Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 16

Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 16
20_____________________ Iðnaðarblaðið — nýtt sérrit MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Sérrit Frjáls framtaks gefin út í 23 þús. eintaka upplagi FJÁLST framtak h.f. hefur nú hafið útgáfu á nýju balði— Iðnaðarhlaðinu. Eins og nafn balðsins bendir til er hér um að ræða sérrit um iðnaðarmál og er þvf ætlað að fjalla um iðnaðinn á sem breiðustum grundvelli, þ.e. bæði innlend og erlendan iðnað, tækninýjungar I iðnaði, markaðs- mál, fræðslumál og félagsmál svo nokkur dæmi séu nefnd. Á blaðamannafundi, sem Frjálst framtak hélt i gær, kom fram hjá Jóhanni Briem fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, að áður en ráðist var í útgáfu blaðs- ins hefði getað verið haft persónulegt samband við þá sem starfa að hinum ýmsu greinum iðnaðarins og áhugi þeirra á sliku blaði kannaður. Leiddi sú könnun ótvírætt í ljós, að mikill áhugi var fyrir hendi og samdóma álit allra, að brýn nauðsyn væri á útgáfu blaðs, þar sem sjónarmið iðnaðar- ins og þeirra sem að honum standa beint eða óbeint kæmu fram. Veganesti hins nýja blaðs væri því viðhorf væntanlegra les- enda þess og þeir gefið rað um mótun blaðsins allt frá upp- hafi.Þá sagði Jóhann: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að iðnaðurinn gegnir mjög vaxandi hlutverki i atvinnulifi ís- lendinga og bendir t.d. Árni Vilhjalmsson, prófessor, sem skrifar forystugrein fyrsta Iðnaðarblaðsins á það, að árið 1972 hafi iðnaðurinn, fyrir utan Forsfða Iðnaðarblaðsins fiskiðnað og byggingaiðnað ,veitt 15.700 manns atvinnu og um 16.400 manns árið 1975, sem þá hafi numið 17.5% af samtals 93.500 í starfi, miðað við full árs- verk. „Þessi iðnaður stendur mjög vel fyrir sfnum hlut í þjóðar- framleiðslunni. Hann er orðinn ómissandi í gjaldeyrisöflun, en að meginstofni fæst hann þó enn við gjaldeyrisspörun, sem ekki er síð- ur mikilvæg." i grein sem útgefandi skrifar um blaðið segir m.a. að ekki sé ætlunin að steypa Iðnaðarblaðið í ákveðinn stakk, heldur verði lögð á það áherzla af hálfu útgefanda að blaðið taki þeim breytingum, sem kröfur timans segja til um. Fyrsta tölublað Iðnaðarblaðsins er 100 bls. að stærð og er mjög fjölbreytt að efni. Getur t.d. að finna greinar um matvælaiðnað- inn, um stóriðju, þóun — rann- sóknir, byggingariðnaðinn og ennfremur fjallar Iðnaðarblaðið um íslenzka iðnkynningu, ullar- og skinnaiðnaðinn, um Tækni- skóla tslands, Iðnskólann I Reykjavík og Iðnskóla Austur- lands. Ritstjórar Iðnaðarblaðsins eru Jóhann Briem og Reynir Huga- son. Auglýsingastjóri Hákon Hákonarson, en ljósmyndaraar Kristinn Benediktsson og Jóhann- es Long. Iðnaðarblaðið er þriðja sérritið sem Frjálst framtak h.f. gefur út. Hin blöðin eru Frjáls verzlun og Sjávarfrettir, auk þess sem fyrir- tækið gefurút íþróttablaðið í sam- vinnu við ISI. Hafa blöðin átt vinsældum að fagna og eru nú gefin út í 13.000 eintökum, sam- tals. INNLENT .. ... ,T"’ T'1 Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík INNTÖKUBEIÐNI Ég undirritaður óska hér með að gerast meðlimur í: | j Landsmálafélaginu Verði, sambandi félaga Sjálfstæðis- rnanna í hverfum Reykjavíkur: j j Félagi Sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi □ Félagi Sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna í Austurbæ- og Norðurmýri [j Félagi Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi □ Félagi Sjálfstæðismanna i Laugarneshverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna