Morgunblaðið - 30.11.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.11.1976, Qupperneq 20
;lýsingasíminn er: 22480 AUGLÝSIN'GASÍMINN ER: 22480 Jfi»rflttnX)Iat>ií> ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 O víst hvort N orglobal fæst leigður Frá setningu 33. þings Alþýðusambands Íslands í Háskóiahíói í gærdag. 392 fulltrúar sit ja 60 ára afmælisþing ASÍ 33. þing Alþýðusambands Islands var sett ( Háskólabíói í gær að viðstöddum þingfulltrúum og gestum, innlendum sem erlendum. I ár eru 60 liðin frá stofnun ASl og er í því tilefni fleiri gestum boðið til þingsins en áður. Að lokinni setningarræðu Björns Jónssonar forseta ASl tóku gestir til máls og voru ASl færðar gjafir ( tilefni þessara tímamóta. I setningarræðu sinni sagði Björn Jónsson meðal annars að mikilvægasta verkefni þessa Alþýðusambandsþings væri að fjalla um þá stórfelldu lífskjara- og launaskerðingu, sem orðið hefði hjá íslenzku verkafólki 2—3 síðustu árum og að undirbúa gagnsókn verkalýðshreyfingar- innar fyrir endurheimt þess sem af henni hefði verið hrifsað sfðustu árin. Hluti ræðu Björns Jónssonar er birtur á blaðsfðu 3. Að lokinni ræðu Björns Jóns- sonar forseta ASÍ tóku nokkrir gesta ASÍ á þessu afmælisþingi til máls en gestir þingsins eru óvenju margir. Fyrstur talaði Kristján Thorlacius formaður BSRB og sagðist hann vænta mikils af samstarfi ASl og BSRB f kjarabaráttunni. Þá tóku til máls nokkrir erlendu gestanna og talaði fyrstur Steen Sillemann, yfirmaður fræðsludeildar ICFTU, Alþjóða- sambands frjálsra verkalýðs- félaga. Síðan töluðu Mathias Hinterscheid, framkvæmdastjóri Norræna verkalýsðsambandsins, Framhald á bls. 23 Mjólkurlítrinn í 75 krónur? Á MORGUN, 1. desember, á að taka gildi nýtt verð á landbúnaðarvörum. Ríkis- stjórnin fjallar á fundi sfn- um í dag um þetta nýja verð, en fyrir liggur að bændur hafa ekki enn fengið reiknað inn í verð- lagsgrundvöll búvara 6% launahækkun frá 1. júní sl. og 3,11% launahækkun frá 1. desember. Hækkun á öðrum rekstrarliðum verð- lagSgrundvallarins er hins vegar óveruleg. Framan- greindar hækkanir á út- gjaldaliðum verðlags- grundvallar koma til með að hafa í för með sér um 6% hækkun á útsöluverði búvöru, verði ekki gerðar breytingar á fyrirkomu- lagi niðurgreiðslna. Vegna niðurgreiðslna og fleiri atriða verður prósentuhækkun búvöru misjöfn og má til að mynda gera ráð fyrir, að hver lítri mjólkur f 1 lítra pökkum hækki úr 69 krónum í 75 krónur. Kjöt hækkar einnig en ekki er vitað, hvort breytingar verða gerðar á hlutfalli niðurgreiðslna milli kjöts, ullar og gæra og því ekki hægt að geta sér til um hver verð- hækkun þess verður. Allsherjarat- kvæðagreiðsla um inntökubeiðni Múrarasam- bandsins í ASÍ Á FUNDI Alþýðusambands Is- lands ( gærkvöldi var fjallað um inntökubeiðnir Félags ís- lenzkra leiðsögumanna og Múrarasambands tslands f A.S.I. Var Félag leiðsögu- manna tekið inn ( sambandið án mikilla umræðna, en mikl- ar umræður urðu hins vegar um beiðni Múrarasambands tslands. Framsögu um þetta mál hafði Hannes Þ. Sigurðsson, en 11 ræðumenn fjölluðu um mál- ið. Laust fyrir miðnætti var gengið til allsherjaratkvæða- greiðslu og úrslit þeirra kosn- inga verða ekki tilkynnt fyrr en á fundi A.S.t. f dag. — Á ÞESSU stigi tel ég mjög óvíst hvort hægt verður að leigja Norglobal til bræðslustarfa við tsland á komandi loðnuvertíð. Við vorum á fundi frá því snemma i gærmorgun fram á kvöld og viðræðum verður haldið áfram á morgun. Það lá ljóst fyrir Hungurverk- fall hjá náms- mönnum? Kjarabaráttunefnd námsmanna hefur ákveðið að efna til hungur- verkfalls meðal námsmanna um næstu helgi. Að sögn Þorgeirs Helgasonar, fulltrúa stúdentaráðs f nefndinni, eru