Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 49 00 m haf nargarðar bi í Sundahöf n Sundahöfn f rá Laugarnesi að Áburðarverksmiðju Milli gamla og nýja hafnarsvæð- isins er nokkurt bil. Sjávarbraut- in nýja kemur til með að liggja á fyllingunni inn með Skúlagötu. Höfnin tekur svo aftur við innan við Laugarnes. Athafnasvæði Sundahafnar eru samkvæmt skipulagi þrjú, i Viðeyjarsundi, i Kleppsvlk og I Grafarvogi. í Við- eyjarsundi er fyrst og fremst um hreina vöruflutninga að ræða, I Kleppsvík er að hluta til gert ráð fyrir vöruflutningum, en að mestu er svæðið ætlað fyrir skipa- viðgerðarstöð. Og I Grafarvori er þegar nokkur visir að höfn fyrir vörur, sem fluttar eru i lausu máli og áætlun um :ð auka hafnarað- stöðuna þar. Við spyrjum Ólaf hvaða nýjar hugmyndir sé að finna varðandi Sundahöfn I tillög- um að skipulagi. Hlðtti flöturinn sýnir höfnina eins i flutningar á lausum efnum. Og með röndóttum fleti. Haft verður rn fyrir innan. — Helzta breytingin frá gamla skipulaginu er tillaga um breytta tilhögun í Grafarvogi, þar sem verður hafnaraðstaða sunnan við voginn sjálfan, svaraði hann. Við gerum nú tillögur um skipulag á svæðinu frá tanganum, sem Áburðarverksmiðjan stendur á I Gufunesi og vestur að Laugar- nesi. Við Gufunes er áformað að hafnsækin starfsemi fái aðstöðu, en það land er vart hægt að nýta fyrir íbúðabyggð vegna eðlis áburðarframleiðslunnar. Þar sem öskuhaugarnir eru, er ætlunin að fylla upp lengra út og koma þar fyrir hafnarbakka, og þar fæst land fyrir hafnarstarfsemi. Ofan á nesinu þar fyrir sunnan verður Ibúðarbyggð, svo sem kynnt hefur verið, og nokkur iðnaðarsvæði í sambandi við hana. En nú er alls staðar miðað að því að vinnustaðir séu ekki fjarri ibúðarbyggð. En hafnarsvæðið nær þarna nokkuð út á nesið. Flutningar f lausu máli við Graf arvog — Yfir Grafarvoginn þveran verður haft og ferskvatnstjörn þar fyrir innan. Og við sunnan- verðan voginn utantil verður að- staða fyrir vöruflutninga með skipum I lausu máli. Er ætlunin að mæta þannig þörf fyrirtækja, sem annast flutninga á lausu efni, svo sem möl, sandi, vikri og sementi, enda eru sum þeirra f ar- in að koma sér þar fyrir. Upp af þeirri höfn er svo Artúnshöfðinn, sem er iðnaðarsvæði. — I Elliðavogi hafa komið fram tillögur um smábátahöfn, sem hafnarstjórn hefur fallizt á fyrir sitt leyti en ekki er búið að taka ákvörðun um hjá borginni, sagði Ólafur. En út með Elliðaárvogin- um að vestan er gert ráð fyrir framtíðaraðstöðu fyrir skipavið- gerðir og þurrkvi, eans og raunar var I gamla staðfesta skipulaginu. Á landinu þar upp af er reiknað með að verði fyrirtæki, sem teng- ist þeirri starfsemi. Utan við það er svo athafnasvæði Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga, sem hef- ur fengið úthlutað lóð og er að byggja vörugeymsluhús. Þar fyrir framan á borgin að koma upp hafnargarði, sem á að vera full- gerður á árinu 1980. Um hann munu sambandsskipin flytja sinn varning. A milli athafnasvæðis SlS og núverandi Sundahafnar er sem kunnugt Kleppsspítali, sem grænu svæði I kring. En þegar komið er vestur á Kleppsskaptið tekur hafnarsvæðið við. Ólafur B. Reykjavfkurhöfn, eins og gert er ráð fyrir henni f aðalskipulaginu nýja. Röndðttu svæðin