Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 47 — Um skattamál Framhald af bls. 45 ofan ef eitthvað á að gera framyf- ir það að fá útákast í grautann sinn. Gamalt fólk og skattkúfurinn Væri þjóðin betur sett með því, að allir trillukarlar settust á kambinn, og engin trilla hreyfð, engin grásleppuhrogn eða færa- fiskur að landi dreginn. Hitt er svo annað mál, að ekki er láandi gömlum mönnum og konum, þótt þeim ofbjóði skattkúfurinn sinn. Fólk sem þrælar sér út í ákvæðis- vinnu hvern einasta rúmhelgan dag ársins, og marga helgidaga, oft lengi á kvöld fram og nætur. Þessa fólks umbun, eða hitt þó heldur, er harðsvlraðasta skatta- áþján fyrir það eitt að skapa þjóð sinni óhemju tekjur, sem hún engan veginn getur án verið. En þetta fólk gerir sér heldur kannski ekki grein fyrir þvl, hvað stundum getur kostað að reka bú eða bát, þegar eitt lltið sett af stimplum I traktor kostar 100 þús. kr. og annað eins að setja það I. En hver stimpill er að stærð við smákaffibolla. En þegar nú á svo til höggs að reiða, af okkar virðulega löggjafa, að hvert einasta smáfyrirtæki, hvort heldur er smábóndi i sveit með sínar hundrað kindur, sem smátrillukarlinn á mölinni.á að láta fyrirtækið greiða sér áætlað kaup, svo sem hverjum skatt- stjóra þóknast að meta, kannski á við rífleg forstjóralaun stórfyrir- tækis, þá er það vald svo ofboðs- legt I hendur lagt misvitrum og misgóðum mönnum, að engan veginn get ég haldið að nokkur þingmaður geri sér I dag grein fyrir hvað af getur hlotist. Og hvað er þá orðið af hinni rómuðu mannhelgi og mannréttindum, — ef svo er fótum troðið frelsi manna, að allt framtal þeirra má strika út, og ákveða jafnt gamal- menninu, sem kannski bjástrar við að hafa ofan af fyrir sér með nokkrum kindum uppi sveit. sem ungmenni I fullu fjöri, sem sá hinn sami gæti engan veginn á nokkurn hátt staðið við sama borð í atvinnulegu tilliti. Hér er eins og stundum áður, að þingmenn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera, eða um afleiðingar gjörða sinna. Þetta þykir nú stórt uppi sig tekið en nóg eru dæmin sem sanna það. Þar með er ekki sagt, að margt gott geri þeir ekki. Að hirða með ránshendi Það er þörf hugvekjá sem Stein- grlmur Hermannsson hefur hreyft við, og fáir vissu um — að jafn hrikalegar tölur, að hundruð milljóna liðst skattyfirvöldum að hirða með ránshendi af hinum almenna borgara sem upp hefur komist, og leiðrést vegna kæra. En hvað eru hitt mörghundruð milljónir sem falla I þann farveg og ekki er kært um. Allir vita það, að stór hluti kærir ekki, þótt viti sig hafa á réttu að standa og margur lætur heldur í minni pokann og fær ekki leiðréttingu mála sinna þótt einnig viti sig hafa á réttu að standa enda þótt hampað sé þeim málsskotsrétti, sem allir vita einnig að flestir hafa ekki tök á að notfæra sér, eða nenna ekki að standa I ára- löngum málaferlum, eða hvaða réttlæti er I þvl t.d. að áætla manni 70—100 þús. kr. i hreinar tekjur fyrir að eiga bll i eigin þarfir. Ég er ekki að mæla skattsvikum bót. Það munu fáir gera. En ég mæli hinu heldur ekki bót, að í skjóli valds slns sé níðst af ódrengskap á þeim sem líka rétt eiga til drengskapar og réttlætis, en það er I þessu máli, sem og mörgum öðrum, að það er mann- gildi þeirra sem með völdin fara, sem þyngst eru á metunum að ekki sé fótum troðin sú mann- helgi og réttlætiskennd, sem hverjum og einum er boðið að njóta, í þvl llfi sem hann er fædd- urtil. Skattembætti Vestfjarðaum- dæmis hefur nokkuð komið við sögu að undanförnu, — og kannski ekki að ófyrirsynju. Það vildu sjálfsagt margir þá Lilju kveðið hafa, sem Strandamenn létu frá sér fara, og margur sjálf- sagt viljað sagt hafa: takið þennan kaleik frá mér. Hógfær grein Grlms Jónssonar á tsafirði I Vestfirsku fréttablaði talar þar einnig sem rödd hrópandans. En þótt þar kunni allt löglegt sem gert er, munu þó mörgum finnast að nokkuð hafi verið gengið frá þvl spori sem áður áttu að venjast. Hagspekingar vita ekki sitt rjúkandi ráð Þegar talað er um háa skatta, er það jafnan viðkvæði ráðandi manna, að spyrja: hvað vilja menn missa af þeirri þjónustu, sem rlkið veitir þegnum slnum. Ef við hinn