. Pétur sagði að staðreyndin í málinu væri sú, að 40% af hagnaði Happ- drættis DAS færi til þess að fjármagna dvalarheimili aldraðra úti á landi og því væri happdrættið ekki einungis notað til þess að reisa dvalarheimili í Reykja- vík og nágrenni. Auk þess kvað hann hæpið að segja, að DAS hefði einka- leyfi á happdrættisrekstri i þessum tilgangi, þar sem fjöldi líknarfélaga hefði með höndum happdrætti til styrktar starfsemi sinni. Auk þess hefur Sjómannadagsráð fjöldann allan af öðrum tekjustofnum, sem óskiptir fara í þetta málefni Má þar t d. nefna rekstur tveggja kvikmyndahúsa, Laugarásbíós og Bæjarbíós, en einnig mætti benda á, að 71% af tekjum happdrættis DAS kemur frá Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæmi. Þá hefur Sjómannadagsráði borizt fjöldi gjafa frá Lionsklúbbum og Kiwanisklúbbum og Oddfellowreglan hefur haft á orði að styðja það Þá sagði Pétur, að eini staðurinn þar sem allt umboðsfé happdrættisins rynni beint til dvalar- heimilanna væri Reykjavík, en á öðrum stöðum fengju umboðsmenn sína þóknun. Þá hefði Sjómannadagsráð og haft tekjur af skyndihappdrættum, merkjasölu, blaðasölu og flest árin hefðu skemmtanir á sjómannadaginn gefið vel af sér. Leyfið til reksturs Happdrættis DAS var og gefið sem endurgjald ríkisstjórn- ar og Alþingis, er Sjómannadagsráð var beðið um lán í Stofnlánasjóð fiski- skipa. Það fé rýrnaði mjög og í sára- bætur veitti Alþingi ráðinu happdrættisleyfið á sinum tíma. Flest skip, sem aftur hefðu verið byggð fyrir þennan sjóð, hefðu verið send út á landsbyggðina. Ólafi Thors, þáverandi forsætisráðherra, og Eysteini Jónssyni. fjármálaráðherra, var Ijóst, hve nauð- synlegt var að fá féð að láni frá Sjómannadagsráði og jafnframt var þeim Ijóst að það myndi rýrna mjög i verðbólgu og því var ráðinu veitt leyf- ið. Þá gat Pétur þess við Morgunblaðið að frá því er hann hefði tekið við formennsku í ráðinu hefði verið komið upp vistunaraðstöðu fyrir 300 manns. Mest gat DAS hýst 450 manns, en vegna óska Heilbrigðiseftirlitsins um hjúkrunar- og læknisaðstöðu var fækk- að og er nú húsrými fyrir 430 manns á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Pétur Sigurðsson gat þess i ræðunni á laugardag, að hann vildi sérstaklega þakka stjórn og starfsmanni Lífeyris- sjóðs sjómanna. Hefði sjóðurinn lánað stórfé til þessara framkvæmda sem hinna fyrri en auk þess staðið undir lánum til einstakra meðlima sjóðsins. Sagði Pétur að stjórn sjóðsins hefði sýnt samtökunum sérstakt tillit og vin- semd í baráttunni fyrir byggingum aldraðra Þá þakkaði formaður Sjómanna- dagsráðs Ólafi Björgúlfssyni starfs- manni Byggingasjóðs ríkisins, fyrir stuðning hans við bygginguna svo og tveimur formönnum sjóðsstjórnar, Ólafi Jóhannessyni alþingismanni og ráðherra og Ólafi Björnssyni, prófessor, núverandi formanni sjóðs- stjórnar Sagði Pétur að með þessari upptalningu væri þriggja góðra Ólafa getið, sem fúslega og vel hefðu stutt uppbyggingarstarfið og þakkaði hann þeim sérstaklga. Þá sagði Pétur Sigurðsson: „Sjálfir vitum við, sem stöndum í þessum framkvæmdum fyrir samtök okkar, og hefur tekið hug þeirra til úrlausnar hluta þessa vandamáls, að í nokkur ár hefur ekki verið stætt á neinni stéttaskiptingu. Þannig hafa bæði hjúkrunardeild og sjúkradeild á Hrafnistu verið opnar, þegar rými hefur verið laust, þeim sem hafa átt mesta þörf til vistunar. Bæði þar og á Framhald á bls. 17 Hið