Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 51 tofccr.-r-.mtnaÉaL viö gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson FJÖLMIÐLAR — útvarp og sjónvarp sögðu frá því í fyrra, að nokkrir prestar hér i borg- inni hefðu námshópa i bibliu- lestri. Þetta vakti athygli og jafnvel umtal. En þar þarf meira. Hér þarf að vekja til eftirbreytni. Helzt ætti að vera sérstök fræðslustarfsemi við hverja kirkju á vegum safnaða vetur hvern. Nú eru víðast hvar í borginni safnaðarheimili, jafnvel þar sem enn vantar kirkju, svo að husnæði til slíkrar fræðslu er fyrir hendi. Erlendis ekki sizt á Norður- löndum og i Ameríku telst slik starfsemi til safnaðarstarfsins og nefnist studiearbejde. Hún er þá nokkurs konar lýðháskóli um andleg og kristileg málefni, sem miðar að uppbyggingu safnaðar og kirkju. Þetta má þá teljast sem viðleitni gegn áhrif- um þeim, sem hryllingsfréttir aldarfarsins fylla hugann með á hverjum degi, fullorðins fræðsla sem nú er mikið rædd. Svar við orðum krists: „Gætið að hvað þér heyrið“. og fræðsluaðferðum og félags- málum. En námsflokkastarfsemi safnaða og safnaðarfélaga er samt miklu meiri og annað en þetta. Þar ætti að vera minnsta kosti eitt fræðslukvöld I viku allan veturinn, þótt ekki væri nema klukkustund í senn. Fyrst kemur þá til greina biblíulestur sá, sem um var get- ið í upphafi þessa máls. En þar kemur hópur, biblíulesflokkur, saman undir forystu prestsins. En vissulega gæti þó einhver annar verið stjórnandi. Þetta fólk tekur einhvern kafla úr Ritningunni til yfirlestrar, íhugunar og samtals, helzt sem allra frjálslegast *n þó með ein- lægni og hátíðleika sem hæfir efninu. Ótrúlega stuttur kafli getur orðið ærið viðfangsefni, þegar farið er að fhuga hvert orð og hugtak og brjóta efnið til mergjar. Til dæmis getur „Faðir vor“ ein enzt i marga samtalstima, sama gildir með Sæluboðun Krists, að ekki sé nú nefnd öll Fjallræðan. En auðvitað má taka með svipuðum eða öðrum hætti hvaða efni, sem er úr bibliunni. Og uppsláttarrit orða og hug- taka fást nú nokkur, og eru nauðsynleg bæði við undir- búning leiðbeinandans og starf hópsins alls. Vissulega má með sama hætti taka fyrir önnur málefni, sem ekki eru beint úr bibliunni, t.d. sakramentin, skirn og altaris- göngu, bænina, kirkjumuni og tákn, helgisiði, messuform o.fl. Að sjálfsögðu koma mörg fleiri verkefni til greina i les- flokkum safnaða. Hin ýmsu trúarbrögð, samanburður þeirra, kostir og gallar, sömu- leiðis trúarbragðahöfundar. Námsflokk- ar safnaða Alltaf glymja i eyrum i út- varpi og fyrir augum í blöðum og sjónvarpi pólitískar deilur og æsifregnir um uppreisnir og morð, styrjaldir og mannrán, æskulýðsuppþot og bítlagarg, kynslóðabil og fjölskylduvanda- mál, kynferðismál og þannig i hið óendanlega. Tízkan, spennan, glamur, glaumur og hraði eiga þar öll völd að heita má undir fyrir- sögninni Horfðu á mig, hugsaðu um mig, kauptu mig! Fræðslustarfsemi, lýðfræðsla kirkjunnar ætti að hafa önnur forteikn sinnar ' symfoniu. Fastari grunn. Ákveðnari stefnu, sem verður samt að eiga viðsýni og frelsi ofar allri þröngsýni. Virkileg námskeið um sér- stök málefni, einkum helgar- námskeið i þrjú kvöld frá föstu- dagskvöldi til sunnudagskvölds að báðum með töldum eru þarna sjálfsögð. Þar yrðu