Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
49
N æstu áform 400 m hafnargarðar
og 14 ha haf narsvæði í Sundahöf n
Viðtal við Ólaf B.
Thors um Reykja-
víkurhöfn og tillögur
að nýju aðalskipulagi
I TILLÖGUM aö aðalskipulagi
fyrir Reykjavík fram til ársins
1995, sem unnið hefur verið að og
nú ligga frammi á skipulags-
sýningunni á KjarvalsStöðum, er
að sjálfsögðu að finna framtíðar-
skipulag Reykjavíkurhafnar, en
góð hafnaraðstaða er miðað við
íslenzkar aðstæður alger forsenda
eðlilegrar atvinnuþróunar i borg-
inni, eins og segir i sýningarskrá.
Gerð hafa verið drög að svæða-
skipulagi hafnarinnar, sem í aðal-
atriðum fylgja fyrri hugmyndum,
sumum hverjum, sem fram komu
við upphaflegt skipulag af höfn-
inni. En þar er lika að finna nýtt
eða breytt fyrirkomulag. Gildir
það bæði um gömlu höfnina, frá
Granda að Ingólfsgarði, og Sunda-
höfn, sem mun í framtíðinni
teygja sig frá Laugarnesi og inn
að Gufunesi. Til að fá upplýsingar
um skipulagshugmyndir um höfn-
ina sneri Mbl. sér til Ölafs B.
Thors, borgarfulltrúa, sem er
bæði formaður hafnarstjórnar og
hefur sem formaður skipulags-
nefndar leitt vinnuna við nýja
aðalskipulagið. I upphafi
samtalsins var ákveðið að byrja
vestast í gömlu höfninni og rekja
sig svo austur eftir strandlengj-
unni fyrir borgarlandinu norðan-
verðu. Og fyrsta spurningin, sem
lögð var fyrir Ólaf, var þvi um það
hvaða breytingar væru helztar á
aðalskipulaginu I gömlu höfninni.
Uppfylling vestan
við Grandann
— Þær breytingar eru helztar
að nú er gert ráð fyrir landfyll-
ingu vestan við verbúðirnar á
Grandanum. Þar verði hægt að
koma til móts við þjónustuaðila
útgerðarinnar, sagði Ólafur. Þetta
er liður I þeirri stefnu hafnar-
stjórnar að skipa starfsemi hafn-
arinnar niður i svæði. Vesturhluti
gömlu hafnarinnar er þannig ætl-
aður undir fiskihöfn með þeim
Ólafur B. Thors.
þjónustustofnunum, sem nauð-
synlegar eru í þvi sambandi.
— I tengslum við það er gert
ráð fyrir aðstöðu til alls konar
viðgerðarþjónustu á svæðinu i
kringum Slippinn. Nú er verið að
gera legurými fyrir Skipaútgerð-
ina á svæðinu á milli Hafnarbúða
og Verbúðabryggju og þar munu
strandferðaskipin liggja. Standa
vonir til að ljúka þvi á næsta ári.
Gamla höfnin og landnýtingin á hafnarsvæðinu. Röndótta svæðið vestan við
Grandann er fyrirhuguð landfylling. Vesturhöfnin er ætluð sjávarútvegi (sjá
fíngerðu rendurnar), austurhöfnin er ætluð fyrir vöruflutninga (sjá dílóttu
svæðin, en grófgerðu rendurnar sýna viðgerðar- og þjónustusvæði upp af höfn-
inni, svo sem miðsvæði hafnarinnar og við Ingólfsgarð.
- P'*
S.-'xmX'i ■SaKi;
',/f c
« jtA hJ 1
BlikastaBakrfi
— Við Ægisgarðinn munu I
liggja skip, sem þarfnast viðgerð- J
ar. Og hefur hafnarstjórn ákveðið ■
að á bryggjunni verði komið upp
þjónustu fyrir þessa aðila. Er þá
átt við byggingu þar sem þeir,
sem viðgerðir stunda I skipunum,
geta fengið aðstöðu.
— Áður en lengra er haldið,
Ólafur, skulum við víkja að olíu-
flutningunum. Nú eru komnir
nýir olíutankar í og vestan við
örfirisey. Táknar það að ollu-
flutningum sé ætlaður framtlðar-
staður þar?