nýja dvalarheimili í Hafnarfirði f fokheldu ástandi. Kjarasamningar á næsta ári: Tryggi atvinnu- öryggi, varan- legar kjarabæt- ur og frid á vinnumarkaði - segir í stjórnmálayfirlýsingu flokksráös- og formannarádstefnu Sjálfstædisflokksins HÉR fer á eftir stjórnmálayfirlýsing flokks- ráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokks- ins: Mikilvægasta ákvörðun stjórnvalda í áratugi Utfærsla fiskveiðilandhelginnar í 200 sjómílur er mikilvægasta ákvörðun stjórn- valda síðustu áratugi. Flokksráðið telur, að ríkisstjórnin hafi haldið á málstað Islands í þessu vandasama máli af festu og ábyrgð. Árangurinn hefur orðið sá, að full viður- kenning á rétti Islendinga til yfirráða yfir og nýtingar 200 mílna landhelgi hefur náðst með samningum. Nú ríður á, að þeirri aðstöðu, sem Islendingar hafa tryggt sér á miðunum, sé beitt til að stuðla að viðhaldi og vexti fisk- stofna. Að þessu hefur verið unnið með auk- inni friðun, ákvörðun um lágmarksstærð á fiski og með því að beina flotanum til veiða fisktegunda, sem ekki eru fullnýttar. Það skiptir meginmáli, að fast sé haldið við fisk- verndarstefnu jafnframt því sem iögð er áherzla á hagkvæma og arðvænlega nýtingu sjávarafla. Þær viðræður, sem nú eru hafnar á milli Islands og Efnahagsbandalagsins, fela i sér könnun á sjónarmiðum beggja aðila til fisk- verndar og gagnkvæmra fiskveiðiréttinda. Fundurinn leggur áherzlu á mikilvægi þess, að samstarf takist við Efnahagsbandalagið og aðra nágranna íslands um fiskvernd og hag- kvæma nýtingu fiskstofna, og bendir jafn- framt á míkla hagsmuni Islendinga af góðum samskiptum við þessar þjóðir í nútíð og fram- tíð. Reynslan i baráttunni fyrir 200 mílum stað- festir réttmæti þeirrar utanríkisstefnu, sem Islendingar hafa fylgt frá því að landið hlaut fullt sjálfstæði, og treystir framtíðargildi hennar. Flokksráðið ítrekar þá stefnu Sjálf- stæðisflokksins að tryggja öryggi landsins með aðild að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Sigurinn er ekki unninn Verulegur árangur hefur náðst í efnahags- málum : tveggja ára starfsftjrli ríkisstjórnar- innar. Tekizt hefur að draga úr verðbólgu og minnka halla á erlendum viðskiptum um meira en helming samfara þvi að næg atvinna hefur haldizt. Róðurinn hefur reynzt þungur vegna þeirrar algjöru upplausnar i efnahags- málum, sem orðin var sumarið 1974, og vegna erfiðra ytri aðstæðna, svo sem versnandi við- skiptakjara og minnkandi heimsverzlunar. Þann árangur, sem nú hefur náðst, má rekja til þeirrar stefnu, sem fylgt hefur verið í gengismálum og til aukins aðhalds í peninga- og fjármálum, sem væntanlega mun ieiða til jafnvægis í ríkisbúskapnum á þessu ári. Áhrifa þessara aðgerða hefur gætt í þvi ríkara mæli sem ytri aðstæður hafa batnað á nýjan leik. En sigurinn er ekki unninn. Verðbólga er miklu merri hér á landi en i nágrannalöndun- um, viðskiptahalli er enn verulegur, skulda- byrði er mikil og fer enn vaxandi. Meðan málum er svo háttað, er atvinnuöryggi í tvisýnu og grundvöllur aukinnar velmegunar ekki fyrir hendi. Á næstu tveimur árum þarf að einbeita öllum kröftum að því að draga úr verðbólgunni og útrýma viðskiptahalla. Velgengni þjóðarinnar um langa framtíð er undir því komin að þetta takist. Flokksráðið telur nauðsyn bera til að fylgja fram ströngu aðhaldi í fjármálum og peninga- málum. Vill fundurinn sérstaklega vekja at- hygli á mikilvægi þess, eins og málum