Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 18

Morgunblaðið - 30.11.1976, Page 18
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Hæstiréttur fjall- ar um birtingu Watergate-gagna Washíngton — 29. nóvember — Reuter HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna sam- þykkti i dag aS taka til meðferðar málskot Richards M. Nixons. fyrr- verandi forseta, varðandi aðgang að skjölum og segulböndum frá þvi i forsetatið hans. Nixon hefur ekki aðgang að þessum gögnum, en lög- fræðingar hans halda þvi fram, að lagasetning um varðveizlu þeirra brjóti i bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur mun fjalla um mál þetta fyrir mitt næsta ár. Hin umdeilda lagasetning meinar Nixon og fjölskyldu hans aðgang að skjölum, sem samtals eru um 42 millj. siður, og um 800 segulbands- spólur með upptökum á samtölum, sem fram fóru i forsetaskrifstofunni og öðrum herbe*'gjum i Hvita húsinu i forsetatið Nixons. Fallist hæstiréttur á mál Nixons verður hverjum sem hafa vill heimill aðgangur að gögnum þessum Ankara — 29. nóvember — Reuter. LOFTBRtJ til jaróskjálftasvæð- anna f Tyrklandi opnaðist I dag, og gengur björgunar- starfið nú eðlilega. Sögðu stjórnendur björgunarstarfsins í dag, að þess mætti vænta að um 1 þúsund tjöldum, sem sam- tals rúma um 20 þúsund manns, yrði komið upp fyrir kvöldið, og verulegur skriður yrði þá kominn á flutninga á matvælum og hjálpargögnum til mestu hörmungasvæðanna. Flutningarnir fara fram með þyrlum, en þátt í þeim taka m.a. Bandaríkjamenn, V-Þjóðverjar, Pakistanar, Bretar og írakar. í dag var snjókoma nokkur í fjallahéruðunum, sem verst urðu úti í jarðskjálftanum mikla i síðustu viku, og háði það björgunarsveitunum nokk- uð. Um 2 þúsundir manna voru fluttar frá mestu hættusvæðun- um í dag, og hefur herstöðvum á þessum slóðum og þorpum, sem skár eru leikin eftir þessar náttúruhamfarir, verið breytt í hjálparmiðstöðvar fyrir heimilislausa, en alls er talið að þeir séu um 50 þúsund talsins. Vondaufir um veiði- heimildir innan 200 mílna Bandaríkjanna Tókýó — 29. nóvcmbcr — Reuter JAPANIR hafa áhyggjur af, að samningar Bandaríkjamanna og Sovétmanna um veiðar hinna sið- arnefndu innan 200 milna Banda- ríkjanna kunni að rýra mögu- leika á samningum um veiðar þeirra á þessum miðum. Ilelm- ingur alls eggjahvftuefnis í mat- vælaframleiðslu Japana kemur úr sjávarafurðum og hafa þeir lagzt gegn 200 mflna fiskveiðilög- sögu þar til heildarniðurstaða hefur fengizt á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Takeo Miki, forsætisráðherra Japans, sagði í kosningaræðu ný- lega, að efnahagslíf Japana yrði fyrir alvarlegu áfalli ef Banda- ríkjamenn létu verða af því að færa út í 200 mílur á næstunni. Forsvarsmenn sjávarútvegsins i Japan segja, að samningur sá milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, sem kunngerður var fyrir helgi, auki ekki horfur á samkomulagi i viðræðum Japana við Bandaríkjamenn. Hingað til hafa viðræðurnar verið árangurs- lausar, en þær munu hefjast að nýju í næsta mánuði. Soares og Gonzales vara víð kommúnistum Genf — 29. nóvember — Reuter. MARIO Soares, leiðtogi portú- Opec-fundi frestað? Beirút 29. nóvember — AP FLEST arabísk aðildarlönd