Morgunblaðið - 30.11.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.11.1976, Qupperneq 16
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Gæzluvellirnir eru fyrst og fremst útivistarsvæði Leikvellir í Rvík eru 120 — Blásarakvöld Framhald af bls. 38 fyrir svonefnda klassíska tón- list. Þaö má vera að þetta geri svo sem ekkert til, því það góða sigri að lokum, en ákaf- lega er leiðinlegt að sjá fólk opinbera heimsku sína og lé- legan smekk. Þessi lestur er sprottinn fram vegna þess munar, sem er á auglýsingu, greiddri af almannafé, sem lé- leg tónlist fær í fjölmiðlum, í alls konar formi og tónlist, þar sem leitað er á önnur mið en til skemmtunar eingöngu. Manuela Wiestler, Kristján Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Stefán Þ. Stephen- sen ög Hafsteinn Guðmunds- son eru góðir tónlistarmenn, sem eiga að baki langt nám og hafa dugaö vel í starfi sínu og eiga heimtingu á því að sitja við sama borð, sem aðrir þegn- ar þessa samfélags. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir; Franz Danzi, Jacques Ibert, Leif Þórarins- son, Villa-Lobos og Paul Hindemith. Blásarakvintett eftir Danzi er léttur og leik- andi og var merkilega vel flutt- ur. Svona tónlist er ekki auð- veld í flutningi, vegna þess að tónhugsunin í þeim er ljós, þrátt fyrir mikinn hraða. Næsta verk tónleikanna, fimm smástykki fyrir óbó, klarinett og fagott, eftir impessionist- ann Ibert, var vel flutt, en hefði mátt vera blæbrigðarík- ara. Blásarakvintett eftir Leif Þórarinsson var allt of stuttur. Verkið er á köflum vel unnið og minnir oft á söngverkið Angelus Domini. Það sem helst mætti finna að, er að tónhugmyndirnar eru of þétt- ar og þykkt unnar. Eftir Villa- Lobos var flutt Bachiana Brasileiras nr. 6 fyrir flautu og fagott. Manuela Wiesler er frá- bær flautuleikari og var unun að hluta á hana í þessu verki. Bezta verkið á tónleikum var kvintett eftir Hindemith. Bæði er, að verkið er frábærlega vel samið og var auk þess mjög vel leikið. Af einstökum hljóðfæraleik- urum sem sérlega stóðu sig vel, mætti nefna Manuelu Wiesler og Kristján Þ. Stephensen. Félagar þeirra stóðu sig og mjög vel og var samspil þeirra og tónjafnvægi oft á tíðum frábært, eins t.d. í síðasta verkinu, sem er mjög blæbrigðarikt og skemmtilegt. Jón Ásgeirsson. Birger O. Kronmann Birger O. Kron- mann látinn Birger Ove Kronmann, fyrrver- andi sendiherra Dana á íslandi, lézt í Kaupmannahöfn 2. nóvemb- er s.l. og fór jarðarförin fram í kyrrþey. Birger Kronmann var sendiherra Danmerkur á íslandi í 8 ár eða frá 1965 til 1973. Reykjavík 25.11. 76. Nú nýverið hafa birst í fjölmiðl- um fréttir frá starfshópi um leik- vallamál, en sá starfshópur starf- ar á vegum Landssamb. íslenskra barnaverndarfélaga. 1 yfirlýsingu starfhópsins kemur fram þung gagnrýni hvað varðar rekstur og aðbúnað gæsluvalla einkum og sér í lagi i Reykjavík. I þessari gagnrýni kemur margt fram sem vissulega á fullan rétt á sér en á hinn bóginn einnig ýmislegt sem gefur villandi yfirsýn um þessi mál þeim sem lítt þekkja til og gefur því tilefni til þess að vekja ahygli á eftirfarandi. Á vegum Reykjavíkurborgar eru 120 barnaleikvellir, þar af eru 33 gæsluvellir og 4 starfsvellir, aðrir leikvellir skiptast í opin leiksvæði, sparkvelli og körfu- boltavelli. Gæsluvellir borgarinnar eru fyrst og fremst hugsaðir sem úti- vistarsvæði þar sem