nú er háttað, að jafnt ríkisstjórn sem Alþingi, sveitarstjórnir og hvers konar opinberar stofn- anir og sjóðir leggist á eitt í þessu efni. Leggja verður áherzlu á, að þannig verði staðið að gerð kjarasamninga á næsta ári, að þeir treysti sem bezt atvinnuöryggi, varanlegar kjara- bætur og frið á vinnumarkaðinum. Sérstök áherzla verði lögð á að bæta kjör þeirra, sem lægst eru launaðir, og tryggja öllum laun- þegum eðlileg lífskjör. Til að ná því markmiði er nauðsynlegt, að heildarsjónarmið ráði meiru við samningsgerð en hingað til. Nauð- synlegt er að endurskoða vinnutilhögun við gerð kjarasamninga og styrkja embætti sátta- semjara. Þá ber að gjalda varhug við vaxandi tilhneigingu einstakra hópa til að virða lands- lög og stjórnskipulegar leikreglur að vettugi. Það er ánægjuefni, að hafnar hafa verið viðræður fulltrúa þingflokka, hagsmuna- samtaka og rikisstjórnar um leiðir til að draga úr verðbólgu. Einnig er það mikilvægt, að nú er að nýju unnið að raunhæfu yfirlili um horfur þjóðarbúskapar á næstu árum og það svigrúm sem þær veita til framkvæmda og bættra lífskjara. Gegn einokun í atvinnulífinu Eins og horfur eru nú í fiskveiðimálum, er enn brýnna en áður að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins í öllum greinum. Þetta á bæði við um þann afla, sem við nú drögum á land, og nýtingu nýrra fiskstofna, svo og eflingu iðnað- ar. Þar skal ekki sízt hafa í huga aukið vinnslu- virði innlendra afurða, nýtingu innlendra hrá- efna, jarðefna og orku til framleiðslu. Jafn- framt þarf að nýta sem bezt fjölmörg tækifæri til að flytja ýmis verkefni til landsins með eðlilegum atbeina hins opinbera og útsjónar- semi fyrirtækjanna sjálfra. Menntun, verk- þjálfun, stjórnun, rannsóknir svo og annar góður aðbúnaður starfseminnar almennt verða að fara saman til þess að árangur náist og eru forsenda þess, að íslenzk fyrirtæki séu sam- keppnishæf á erlendum markaði og gagnvart innflutningi. Vanda verður sem bezt undir- búning framkvæmda og val verkefna, ekki sízt þegar til fyrirtækja er stofnað með miklu fjármagni frá opinberum aðilum. Vinda verður bráðan bug að því að ryðja úr vegi mismunun í garð innlendrar framleiðslu i skatta- og tollamálum. Fella verður niður vöru- gjald eins fljótt og auðið er, þar sem það veikir samkeppnishæfni íslenzkrar framleiðslu og þjónustu, og finna þarf leiðir til að eyða upp- söfnunaráhrifum söluskatts. Þau verðlagshöft, sem verið hafa hér á landi áratugum saman, hafa dregið úr hagræðingu og framförum, grafið undan fjárhag fyrir- tækja og stofnana og til lengdar leitt til hærra verðs til neytenda en ella hefði verið þörf. I stað þeirra þarf hið fyrsta að koma frjáls verðmyndun samfara eflingu neytendasam- taka og eftirliti, sem hamla gegn hringamynd- un og öðrum takmörkunum á samkeppni. Jafn- hliða þessu er mikilvægt, að hömlur á innflutn- ingi og gjaldeyrisviðskiptum séu afnumdar, enda sé hagstæður greiðslujöfnuður við útlönd tryggður með samræmdri stjórn efnahagsmála og aukinni framleiðslu. Einnig er brýnt að snúast gegn tilhneigingum til einokunar, sem gætir í vaxandi mæli í mörgum greinum íslenzks atvinnulífs. Almennar launatekjur tekjuskattsfrjálsar Það er ein meginforsenda trausts efnahags, framfara og velgengni, að opinber umsvif séu ekki of mikil og skattheimta það hófleg og réttlát, að starfsvilji og framtak geti notið sín. Leggja ber áherzlu á, að skattar séu