Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 43 svona langur vegna þess að menn vildu bíða birtu til heimferðar. Segðu mér nú eitthvað frá framkvæmd þinni við sundlaug- arbyggingu hjá Seljavöllum? Aðdraganda að því má fyrst rekja til þess að eg fór til Reykja- víkur haustið 1921 til að læra sund hjá Páli Erlingssyni. Á ár- inu 1922 dvaldi eg lengi vetrar I Reykjavfk að bíða eftir að komast á nýjan togara, sem eg hafði feng- ið loforð fyrir skipsrúmi á. Þenn- an tfma hafði eg húsnæði hjá Páli Erlingssyni i næsta húsi við sund- laug Reykjavíkur. Þá synti eg á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Snemma vors 1922 simar Hjörleifur Jónsson oddviti Aust- ur-Eyjafjalla til mín og biður mig að sækja íþróttanámskeið, sem Iþróttafélag Reykjavíkur hafði boðað til. Eg lét til leiðast. Nám- skeiðið stóð frá 16. júnf til 12. júlf. Byrjaðir þú þá strax á eftir að undirbúa sundlaugarbyggingu? Nei, eg hélt norður á Akureyri og var þar á sfidveiðum til hausts en hélt þá heim. Mér fannst hvfla á mér skylda til að kenna heima- mönnum eitthvafr enda mundi til þess ætlast. Þó litil væri kunnátta mín í að nota íþróttaáhöld, hafði eg með mér heim spjót, kringlu og kastkúlu. Sund var eiginlega það eina sem eg treysti mér til að kenna að nokkru gagni, en sund- laug var engin til. Eg vissi af heitum uppsprettulindum milli hárra fjalla skammt frá Seljavöll- um. Þar hafði eg áður séð rjúk- andi læki renna í Laugará engum til gagns. Þar taldi eg möguleika til að byggð yrði sundlaug. Eg hugsa málið og fer á fund Ölafs Pálssonar bónda á Þorvalds- eyri. Hann var þekktur fyrir mikla hæfileika og góða framsýni á verklegum sviðum. Eg bað hann að koma með mér og líta á aðstæð- ur til sundlaugarbyggingar á þessum stað. Hann brást vel við því og hélt strax af stað með mér. Honum leist vel á þessa hugmynd mína og hvatti mig drjúgum, hann gerði ráð fyrir að 20 manna flokkur mundi komast langt með að ljúka á einum degi að gjöra þarna smá sundlaug. Við þetta álit Ölafs og uppörvandi orð hans óx mér stórum ásmegin. Nú var ekki eftir neinu að bíða. Við Ólaf- ur ræddum þessi mál dálitið, og talaðist svo til að eg færi þegar á stundinni á yfirreið um sveit alla að safna liði. Siðan lagði eg af stað og fylgdi Ólafur mér á tvo fyrstu bæi. Ferðinni hélt eg svo áfram og kom á hvern bæ þar sem lið- styrks mátti vænta. Eg varð að hafa hraðann á og var stuttorður á hverjum stað, sagði aðeins eitt- hvað á þessa leið: „Viltu koma á morgun og grafa fyrir nýrri sund- laug, Ólafur á Eyri segir að það sé svo sem dagsverk fyrir okkur alla að vinna það verk, eg skal kenna þér sund á eftir endurgjaldslaust ef þú kemur.“ Allir ungir menn sem eg hitti gengu inná þessa skilmála, og mættu f sauðljósu næsta morgun 'til starfa. Ekki hafðist að ljúka verkanu á einum degi eins og gert var ráð fyrir, en seint að. kvöldi hins næsta dags var verkinu lokið. Laugin var gerð þannig að graf- ið var niður f malareyri, og síðan hlaðið innan með grassniddu. Lauginn var 5x9 metrar að stærð. Tveimur dögum síðar hóf eg svo að kenna sund f þessari laug. Menn lágu við í tjöldum og æfðu allan daginn sund og aðrar fþrótt- ir með smá hvfldum. Eftir eina viku voru allir komnir á fiot og var námskeiði þá slitið. Eg varð ánægður yfir að hafa getað staðið við loforð mitt, að kenna þeim sund. Nokkru sfðar á þessu sama hausti, sameinaðist þessi sund- flokkur