almenni þegn, verðum að spara við okkur, dugar ekki að spyrja þannig, og enda er það útaf fyrir sig það aumingja- legasta ráðleysi að spyrja þannig. Það er engin hörgull á að stofn- setja ný og ný embætti starfrækja hundruð nefnda og ráða, með kostnað uppá hundruð milljóna. Og eigi eitthvað að gera, sem manni fyndist að þingmennirnir sjálfir mættu gefa sér tíma til að fjalla um, þá er kosin til þess nefnd á nefnd ofan, og svo kvart- ar alþingi sjálft sem sárast, að allt þetta nefndavald sé i raun og veru búið að taka af þvl öll völd. Eitt af því, sem snertir þessi skattamál, og mikið er rætt um, er hinn svokallaði söluhagnaður. Ef miðað er við það, að hægt sé ára- tugum saman að ræna af fólki fé þess, eins og sparifénu, má e.t.v. til sanns vegar færa með sölu- gróða. En maður i Reykjavlk keypti Ibúð I blokk fyrir 4 hundruð þúsund, kr., seldi hana eftir 4 ár fyrir 4 milljónir. Þetta var nú aldeilis sölugróði, bara 3,6 milljónir, en hann varð að bæta við einni milljón samt til þess að komast I nákvæmlega eins íbúð, að öllu öðru en því að hún var 2 árum yngri sú sem hann keypti. Það sjá náttúrlega allir hvað 400 þúsundin, þó vextirnir hefðu bæst við á 4 árum, hefðu dugað fyrir ibúðinni þeirri arna. En hefði hann ekki keypt ibúðina aðra aftur var þá ekki obbinn af sölugróðanum skattskyldur. Hér er það ekki sölugróðinn, sem spilar inní dæmið, heldur hitt hvað verðbólgan hefir gert alla hluti svo snarvitlausa, að sjálfir þjóðhagsspekingar þjóðarinnar kunna ekki sitt rjúkandi ráð. Það er gott dæmi um þetta sem kom fram I ræðu landbúnaðar- ráðherra, var það ekki á stéttar- sambandsfundinum, að spýturnar I byggingar I sveitum landsins væru orðnar svo dýrar, að það væri engin leið að útvega alla þá peninga sem þyrfti til að borga þær. Eitthvað á þessa leið hljóð- aði nú sá boðskapurinn, og liklega verið sannur. Jens I Kaldalóni. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^>22480 J JWorgmtblfitiib SHEAFFER EATON SheoHer Eoton dlvljlon ol Taxtron Inc. TEXTRON Geficf ykkur tíma til ad velja Sheaffergjöf. Vid gefum okkurgódan tíma vid framleidsluna. þótt heimurinn sé ó harcía hlaupum er enn þess virdi ad stadnœmast vid vissa hluti. Og med því sumt fólk kýs enn ad velja gjafir vandlega viljum vid framleida Sheaffer skriftoeki ó sama hótt. Sheaffer Imperial erframleiddur af listidnadarmönnum, sem fara sér hœgt og gœtilega. Á þetta sérstaklega vid þegar verid er ad skera nókvœmt mynstur í hreint sterling silfur. Gefid ykkur gódan tíma nœst þegar velja þarf gjöf handa gódum vini. Goetidad hinum gódkunna hvita depli ó Sheaffer. Merkid tryggir ad valid var vandad og beindist ad besta úrvali skriftœkja í heimi hér. |ni|36rÍQl by Sheaffer. Sheaffer information: 25.155. Allt í jólamatinn á Vörumarkaösveröi Lambakjöt Leyft okkar verð verð per kg Hangiframpartar 784 607 Hangikjötslæri 998 910 Úrb. hangiframp. .. . 1710 1395 Úrb. hangilæri .. 1980 1590 London Lamb 2215 2090 Fuglakjöt Leyft okkar verð verð per kg Kalkúnar ........ 1875 1628 Holdakjúklingar . 1140 1 047 Grillkjúklingar . 1120 963 Unghænur ......... 790 650 Kjötkjúklingar ...1140 1 047 Svínakjöt Leyft okkar verð verð per kg Læri ........ 1216 1155 Bógar ......... 990 940 Kótilettur 2310 2195 Úrb. hnakki . 1777 1 688 Úrb. læri 2310 2195 Hamborgarahryggur .. 2650 2515 Hamborgaralæri . 1770 1681 ATHUGIÐ! Nautakjöt á mjög hagstæðu verði okkar verð per kg Snitchel .......... 1000 Gullasch ........... 900 Fillet ............ 1200 Mörbráð........ 1200 Roast beef ........ 1000 Innanlæri ........... 1000 Nautahakk ............ 740 Egg kr. 390— per. kg. Strásykur kr. 89— per. kg. Kaffi á gamla verðinu okkar verð Leyft verð Emmess is .......210 1 89 líter Möndluis peruís .230 207 llter Fromage 3. teg..210 189 pk. Emmess ís. rúlluterta.......520 468 Epli — Appelsínur Vínber — Melónur Grapefruit Klementínur Ananas — Kókóshnetur Gulrófur — Gulrætur Rauðrófur — Rauðkál Tómatar — Agúrkur Hvítkál Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A, matvörudeild s. 86111, húsgagnadeild, s. 86112 vefnaSarvörudeild s. 86113 heimilistækjadeild s. 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.