Samtaka olfuútflutningsrfkja OPEC, hallast að þvf að fresta verðákvörðunarfundi sfnum til 20. desember, að þvf er tímaritið Middle East Economic Survey segir. Þó að enn hafi ekkert verið tilkynnt opinberlega, segir tfma- ritið, að allt bendi til þess, að OPEC muni ekki halda ráðherra- fundi sinn 15. desember eins og áætlað var. Fundarins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem búizt er við að olíu- útflutningslöndin samþykki á honum að hækka verð á hráolíu um 5 til 15%. Stjórnir Evrópu- ríkja og Bandaríkjanna hafa barizt með diplómatiskum aðferð- um gegn hækkun, en hún gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslff þeirra, sem nú er að rétta úr kútnum eftir samdrátt. Umræddur fundur OPEC á að vera í furstadæminu Qatar. galskra jafnaðarmanna og for- sætisráðherra landsins, og Felipe Gonzales, leiðtogi spánskra jafnaðarmanna, vöruðu báðir við hættunni, sem þjóðum heims stafaði af kommúnismanum. Þetta kom fram f ræðum, sem þeir fluttu á ráðstefnu Alþjóða- samtaka jafnaðarmanna f Genf um helgina. „Stjórnmálaleg og efnahagsleg þróun f átt til sósíalisma í Portú- Kairó, Beirút 29. nóvember — Reuter ARABABANDALAGIÐ hefur enn ekki fengið orðsendingu frá Lfbýustjórn um að hún ætli að kalla heim þá 700 hermenn, sem hún hefur f friðargæzluliði Araba f Líbanon, að þvf er heimiidir innan bandalagsins hermdu f dag. Utanríkisráðuneyti Lfbýu til- kynnti þetta í dag og sagði að Arababandalaginu og forseta Libanons, Elias Sarkis, hefði formlega verið tilkynnt ákvörðun- in. Htimildir í Kairó álíta að ráða- gerð Libýumanna standi í tengsl- um við tilraunir til að fá hersveit- ir Palestínumanna til að afhenda þungavopn sín friðargæzluliðinu, ERLENT gal tafðist vegna valdabrölts flokks, sem stefndi að rangri bylt- ingu. Mannréttindi voru í hættu og þar með einnig framtíð frelsis og lýðræðis í landi mínu,“ sagði Soares. Ráðstefnuna sátu fulltrúar frá rúmlega 60 löndum. Þar var sam- þykkt ályktun um að Genfar- ráðstefnan um friðarsamninga i Miðausturlöndum skyldi kölluð saman á ný. sem Sýrlendingar ráða, en sem starfar í umboði Arababandalags- ins. Palestínumenn halda því fram, að þessar tilraunir séu brot á Kairósáttmálanum frá 1969, sem heimilar palestfnskum skærulið- um að hafa þungavopn í búðum sínum f Suður-Líbanon. Sömu heimildir herma jafnframt að stjórn Líbýu hafi viljað að friðar- gæsluliðið, sem telur 30.000 manns, ögraði ísraelsmönnum, sem sagt hafa að þeir myndu ekki láta það viðgangast að friðar- gæzluliðið kæmi nærri landamær- um sínum og að þeir myndu hrekja það á brott með valdi. Elias Sarkis, sem unnið hefur að því að fá hægri og vinstri öflin, sem barizt hafa í landinu, til að afhenda þung vopn sín sýrlenzka hernum, komst í ný vandræði í dag þegar leiðtogi falangista, Pierre Gemayel, neitaði að ganga að sliku. Kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að hægrimenn afhentu sín vopn úr þvf að vinstrimenn neituðu að láta sín af hendi. Líbýumenn kalla her sinn heim — 72 fórust Framhald af bls. 1. aðeins: „Eg hef engar fréttir fengið af þessu." Þetta er fimmta flugvél Aeroflot sem ferst á þessu ári að því er bezt er vitað. I marz fórust að minnsta kosti 120 manns þegar Ilyushin-18 skrúfuvél fórst nálægt Veronezh sunnan við Moskvu. 