Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 Sigurður Jörgensen: Nokkur oró um innlendar eftirlíkingar erlendra sérlyfja AÐ undanförnu hafa orðið nokkr- ar umræður um lyfjaverð, bæði erlend sérlyf og eftirlíkingar þeirra framleiddar hér á landi en þar sem þar er fjallað um þessi mál á nokkuð yfirborðskenndan hátt og nánast í æsifréttastíl þyk- ir rétt að skýra þetta nánar. Fullyrða má að um engar vörur eru í gildi jafn strangar reglur og strangt eftirlit og um lyf og eiga þessar reglur jafnt við um inn- lend og erlend lyf. Allir eru sammála um að strangar reglur á þessu sviði eru nauðsynlegar enda sjálfsagður réttur bæði sjúklinga og lækna, að þeir geti treyst því, að sérhvert lyf innihaldi það magn virkra efna, sem því er ætlað og að það virki á þann hátt, sem framleið- andi segir að það geri. HVERNIG VERÐA LYFTIL 1 nefndaráliti Norræna lyfja- ráðsins (Nordisk lægemiddel- kommitté) árið 1968 er fjallað um lyfjarannsóknir á bls. 94—102. Þar kemur fram, að árið 1966 vörðu danskar lyfjaverksmiðjur 32 millj. d. kr. (1036 millj. kr.) til lyfjarannsókna. Ein af höfuð- ástæðunum til hins mikla rann- sóknarkostnaðar eru erfiðleikarn- ir við að sjá fyrirfram hvaða efni það eru, sem eiga eftir að verða verðmæt læknislyf. Þetta veldur því að framleiða verður mikinn fjölda efnasamsetninga í von um að finna þeirra á meðal eitt eða fleiri efni, sem hafa lækninga- gildi. Rannsaka þarf síðan hvert efni fyrir sig og eftir því sem rannsóknunum miðar fram, úti- lokast fleiri og fleiri af ýmsum ástæðum, svo sem eiturverkunum eða alvarlegum aukaverkunum, og þau verða færri og færri efnin, sem komast á það stig að verða prófuð við raunverulegar aðstæð- ur (kliniske undersögelser). Nokkrar tölur í þessu sambandi eru tilgreindar í áðurnefndu nefndaráliti. Reynslan sýnir, að af hverjum þúsund efnum, sem framleidd eru í leit að ákveðnu lyfi, reynist minna en eitt upp- fylla þau skilyrði, að geta notast sem lyf. Sem dæmi um kostnað er f skýrslu nefndarinnar skýrt frá því, að meðal- rannsóknarkostnaður í U.S.A. fyrir hvert nýtt lyfjaefni hækkaði frá 75.000 dollurum (14,2 millj. kr.) f 870.000 dollara (165.2 millj. kr.) á tímabilinu 1948—1961. Þetta er úr skýrslu Nordisk Læge- middelkommitté. Síðan hefur margt gerst. Rannsóknar- kostnaðurinn vex stöðugt og í því sambandi má geta þess, að rann- sóknarkostnaður við fúkkalyf, sem skrásett var hér á landi 1972, nam um það bil 10 milljón dollur- um, eða nálægt 1.890 milljónum og stóðu þær rannsóknir yfir f tæp 10 ár. Þegar rætt er um lyfjafram- leiðslu má ekki gleyma þessum þætti, sem er oftast dýrasti hluti framleiðslunnar. Þegar búið er að finna upp hið virka efni, rann- saka eiginleika þess og verkanir er í mörgum tilfellum mjög auð- velt og ódýrt að framleiða sjálft efnið og setja það í töfluform eða annað það form, sem henta þykir. Samt sem áður er það ekki sama hvernig það er gert og hafa mis- tök átt sér stð í því sambandi bæði hér á landi og erlendis. Sem dæmi má nefna Prednisone töflur USP XVI, sem reyndust óvirkar (Farmaceutisk Revy 67.45, 485 1968 — K Munzel) og Chloramphenicol Mixtur DAK 50 — 