— 1 aðalskipulagstillögunum
tókum við ekki beina afstöðu til
ölíuhafnar. Tvær hugmyndir hafa
verið uppi. Annars vegar oliuhöfn
í Geldinganesi, hins vegar stækk-
un á þessu athafnasvæði I Örfiris-
ey. Þó fyrri kosturinn sé hag-
kvæmur, hefur hann mikla ókosti
frá umhverfislegu sjónarmiði,
sem hinn hefur ekki. Hins vegar
er ljóst, að eigi að gera þar góða
olíuhöfn, eru vandkvæði við að
koma þar fyrir skipalagi. Nú er
byrjað að færa út aðstöðuna i
örfirisey, sem tvö olíufélög hafa
haft þar. En hvorki hafnarstjórn
né borgarstjórn hafa kveðið upp
úr með að þar skuli verða olíu-
höfn.
— Er gamla hugmyndin um
hafnargarð út i Engey og oliuhöfn
þar úr sögunni?
— Ekki er búið að afskrifa
neina hugmynd i þá átt. En það er
kostnaðurinn, sem vefst fyrir okk-
ur. Sú hugmynd er enn í yfirveg-
un hjá hafnaryfirvöldum.
Mýrargata
verði hafnargata
— Nú, austurhöfnin gamla er
ætluð fyrir vöruflutninga, auk
þjónustu við aðra aðila, svo sem
landhelgisgæzlu. Þar er varðskip-
um og rannsóknaskipum ætlaður
staður.
— En hvað um uppland hafnar-
innar? Nokkrar breytingar á
skipulagi hafnarsvæðisins í Mið-
borginni?
— A uppdráttum gatnakerfis-
ins sést, að gert er ráð fyrir götu,
sem liggur milli Nýlendugötu og
Mýarargötu. Hugmyndin er að
það svæði tilheyri höfninni og að
Mýarargatan geti orðið umferðar-
æð innan hafnarsvæðisins, sem
eingöngu þjónar höfninni. En
samkvæmt hafnarreglugerð frá í
fyrra nær höfnin á landi að Mýr-
argötu austanverðri, Tryggvagötu
og að norðurbrún Kalkofnsvegar
og Geirsgötu.
— Þess má geta, að mjög víðtæk
könnun á þróunarmöguleikum
hafnarinnar héfur farið fram á
vegum Þróunarstofnunar borgar-
innar og hafnaryfirvalda. Hefur
verið athugað hvernig hægt væri
að koma fyrir þeirri starfsemi,
sem kallast hafnsækin, og sem
þarf að vera I góðum tengslum við
hafnarsvæðið. I samræmi við það,
þykir eðlilegt að reyna að rýma
þarna til fyrir slíkt.
— Hvað um lokun hafnarinnar,
sem oft hefur verið talað um?
— Lokun hafnarinnar er til at-
hugunar I hafnarstjórn. Þar eru
tvö sjónarmið, sem þarf að taka
tillit til. Annars vegar kallar
öryggissjónarmiðið á lokun hafn-
arinnar, en hins vegar er uppi sú
skoðun, sem er rlk í Reykvíking-
um, að menn eigi að geta átt að-
gang að höfninni til að koma þar
sér til á nægju. Nýlega samþykkti
hafnarstjórn að fá til viðræðna
um öryggismál hafnarinnar full-
trúa frá Dagsbrún, Farmanna- og
fiskimannasamband tslands, Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, Slysa-
varnafélaginu, lögreglustjór^ og
öryggismálastjóra til að fjalla um
þau mál.
Sundahöfn frá
Laugarnesi að
Áburðarverksmiðju
Milli gamla og nýja hafnarsvæð-
isins er nokkurt bil. Sjávarbraut-
in nýja kemur til með að liggja á
fyllingunni inn með Skúlagötu.
