Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. des. 1976 Bls. 33 — 64. Ofáir eru þeir íslendingar, sem komið hafa t verzlanir Marks & Spencer í London i leit að fatnaði Og nú á seinni árum hafa vörur frá verzluninni einnig sést á markaði hér ( Reykjavik Nýlega birtist grein um þetta stórfyrirtæki og verzlunarmáta þess í bresku blaði og fer hér á eftir til fróðleiks þýðing á frásögn brezka blaðamannsins Gaia Servadio eftir að hún heimsótti aðalstöðvar fyrirtækisins: „í lítilli tandurhreinni rannsóknastofu í West End i London standa fjórar manneskjur og rannsaka af mikilli nákvæmni nokkur valin sýnishorn af smjöri. Þau bragða á því, velta fyrir sér niðurstöðunni og krota hjá sér athugasemdir. Eitthvert vandamál er á ferðinni. Óæskilegur raki hefur komist inn fyrir umbúðirnar í einu sýninu, svo að smjörið hefur runnið. Þarna verður tæknin að koma til og leysa úr. Samtímis eru aðrir á öðrum stað í byggingunni að rannsaka af jafnmiklum ákafa úrvals tómata. A þriðja staðn- um er leður i rannsókn, látið i teygingu 250 þúsund sinnum, til að kanna endingu og-brota- þol. Öll efni og allar flikur verða að fara í gegn um prófanir i rannsóknastofunni. Brjósthald- ari er þarna i athugun. Eru nú allir 19 bútarnir, sem hann er samansettur úr, nákvæmlega eins á litinn? í öllum skotum þessarar merkilegu byggingar eru um 2500 starfsmenn að rannsaka, bera saman, kanna og endurskipuleggja. Starf þeirra má kalla gæðamat. Og gæðin, sem þeim er uppálagt að reyna að halda, hafa ein- mitt gert nafn Marks — Spensers svo þekkt meðal almennings. Byrjunin var aðeins eitt borð á útimarkaði ( Leeds í Yorks- hire, sem i dag er o^ðið að alþjóðlegu risafyriræki, er veltir 950 milljón pundum á ári, þeg- ar skattar hafa verið frá dregn- ir. í Stóra Bretlandi einu starfa Sir Marcus Sieff, stjórnarformaður Marks and Spencers Marks&Spencer byrjaði með eitt söluborð á 40 þúsund manns og enn er lagt kapp á að vera i góðu sambandi bæði við starfsfólk og viðskiptavini. Árlega fara 2 — 3 milljónir sterlingspunda í það að reyna að tryggja að hver skyrta, hvert handklæði, hvert egg, hvert lak, hver inni- sloppur og svo framvegis uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru. Þrátt fyrir gífurlega fjöl- breytni í varningi, sem er til sölu hjá „Marks & Sparks", eins og það er stundum kallað í gamni, þá framleiðir fyrirtækið ekki sjálft vörurnar, heldur kaupir þær inn sem nokkurs konar umboðssali. Þegar Marks & Spencer leitar til fram- leiðanda, þá er farið fram á að fá vörur eftir ákveðnum teikn- ingum og í samræmi við þegar gerða hönnun. Þessir 2500 starfsmenn í höfuðstöðvunum, sem minnst var á hér að fram- an, hafa það verkefni á hendi að teikna og hanna og fylgjast með þvi að samningskilmálum sé nákvæmlega fylgt, hvort sem um er að ræða smjör eða fatnað, tómata eða flibba Þeg- ar úrskurður er fenginn um að allt sé í lagi, fá vörurnar fyrst vörumerkið St. Michael, sem margir islenzkir kaupendur kannast við, og er síðan dreift til yfir 250 útibúa i Bretlandi einu, 70 i Kanada og búða í París, Brússel, Lyon og fl. Yfir 90% af varningi, sem þannig er seldur, er framleiddur i Bretlandi og kveðst stjórnarformaðurinn, Sir Marcus Sieff, sem hefur „verið í" fyrirtækinu yfir 40 ár, stoltur af því. Sir Marcus var þarna viðstaddur, klæddur Ijósbrúnum fötum, og benti blaðamanninum á St. Michel vörumerkið á öllu, sem hann var i sjálfur, utan bindið. Hann sagði, að markmiðið væri að fá góðar vörur á tiltölulega sanngjörnu verði Þetta tiltölulega lága verð hefur, burt séð frá gæðunum, greinilega skipt sköpum i þessum óhemjulega vexti fyrirtækisins. Sú stefna var tekin alveg í upphafi. Á uppruna- lega söluborðinu á útimarkaðinum, sem