Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 19 Þórarinn Hallgríms- son kennari - Minning F. 26.9 1909. D. 20.11.1976. Þórarinn Hallgrímsson er horf- inn okkur. í fjórða sinn á 4 árum hefur dauðinn höggvið skarð í raðir kennara við Laugarnes- skóla. Við höfum orðið að sjá á bak góðum starfsfélögum sem við svo sannarlega gerðum ráð fyrir að gætu unnið með okkur miklu lengur. Það er alltaf erfitt að fylla skarð eftir góðan kennara. Sist datt mér það í hug, þegar ég bað Þórarin í haust að flytja úr kennslustofu á neðsta gólfi Upp í stofu á 3. hæð, að hann yrði ekki I þeirri stofu nema í 2 vikur. Eins og alltaf, ef Þórarinn var beðinn einhvers, tók hann þessari beiðni minni vel og flutti öll sín kennslugögn upp stigana án þess að láta á því bera að hann væri ekki heill heilsu. Hann átti að kenna 4. bekk sem hann hafði kennt síðustu veturna og nú áttu börnin að flytja í stofu með stærri húsgögnum. Þessi 10. ára börn litu björtum augum til vetrarins með sfnum góða kennara sem þau þekktu svo vel. En brátt skipast veður í lofti. Þórarinn var kallað- ur til rannsóknar á sjúkrahús og komst ekki til starfs eftir það. Það er erfitt fyrir okkur i Laugarnesskóla að átta okkur á þvi að þessi góði félagi sem kom til starfs i haust eins og við hin skuli nú ekki koma aftur og börn- in i 4. L hafa misst mikið. En svona er gangur lffsins. Þórarinn Hallgrímsson var fæddur 26. september 1909 i Hringveri i Viðvíkurhreppi í Skagafjarðasýslu. Hann fór í ung- iingadeild búnaðarskólans að Hól- um 1928—1929 og í héraðsskól- ann á Laugarvatni 1929—’30. Eftir það kennir hann í Hjalta- dal f Skagafirði 1931—’34 en fer siðan í Kennaraskólann. Arið 1936 var merkisár í lffi Þórarins. Þá lauk hann kennara- prófi frá Kennaraskóla tslands um vorið og 1. des. það sama ár kvæntist hann bekkjarsystur sinni úr Kennaraskólanum, Vig- dísi Elíasdóttur. Hann hóf kennslu strax um haustið 1936 í Laugarnesskóla i Reykjavik, en að loknum þeim vetri hóf hann störf hjá lögregl- Axel V. Tulíníus Kveöja Fæddur 4.apríl 1918. Dáinn 22.nóvember 1976. Kveðja frá Félagi sjálfstæðis- manna I Hlfða- og Holtahverfi. Þegar góður drengur og sam- starfsmaður hverfur frá manni á sviplegan hátt, og án þess að sýni- legar ástæður gefi manni nokkuð slíkt til kynna fyrirfram, setur mann hljóðan. Þannig fór fyrir okkur í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hlfða- og Holtahverfi hér i Reykjavík, þegar við fréttum andlát Axels Tulinfusar, félaga okkar og vinar í stjórn félagsins. Það fór ekki milli mála að okk- ur öllum, sem störfuðum með Axel að félagsmálum í Sjálfstæð- isflokknum, var það ljóst, hve mikils virði störf hans og ráð öll voru. Þar fór saman alhliða þekk- ing, mikil reynsla, góðar gáfur og drengskapur. I ljósi þessara mannkosta munum við geyma minningu hans, hlýja og varan- lega. Það var okkur og félagi okkar mikið áfall að missa slfkan mann. Við kveðjum hann með söknuði og óskum honum Guðs blessunar á nýjum leiðum. Eftirlifandi eiginkonu, frú Áslaugu Tuliníus, og dætrum, vottum við innilegstu samúð í þeirra stóra harmi. Félag sjálfstæðismanna I Hlfða- og Holtahverfi Asgeir P. Lúðvfksson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég sæki ekki Biblfuskóla, og ég geri ekki mikið að þvf að ræða við fólk. En ég geld tfund, ég sæki kirkju, biðst fyrir og