Höfnin tekur svo aftur við innan
við Laugarnes. Athafnasvæði
Sundahafnar eru samkvæmt
skipulagi þrjú, i Viðeyjarsundi, I
Kleppsvik og i Grafarvogi. I Við-
eyjarsundi er fyrst og fremst um
hreina vöruflutninga að ræða, i
Kleppsvík er að hluta til gert ráð
fyrir vöruflutningum, en að
mestu er svæðið ætlað fyrir skipa-
viðgerðarstöð. Og í Grafarvori er
þegar nokkur vísir að höfn fyrir
vörur, sem fluttar eru í lausu máli
og áætlun um :ð auka hafnarað-
stöðuna þar. Við spyrjum Ölaf
hvaða nýjar hugmyndir sé að
finna varðandi Sundahöfn I tillög-
um að skipulagi.
— Helzta breytingin frá gamla
skipulaginu er tillaga um breytta
tilhögun í Grafarvogi, þar sem
verður hafnaraðstaða sunnan við
voginn sjálfan, svaraði hann. Við
gerum nú tillögur um skipulag á
svæðinu frá tanganum, sem
Aburðarverksmiðjan stendur á í
Gufunesi og vestur að Laugar-
nesi. Við Gufunes er áformað að
hafnsækin starfsemi fái aðstöðu,
en það land er vart hægt að nýta
fyrir ibúðabyggð vegna éðlis
áburðarframleiðslunnar. Þar sem
öskuhaugarnir eru, er ætlunin að
fylla upp lengra út og koma þar
fyrir hafnarbakka, og þar fæst
land fyrir hafnarstarfsemi. Ofan
á nesinu þar fyrir sunnan verður
Ibúðarbyggð, svo sem kynnt hefur
verið, og nokkur iðnaðarsvæði i
sambandi við hana. En nú er alls
staðar miðað að þvi að vinnustaðir
séu ekki fjarri íbúðarbyggð. En
hafnarsvæðið nær þarna nokkuð
út á nesið.
Flutningar í
lausu máli
við Grafarvog
— Yfir Grafarvoginn þveran
verður haft og ferskvatnstjörn
þar fyrir innan. Og við sunnan-
verðan voginn utantil verður að-
staða fyrir vöruflutninga með
skipum I lausu máli. Er ætlunin
að mæta þannig þörf fyrirtækja,
sem annast flutninga á lausu efni,
svo sem möl, sandi, vikri og
sementi, enda eru sum þeirra far-
in að koma sér þar fyrir. Upp af
þeirri höfn er svo Artúnshöfðinn,
sem er iðnaðarsvæði.
— I Elliðavogi hafa komið fram
tillögur um smábátahöfn, sem
hafnarstjórn hefur fallizt á fyrir
sitt leyti en ekki er búið að taka
ákvörðun um hjá borginni, sagði
Ólafur. En út með Elliðaárvogin-
um að vestan er gert ráð fyrir
framtíðaraðstöðu fyrir skipavið-
gerðir og þurrkvi, eans og raunar
var í gamla staðfesta skipulaginu.
Á landinu þar upp af er reiknað
með að verði fyrirtæki, sem teng-
ist þeirri starfsemi. Utan við það
er svo athafnasvæði Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga, sem hef-
ur fengið úthlutað lóð og er að
byggja vörugeymsluhús. Þar fyrir
framan á borgin að koma upp
hafnargarði, sem á að vera full-
gerður á árinu 1980. Um hann
munu sambandsskipin flytja sinn
varning.
A milli athafnasvæðis SÍS og
núverandi Sundahafnar er sem
kunnugt Kleppsspítali, sem
grænu svæði í kring. En þegar
komið er vestur á Kleppsskaptið
tekur hafnarsvæðið við. Ólafur B.
Þetta kort sýnir Grafarvoginn. Dílótti flöturinn sýnir höfnina eins
og hún er nú, en þar fara fram flutningar á lausum efnum. Og
væntanleg uppfylling er sýnd með röndóttum fleti. Haft verður
gert yfir voginn og ferskvatnstjörn fyrir innan.
Reykjavíkurhöfn, eins
og gert er ráð fyrir
henni f aðalskipulaginu
nýja. Röndóttu svæðin
eru landfyllingar, en á
dökku reitunum á landi
verður svokölluð hafn-
sækin starfsemi. Gamla
höfnin er lengst til
vinstri, Sundahöfn fyrir
miðri mynd og
uppfyllingarnar lengst
til hægri sýna höfn f
Grafarvogi og við Gufu-
nes. Kortin gerðu Ingi-
mar Haukur Ingimars-
son, arkitekt, og Hannes
Valdimarsson,
verkfræðingur.
