Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 TVEIR listamenn frá Moskvu, dugmiklir og áræðnir, frjálsir og óbundnir listamenn, hafa á þessu ári flutzt búferlum frá Sovétríkj- unum og sezt að í Vestur-Evrópu. Það hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli. Þeir eru mynd- höggvarinn Ernst Neisvestny, 51 árs að aldri og ættaður frá Sverdlovsk í (Jral, og listmálarinn og hreyfilistarmaðurinn Lev Nussberg, 39 ára gamal, fæddur í Tasjkent i Mið-Asíu. Neisvestny hefur tekið sér bólfestu í Ziirich, en Nussberg í Paris. Lev Nussberg fór til Vínar frá Moskvu 30. júní og dvaldist þar nokkra mánuði í fyrstu. Tikina sína, Maríu fékk hann að taka með sér frá Sovétríkjunum. Þegar ég heimsótti hann í Vín, bjó hann til bráðabirgða í litlu herbergi i einkaíbúð í sátt og sam- lynda með Maríu. Hann virtist mjög ánægður og talaði kjarn- mikla rússnesku af ákefð — en þýzku kann hann ekki. Og hann hafði miklar áhyggjur út af nán- ustu vinum sinum meðal list- málara í Moskvu og örlögum þeirra. Tveim vikum síðar var ég hjá Neisvestny í Zilrich. Hann var þá þegar búinn að fá svissneskt vega- bréf og bjó i nýrri fjögurra her- bergja íbúð. Tvö herbergin verða notuð sem vinnustofa. Þangað eru kamin mörg verka hans frá ýms- um tfmum, höggmyndir og grafískar myndir. Þetta er heill- andi listsýning, en hún er ekki opinber. Neisvestny, sem er mjög ánægður yfir þvi að vera I Sviss., var þá nýkominn frá Italíu. Hann hafði svo lengi dreymt um að sjá frummyndir eftir Michelangelo og Henry Moore, og það var reyndar meira en draumur, það var orðin knýjandi þörf sköpunar- anda hans. En af hverju sótti Neisvestny (nafnið þýðir „óþekktur“, sem einmitt er þversögn i þessu til- viki), sem talinn var mesti mynd- höggvari Sóvétríkjanna, um leyfi til að flytjast úr landi á tím,a sem ekki telst meðal hinna erfiðustu í ævi hans Hið undarlega er, að á síðustu árum hafa honum verið falin mikil verkefni af hálfu ríkis- ins, til dæmis að gera risastórar veggmyndir. Hann gat ekki fram- kvæmt verkin. Hann var tekju- hæsti listamaður risaríkisins Sovétríkjanna, hann hafði jafn- miklar tekjur á einum mánuði og venjulegur verkamaður á fimmt- án árum. Að vísu hafði hann í nær tvo áratugi varla fengið eitt ein- asta verkefni. En svo, eins og hann sjálfur segir, „þurftu þeir á mér að halda“. En er yfirleitt hægt að tala um hneykslanlega afstöðu þjóðfelags- ins til lista og listamanna, þegar þetta sama þjóðfélag segir. Við þörfnumst þln? Það bendir þó til þeirrar öfundsverðu aðstöðu, þegar öll efnisleg neyð er horfin og staða listamanna sem hinna niðurlægðu og útskúfuðu hefur breytzt því sem næst til hins gagn- stæða. Hin útbreidda skoðun manna á Vesturlöndum, að hver sá, sem flytjist burt frá Sovétríkjunum, sé andófsmaður, og að hver þvældu svör: Ef maður hefur sambandsskfrteini þá vær maður alltaf verkefni og maður hefur rétt til að taka þátt f opinberum sýningum. Maður fær mikla vinnu og góðar tekjur. Hafi maður ekki skírteinð, er maður dæmdur til að lifa í skugga, maður veslast upp. Skæruliðaaðferðir heppnuðust. En