í Langholti [j Félagi Sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi □ Félagi Sjálfstæðismanna í Smáíbúða- Bústaða- og Foss- vogshverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna í Árbæjarhverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna i Bakka- og Stekkjahverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi [j Félagi Sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi □ Heimdalli, samtökum-ungra Sjálfstæðismanna (16 — 35 ára) | j Hvöt, félagi Sjálfstæðiskvenna | i Málfundafélaginu Óðni Reykja vík_____19 _ Undirskrift Fullt nafn:________________________________________________________ Heimilisf.: _________________________________________________________sími:----- Fæðingard. og ár: _________________________ Nafnnúmer:--------------------- Staða:_________________________________________________________________________ Vinnust./sími:_________________________________________________________________ Sendist Skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Bolholti 7, símar 82900 — 82963. J Jólasundmót öryrkja: Þeir fyrstu hafa fengið viður- kenningarborðann JÓLASUNDMÓT öryrkja er haldið áfram og stöðugt verða þeir fleiri og fleiri, sem bætast I þann hóp, sem lokið hefur sundinu. Fyrsta þátttökutil- kynningin barst skrifstofu Iþróttasambands Islands I Laugardal á föstudaginn og var viðurkenningarborði sendur um hæl. Það var 11 ára Keflvfk- ingur, sem átti fyrsta seðilinn, sem barst tSt. Heitir hann Heiðar Ingi Þórsson, til heimil- is að Lyngholti 10, og er fatlað- ur á vinstri hendi og vinstra fæti. Fleiri seðlar bárust síðan 1 gær og fleiri munu vera á leið- inni. I þessum dálkum í dag birtum við myndir, sem Frið- þjófur ljósmyndari tók í Æf- ingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra að Háaleitis- braut 13 í síðustu viku. Aðstoð- arfólk og foreldrar hjálpa börn- unum við sundið og eins við að komast ofan í laugina. Á einni myndinni sýnir Jónína Guð- mundsdóttir forstöðukona Æf- ingastöðvarinnar viðurkenn- ingarborða, sem þátttakendum í JÓLASUNDMÓTINU verður sendur um leið og þátttökuseð- illinn berst ISI. Hann þarf að vera útfylltur og síðan undir- skrifaður af sundkennara, þjálfara, foreldri, vinum, vandamönnum eða einhverjum, sem viðstaddur var þegar þrautin — að vera á sundi eða fioti í fimm mínútur — hefur verið innt af hendi. Þátttökuseðillinn birtist í Morgunblaðinu þar til sund- mótinu lýkur þann 13. desem- ber, en það skal tekið fram að sundstaðir eða stofnanir, sem ekki hafa þegar fengið senda þátttökuseðla, geta fengið þá hjá ÍSl í Laugardal. Maður á sjötugsaldri hafði samband við Morgunblaðið á laugardaginn og sagði að hann hefði mikinn áhuga á að taka Framhald á bls. 17 Akurey r arkirk ja fékk nýtt píanó Akureyri —27. nóvember. VIÐ MESSU sl. sunnudag var minnzt vfgsluafmælis Akureyrarkirkju, sem var hinn 17. nóvember. Einnig var þá vígt nýtt og vandað pfanó, sem frú Heba Jóhannesson gaf kirkjunni til minningar um föður sinn, séra Geir Sæmunds- son, vfgslubiskup, sem var sóknarprestur á Akureyri 1900—1927, afburða söng- maður og einn af burðarás- um tónlistarlffs bæjarins. Jakob Tryggvason, org- anisti, lék á píanó við mess- una og kirkjukóinn söng eitt lag við undirleik Jakobs. Séra Birgir Snæ- björnsson minntist sr. Geirs Sæmundssonar af stólnum, rakti ævi hans og störf um leið og hann flutti frú Hebu þakkir safnaðar- ins fyrir hina veglegu gjöf. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.