kannski á ferð sér- stakir fyrirlesarar um sérstök málefni eða menn, sem þarf að kynna, t.d. kristniboð, trúar- bragðafræðslu í skólum, fermingarundirbúning, aðstöðu aldraðra, líknarstörf, bindindis- mál að ógleymdum nýjungum i safnaðarstarfi, söng og listum Trúarjátningar og trúar- setningar eru auðvitað lika til umræðu ef æskilegt þykir. En þar getur verið erfiðari stjórn og verður að gæta ítrasta hlut- leysis og viðsýni I samanburði og framsetningu. Varast for- dóma og sleggjudóma. Sálmar og ljóð eru sömuleiðis kjörið til viðfangsefna i náms- flokki safnaða. Þar gæti einn sálmur eða eitt kvæði orðið ær- ið viðfangsefni ásamt kynningu á höfundi, heila kennslustund. Sama er að segja um menn og þætti úr sögu kirkjunnar og heimspekinnar, hinna fjöl- breyttu trúarviðhorfa og trúar- skoðana. Hvað er Guðstrú? Hvað er hjátrú? Hvað er dultrú? Viðfangsefnin eru heilt út- haf, þar sem leitað er fanga, allt frá grunnslóð til djúpmiða. Fjöldi nemenda í hverjum hópi er heppilegastur frá 12 — til 20. Ávallt skal ríkja hljóðlát- ur helgiblær, án allrar slepju. Rammi gæti verið, hljóð bæri eina mínútu i upphafi og sálmsvers sungið að skilnaði. Engin námsstund lengri en einn klukkutími. Kaffisopi á eftir gæti verið ágætt, ef ein- hver vill fórna til þess fyrir- höfn. Eigum við að reyna? Andvari, 101. árgangur ANDVARI 1976 er nýkominn út. Aðalgreinin að þessu sinni er ævi- söguþáttur Sigurðar Nordals prófessors eftir dr. Finnboga Guð- mundsson landsbókavörð, en ann- að efni ritsins eftirfarandi: Páll Þorsteinsson: Bústaður Kára Sölmundarsonar; Arnór Sigur- jónsson: Um uppruna Islendinga- sagna og Islendingaþátta; Eiríkur Björnsscm: Enn um vígið Vésteins; Sigurður Þórarinsson: Island! ja því ekki það?; Andrés Björnsson: Frá Sölva Helgasyni. Ennfremur: Ur bréfum Rasmusar Rasks (Finnbogi Guðmundsson tók saman). Þetta er hundraðasti og fyrsti árgangur Andvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Leid Uruguay til endurreisnar lýdrædi MONTEVIDEO — Uruguay var eitt sinn talið fyrirmynd ann- arra rikja I Rómönsku- Ameriku, hvað varðaði lýðræð- islega stjórnarhætti og þjóðfé- lagslegt réttlæti. Nú er það hins vegar meðal mestu kúgunar- og afturhaldsríkja í álfunni og hefur skipað sér á sama bekk og Chile. Þó eru horfur á því, að eitthvað muni rofa til I Uru- guay á næstunni. Þegar hinn nýi forseti landsins, Aparicio Méndez, sór embættiseið sinn fyrir skömmu var því lýst yfir, að nú yrði stefnt I átt til lýðræð- is. Mendéz er 72ja ára að aldri, sérfræðingur I stjórnskipunar- rétti og hefur orð fyrir að vera maður afar raunsær. Gert er ráð fyrir, að hann sitji í emb- ætti til ársins 1981, en þá munu tveir helztu stjórnmálaflokkar landsins velja eftirmann hans með samþykki hersins, ef fyrir- huguð áætlun stenzt. Árið 1986 verða kosningar leyfðar á nýjan leik, og þá mun almenningur i Uruguay geta valið sér stjórn- málaleiðtoga. Uruguaymenn, sem bjugguust við skjótum endur- bótum eftir ömurlegt svart- nætti, um leið og Méndez tæki við, hafa orðið fyrir sárum von- brigðum. Fyrsta verk hins nýja forseta var að dæma úr leik þúsundir framámanna i þjóðfé- laginu. öllum helztu leiðtogum tveggja stóru stjórnmálaflokk- anna, Colorados og Blancos, hefur verið bönnuð þátttaka i