Thors skýrir fyrir okkur næsta
verkefni bar.
Landfylling og
hafnargarðar
f Sundahöfn
— í Sundahöfn hefur hafnar-
stjórn hug á að ráða f gerð hafnar-
bakka á Kleppsskaptinu og ganga
frá nauðsynlegri uppfyllingu í
sambandi við hann. Og hins vegar
að ganga frá landfyllingu og hafn-
arbökkum norðan við Korngarð-
inn. En framtíðaruppbygging I
Sundahöfn verður til vesturs,
með ströndinni á Laugarnesi. 1
Sundahöfn eru fyrst og fremst
fyrirhugaðir almennir vöruflutn-
ingar. Rétt er að taka það fram, að
þarna er deiliskipulag að mestu
óunnið.
— Það sem hefur staðið Reykja-
vikurhöfn fyrir þrifum, er mikill
fjárskortur, sagði Ólafur enn-
fremur. Sem kunnugt er, þá er i
Reykjavík eina höfnin á landinu,
sem ekki nýtur rikisframlags og
vegna verðstöðvunarákvæða hef-
ur gjaldskrá fyrir veitta þjónustu
ekki fylgt timanum og verðbólg-
unni. I þeirri trú, að nú muni
leiðrétting fást á gjaldskrám, hef-
ur hafnarstjórn ákveðið að leita
eftir heimild til lántöku, til að
ráðast i þær framkvæmdir sem
nauðsynlegastar eru til að mæta
þörfum flutningafyrirtækjanna i
Reykjavíkurhöfn. Fáist slík lán-
taka, væri á næstu fjórum árum
hægt að gera hafnarbakka i
Sundahöfn, sem væru samanlagt
um 300 m langir, auk viðlegu-
bakka við SlS-bygginguna, sem
áætlað er að verði 100 m að lengd.
Og til viðbótar að ganga frá 14 ha
upplandi hafnarinnar.
— Hvað er átt við með upplandi
hafnarinnar þarna? Ég sé að í
hafnarreglugerðinni nær land
Sundahafnar frá Sundagörðum
og Vatnagörðum að væntanlegri
götu í framhaldi af Súðarvogi frá
Holtsvegi að Kleppsmýrarbletti.
— Þarna er átt við landið upp
af höfninni, sem er i beinum
tengslum við hafnarbakkana og
þá starfsemi, sem þar fer fram.
Nútima flutningatækni krefst í
mjög auknum mæli geymsluhús-
næðis á hafnarbökkum. Aukin
notkun gáma hefur í för með sér
þörf fyrir stærra útisvæða Og
bætt fyrirkomulag á hafnarsvæði
er þjóðhagslega mjög mikilvægt,
þar sem það styttir afgreiðslutima
skipa, sem aftur getur leitt til
sparnaðar i skipakaupum.
— Nú er landsvæði Reykjavík-
urhafnar þegar um 60 ha og hafn-
arbakkalengd um 3000 metrar.
Þarf Reykjavikurhöfn á allri
þessari stækkun að halda?
— Já, Reykjavíkurhöfn er lífs-
akkeri borgarinnar. Án hafnarað-
stöðu hefði Reykjavik ekki orðið
höfuðborg og það sem hún er nú.
Strandlengja Reykjavikur er alls
staðar falleg, en höfnin verður
þar að vera. Án hafnarinnar væri
atvinnulíf nánast ekki fyrir hendi
í Reykjavik, sagði Ólafur i lok
samtalsins.
Sundahöfn. Fyrirhuguð stækkun og landfylling er sýnd með röndóttum flötum,
svo sem svæðið frá Laugarnesi að núverandi höfn, og fyllingin til hægri frman við
SÍS-bygginguna og inn með Elliðavogi. t Sundahöfn verða mest vöruflutningar,
svo sem dflóttu svæðin sýna. En svæði á landi undir háfnsækna þjónustu og
viðgerðir eru merkt með strikuðum flötum, svo sem svæðið upp af Elliðavogi.