sjáið bara til, Lev Nussberg og vinir hans og nemendur, sem ekki voru heldur félagar lista- mannasambandsins (hinir helztu hétu Galina Britt, Pavel Burdukov, Galina Golovejko, Igorj Sacharov, S, Izko), þeir hafa á engan hátt orði- að líða fyrir þessi örlög sín. „Við höfðum fjölda af verkefnum, mikið að gera, mjög mikið og höfðum meira að segja ágætar tekjur. Ég varð undrandi. „En það var að- eins hægt vegna persónulegs framtaks okkar, einkaframtaks, og það var að þakka herkænsku minni og skæruliðaaðferðum.,," Við lýsingu hans á líf sínu í hinu sovézka þjóðfélagi gegnir hug- takið skæruliðaaðferð miklu hlut- verki. Glöggt dæmi þess er ein- mitt sýning sú, sem Nussberg og félagar hans héldu í Moskvu árið 1974. Allt vorið og sumarið undir- bjuggu þeir, félagarnir f „hreyf- ingunni", sem stofnuð var 1962, mikla yfirlitssýningu: Það átti að sýna árangur tilrauna siðastlið- inna þriggja ára, en stflinn mætti hiklaust kenna við hreyfilast (Kinetik). Allt undir verndar- væng æskulýðsklúbbs f Dsershinskij-umdæmi f Moskvu. Frá ágúst til nóvember var unnið nótt og dag. Allt var unnið með eigin höndum. Menn smíðuðu, söguðu, hefluðu, logsuðu og svitn- uðu, og menn sváfu, þar sem verið var að koma sýningunni upp. Það voru tveir stórir salir, Að lokum voru sýnd yfir tvö hundruð verk, sem komu sósfalistfskum realisma ekki nokkurn skapaðan hlut við, en aftur á móti vestrænni list að verulegu marki. Þetta voru hlutar f margfaldri stærð, sem var haldið gangandi með ljósi, vatni, raf- eindum tónum og meira að segja ilmdylgjum. Um fimmtán til átján manns létu í ljós mótþróa sinn á ákveðnu sviði. Á svipaðan hátt og talað hefur verið um „leikhús úr ánauð“ mætti tala í þessu sambandi um sýningaraðferð úr ánauð. Og þetta gerðist ekki í París, Mailand, London eða New York, heldur í Moskvu, háborg raunsæisstefnu, sem gerir tilkall til alræðis með smásmugulegri fhaldssemi og stundum ákefð, sem minnir á trúboð. En hvernig fengu þátttakendur i sýningunni yfirleitt efni sitt — gler, við, pappír, steina, vefnað, blikk, lampa og þúsund aðra hluti? Leyfi fyrir efni fá menn aðeins, ef þeir eru félagar í iðn- félagi. Var þessa alls aflað f ráns- ferðum að nætulagi? Engan veg- inn. Hreyfilistarmennirnir út- bjuggu til dæmis veggspjöld fyrir verksmiðjur í nágrenninu — Framhald á bls. 62. Ernst Neisvestny við eitt af verkum sínum. og Moskvu („Raunsæisstefna, og þá bregst rússneska akademfan engum“), en hann lenti fljótt f 1 deilum; þegar hann, sem hlýtur að hafa verið framúrskarandi nemandi, leitaði ósjálfrátt nýrra leiða. Arekstrar urðu þegar út a vali á viðfangsefnum. Neisvestny var liðsforingi á vígstöðvunum og særðist þá, en meðal verka þeirra, en hann sýndi 1962, var örkumla- maður úr stríðinu. Þetta var ákæra. Neisvestny er heimspeki- lega menntaður og sinnaður maður og lftur á stríðið sem að- skotahlut í mannlegri tilveru. En á friðastefnu hans var litið óhýru auga og fjandsamlegu og þótti stefnt gegn hinum sovézka áróðri. Neisvestny fyrirlftur eink- unnarorðin „l’art pour l’art “ mennsku, hálfvelgju og litlausri