nú er til sýnis í aðalstöðvunum í Baker Street, stóð. „Spyrjið ekki um verðið — það er einn p>enný". Vörurnar lágu frammi í körfum sem litlir óliulampar til hliðar lýstu ofan í. Undir borðinu voru aðrar körfur með varningi til að bæta á. Þannig var strax lagt upp úr örri veltu. Markaðsborðið varð að basar, basarinn óx upp í að verða verzlun, þá verzlanakeðja og loks þessi alþjóðlegi verzlunarhúsahringur, sem hefur á boðstólum fatnað og matvöru. Grundvöllurinn er enn hröð velta: magnið sparar i framleiðslukostnaði, og sá sparnaður er látinn ganga til kaupenda án frekari milliliða. Þarna kemur lika háefni i stjórnun til greina. Fyrir 20 árum, gerði Marks & Spencer það að stefnu sinni að skera niður skrifstofuvinnu, sleppa allri ónauðsynlegri pappírsvinnu. Síðan hefur veltan aukist um 650%. Hálftima fyrir lokun fer Nor- man Sheinholtz, fram- kvæmdaóri, með mér um verzl- unina i Oxford Stræti. Allar matarhillurnar eru þegar tóm- ar, nema hvað einmana kjúkl- ingur liggur þar enn. í þessari hitabylgju, sem gekk yfir Bret- land í sumar, er búið að hreinsa á tveimur dögum burtu úr hill- unum 1 2 þúsund opna bómull- arboli á 99 pens stykkið. Sala á hverjum hlut er könnuð og niðurstaða skoðuð reglulega. Mismunandi vörur eru í hinum ýmsu búðum, eftir því sem hentar viðskiptavinunum. Þrjátiu milljón viðskiptavinir á viku. Fyrirtækið er stolt af því að starfsfólkið virðist ekki síður hafa áhuga á að selja en við- skiptavinirnir að kaupa. Þó það nú væri — því þeir njóta ýmis- konar aukaþjónustu — allt frá tannlækni til hárgreiðslukonu á vinnustað og stórlega niður- greiddan hádegisverð. Fram- leiðendur kvarta þó stundum Þeir segja að erfíðlega geti gengið að komast i gegn um allar þessar prófanir, „þeir virð- ast aldrei ánægðir" sagði græn- metissali einn. „En þegar mað- ur er einu sinni búinn að ganga i gegn um þetta nálarauga, er það hrein viðskiptaparadís." Það sem um er að ræða, er að leggja sig fram. Marks & Spencer lögðu sig fram um að afla sér orðstírs fyrir gæðavörur og sanngjarnt verð og að sjálf- sögðu leggja þeir sig nú fram um að halda honum Fyrir þessa 250 þúsund hluthafa hefur Marks & Spencer alltaf verið örugg fjárfesting. Jafnvel nú í fjárhagserfiðleikunum í Bretlandi, geta verzlanirnar í London að minnsta kosti treyst á hinn mikla straum ferða- manna, sem koma til að njóta hagstæðra gjaldeyrisskipta og verzla i Bretlandi. Einnig flytja Marks & Spencer út til 40 landa. Þeir selja jafnvel skyrtur, saumaðar i Bretlandi, til Hong Kong! — Já, ég er vissulega stoltur og ánægður, segir stjórnarfor- maðurinn. — En við reynum að vera alltaf móttækilegir fyrir gagnrýni og hafa sveigjanleika í umsvifum. Þeim sveigjanleika fylgirt.d. það, að viðskiptavinir Marks & Spencers geta alltaf skipt vöru og fengið peningana sína endurgreidda. Þessi hraða velta veitir ekki svigrúm til að máta fatnaðinn, svo að við- skiptavinurinn verður að geta komið aftur með flíkina, ef hann hefur ekki hitt á rétta stærð. Þetta virðist skynsamleg ráðstöfun. En hún hefur sína ókosti. Því miður hafa svik og þjófnaðir hvarvetna farið vaxandi og smásöluverzlanir í Bretlandi hafa orðið að gera ráðstafanir gegn þjófum, sem koma með varning og fá hann endurgreiddan, þó hann hafi aldrei verið „keyptur" þar í hinum venjúlega merkingu þess orða Sameiginlegur skaði smásöluverzlana í öllu Bretlandi er talinn jafngilda umsvifa- miklu lestarráni á 36 klst. fresti! Og heiðarlegu viðskiptavinirnir verða að borga tapið. Til allrar hamingju halda heiðarleg viðskipti velli. Þegar ég gekk út úr Marks verzluninni í Oxford Circus á lokunartíma, þá var siðasti kjúklingurinn farinn úr hillunni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.