46 fórust þegar TU-154 þota hrapaði í Guineu á leið frá Angóla til Moskvu. Þá herma óstaðfestar fréttir að ekki færri en 90 hafi dáið þegar tvær sovézkar farþegaflug- vélar rákust á í lofti nærri Sochi við Svartahaf. — Norðmenn og EBE . . . Framhald af bls. 1. fyrir 1. janúar, væri líklegt að einhvers konar bráðabirgðasam- komulag yrði gert. Bjóst hann við, að báðir aðilar myndu lýsa því yfir, að veiðar héldu áfram eins og áður. Norska stjórnin hefur sagt, að hún muni færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur 1. janúar og EBE-löndin segjast ætla að gera hið sama. Það eru tvö atriði, sem samn- ingaviðræðurnar hafa strandað á. Annað er spurningin um aðgang norska sjómanna að miðum, sem liggja innan við 12 mílur frá strönd Bretlands, en án slíks að- gangs verður ekki um gagn- kvæma samninga af hálfu Norð- manna að ræða. — Iðnaðar- ráðuneyti Framhald af bls. 2 sem ynnu verkið og fólkið sem bæði þá um að framkvæma verkið. Friðgeir sagði, að eins og rnálin stæðu nú þá liti öryggiseftirlitið ekki eftir neinum kyndingar- tækjum nema gufukötlum sem væru þá í verksmiðjum, en ekkert eftirlit væri af hálfu stofnunar- innar með almennum kyndingar- tækjum í húsum, Jafnvel þótt þau væru í verksmiðjum, liti stofnun- in ekki eftir þeim, þar sem það væri talið utan verkahrings stofnunarinnar. Friðgeir sagði ennfremur að hins vegar væri rafbúnaðurinn við þessi kynditæki undir eftirliti Rafmagnseftirlits ríkisins en þeir teldu sig að öðru leyti ekki þurfa að hafa eftirlit með tækjunum sjálfum. Þannig mætti segja, að þessum tækjum væri komið fyrir án þess að nokkur reglugerð lægi þar að baki. T.d. væri reglugerðin fyrir hitatæki hér i Reykjavík öll miðuð við að gæta þess að heitt vatn færi ekki til spillis, enda væri hér ekki sömu öryggistækja þörf, þar eð hitaveituþrýstingur- ann væri aldrei yfir 100 stig. Sprengihætta væri hins vegar fyrir hendi þar sem þessi nætur- hitunarkerfi væru, daghitunar- kerfi og olíukyndikerfi, sem hættu að svara útblæstri kynding- ar þegar bilun yrði. Friðgeir kvað hins vegar ekki verulegt mál að koma upp góðum öryggisbúnaði á þessi kerfi, ef það væri gert strax og kerfið sjálft væri sett upp, og jafnvel væri hægt að setja ein- faldan búnað á hvert kynditæki, þar sem þessi hætta væri fyrir hendi, en þar væri um að ræða sérstaka útsprengiklappa og einn- ig hinir venjulegu öryggaslokar. En það væri einu sinni þannig, að fólk sinnti ekki þessum atriðum, enda e.t.v. ekki hægt til þess að ætlast þvi að eðlilegast væri að þannig væri gengið frá hnútunum að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggj- ur af slíku. Friðgeir sagði, að það sem fyrst og fremst væri þörf á, væri að koma því í kring, að kyndingar- kerfi, af þessu tagi væru ekki sett upp nema meistari i-pípulögnum hefði viðurkennt verkið eins og tíðkast í öðrum þáttum -húsbygg- inga. