Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Koma steypt
háspennulínu-
möstur í stað
járnmastra?
1 NVCTKOMNU fréttabréfi
Verkfræðingafélags Islands
eru meðal efnis hugleiðingar
um notkun steyptra háspennu-
llnumastra. Það er Höskuldur
Baldvinsson forstjðri sem
hefur ritað þær hugleiðingar
°n hann fékkst' fyrir
*
Háspennulfnumastur f Ifnunni
á Suðurnesjum.
allmörgum árum við gerð
sllkra mastra ásamt öðrum.
Júllus Sðlnes verkfræðingur
ritar inngang I Fréttabréf ið og
þar bendir hann m.a. á að
spennu- og tengivirkið við
Kröflu sé það eina sem gert
hefur verið úr steinsteypu að
undanförnu. Segir Júllus að
virkið þyki útlitsbetra,
endingabetra og hafi að auki
sparað erlendan gjaldeyri.
Tilefni þessara hugleiðinga
Höskulds Baldvinssonar er það,
að á fundi I Steinsteypufélag-
inu þar sem raett var um stein-
steypu í háspennumöstrum,
varð það niðurstaða að athuga
bæri gaumgæfilega þetta mál
og helzt byggð möstur og stólp-
ar í tilraunaskyni.
Segir í grein Höskulds: ,,Sam-
þykkt þessi verður mér tilefni
nokkurra athugasemda. A
árunum eftir 1940 starfaði hér
veksmiðja sem framleiddi
steinstólpa úr svonefndri þeyti-
steypu. Aðferðin var þannig að
steypumótin eru fyllt með
steinsteypu og látin snúast í þar
til gerðum vélum. Miðflótta-
aflið þrýstir steypunni út i mót-
in og fæst þannig mjög þétt og
sterk steypa.
Verksmiðja þessi var reist af
félagi (Steinstólpum) er við
Ólafur Tryggvason verkfræð-
ingur og fleiri stofnuðum árið
1943 til að gera háspennu-
stólpa, ljósastólpa og stoðir með
framangreindri aðferð. Vegna
Þetta er teikning af möstrunum sem Höskuldur hugðist gera til notkunar við Sogslfnuna.
Rætt vid Höskuld Baldvinsson
strfðsástandsins er þá ríkti í
Evrópu urðum við að láta smfða
tækin i verksmiðjuna að mestu
leyti hér heima.
I þessari verksmiðju gerðum
við stólpa, sem notaðir voru f
háspennulínurnar á Reykjanes-
skaga, sunnan Vogastapa, það
er til Keflavíkur, Sandgerðis og
Grindavíkur. Einnig gerðum
við ljósastólpa fyrir Reykjavfk,
Hafnarfjörð og fleiri bæi.“
Mbl. ræddi við Höskuld Bald-
vinsson um þessar tilraunir
hans.
— Það var á árunum 1944 —
45 sem við gerðum þessi möstur
suður á Reykjanesi. Eg er á því
máli að þau séu formbetri og
fallegri en járnmöstur, en það
er náttúrlega smekksatriði, en
þessi möstur eru ákaflega
sterk. Aðferðin er sú að þegar
steypunni hefur verið hellt í
mót er þeim snúið gífurlega
hratt og við miðflóttaaflið
þrýstist steypan út til hliðanna
og verður holrúm í miðjunni.
Steypan er að sjálfsögðu járn-
bent og ég veit ekki dæmi þess
að svona möstur hafi brotnað.
Þau eru mikið notuð suður um
Evrópu og hafa alls staðar stað-
ist fyllilega samanburð við
járnmöstrin.
— Þessi möstur hafa nokk-
urn sveigjanleika og við getum
tekið sem dæmi möstrin í
Lækjargötu sem eru með
þessum stóru örmum. Ég held
að það sé hægt að gera þessi
möstur óbrjótanleg, við búum
yfir nægilega mikilli þekkingu
til þess.