eru landfyllingar, en á dökku reitunum á landi verður svokölluð hafn- sækin starfsemi. Gamla höfnin er lengst til vinstri, Sundahöfn fyrir miðri mynd og uppfyllingarnar lengst til hægri sýna höfn í Graf arvogi og við Gufu- nes. Kortin gerðu Ingi- mar Haukur Ingimars- son, arkitekt, og Hannes Valdimarsson, verkfræðingur. Thors skýrir fyrir okkur næsta verkefni þar. Landfylling og hafnargarðar f Sundahöf n — I Sundahöfn hefur hafnar- stjórn hug á að ráða I gerð hafnar- bakka á Kleppsskaptinu og ganga frá nauðsynlegri uppfyllingu I sambandi við hann. Og hins vegar að ganga frá landfyllingu og hafn- arbökkum norðan við Korngarð- inn. En framtíðaruppbygging I Sundahöfn verður til vesturs, með ströndinni á Laugarnesi. I Sundahöfn eru fyrst og fremst fyrirhugaðir almennir vöruflutn- ingar. Rétt er að taka það fram, að þarna er deiliskipulag að mestu óunnið. — Það sem hefur staðið Reykja- víkurhöfn fyrir þrifum, er mikill fjárskortur, sagði Ólafur enn- fremur. Sem kunnugt er, þá er I Reykjavlk eina höfnin á landinu, sem ekki nýtur ríkisframlags og vegna verðstöðvunarákvæða hef- ur gjaldskrá fyrir veitta þjónustu ekki fylgt tímanum og verðbólg- unni. í þeirri trú, að nú muni leiðrétting fást á gjaldskrám, hef- ur hafnarstjórn ákveðið að leita eftir heimild til lántöku, til að ráðast I þær framkvæmdir sem nauðsynlegastar eru til að mæta þörfum flutningafyrirtækjanna i Reykjavíkurhöfn. Fáist slík lán- taka, væri á næstu fjórum árum hægt að gera hafnarbakka i Sundahöfn, sem væru samanlagt um 300 m langir, auk viðlegu- bakka við SÍS-bygginguna, sem, áætlað er að verði 100 m að lengd. Og til viðbótar að ganga frá 14 ha upplandi hafnarinnar. — Hvað er átt við með upplandi hafnarinnar þarna? Ég sé að í hafnarreglugerðinni nær land Sundahafnar frá Sundagörðum og Vatnagörðum að væntanlegri götu í framhaldi af Súðarvogi frá Holtsvegi að Kleppsmýrarbletti. — Þarna er átt við landið upp af höfninni, sem er í beinum tengslum við hafnarbakkana og þá starfsemi, sem þar fer fram. Nútima flutningatækni krefst í mjög auknum mæli geymsluhús- næðis á hafnarbökkum. Aukin notkun gáma hefur i för með sér þörf fyrir stærra útisvæða Og bætt fyrirkomulag á hafnarsvæði er þjóðhagslega mjög mikilvægt, þar sem það styttir afgreiðslutima skipa, sem aftur getur leitt til sparnaðar i skipakaupum. — Nú er landsvæði Reykjavík- urhafnar þegar um 60 ha og hafn- arbakkalengd um 3000 metrar. Þarf Reykjavíkurhöfn á allri þessari stækkun að halda? — Já, Reykjavikurhöfn er lifs- akkeri borgarinnar. Án hafnarað- stöðu hefði Reykjavik ekki orðið höfuðborg og það sem hún er nú. Strandlengja Reykjavikur er alls staðar falleg, en höfnin verður þar að vera. Án hafnarinnar væri atvinnulíf nánast ekki fyrir hendi i Reykjavik, sagði Ólafur i lok samtalsins. Sundahöfn. Fyrirhuguð stækkun og landfylling er sýnd með röndðttum flötum, svo sem svæðið frá Laugarnesi að núverandi höfn, og fyllingin til hægri frman við SfS-bygginguna og inn með Elliðavogi. í Sundahöfn verða mest vöruflutningar, svo sem dflóttu svæðin sýna. En svæði á landi undir háfnsækna þjónustu og viðgerðir eru merkt með strikuðum flötum, svo sem svæðið upp af EUiðavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.