áætlanir um þetta verkfall þó ekki alveg Ijósar þar sem ekki hefur tekizt að tryggja húsnæði, og eins er ekki vitað um þátttöku. Þorgeir sagði, að verkfallið yrði frá þvf kl. 19 á föstudegi til kl. 19 á sunnudegi. Yrði það liður f bar- áttu námsmanna fyrir bættum kjörum sínum til náms, og taldi hann að verkfallið yrði fyrst og fremst til að styrkja þátt- takendurna innbyrðis, en ekki bjóst hann við að það hefði teljandi áhrif á yfirvöld f landinu. Sagði Þorgeir að meðan á hungur- verkfallinu stæði myndu námsmenn nota tækifærið og ræða sfn mál vítt og breitt. Morgunblaðið hefur fregnað að svo virðist sem að í sumum skól- um a.m.k. séu námsmenn ekki hrifnir af þessum ráðagerðum kjarabaráttunefndar og að sögn Þorgeirs eru menn ekki vissir um Framhald á bls. 23 á fundunum í dag, að norskir sjó- menn leggja þunga áherzlu á að Norglobal verði notað til loðnu- bræðslu við Noregsstrendur f vet- ur, sagði Jón Ingvarsson fram- kvæmdastj. ísbjarnarins í samtali við Mbl. f gær, en hann og Vil- hjálmur bróðir hans eru nú í Ósló til að semja um leigu á bræðslu- skipinu Norglobal. Að sögn Jóns áttu samningavið- ræður að hefjast snemma i morg- un og sagðist hann eiga vort á að síðar f dag lægi ljóst fyrir hvort Norglobal fengist leigður eða ''tki. Klippurn- ar eru ný- brýndar og hafa aldrei bitið betur” segir forstjóri Gæzlunnar „ALLAR okkar klippur eru nýbrýndar og hafa aldrei bitið betur,“ sagði Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, (gær. Pétur sagði aðspurður að Gæzlan væri ekki með meiri viðbúnað en venjulega þótt samningurinn við Breta rynni út nú um mánaðamótin. Varðskipin héldu uppi eftirlita á miðunum og myndu sjá til þess að innan 200 mílnanna væru aðeins skip, sem þar mættu veiða samkvæmt samningum. S jö ára stúlka lézt í bílslysi BANASLYS varð á Vífil- staðavegi f Garðabæ sfð- degis f gær. 7 ára gömul stúlka varð fyrir bifreið og Tvær Ásgrímsmynd- ir gjöreydilögdust - í sprengingunni á Akranesi - Húsið verð- ur bætt en tjón á innanstokksmunum óljóst VERIÐ var að kanna enn í gær skemmdirnar sem urðu f sprengingu í húsinu á Vestur- götu 27 á Akranesi sl. laugar- dag og einnig á innanstokks- munum. Brunabótamat hússins sjálfs er aðeins um 16 milljónir og tjónið verður bætt af Bruna- bótafélagi tslands. Innbú húss- ins var hins vegar vel vátryggt, enda áttu húsráðendur margt verðmætra hluta, en töluvert er enn ( land með að endanlegar tölur um tjón á þvf liggi fyrir. Þó hefur komið á daginn, að tvö málverk eftir Ásgrfm Jónsson gjöreyðilögðust í sprenging- unni. Tveir menn hafa verið dómkvaddir til að rannsaka or- sakir sprengingarinnar og af hálfu iðnaðarráðuneytisins hefur verið ákveðið að láta gera nákvæma athugun á ástandi þessara mála, en að því er ná- nar vikið ( annarri frétt hér f blaðinu. Að sögn Haralds Sturlaugs- sonar var enn f gær verið að hreinsa til í húsarústum æsku- heimilis hans og kvað hann lítið vera hægt að átta sig á því ennþá hvað miklar skemmdir Framhald á bls. 23 er talið að hún hafi látizt samstundis. Ekki er hægt að birta nafn litlu stúlk- unnar að svo stöddu. Litla stúlkan var á leið heim til sín úr skólanum klukkan 16.30 í gær. Var hún á leið yfir Vífilstaða- veginn við efra strætis- vagnabiðskýlið, rétt fyrir ofan Hofsstaði, þegar hún varð fyrir Volkswagenbif- reið, sem ók vestur veginn. Lenti litla stúlkan framan á bifreiðinni og barst með henni töluverða leið. Er talið að hún hafi látizt sam- stundis. Þess má geta í sambandi við þetta hörmulega slys, að móðir litlu stúlkunnar var snemma í gærmorgun flutt á fæðingarstofnun í Reykjavík, þar sem hún fæddi dreng þá um morg- uninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.