Um verðið á steinsteyptum
möstrum sagði Höskuldur að
ekki væri hægt að segja til um
það, vafalaust yrðu möstrin
sem nú væri hægt að gera eitt-
hvað dýrari vegna hinns mikla
stofnkostnaðar, sem yrði við
slíka verksmiðju. Hann sagðist
ekki vera f vafa um það að ef
þeir hefðu náð að halda áfram
verksmiðju sinni væri það hag-
kvæmara f dag að nota möstur
úr steinsteypu, en verksmiðjan
lagðist niður vegna fjárhags-
örðugleika, áður en hún komst
verulega vel af stað. Höskuldur
vildi ítreka það að það þyrfti
ekki neina tilraunastarfsemi til
að byrja á þessu verki, tilraun-
irnar væru þegar fyrir hendi og
nú væri ekki annað eftir en að
reisa alvöruverksipiðju.
I niðurlagi greinarinnar í
Fréttabréfi Verkfræðinga-
félagsins segir Höskuldur: „Frá
þjóðhagslegu sjónarmiði er
augljóst að rétt er að nota stein-
stólpa í háspennulfnur og
hanna þá þannig að þeir þoli
íslenzkt veðurfar. Er þá hægt
að losna við stólpabrot slík sem
orðið hafa á Búrfellslfnum,
enda munu þeir ekki hafa verið
hannaðar af fslenzkum verk-
fræðingum og hin erlenda sér-
fræði ekki tekið nægjanlegt til-
lit til fslenzkra staðhátta."
CT FRA orðaskiptum milli undir-
ritaðs og Karls Arnasonar for-
stöðumanns Strætisvagna Kópa-
vogs hér á síðum Morgunblaðsins
og spunnist hafa vegna ummæla
Karls f Mbl. 8/10 s.l. hafa meðal
bifreiðasmiða orðið umræður um
stöðu iðnarinnar og þá kannski
helst vandamál hennar, sem
óneitanlega eru fyrir hendi.
Nú þegar iðnkynningar standa
yfir ásamt auglýsingum sem
hvetja til aukinnar neyslu á fs-
lenskum iðnaðarvörum, eiga um-
ræður um málefni einstakra iðn-
greina ef til vill auðveldara upp-
dráttar en ella.
Bifreiðasmiðum hefur lengi
þótt sem aðstaða þeirra til sam-
keppni við innflutning langferða-
bifreiða og strætisvagna væri
ekki sem skyldi og er svo enn, þó
ýmislegt hafi í gegnum árin verið
lagfært af þvf sem á hverjum tima
hefur þurft lagfæringar við.
Stærð markaðarins er þó atriói
sem ekki hefur breyst og ekki von
að breytist, en spurníngin er þá
hvaða ráð séu lil eða hverra að-
gerða sé þörf svo tnnlendir aðilar
fái f sinn hlut stærri hluta þeirrar
endurnýjunar og aukningar sem
árlega á sér sta ' en nú er. Hvaða
úrbóta sé þörf s\o innlend vara-
hlutaþjónusta viö vagneagendur
verði viðunandi og síóast en ekki
síst, fjármögnun þessarar hugsan-
legu aukningar auk fjármögnun-
ar á þeím hluta sem þegar er
árlega framleiddur hér heima.
Sú staðhæfing, að hagkvæmast
sé fyrir vagneigandann að undir-
vagn og yfirbygging séu byggt á
sama stað, ér óneitanlega dálftið
hættuleg innlendum iðnaðar-
mönnum, en spurningin er hvort
þar sé nokkuð annað á ferðinni en
persónuleg skoðun eanstakra að-
ila og alls ekki einhlft.