samlögun. Sú list, sem þjónar öreiga þjóðfélagi, segir hann, mið- ar að einhæfni, tilbreytingarleysi. Að vfsu sjái lífið um ýmsar leið- réttingar og endurbætur, það stuðli að vissri fjölbreytni. En i slíku þjóðfélagi verði allir lista- menn að vera jafni r að einu leyti: „þeir verða allir að vera jafn heimskir." Að því stefni lista- mannasamtökin einnig, en Neisvestny hefur oftsinnis verið vikið úr þeim og sfðast árið 1975.1 það skiptið var það að vfsu ekki vegna brota hans gegn kennisetn- ingum hins sósfalistfska realisma, heldur vegna umsóknar hans um leyfi til að flytjast úr landi. „Snill- ingar“, segir hann, „hafa éngan aðgang að listamannasamband- inu. Það er refsað fyrir brot gegn andlegri einstefnu, en ekki stfl.“ Krustjov setti mjög ofan f við Neisvestny vegna andstöðu hans við einstefnuna. En Neisvestny gerði minnisvarðann á gröf Krustjovs, og hann er enn i dag góður vinur sonar hans, Sergej. Hann segir, að meðal félags- Tveir frægir andófs-listamenn fengu leyfi til ad flytjast úr landi andófsmaður sé hatrammur óvinur rikisins, stjórnarfarsins og vildi helzt sprengja Kreml f loft upp, er ekki sannleikanum sam- kvæm. Neisvestny er á engan hátt slíkur andófsmaður. En fyrst: Hvernig gerðist það annars, að mönnum skyldi allt í einu detta Neisvestny í hug eftir áralangt afskiptaleysi: Það urðu loks húsameistarar, sem veittu honum athygli. A árum hinnar miklu einangrunar, sem hann neyddist til að lifa i, þegar hann vann upp á eigin spýtur og á eigin áhættu (og með efni, sem hann aflaði sér með ólöglegum hætti), tileinkaði Neisvestny sér tækni- legar og listrænar aðferðir og leiðir sem húsameisturunum virt- ust nú henta þeirra eigin mark- miði. Húsameistararnir hafa ekki, að þvf er Neisvestny segir, farið fyllilega að reglum hinnar þjóð- lélagslegu hugmyndafræði. Húsa- meistarar þroskast hraðar, segir hanii, en hugmyndafræðingar, þeir fylgjast betur með tímanum, hvað snertir efni og rúmskynjun. “Alþjóðleg borgarmenning tók einnig að hafa áhrif á líf okkar." Á sautján árum hafði hlaðizt upp geysilegur fjöldi verka f vinnu- stofu hans. Húsameisturunum lik- aði ekki aðeins stíll þeirra, heldur einnig hinn almenni skilningur myndhöggvarans á hinu lífræna sambandi, samhengi og hlutfalli höggmynda og bygginga. Neisvestny varð nú meðal fræg- ustu listamanna í Moskvu. Nú virtist honum vissulega borgið og framtfðin brosa við honum. En þá kom f ljós óvænt ósamræmi og sundurþykki, sem brátt tók á sig sorglega mynd. Þau verk, sem hinir nýju umbjóð- endur höfðu svo mjög hrifizt af, hafði Neisvestny gert fyrir tíu.tólf fimmtán árum. Sjálfur gerði hann nú allt aðrar kröfur til sfn. Hann segist hafa verið f að- stöðu leikara, sem alla ævi hefði dreymt um að leika Hamlet. Svo hefði honum loks verið gefinn kostur á að leika Hamlet. En tfm- inn hefur liðið.og hann er orðinn gamall. Og þar sem hann metur hæfileika sfna réttar og þekkir sín takmörk betur, vill hann nú fá að leika Lear kor.ung. Deilur við þjóðfélagið. Nesvestny lærði hið trausta handverk myndhöggvara í Riga (listin fyrir listina) og skoðar