um að stofna fþróttafélag. Það samþykkti samtfmis að steypa nýja 25 m langa laug á næsta vori 1923 og við það var staðið. Þú varst einhverntima við sundkennslu hér í Reykjavfk, var ekki svo? Jú, fyrst var það vorið 1923, þá kenndi eg 1 nokkurn tíma við sundlaug Reykjavfkur. Þá lærðu hjá mér 153 nemendur. Því starfi hefði eg getað haldið áfram hefði eg viljað, en hætti til að geta unnið við sundlaugarbygginguna hjá Seljavöllum, sem þá átti að hefjast. Þar vann eg svo hvern dag þar til verki var lokið og stjórnaði því. Allt var unnið í sjálfboðavinnu, engum greitt eyr- isvirði. Vinna átti að skiptast sem jafnast á féiagsmenn, og varð eg að kalla menn til starfa sam- kvæmt þvi. Vinna við þessa bygg- ingu stóð yfir í þrjár vikur. Sumarið 1929 kenndi eg hér aft- ur sund. Ólafur Pálsson sund- kennari fór þá til Þýzkalands til að kynna sér nýjungar f sundi. Hann réð mig í sinn stað, og var eg frá 18. júnf til ágústloka við þetta starf. Á þessu tfmabili kenndi eg 224 byrjendum í sundi að komast á flot. Sumarið 1930 var eg baðvörður við sundskálann f örfersey. Sjóböð þar sóttu marg- ir mætir menn, svo sem Þórberg- ur Þórðarson og dr. Helgi Pjet- urss. Kappsund fóru þarna fram þetta sumar, sem venjulega á þessum árum. Sfðast var eg við sundkennslu i Reykjavfk sumarið 1936. Þá fóru sem muna má, allir helstu iþrótta- menn landsins á Ólympíuleikana í Berlfn í boði Adolfs Hitlers, og þá að sjálfsögðu einnig sundkennar- ar. Var eg þá beðinn að hlaupa þar f skarðið og leysa af. Ekki man eg hvað margir lærðu hjá mér þetta sumar, en það var eins og ávallt áður látlaus aðsókn barna og unglinga til sundnáms. Eru ekki einhverjir borgarar í æðri stöðum þjóðfélagsins sem þú minnist að hafa kennt sund? Víst er svo, og skal eg aðeans nefna fáa: Gylfi Þ. Gíslason, sira Jón Thorarensen, Snorri Ólafsson læknir, Lúðvíg Hjálmtýsson, Sig- riður Thorlacius og Gissur Berg- steinsson. Þú varst framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar meðan þú starfaðir hjá Blindrafélaginu, var ekki svo? Það var víst ein af þeim nafn- bótum sem skreyta mátti nafn mitt með. Eg held þó að það sé ' margt annað sem fyrr bæri að tengja nafni mfnu á þessu tíma- bili hjá þeim blindu. Það mætti eins vel segja að eg hafi verið sendisveinn, sölumaður, bókhald- ari, gjaldkeri, verkstjóri og rukk- ari. öll þessi störf varð eg að leysa af hendi, því mestallan tfma minn þarna var eg sá eini af fastráðnu starfsliði, sem hafði fulla sjón. Hvað ertu búinn að vera lengi í Leynimýri? 14. maf á næsta vori verða það 47 ár. Hvers vegna gerðist þú bóndi eftir margra ára sjómennsku? Eg vildi breyta til og fara að vinna í landi. Á þessum árum var atvinna f landi mjög stopul, og atvinnuleysi algengt á vissum -tímum árs. Eg vildi forða mér frá að ienda f slíku, og sá að búskapur gat bjargað mér frá þvf. Hvernig atvikaðist það að þú keyptir Leynimýri? Á vorinu 1929 fór eg og unnusta mfn, Jósefína Rósants, f mikla gönguferð á bæjarlandi Reykja- vikur til að leita að og sjá út stað fyrir framtíðarheimili okkar, sem hugsað var sem smá bændabýli. Svo barnsleg i hugsun vorum við þá, að við gerðum ráð fyrir að óræktað land, sem enginn nýtti, mundi auðveldlega fást, ef ein- hver vildi hefja þar ræktun. Við gengum yfir öll óbyggð svæði austan Rauðarárstigs og Reykja- nesbrautar, allt inn að Elliðaám. Við vorum eins og fuglar á nýju vori, sem fljúga um loft