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Guðjóni Guðmundssyni hjá Rafmagnsveit- um ríkisins er það ekki alls kostar rétt að engar reglur séu til um uppsetningu og frágang kyndi- kerfa af þessu tagi, því að Guðjón kvaðst geta upplýst að hann hefði sjálfur unnið að samningu reglna um smiði rafmagnshitaðra mið- stöðvar- og eimkatla og heita- vatnsgeyma, sem komið hefðu út 1947. Hefði verið farið eftir þess- um reglum framan af að minnsta kosti við uppsetningu þessara tækja, en nú væri að vísu um það deild hvort þær væru enn í gildi. Stafaði það af því að reglugerð fyrir Rafmagnseftirlit ríkisins hefði verið endurnýjuð árið 1972 og væri umdeilanlegt hvort gildi þessara reglna hefðu þá fallið út af misgáningi. 1 þessum reglum er nákvæm lýsing á vélbúnaði þessara tækja og rafbúnaði, hvernig skuli frá þeim gengið og á öryggisbúnaði. Ljóst virðist að verulegur mis- brestur hefur verið á þvi að þess- um reglum væri fylgt hin síðari ár. Þá sneri Morgunblaðið sér til Stefáns Stefánssonar, bæjarverk- fræðings á Akureyri, og spurói hann hver viðbrögð Akureyrar- bæjar hefðu verið eftir að spreng- ing varð þar í íbúðarhúsi af sömu ástæðu og á Akranesi eftir því sem bezt verður séð. Stefán svaraði því til, að eftir þennan atburð hefði verið gerð gangskör á þvi á vegum bæjarins að athuga hvernig þessum málum væri hátt- að og skoðuð bæði nætur- og dag- hitunarkerfi, jafnframt því sem húseigendur sjálfir hefðu í mörg- um tilfellum látið lita á kerfi sín eftir þetta. Stefán sagði ennfremur, að Akureyrarbær hefði siðan sent iðnaóarráðuneytinu bréf með til- mælum um að ráðuneytið beitti sér fyrir samræmdum reglum á þessu sviði, sem giltu fyrir allt landið, bæði varðandi gerð tækj- anna, frágang og öryggisbúnað, þar sem jafnframt væri kveðið á um eftirlitsskyldu en honum vitanlega hefði ekkert komið út úr þessu bréfi af hálfu ráðu- neytisins. — Rafmagns- skortur Framhald af bls. 2 hefði verið búið að setja allar disilvélar á Austfjörðum í gang, en hvergi hrokkið til. Gripið hefði verið til skömmtunar og hefði um helmingur samveitusvæðisins verið rafmagnslaus i senn. Vinna I frystihúsum og á iðnaðarstöðum hefði lagzt niður I gær sökum rafmagnsskorts. — Þetta er aðeins forsmekkur- inn af þvi, sem við eigum von á i vetur þegar loðnubræðslurnar verða komnar i gang, þvi þær þurfa um 2.8 MW. Ef mikil frost verða er hætt vað að rafmagns- framleiðsla Lgarfljótsvirkjunar og Grimsárvirkjunar verði I algjöru lágmarki og þá verður að treysta á disilaflið, sem hvergi hrekkur til. Þá er sá galli á gjöf njarðar, að við getum aðeins hleypt 5,5 MW á Eskifjarðar- línuna, þannig að ástandið fram- undan er ekki bjart. 1 fyrra vor- um við betur settir en nú, því þá höfðum við túrbínu á Eskifirði, sem framleiddi 1 MW. Nú hefur þessi túrbína verið send vestur i Ólafsvík. Knútur Otterstedt, rafveitu- stjóri á Akureyra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að vatnsleysi og istruflanir væru i Laxá, þannig að framleiðsla virkjunarinnar væri aðeins um 13 MW í stað 19. Sem betur fer höfum við ekki þurft að taka upp skömmtun, enda virðist fólk hafa farið eftir okkar áskorunum um að spara rafmagn, en þó má ekki mikið út af bera til þess að skammta verði rafmagn. Hann sagði á Isstíflur virtust vera í Laxá og ennfremur væri isstífla i Kráká, en sú á rennur I Laxá skammt neðan við Mývatn. Knútur sagðist eiga von á, að nokkur tími liði þar til rennslið í Laxá yrði eðlilegt á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.