Ef Iitið er yfir framleiðendur
yfirbygginga f Evrópu kemur í
ljós, að aðeins lftill hluti þeirra
hagar framleiðslu sinni á þennan
veg og enginn þeirra framleið-
enda, né heldur hinna sem byggja
yfir undirvagna annarra fram-
leiðenda eins og gert er hér
heima, eru framleiðendur að
nema hluta þeirra fylgihluta sem
í yfirbyggingunni eru. Stærri
framleiðendur hafa þó, eins og
réttilega hefur verið bent á, allar
þær vörur sem þeir nota til yfir-
byggingarinnar á sínum eigin
pöntunarnúmerum, burtséð frá
hver framleiðandi hlutarins er, og
liggja með lager af þessum hlut-
um til afgreiðslu til viðskipta-
manna sinna. Vandséð er þó hver
munur er á annars vegar að inn-
lendur framleiðandi pantar vara-
hlut í yfirbyggingu frá þeim aðila
sem hann upphafleg keypti hlut-
inn frá, þegar bilun á þeim sama
hluta er skeð, eða hins vegar að
umboðsmaður erlends yfarbygg-
ingaverkstæðis pantar varahlut á
sama tfma ef gengið er út frá að
afgreiðslutimi sé sá sami. Stað-
reyndin er nefnilega sú að hlutir
yfirbygginga, sérstaklega dýrari
hlutir og þeir sem sjaldan bila,
liggja ekki á lager hér heima,
hvort sem framleiðandinn er inn-
lendur eða erlendur. Hér er þvf
einungis skipulagsatriði varðandi
pantanir að ræða sem án efa er
hægt að koma þannig fyrir að
allir geti vel við unað.
Hinsvegar er enginn vafi á, að
ef hér væri í gangi nokkuð stöðug
framleiðsla á yfirbyggingum, sem
þá væri sem mest stöðluð eftir
þörfum innlendra notenda, yrði
varahlutaþjónusta frá hendi inn-
Iendu yfirbyggjendanna, bæði
hvað varðar hlutí framleidda hér
I>órarinn B. Gunnarsson:
Yfírbygging lang-
ferdabifreida
og strætisvagna
Vangaveltur um bifreidasmíði
heima og innflutta fylgihluti,
betri og traustari, en innkaup til
yfirbygginga sem keyptar eru
hingað og þangað að eins og gert
hefur verið, allt eftir þvf hvert af
hinum ýmsu vagna- og yfirbygg-
ingafyrirtækjum Evrópu hefur
hlotið náð fyrir augum þeirra sem
velja eiga vagna fyrir hönd fyrir-
tækja sem oft eru rekin a.m.k. að
hluta af opinberu fé og ræður þá
stundum krónutalan ein þegar
komið er að lokaákvörðun en ekki
hver aðilinn á möguleika á bestri
þjónustu, framleiði betri eigin
vöru eða láti í té f sinni fram-
leaðslu fylgihluti af betri (og þá
venjulega dýrari) gerð. Þessi
meðrök hafa að vonum ekki alltaf
átt við um innlenda framleiðslu,
fremur en erlenda, en mikið má
vera ef innlendir framleiðendur
eigi ekki auðveldara með að koma
til móts við innlenda kaupendur á
ýmsum sviðum heldur en stöðluð
erlend framleiðsla sem oft er mið-
uð við allt aðrar aðstæður en hér
eru fyrir hendi.
Til þess að innlend bifreiða-
smíði eigi möguleika á að standa
sig f samkeppni við erlenda fram-
leiðslu, þarf þó einkum tvennt að
koma til.
Annars vegar spár um vagna-
þörf og á ég þar einkum við al-
menningsvagna og út frá slikum
spám möguleikar á samningum til
lengri tíma en hingað til hefur
tíðkast að gera. Með þvf móti einu
geta litlar innlendar smiðjur ver-
ið með á eðlilegan hátt, án þess að
sprengja sig á stóru útboði til
stutts tima og lenda svo í vand-
ræðum þegar botninn dettur úr
öllu saman. Með þvf möti að
dreifa vagnaaukningunni eftir
spá eða áætlun, nokkuð jafnt
milli ára, geta verkstæðin byggt
sig upp eðlilega, fylgst með þróun
og nýjungum og tileinkað sér
framfarir, án þess að hver nýr
kaupsamningur hafi í för með sér
— Framhald á bls. 62.