í leit að hreiðurstað. Best leist okkur á Kringlumýri, þar var mikið og grjótlaust graslendi. Eftir fyrir- spurn, um það land vissum við fyrst að það væri ekki falt til erfðafestu. Mér var sagt að Thor Jensen ætti smá býli f vesturbæn- um sem hann vildi selja. Eg síma til hans og spyr um þetta býli. Kaup á þvi voru mér fjárhagslegt ofurefli. Næst gerðist það síðla vetrar 1930, að eg hélt á fund fasteigna- sala og spurðist fyrir um grasbýli. Jú, það var til, tveir þriðjuhlutar af Leynimýri. Eg ákvað þegar að fara á vettvang og athuga staðinn og það gerðum við hjónaefnin á næsta degi. Staðurinn fannst okk- ur hafa sitthvað sér til ágætis. Þarna var fagurt útsýni til suður- fjalla og kyrrð og ró sem í sveit væri, því þá sást ekkert hús héð- an, hvorki f Reykjavík né Kópa- vogi. Við ákváðum að festa kaup á þessu býli þó sá væri galli að þriðjungur þess væri annars manns eign. Kaup voru siðan af- gerð, og kostaði þessi fasteign 20 þúsund krónur. Árað 1936 keypti eg þann hluta eignarinnar sem í upphafi var undanskilinn, á sex þúsund krónur. Þar skall hurð nærri hælum, því dýrtíð var skammt undan. Þú hefur búið einn i fbúð þinni síðan þú misstir konu þína. Hvað eru það mörg ár. Það eru 20 ár. Finnst þér ekki dálftið ein- manalegt að búa svona? Eg finn lftið fyrir þvf vegna þess að sonur minn býr líka i húsinu með fjölskyldu sinni, konu og þremur börnum, og milli fbúða eru opnar dyr. Við hjónan áttum saman tvo syni og eina dótt- ur. Nú eru barnabörnin orðin 13 og tvö barnabarnabörn. Nú þegar litið er yfir farinn veg Björns Andréssonar um langa ævi má segja að hann hafi kunnað að rata hinn gullna meðalveg lffsins f fjölbreytileik þess með sína mannkosti og athafnasemi. Munu nú margir eins og eg, hugsa hlýtt til hans og þakka honum sam- fylgd um breiðgötur lffsins. Björn hefur aldrei gert kröfur til ann- arra en sjálfs sfn. Svo segir mér hugur um, að hann hafi fremur miðlað öðrum en að sækja nokkuð sjálfur til annarra. Hann er ekki að flíka slíku. Af samtali við Björn hér að framan má sjá, að i upphafi ævi sinnar bjó hann við allmikla fá- tækt. Sá skuggi sem henni fylgir er nú löngu horfinn. Björn getur tekið undir orð skáldsins frá Hvítadal: „nú finn eg vorsins heiði f hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta ótal drauma bfföa, bjarta barstu, vorsól inn til mfn. Það er ekki þörf að kvart a, þegar blessuð sólin skfn.“ Ólafur Jónsson frá Skála Seljavallalaug Nýtt Óreimaðir litir rauðbrúnt og dökkblátt. Reimaðir naturgult. Verð kr. 6.700 — st. 36—41 Leður með bylgjóttum gúmmísóla PÓSTSENDUM Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 74 — Framnesvegi 2. Hárgreiðsla aöeiginvild Meö hárgreiöslusetti frá Remington er leikur einn aö haga hárgreiðslunni aö vild sinni. Þú getur burstaö, greitt, þurrkaö, liðað og lagt háriö eins og hugurinn girnist. Tvenns konar sett fyrirliggjandi: HW 23, með hárliðun- arjárni, þrem tegundum bursta og greiðu og HW 22 meö tveim burstum og greióu. Þægilegt handfang meö innbyggðum varmablásara og leiðslu sem snýst ekki upp á.___ Fullkomin varahluta og viðgerðarþjónusta. Laugavegi 178 Sími 38000 ÁRMÚLI Notfærió yður ný bílastæói bak við verziunina ognýja útkeyrslu út á Háaleitisbraut © Vörumarkaðurinn hf. I Ármúli 1 A I Matvörudeild 86-1 11 — Húsgagnadeild 86-11 2 Heimilistækiadeild 81-680 — VefnaSarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.