list- ina í virku samhengi við trú, heimspeki, hljómlist, bókmenntir. Þetta kemur um fram allt fram f fyrirætlun, sem hann hefur unnið mjög ötullega að síðustu sautján árin. Það er áætlun, sem einnig stuðlaði að því, að hann yfirgaf ættjörðina: risastórt verk — að minnsta kosti 30 — 40 metra hátt — tígulegt hof, sem á að vera nafnið „Lífstréð" eða „Hjarta mannkynsins". Hann ætlar að reisa hofið, sagði hann vað brott- för sína frá Moskvu, fyrir hátið Sameinuðu þjóðanna árið 2000. I„Lifstrénu“ eiga að vefast saman efnislegir, táknræniF, dulrænir og hreyfifræðilegir þættir, tækni, ljós og að sjálfsögðu hrein högg- myndalist. Heildin: „Leyndar- dórnur". Neisvestny er trúaður maður, og um þetta segir hann: ,ílg lft svo á, að menn noti stafróf- ð til að skrifa bækur, en sfðan mynda bækurnar aftur sköpunar- söguna. Menn verða að snúa sér aftur að stærri byggingarheildum eins og áður fyrr, hvað hof og kirkjur snerti. Neisvestny hefur þegar (það er „barátta við djöfulinn,,) gert lík- an og 850 einstaka grundvallar hluti. Þar að auki sjö stór albúm, sem hann kallar „grafísk kvik- myndahandrit", safn ábendinga og fyriridmæla varðandi þetta risaverk. Hann fór frá Sovétrfkj- unum, af þvf að hann getur ekki reist hof sitt þar. Hann er ekki kominn til Vestur-Evrópu, af því að hann vilji njóta yfirburða og kosta hins vestræna lífs og vel- megunarinnar hér. „Ég ætla ekki að kaupa mér neina villu og hef engan áhuga á kádilják.” Hann vill ekki fást við neitt nema list, skapa listaverk, sem samsvari köllun hans og séu ekki háð hinum sósíalistíska realisma. Neisvestny er listamaður, sem gæddur er snilligáfu, og hin ein- staklingsbundnu sérkenni hans og æðiskennda hömluleysi eru f eðlislægri — en ekki aðeins and- legri og þjóðfélagsgagnrýninni — andstöðu og uppreisn gegn meðal- Lev Nussberg með tíkina sína, Maríu. manna listamannasambandsans Moskvu séu listamenn, sem taki listina mjög alvarlega. En hið hörmulega sé, að þeir séu neyddir til að lifa f hræsnisfullu um- hverfi, þeir séu klofnir. Fyrir peninga og opinbera viðurkenn- ingu geri þeir eitt, en annað fyrir sjálfa sig. „Ég held, að fyrr eða sfðar muni þetta hefna sfn. Því að það er erfitt að lifa í tveimur heimum samtfmis — eins og það er fyrir konu að vera gleðikona að atvinnu fram til kvölds, en vera sfðan siðsamleg eiginkona, eftir að heim er komið. Það gengur næstum aldrei." Ernst Neisvestny var aldrei gleðikona, hann hefur þjáðst af tvfskinnungshætti. I Moskvu hefur hann heldur aldrei dregið neina dul á hatramma andstöðu sfna gegn hinni opinberu liststefnu, flatneskjunni. xxxxxx Lev Nussberg er að hálfu balt- neskur Þjóðverji Rússi að einum fjóða og Tartari að fjórðungi. Þegar maður ræðir við hann, rek- ur maður sig þegar á áberandi formlegar andstæður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Nuss- berg ekki fengið inngöngu í hin „einu sáluhjálplegu" samtök listamanna. Sé spurt um tilgang og gagn af þessum allsherjarsam- tökum, fær maður helzt hin marg- René Drommert: Minningar frá Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.