Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Næstu áf orm 4< og 14 ha haf narsvæð Vidtal við Ólaf B. Thors um Reykja- víkurhöf n og tillögur að nýju aðalskipulagi I TILLÖGUM að aðalskipulagi fyrir Reykjavík fram til ársins 1995, sem unnið hefur verið að og nú ligga frammi á skipulags- sýningunni á Kjarvalsstöðum, er að sjálfsögðu að finna framtíðar- skipulag Reykjavíkurhafnar, en góð hafnaraðstaða er miðað við íslenzkar aðstæður alger forsenda eðlilegrar atvinnuþróunar í borg- inni, eins og segir í sýningarskrá. Gerð hafa verið drög að svæða- skipulagi hafnarinnar, sem i aðal- atriðum fylgja fyrri hugmyndum, sumum hverjum, sem fram komu við upphaflegt skipulag af höfn- inni. En þar er líka að finna nýtt eða breytt fyrirkomulag. Gildir það bæði um gömlu höfnina, frá Granda að Ingólfsgarði, og Sunda- höfn, sem mun í framtíðinni teygja sig frá Laugarnesi og inn að Gufunesi. Til að fá upplýsingar um skipulagshugmyndir um höfn- ina sneri Mbl. sér til Ólafs B. Thors, borgarfulltrúa, sem er bæði formaður hafnarstjórnar og hefur sem formaður skipulags- nefndar leitt vinnuna við nýja aðalskipulagið. 1 upphafi samtalsins var ákveðið að byrja vestast í gömlu höfninni og rekja sig svo austur eftir strandlengj- unni fyrir borgarlandinu norðan- verðu. Og fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir Ólaf, var því um það hvaða breytingar væru helztar á aðalskipulaginu í gömlu höfninni. Uppfylling vestan við Grandann — Þær breytingar eru helztar að nú er gert ráð fyrir landfyll- ingu vestan við verbúðirnar á Grandanum. Þar verði hægt að koma til móts við þjónustuaðila útgerðarinnar, sagði Ólafur. Þetta er liður í þeirri stefnu hafnar- stjórnar að skipa starfsemi hafn- arinnar niður í svæði. Vesturhluti gömlu hafnarinnar er þannig ætl- aður undir fiskihöfn með þeim Ólafur B. Thors. þjónustustofnunum, sem nauð- synlegar eru í þvl sambandi. — I tengslum við það er gert ráð fyrir aðstöðu til alls konar viðgerðarþjónustu á svæðinu i kringum Slippinn. Nú er verið að gera legurými fyrir Skipaútgerð- ina á svæðinu á milli Hafnarbúða og Verbúðabryggju og þar munu strandferðaskipin liggja. Standa vonir til að ljúka því á næsta ári. Gamla höfnin og landnýtingin á hafnarsvæðinu. Röndótta svæðið vestan við Grandann er fyrirhuguð landfylling. Vesturhöfnin er ætluð sjávarútvegi (sjá ffngerðu rendurnar), austurhöfnin er ætluð fyrir vöruflutninga (sjá dflóttu svæðin, en grófgerðu rendurnar sýna viðgerðar- og þjónustusvæði upp af höfn- inni, svo sem miðsvæði hafnarinnar og við Ingólfsgarð. - si ^ •,** MIOSÆRINN *f - RfiíiSífÍ-l . VRlfl r.'-f €. •sjt-i!-' ¦ i]~ »» ... -.:Jh.'.i.'_í — Við Ægisgarðinn munu I liggja skip, sem þarfnast viðgerð- ar. Og hefur hafnarstjórn ákveðið | að á bryggjunni verði komið upp | þjónustu fyrir þessa aðila. Er þá ' átt við byggingu þar sem þeir, sem viðgerðir stunda í skipunum, geta fengið aðstöðu. — Áður en lengra er haldið, Ólafur, skulum við víkja að olfu- flutningunum. Nú eru komnir nýir oliutankar í og vestan við örfirisey. Táknar það að olíu- flutningum sé ætlaður framtíðar- staður þar? — I aðalskipulagstillögunum tókum við ekki beina afstöðu til ölíuhafnar. Tvær hugmyndir hafa verið uppi. Annars vegar olíuhöfn í Geldinganesi, hins vegar stækk- un á þessu athafnasvæði í Örfiris- ey. Þó fyrri kosturinn sé hag- kvæmur, hefur hann mikla ókosti frá umhverfislegu sjónarmiði, sem hinn hefur ekki. Hins vegar er ljóst, að eigi að gera þar góða olíuhöfn, eru vandkvæði við að koma þar fyrir skipalagi. Nú er byrjað að færa út aðstöðuna í örfirisey, sem tvö olíufélög hafa haft þar. En hvorki hafnarstjórn né borgarstjórn hafa kveðið upp úr með að þar skuli verða olíu- höfn. — Er gamla hugmyndin um hafnargarð út í Engey og olíuhöfn þar úr sögunni? — Ekki er búið að afskrifa neina hugmynd i þá átt. En það er kostnaðurinn, sem vefst fyrir okk- ur. Sú hugmynd er enn í yfirveg- un hjá hafnaryfirvöldum. Mýrargata verði hafnargata — Nú, austurhöfnin gamla er ætluð fyrir vöruflutninga, auk þjónustu yið aðra aðila, svo sem landhelgisgæzlu. Þar er varðskip- um og rannsóknaskipum ætlaður staður. — En hvað um uppland hafnar- innar? Nokkrar breytingar á skipulagi hafnarsvæðisins í Mið- borginni? — A uppdráttum gatnakerfis- ins sést, að gert er ráð fyrir götu, sem liggur milli Nýlendugötu og Mýarargötu. Hugmyndin er að það svæði tilheyri höfninni og að Mýarargatan geti orðið umferðar- æð innan hafnarsvæðisins, sem eingöngu þjónar höfninni. En samkvæmt hafnarreglugerð frá í fyrra nær höfnin á landi að Mýr- argötu austanverðri, Tryggvagötu og að norðurbrún Kalkofnsvegar og Geirsgötu. — Þess má geta, að mjög víötæk könnun á þróunarmöguleikum hafnarinnar h'efur farið fram á vegum Þróunarstofnunar borgar- innar og hafnaryfirvalda. Hefur verið athugað hvernig hægt væri að koma fyrir þeirri starfsemi, sem kallast hafnsækin, og sem þarf að vera í góðum tengslum við hafnarsvæðið. í samræmi við það, þykir eðlilegt að reyna að rýma þarna til fyrir slíkt. — Hvað um lokun hafnarinnar, sem oft hefur verið talað um? — Lokun hafnarinnar er til at- hugunar í hafnarstjórn. Þar eru tvö sjónarmið, sem þarf að taka tillit til. Annars vegar kallar öryggissjónarmiðið á lokun hafn- arinnar, en hins vegar er uppi sú skoðun, sem er rik i Reykvíking- um, að menn eigi að geta átt að- gang að höfninni til að koma þar sér til á nægju. Nýlega samþykkti hafnarstjórn að fá til viðræðna um öryggismál hafnarinnar full- trúa frá Dagsbrún, Farmanna- og fiskimannasamband tslands, Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, Slysa- varnafélaginu, lögreglustjóra^ og öryggismálastjóra til að f jalla um þau mál. Þetta kort sýnir Graf arvoginn. Dílðt og hún er nú, en þar fara fram fk væntanleg uppfylling er sýnd með gert yfir voginn og ferskvatnstjörn fj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.