Morgunblaðið - 30.11.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 30.11.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÖVEMBER 1976 17 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Æðardúnn Vél- og handhreinsaður æðardúnn til sölu. Upplýs- ingar i sima 32079 Reykja- vik og i Æðey ísafjarðardjúpi. Sófasett til sölu ásamt borði. Simi 71 926. Ný kjólasending Fallegir kjúlar, gott verð. Dragtin Klapparstig 3 7. Keflavik — Njarðvik Til sölu 2ja herb. íbúðir til- búnar undir tréverk. Verða til afhendingar fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavík Simi 1420. Til sölu notað svefnsófasett. Uppl i sima 92—2876 eftir kl. 7 á kvöldin. Blómasúfurnar sem ná frá gólfi til lofts eru komnar aftur. Sendum i póst- kröfu. Blómaglugginn, Laugavegi 30, sími 16525. Frúarkápur nylonpels, ódýrar ullarkápur í litlum nr. til sölu. Kápusaumastofan Diana, Miðtúni 78. sími 1 8481. Vörubifreið Til sölu er Volvo F 85, árg. 67, góð díeselvél úr Benz 312 með öllu tilheyrandi og pallur með sturtum. Simar 34349 — 30505. Vesturbær Barngóð kona óskast til að gæta heimilis hluta úr tveim dögum í viku. Simi 1 2502, f.h. og eftir kl. 5. Frá Þvottahúsi Keflavíkur Höfum opnað aftur i nýjum húsakynnum. Húsmæður at- hugið komið timanlega með þvott fyrir jól. Þvottahús Keflavikur, Vallar- túni 5, sima 2395. Arinhleðsla— Skrautsteinahleðsla Uppl. í sima 84736. Keflavik — Njarðvík Til leigu nýleg 3ja herb. ibúð, teppalögð. Laus nú þegar. Uppl. i sima 92—2162. er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. Lopapeysur Kaupi vandaðar og þétt- prjónaðar lopapeysur. Lok- aðar (aðeins stórar stærðir) og opnar (allar stærðir). Bárnapeysur opnar og lok- aðar. Einnig hettupeysur i fullorðinsstærðum. Kaupi að- eins hvitar Ijósgráar og mórauðar peysur. Upplýs- ingar i sima 12490, i dag milli kl.5—7. Sigriður Pétursdóttir. Helgafell 59761 1307 IV/V — H.& V. Hamar 59761 1308 — 1 K.F.U.K. Reykjavik. Aðventufundur i kvöld kl. 20r30 Kaffi á könnunni. Hugleiðing: Helga St. Hróbjartsdóttir. Við minnum á basarinn n.k. laugardag 4. desember. Gjöf- um veitt móttaka að Amt- mannsstig 2b fimmtudag og föstudag 2. og 3. desember. Stjórnin. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánudag og fimmtudag kl. 2—6, þriðjudaga, miðviku- daga og föstudaga kl. 1—5. Okeypis lögfræðiaðstoð fimmtudaga kl. 3 — 5 Simi 11822. Filadelfia Almennur bibliulestur i kvöld kl. 2C.30. Guðmundur Markússon. Anglia Félagið Anglia tilkynnir að diskótek skemmtikvöld verð- ur haldið laugardaginn 4. des. kl. 21. að Siðumúla 1 1. Skemmtikvöldið er endurtek- ið samkvæmt ósk félags- manna. Húsinu lokað kl. 23. Anglia félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Upplýsingar í síma 1 3669. Stjórn Anglia. Kvikmyndasýning i Franska bókasafninu Franska kvikmyndin ..Lestin" verður sýnd í Franska bóka- safninu, Laufásvegi 12, þriðjudaginn 30. nóv. kl. 20.30. Leikstjóp: Pierre Granier-Deferre. Aðalhlut- verk: J. — L. Trintignant og Romy Schneider. Kvikmyndin sem gerð er árið 1974, er í litum og er með frönsku tali og enskum texta. — Nýja Hrafn- istan . . . Framhald af bls. 15 hið almenna dagvistunarheimili hefur aldrei verið farið eftir búsetu um- sækjenda Þvi er Hrafnista í Reykjavík og sú starfsemi. sem þar er rekin og verður á þessu heimili hér í Hafnarfirði, heimili allra landsmanna, en ekki ein- stakra sveitarfélaga. Við höfum aldrei í samtökum okkar fylgt þeirri skoðun, að nú eigi að sveitfesta að nýju gamalt fólk, þótt eindregin ósk þess um flutning sé til staðar, ekki aðeins vegna vissunnar um betri aðbúnað og læknisþjónustu á efri árum sínum, heldur einnig vilja þess sjálfs að fylgja eftir sínum næstu aðstandendum, svo sem flutnings- skýrslur einstakra kjördæma bera Ijós- an vott um Og virðist þá full ástæða til að minnast á ósk gamla fólksins sjálfs um búsetuskiptingu m a. til að nálgast gamla vini og njóta þess, sem ekki er til staðar á þeirra gömlu „heimavig- stöðvum". Virðist svo sem staðföst „byggða- stefna'' fylgi áætlunum ýmissa ráða- manna um að aldrað fólk eigi engu að ráða um búsetu sina, en vera til staðar á sinu gamla heimili misvitrum stjórn- málamönnum til trausts og halds." Pétur Jökull Hákonarson tók næstur til máls og talaði fyrir Hamarinn h.f., verktakann. Hann þakkaði samstarfið við alla aðila og kvað Sjómannadags- ráð vissulega hafa sýnt kjark, er það hefði samið við Hamarinn þvert ofan i ráðleggingar allra