stjórnmálastarfsemi næstu 15 árin, þar á meðel þeim, sem voru í framboði til síðustu tveggja þingkosninga i landinu. I Uruguay voru starfandi ýmsir marxistískir flokkar, þar til herinn hrifsaði völdin i sinar hendur árið 1973. Hafa öllum félögum í þessum flokkum einnig verið bönnuð afskipti af stjórnmálum næstu 15 árin. Þekktasti stjórnmálamaður landsins, sem verður að ganga að þessum kostum, er Juan Maria Bordaberry, fyrrum for- seti. Hann var kjörinn í emb- ætti árið 1972 og hélt því fram til 12. júni sl„ þrátt fyrir valda- töku hersins árið 1973. Ástæð- an fyrir því að hann var ekki látinn víkja, var sú, að hann lagði blessun sína yfir valda- ránið og lét sér i léttu rúmi liggja að lýðræðið yrði fótum troðið. Það kom sér ágætlega fyrir herforingjana, að hann vildi sitja áfram, þvi að hann var þrátt fyrir allt réttkjörinn forseti landsins, en reyndist engu minni harðstjóri en þeir. Meðal annarra stjórnmála- manna, sem umrætt bann tekur til, má nefna fyrirrennara Bordaberry, Jorge Pacheco Areco, sem komst í ónáð fyrir að hafa tekið of vægt á bylting- arsinnum, og Wilson Ferreira Aldunate, leiðtoga Blanco- flokksins, en hann hefur verið á stöðugum ferðalögum um heiminn og sagt ófagrar sögur af stjórnarfarinu í Uruguay. Sú ákvörðun að afnema stjórnmálaréttindi helztu stjórnmálaforkólfa landsins á sér fordæmi i löggjöf, sem sett var í Brazilfu eftir valdarán hersins þar árið 1963. Sú lög- gjöf var runnin frá þeirri kenn- ingu, að lýðræði i Rómönsku- Ameríku stæði svo völtum fót- um, sem raun bæri vitni, vegna þess að málsvarar þess hefðu ekki nógu sterka siðgæðisvit- und. Að mati háttsetrra her- manna, sem og margra óbreyttra borgara, var lýðræðið I Uruguay, Braziliu, Argentínu, Chile og víðar ekkert annað en nafnið tómt. Allt var gegnsýrt af rotnun og spillingu, lýð- skrumarar óðu uppi, og stjórn- Hermenn gráir fyrir járnum á götu f Montevideo í júnf ‘73, daginn eftir að Juan Marfa Bordaberry, þávarandi forseti Uruguay, sendi þingið heim og tók sér einræðisvald. málaflokkarnir voru eins konar fleygur á milli stjórnenda og almennings í löndunum. Méndez forseti og stuðnings- menn hans í hernum telja, að lýðræðið verði aldrei læknað fyllilega af þessum meinsemd- um nema því aðeins, að þeir menn, sem hafa magnað þær og nærzt á þeim, fái makleg mála- gjöld. Þeir vonast einnig til þess að aðferðir sem þessar hafi heillavænleg áhrif á uppvax- andi stjórnmálamenn. Bordaberry varð að láta af embætti, því að hann reyndist miklu meiri alræðissinni en herforingjarnir gátu sætt sig ----c --------- THE OBSERVER Eftir James Neilson við. Hann vildi koma á eins konar fasistastjórn i Uruguay, en herforingjarnir, sem eru mjög valdamiklir i landinu, vildu fara aðrar leiðir. Þeir hafa hugsað sér að leyfa starf- semi stjórnmálaflokka og end- urreisa það með lýðræðið í landinu, en án þátttöku andlýð- ræðislegra afla. Þá vilja þeir afmá ýmsar meinsemdir sem voru fylgifiskar lýðræðisins, áð- ur en valdaránið var gert. Það virðist ef til vill út í bláinn að ætla sér að sameina lýðræðislegar dyggðir og hags- muni herforingjastjórnar, en Uruguay er ekki fyrsta ríkið í Rómönsku-Ameríku, sem reyn- ir að fara þá leið. Skrefið hefur verið stigið til fulls I Braziliu, þar sem þíng er starfandi og