forráðamönn- um barna er gefinn kostur á að hafa börn sín nokkra tíma á dag í öruggri gæslu frá umferð og ann- arri hættu. Það er ekki tilgangur- inn með gæsluvöllum að þeir séu þannig úr garði gerðir að þeir komi í stað eða til jafns við dag- vistunarstofnarir þar sem börn eru höfð í fóstri hálfu og heilu dagana. Á sama hátt er engan veginn æskilegt að fólk setji börn sln inn á gæsluvelli með sama hugarfari og það gerir varðandi dagvistunarstofnanir. Gæsluvöll- ur á að vera verndað útivistar- svæði fyrir barnið og þvf á að- staða til leikja innan dyra að vera í lágmarki. Aðstaða til þess að veita börnunum eitthvert skjól þarf þó að vera til staðar og að því er nú miðað af hálfu leikvalla- nefndar Reykjavíkur, þó með það i huga að útiveran verði áfram höfð í fyrirrúmi. Sé barnið hraust er því nauðsyn að dvelja úti einhvern tíma dag hvern jafnvel þó ekki sé alltaf sól og bliða. I fréttayfirlýsingu starfshópsins segir m.a. að gæslu- völlum hér sé haldið opnum, jafn- vel þó barnaskólum sé lokað vegna veðurs. Varðandi þetta atriði er rétt að benda á að það er skylda að mæta í barnaskólana og því jafnframt skylda skólayfirvalda að tilkynna sé skólum lokað vegna veðurs. Það er hins vegar engin skylda að setja barn sitt á gæsluvöll en það segir sig sjálft að forráðamaður barns sem lætur 2—5 ára barn sitt út í slfkt ofsaveður er víðs fjarri því að vera starfi sinu vax- inn. Komi slíkt tilfelli fram er ágætt að einhver ábyrgur aðili eins og starfsfólk gæsluvalla, geti vitnað um slikt athæfi. Varðandi leiktæki á gæsluvöll- um þá er það rétt að þau hafa fyrst og fremst verið einföld og í hefðbundnum stíl. Leikvallanefnd Reykjavikur hefur nú nýverið látið teikna nýjar gerðir leiktækja sem væntanlega munu verða tekin í notkun smám saman og gefa aukna möguleika til fjölbreytni. Þá er rétt að vekja athygli á uppbyggingu starfsvalla sem nú er lögð rík áhersla á f rfkum mæli, en þar er einmitt verið að reyna að mæta athafnaþrá barna á vissu aldursskeiði. Reynslan hefur sýnt að það eru fyrst og fremst börn á aldrinum 6—12 ára sem sækja starfsvellina og á þeim 4 völlum sem starfræktir voru s.l. sumar á vegum borgarinnar mættu 8234 börn eða að meðaltali 69 börn á dag. 1 fréttatilk. starfshópsis kemur fram að starfsfólk gæsluvallanna sé I yfirgnæfandi meirihluta ófag- lært. Þetta er rétt og það er einnig rétt að leikvallanefnd Reykjavfk- ur hefur um árabil lagt á það rika áherslu að fá til starfa með ofag- lærðu fólki lærðar fóstrur. En það breytir ekki þeirri staðreynd að viðast hvar er vel og samvisku- lega unnið af þeim sem halda um hendur yngstu borgaranna í leið- andi leik og umhyggju á leikvöll- um Reykjavfkurborgar. Margrét S.Einarsdóttir formaður Leikvallan. Reykjavfk- ur EN SAMT FRA MARANTZ & Superscope A 260 magnari.Veró kr. 63.800. •- — ■ V STEREQ AMPLIFIER Superscope höfuðtól kr. 4.600. Auövitaö eru Marantz hljómtækin dýr. Auövitað hefur ungt fólk ekki fjárráð um of. Þess vegna varö Super- scope til, fyrsta flokks hljómtæki á viöráðan- legu verði. Meö tæknieinföldun og stórframleiðslu tókst þetta. Superscope frá Marantz vegna unga fólksins.sem gerir kröfur til tóngæöa. Leiöandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja SAMVALDAR NESCO HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SlMAR: 27788,19192,19150.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.