17-6-1961, sem var viðurkennd uppskrift hér á landi um tfma. Þessi uppskrift reyndist ekki verka eins og til stóð og var tekin út. SKRANING SÉRLYFJA Að þessum rannsóknum lokn- um er hafist handa um skráningu sérlyfsins. Sala sérlyfja hér á landi, hvort sem >rfn er að ræða innlend eða erlend, er háð þvf skilyrði að sér- lyfið fáist skrásett. Um skrásetn- ingu sérlyfja gilda sérstakar regl- ur, sem eru ákvarðaðar skv. lyf- sölulögum nr. 30/1963, kafla X og nánar kveðið á um f leiðbein- ingum á bakhlið umsóknareyðu- blaðs um skráningu sérlyfja. Umsókninni eiga að fylgja nákvæmar upplýsingar um fram- leiðslu, gerð, geymsluþol, lyfhrif, eiturverkanir og lækningagildi sérlyfsins, upplýsingar skulu fylgja um aðferðir til rannsóknar og efnagreiningar á lyfinu og um hreinleika, eðlisfræði- og efna- fræðieiginleika virkra efna. Að lokum skal og fylgja ítarleg greinargerð um uppruna og fram- leiðslu virkra efna sérlyfs, ef bygging þeirra er óljós og nákvæmar upplýsingar um hvern- ig lyfhrif þeirra eru ákveðin. Á grundvelli þessara upplýs- inga metur nefndin viðkomandi sérlyf og hefur þá að leiðarljósi að tryggja eins og framast er unnt, að ekki verði seld hér á landi sérlyf, sem ekki hefur nægilega verið sýnt fram á, að séu gædd þeim eiginleikum, sem framleið- andi áskildi þeim, eða að vafi geti leikið á um lækningagildi þeirra. Þótt upptalning þeirra gagna, sem senda ber inn með umsókn um skráningu sé fljótlesin er það svo, að gögn með einni umsókn geta vegið 20—30 kg, og má af þvf sjá hve umfangsmikið starf liggur að baki hverri umsókn. Má í því sambandi geta þess, að flestar stærri lyfjaverksmiðjur heimsins eru með fjölda starfsmanna, er ekki fást við annað en að búa út gögn með umsóknum. LYFJAKYNNING Teljist kostir sérlyfsins það miklir, að það er skráð, hefst lyfjakynningin. Forsenda þess, að lyf verði notað með öryggi og árangri gegn þeim kvillum, sem þeim er beint að, er að læknar fái traustar og nægilegar upplýsingar um rétta notkun þeirra. Þetta starf annast hver lyfjaframleiðandi fyrir sig á ýmsa vegu og má þar nefna út- sendingu á lesmáli (literature) til læknanna, og sýnum, með kvik- myndum, fyrirlestrum o.fl., og síðast en ekki síst má geta þess, að fjölmargir framleiðendur senda hingað sína færustu sérfræðinga til að tala við lækna um rétta notkun lyfjanna og er ekki nokkur vafi á að sú þjónusta er vel séð. Þótt áhugamál fólks almennt séu afar mismunandi er óhætt að fullyrða að heilsa hvers og eins er honum aðalatriði og sérhver á rétt á að heilsa hans sé varin með þeim hætti sem bestur er á hverj- um tíma. Þekking lækna á þeim möguleikum, sem til greina koma, byggist að verulegu leiti á upplýs- ingastarfi lyfjaframleiðenda og því má ekki gleyma þessum veiga- mikla þætti þegar rætt er um lyf og lyfjaverð. LYFJAVERÐ Hvað á lyfið að kosta? Þessari spurningu verða lyfjaframleið- endur að svara og hljóta allir að sjá, að slíkt er ekki svo auðvelt. Eins og áður var drepið á eru forrannsóknir lyfja ákaflega dýr- ar og nú má raunar segja, að slíkar umtalsverðar rannsóknir verða aðeins unnar á vegum stærstu lyfjaverksmiðjanna. Þessi