lagðir á eyðslu fremur en tekjur og að eignarrétturinn sé virtur. Almennar launatekjur þurfa að vera tekjuskattsfrjálsar, setja verður eignahluti í fyrirtækjum jafnt öðru sparifé, og skattleggja verður alla atvinnustarfsemi með hliðstæðum hætti án tillits til tegundar fyrirtækja. Þá er mikilvægt, að skattar á tekjur hjóna miðist við jafnrétti karla og kvenna. Leitast verði við að einfalda álagningarreglur á tekjur einstakl- inga. Mikilvægt er, að allar tegundir tekna séu skattlagðar eins, og framkvæmd skattalaga sé sú sama allsstaðar á landinu. Loks ber nauðsyn til þess, að skattalög tryggi atvinnuvegunum þær fyrningar, sem nauðsynlegar eru til end- urnýjunar fjármuna og myndunar eigin fjár. Þrátt fyrir mikilsverða áfanga í lífeyrismál- um, er nauðsynlegt að hraða þeirri endurskoð- un, sem nú fer fram á almannatryggingum og stöðu lífeyrissjóða. Meginmarkmiðið hlýtur að vera, að allir landsmenn búi við sambærilegan rétt til verðtryggðs lífeyris. Dregið úr kröfum til ríkisvaldsins Á undanförnum árum hefur mikil breyting orðið víða um heim á :fstöðu almennings og stjórnmálaflokka til hlutverks ríkisins og sívaxandi umsvifa þess og afskipta af starf- semi manna og lífi. Reynslan hefur sýnt, að tilraunir til að leysa margþætt mannleg vanda- mál með beitingu ríkisvaldsins hafa ekki leitt til lausnar vandamálanna. Þær hafa hins vegar átt drjúgan þátt í verðbólgu og efnahagslegum glundroða, og jafnframt stuðlað að opinberu forræði, sem ógnar frelsi og framförum. Nú er viðast hvar leitazt við að spyrna gegn þessari þróun. Áherzla er lögð á hófsemi og jafnframt og að draga úr kröfum til ríkisvaldsins. Reynt er að minnka hluta opinberra útgjalda af upp- hæð þjóðartekna og gera skattheimtu hóflegri og réttlátari. Jafnframt er stefnt að því að flytja framkvæmdir og starfsemi frá ríkinu til einstaklinga, einkafyrirtækja og sveitarfélaga, þar sem það hentar, og finna nýjar og virkari aðferðir til að inna opinbera þjónustu af hendi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið full- trúi þessara sjónarmiða, sem nú njóta vaxandi skilnings og fylgis. Enginn annar flokkur get- ur veitt þá forustu í þessum efnum hér á landi, sem brýn þörf er á. Þátttaka flokksins í stjórn með öðrum flokkum, sem að verulegu leyti aðhyllast önnur sjón.-rmið, má ekki koma í veg fyrir, að hann gegni þessu hlutverki. Tillit til skammvinnra áhrifa og fylgis má heldur ekki verða því til hindrunar. I heilbrigðis-, félags- og menntamálum, í byggðamálum, umhverfismálum og jafnréttis- málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn hvað eftir annað haft frumkvæði og forustu um nýjungar og stefnumörkun, og vísar fundurinn í því sambandi til ítarlegrar stefnumörkunar lands- fundar 1975 í þessum og öðrum málaflokkum. Um leið og lögð er áherzla á umbætur í þessum málum, hlýtur flokkurinn að árétta nauðsyn þess, að sýnd sé hófsemi í kröfum og skilning- ur á því, að ekki er unnt að fullnægja öllum þörfum samtímis. Jafnframt er mikilvægt, að réttar leiðir að markinu séu valdar. Þessum sjónarmiðum verður að fylgja, ef varanlegur árangur á að nást. Einungis með þvi móti verður unnt að tryggja framtíð þess frjálsa samfélags, þar sem mannréttindi og jafnrétti eru virt, grundvallaratriði kristins siðgæðis í heiðri höfð og byggt er á frjálsum athöfnum og ábyrgðartilfinnirigu hvers og eins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.