bið Guð að blessa fátæka og þurfalinga. Eg sé vanrækt börn og bið þeim blessunar Guðs. Hverra launa má ég vænta? Þér eruð auðsjáanlega væn kona og viljið vel. Og allt er þetta gott, sem þér nefnið. Samt kennir Biblían, að við frelsumst ekki vegna þess, sem við gerum, heldur vegna þess, sem Guð hefur gert. Kristur og Kristur einn er vegurinn til hjálpræðis. Hann sagði: „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig,“ og: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Það er athyglisvert, að á dögum Jesú var uppi hópur manna, sem nefndir voru Farisear og lögðu stund á allt þetta, sem þér minnizt á. Þeir báðu bænir, þeir greiddu tíund, þeir báðu fyrir ekkjum og munaðarlausum, og þeir iðkuðu alls konar trúar- athafnir. En Jesús sagði: „Ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, komizt þér alls ekki inn í himnaríki.“ (Matt. 5,20). Kristur dýpkaði skilninginn á trúnni. Þegar við tökum trú á hann og förum að treysta honum, ekki góðverkum okkar, þá gefur Guð okkur vissu um eilíft líf. Kristur sagði: „Ég gef þeim eilíft líf, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ Guð gefur það. Við vinnum ekki fyrir þvi. Hann varðveitir okkur. Treystið Kristi, og haldið síðan áfram að iðka góð verk yðar. En ætlið ekki, að þau verði yður til sáluhjálpar. unni f Reykjavfk og starfaði þar til ársins 1946. Veturinn 1947—’48 kenndi hann við heimavistarskólann að Jaðri. Veturna 1948—'50 var hann skólastjóri á Drangsnesi í Strandasýslu og var þá Vigdfs kona hans kennari hjá honum seinni veturinn sem hann stýrði þeim skóla. Haustið 1950 kom hann aftur að Laugarnesskóla og 1955 hóf svo Vigdís störf sem kennari þar. Þau voru mjög samhent f starfi sínu að kennslumálum eins og öðru og vildu mjög gjarnan vinna sem mest saman. Þetta kom mjög greinilega I ljós þegar það gerist í Laugarnesskóla 1960 að þeir kennarar sem styst höfðu starfað við skólann voru beðnir að flytja sig yfir f nýbyggðan Laugalækjar- skóla þvf að nokkur hluti barna úr Laugarnesskóla þurfti að flytjast þangað og kennarar jafn- framt. Vigdfs var ein af þeim sem fóru strax í nýja skólann en ári seinna óskaði Þórarinn eftir að flytjast þangað líka, þvr að samstarf þeirra hjóna var svo náið og með miklum ágætum. Arið 1965 missir Þórarinn konu sfna og var hún honum mikill harmdauði. Árið 1969 var Laugalækjarskóli lagður niður sem barnaskóli og komu þá kennarar þaðan aftur f Laugarnesskóla. Þórarinn kom nú að Laugarnes- skóla i þriðja sinn og kenndi við skolann allt til loka. Þórarinn var einstakur kennari, hann hafði sérlega gott lag á að fá nemendur sína til að leggja sig fram af sam- viskusemi og ástundun. Hann lagði mikla vinnu í að útbúa verk- efni svo að allir hefðu nóg að starfa. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og lét ekki smá las- leika hindra sig við störf. Það leyndi sér ekki við fráfall Þórarins hve börnunum i 4. L þótti vænt um hann. Og mikið hafa þau misst barna- börnin hans sem áttu sér alltaf athvarf hjá afa sínum. Hann var óþreytandi við að leiðbeina þeim ef með þurfti við heimanám eða leysa úr spurningum þeirra um hin ýmsu vandamál. En minning- in um hann afa mun ætíð geymast i hugum þeirra. Ég votta dóttur, fósturdóttur og fjölskyldum þeirra mina dýpstu samúð. Jón Freyr Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.