iðnfyrirtæki verða að sjálf- sögðu að leitast við að ná aftur inn þvf fjármagni, sem fjárfest er f rannsóknunum svo og til að standa undir áframhaldandi rannsóknum. Það þarf og að gera ráð fyrir því að greiða kostnað við skráningu lyfjanna svo og árleg skráningar- gjöld. Þriðji þáttur verðmyndunar- innar getur verið upplýsingastarf- ið, sem áður er getið og dylst engum, sem til veit að sá þáttur er umtalsverður Iiður. Þetta starf er þó svo nauðsynlegt að það verður aldrei svo vel rækt, að öllum líki. Af reynslu sinni geta lyfjafram- leiðendur nokkurn veginn reikn- að þennan kostnað út fyrirfram en stóra spurningin, og sú sem Sigurður Jörgensson. hvorki þeir né aðrir geta svarað með nokkurri vissu, er hvað um- rætt lyf kemur til með að seljast í miklu magni. Á að deila þessum kostnaði niður á 10 millj. eining- ar, 50 millj. einingar eða 500 millj. einingar. Einnig skal hafa í huga að nýj- ungar í lyfjaiðnaði, svo sem og á sér stað á öðrum sviðum, eru hraðari nú en áður og að lyf, sem er gott í dag getur verið úrelt að fimm árum liðnum. Þetta atriði verða lyfjaframleiðendur að hafa f huga við verðlagningu fram- leiðslu sinnar. Að síðustu verða lyfjaverk- smiðjurnar við verðákvörðun sína að taka tillit til verðsamkeppni annarra lyfja, sem á markaðnum eru, og notuð eru gegn sömu kvill- um og þeirra lyf. Þessari verð- samkeppni má ekki gleyma, því að hún er til staðar um leið og hið nýja lyf kemur á markaðinn og má fullyrða að nær engir læknar hætta að nota þau lyf, sem þeir áður notuðu gegn ákveðnum sjúk- dómi og hefja notkun hins nýja lyfs, án þess að þeir hafi gert verðsamanburð. Eitt er þó augljóst, að fái lyfja- iðnaðurinn ekki aftur þann kostn- að, sem lagður hefur verið í rann- sóknarstörfin, hætta þessar grundvallarrannsóknir og eru þá allir verr settir en áður. Stundum uppgötvast lyf, sem eru svo góð, að mati lækna að notkun þeirra við ýmsum kvillum verður nær allsráðandi. Má i því sambandi t.d. nefna það lyf, sem tíðast hefur verið nefnt f fjölmiðl- um að undanförnu, Valium „Roche“, en við getum líka bent á önnur lyf frá sama fyrirtæki, sem skráð eru hér á landi, en eru aðeins seld í litlum mæli. Efudix smyrsli (16x20g) Fluoro Uracil (433x10 lykjur) Natulan hylki (92x50 hylki) I svigunum er getið sölu þess- arra lyfja árið 1975. Þessi lyf eru notuð sem betur fer að tiltölulega fáum sjúklingum en fyrir þá er þetta lyf ekki sfður nauðsynlegt en Valium er öðrum og þeir sem eru þessum hnútum kunnugastir ættu að geta viðurkennt að ekki væri réttlætanlegt að setja verð þessarra mjög svo nauðsynlegu lyf ja upp úr öllu valdi vegna lítill- ar umsetningar og jafnframt að þá sé ekki óeðlilegt að mismunur- inn sé tekinn annars staðar. Að lokum má geta þess, að allar rannsóknir eru ekki jafn frjósam- ar. Stundum mistakast þær með öllu og verður þá að byrja aftur frá grunni. Rannsóknunum er einnig beint að uppgötvunum lyfja gegn sjúkdómum, sem til- tölulega fáir verða fyrir barðinu á, en verður þó mörgum að aldur- tila. Þar er átt við lyf við hinum ýmsu tegundum krabbameins. Þessar rannsóknir hafa farið fram um langt árabil þótt árangur enn sem