lánastofnana. Hann kvaðst ótrauður halda áfram og rómaði mjög alla samvinnu við húsbyggjendur — kvað aldrei hafa staðið á greiðslum. Þá flutti Anton Nikulásson. eftirlits- maður og trúnaðarmaður Sjómanna- dagsráðs. nokkur orð og í lokin hróp- uðu allir viðstaddir ferfalt húrra fyrir Sjómannadagsráði Þá kom það fram í ræðu Péturs Sigurðssonar, að stefnt væri að þvi að geta lagt hornstein að byggingunni á sjómannadaginn í vor og vilji forseti íslands sýna ráðinu þann heiður að leggja steininn, mun hann gera það — sagði Pétur Sigurðsson. — Færð Framhald af bls. 2 orðið ófært um Rafnseyrarheiði. Vegurinn yfir Breiðadalsheiði og Botnsheiði var hins vegar mokað- ur í gær. Greiðfært var í gær frá Akur- eyri til Reykjavíkur, en þó var hálka á öxnadalsheiði. Jeppafært var til Siglufjarðar, en Lágheiði var ófær. Vaðlaheiði og Fljótsheiði voru færar stórum bílum í gær. Samkvæmt upplýsingum Arn- kels voru vegir á NA-landi víða orðnir þungfærir, en talið var að stórir bílar kæmust víða. Þá var orðið ófært um Hólssand, öxar- fjarðarheiði og Vopnafjarðar- heiði. Á Austurlandi voru allir fjall- vegir orðnir ófærir, og var þar ekki hægt að hefja snjómokstur í gærmorgun vegna skafrennings. Þó var vegurinn frá Egilsstöðum í Eiðar opnaður, þar sem starfs- menn Rafmagnsveitna ríkisins þurftu nauðsynlega að komast í Lagarfljótsvirkjun vegna bilunar í orkuveri. Lónsheiði var ófær í gærmorgun, en greiðfært var frá Höfn til Reykjavíkur. — Landakot Framhald af bls. 2 hafa þegar verið samin drög að skipulagsskrá slíkrar stofnunar. Stefnt er að því með þessu að spítalinn verði rekinn áfram með líku fyrirkomulagi og hingað til. Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjálfseignarstofnunar i samráði við seljanda. Stjórn spitalans verður siðan kosin samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu, þ.e. stjórn sjálfs- eignarstofnunar kýs 3 stjórnar- menn, starfsmannaráð sjúkra- hússins 1 mann og borgarstjórn Reykjavikur 1 mann. Kaupverð eignarinnar með öll- um búnaði, tækjum og birgðum er kr. 1.200.000.000. Greiðslum er þannig háttað að 1. jan 1977 greiðist út kr. 70.000.000. og hinn 1. janúar 1978 kr. 80.000.000. Eftirstöðvar greiðast með jöfn- um greiðslum á næstu 20 árum með 5% vöxtum, þannig að á hverju ári greiðast 8% skuldar. Á skuldina greiðist árleg upp- bót í samræmi við framfærsluvísi- tölu. Seljandi hefur leyfi til að yfir- færa árlega 1/3 hluta greiðslu i danskar krónur á gildandi gengi hvers tíma. Ríkið tekur við öllum skuld- bindingum seljanda sem stofnað hefur verið til vegna spitalarekst- ursins og fara þau skipti fram um næstu áramót. Ráðherra mun á næstu dögum ganga frá skipulagsskrá sjálfeign- arstofnunarinnar og skipa henni stjórn. — Jólasundmót Framhald af bls. 20 þátt i þessu jólasundmóti og yfirleitt að stunda sund. Hann sagði það þó ekki vera svo þægi- legt fyrir sig, þvi vegna bækl- unar sinnar þyrfti hann aðstoð við að komast ofan i laugina og upp úr henni, en erfitt væri að fá slíka hjálp frá vandalausum. Er fólk hér með hvatt til að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi, til að þeir geti notið þeirrar góðu heilsubótar sem sundið er. Til Færeyja Þrátt fyrir margvísleg samskipti íslendinga og færeyinga um langan aldur hafa samskiptin i raun aldrei oröið svo náin, sem frændsemi þjóöanna og vinátta gefur tilefni til. Stopular samgöngur fyrr á árum áttu þar stærstan þátt. Undanfarin ár höfum við annast reglu- bundiö áætlunarflug milli íslands og Færeyja, 4 ferðir vikulega yfir sumariö, og einu sinni í viku yfir veturinn. Nú höfum viö hins vegar ákveðið að fjölga ferðum í Færeyjaflugi okkar og og munum fljúga þangað tvisvar í viku i vetur fram til 1. maí. Flogið verður á fimmtudögum og sunnu- dögum frá Reykjavik um Egilsstaði, og Færeyjaflugið þannig tengt innanlands- fluginu. Með tveim ferðum í viku opnast mögu- leiki á stuttum heimsóknum, og þar sem við höfum gert samning við hótel Hafnía um gistingu, og býðst nú þeim lægra verð sem kaupa saman flugfar og gist- ingu í 3 nætur. Þessar ódýru 3ja daga ferðir, gera kleift að skreppa til Færeyja - skólafólki, starfshópum, þeim sem ætla að heim- sækja vini og vandamenn, og svo auð- vitað þeim sem þurfa að sinna viðskipta- erindum. Verðið er frá 33.785 krónum fyrir manninn. Það veróur enginn svikinn af ferð til Færeyja. Færeyjaferð er öóruvisi. flucfélac L0FTLEIDIR /SLAMDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.