kosningar haldnar með lýðræð- islegu sniði en í raun réttri er allt vald i höndum hersins. Herforingjastjórnin i Argen- tínu hefur engu þokað í átt til lýðræðis enn sem komið er, en hún fullyrðir eigi að siður, að lýðræði verði endurreist i fram- tíðinni. Leiðtogar þessara þriggja rikja fylgjast náið með þróun mála í grannrikjunum og eru ávallt reiðubúnir til að draga lærdóm af þvi, sem borið er á borð fyrir þá. Herforingjarnir í Uruguay láta sér ekki nægja að sniða lýðræðið eftir þeim hugmynd- um, sem þeim henta, heldur hafa þeir einnig kostað kapps um að umbylta efnahagskerfi landsins. Talið er, að slæmt ástand efnahagsmála hafi verið einn helzti hvatinn að því, að herforingjarnir gerðu uppreisn sina, sem náði hámarki i júni 1973, en hafði átt sér dágóðan aðdragnanda áður. Efnahags- kerfi landsins og atvinnuvegir virtust sýkt af sömu meinsemd- um og lýðræðið. I landbúnaði jafnt sem haniðn bar á hvers konar spillingu, hæfileika- skorti, klíkuskap og úreltum vinnubrögðum. Hið slæma ástand efnahags- málanna var að miklu leyti sök ríkisvaldsins, sem þanizt hafði út og var orðið að hálfgerðu skrímsli sem kæfði niður allt frumkvæði hjá landsmönnum. Ótrúlega mikill fjöldi fólks komst á rikisjötuna og fékk réttindi til að láta af störfum á fullum launum á fertugsaldri. Herinn er staðráðinn i þvi að skera þetta firnamikla bákn niður, hvað sem það kostar, og gerir sér enga rellu út af þvi þótt hann baki sér óvinsældir fyrir bragðið. Raunar var álitið að hann myndi bregða við skjót- ar en raunin hefur orðið á, en eigi að siður hefur honum orðið talsvert ágengt, og fjöldi manns,sem áður starfaði hjá rikinu, hefur nú fengið vinnu við arðbærari atvinnugreinar. Méndez forseti er einnig ákveðinn í þvi, að áfram skuli haldið á þessari braut. Skömmu áður en hann tók við embætti lýsti hann yfir þvi, að (útþensla rikisbáknsins hafi leitt til glundroða, fátæktar og sóunar á almannafé". Margt hefur að sönnu miður farið í sfjórnmálum að undan- förnu. Pyntingum hefur verið beitt og fjöldahandtökur og aðrar harkalegar aðgerðir hafa dregið máttinn úr æskulýð landsins, sem áður hafði sig mjög i frammi. Hinu ber þó ekki að neita, að miklar efna- hagslegar framfarir hafa átt sér stað í Uruguay eftir þriggja ára setu herforingjastjórnarinnar. Gróska er i iðnaði, útflutningur hefur stóraukizt og verðbólgan er að syngja sitt síðasta vers. Nýjar atvinnugreinar blómg- ast, svo og aðrar, sem ekki hef- ur verið sinnt um lengi, t.d. fiskveiðar og fiskiðnaður. Nýj- um stoðum og fjölbreyttari en áður hefur verið rennt undir landbúnað og iðnað. Ný og frjálsleg gjaldeyrislöggjöf hef- ur gert það að verkum, að Uru- guay er að verða eins konar fjármálamiðstöð i Rómönsku- Ameríku. Lýðræðissinnar í Uruguay fylgjast með breytingunum í landinu og láta sér margir fátt um finnast. Þó hafa aðrir viður- kennt, að tómt mál sé að tala um lýðræði i landi, þar sem ekki verði séð fyrir efnahags- legum þörfum íbúanna. Ef her- foringjastjórnin mun halda áfram markaðri stefnu, verði þess ekki langt að biða, að hún hafi gert meira til að endur- reisa lýðræðið I landinu heldur en nokkur stjórnarskrárbreyt- ing gæti komið til leiðar, hversu fagurlega sem hún væri orðuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.