komið er, hafi ekki verið samkvæmt vonum. Mannkynið el- ur þó enn þá von i brjósti, að hægt verði að ráða niðurlögum krabba- meinsins og í þeirri baráttu eru miklar vonir bundnar við lyfin. Sem áður segir verða slíkar rann- sóknir ekki gerðar annars staðar en hjá hinum stóru lyfjaverk- smiðjum og ef einhverjum skyldi detta í hug að slíkar rannsóknir gætu eins farið fram á vegum stjórnvalda má benda þeim sömu á þá hryggilegu staðreynd, að á árunum 1958—1970 áttu Austur- Evrópuríkin ekki meir en 1% hlutdeild í fjölda nýrra lyfja, sem sett voru á markaðinn. Forstjóri Office of Health Economics i London ritar í bókinni „Várt att vete om Lákemedel" blaðsíðu 198, „Sovéski lyfjaiðnaðurinn hefur sfðustu tvo áratugina — þrátt fyr- ir mikla fjárfestingu — ekki gert neina umtalsverða uppgötvun. Rannsóknir í öðrum Austur- Evrópulöndum að undanskildu Ungverjalandi hafa verið furðu- lega árangurslausar". LOKAORÐ — INNLEND FRAMLEIÐSLA Eins og áður er getið verða þessar lyfjaverksmiðjur að gefa upplýsingar um allt, er lýtur að framleiðslu lyfsins, þegar sótt er um skráningu eða einkaleyfi (Patent). Af þessum gögnum geta svo aðrir aðilar, sem hvorki virða einkaleyfi eða hugverk annarra, hafið framleiðslu á lyfinu. öllum má svo vera ljóst, að þessir aðilar sem ekki þurfa að reikna inn f sitt verð neinn rannsóknar-, skrán- ingar- eða kynningarkostnað, geta boðið lyfin á lægra verði en hið upphaflega fyrirtæki. Það er hins vegar annað mál, hvort við, sem óskum eftir góðum lyfjum og áframhaldandi framförum í lyfja- iðnaði, eigum að stuðla að þessari þróun með því að verzla með lyfjaefni, sem framleidd eru án leyfi's þeirra sem efnin hafa uppgötvað og rannsakað. Af þessu er ljóst, að við getum lækkað lyfjaverðið nokkuð með þeim hætti að verzla með eftirlfk- ingar en það verður samkvæmt ofanrituðu að teljast vafasamt sið- ferðíslega, en ef það er, þrátt fyr- ir það talið æskilegt, er það lágmarkskrafa neytendanna, að til eftirlíkinganna séu gerðar sömu kröfur, hvað snertir gæði og notagildi og gert er til serlyfj- anna. En er þvf svo varið? Eins og áður var drepið á hefur eitt lyf sérstaklega verið tekið til um- ræðu Valium „Roche" og eftirlík- ing þess Diazepam. í grein Þor- kels Jóhannessonar í Mbl. 7. des. 1976 er lýst aðdraganda af fram- Ieiðslu þessarar eftirlíkingar fier á landi. Þar kemur fram að það er að tilhlutan Rannsóknastofu í lyfjafræði árið 1969, að Lyfja- verzlun rfkisins pantaði inn 1 kg af Diazepam til framleiðslu á töfl- um. Ástgæðan fyrir þessu er þac. talin var óhóflegt verð á Valium „Roche“ en ekki var umboðs- manni framleiðenda tilkynnt að verðið þætti hátt, þótt það væri eðlilegast við slíkar aðstæður. Þess má þó geta að Rannsókna- stofa í lyfjafræði hefur ekki með höndum eftirlit með lyfjaverði né hefur svo vitað sé til haft frum- kvæði um framleiðslu eftirlikinga hér á landi fyrr eða sfðar. Eins og áður er getið verða fyrirtæki að senda inn skráningargögn með nákvæmum upplýsingum um framleiðsluhætti, hjálparefni o.s.frv. Er þetta gert skv. kröfu yfirvaldanna. Nú vill svo til að á þessum árum, að sami maður sem er forstöðumaður rannsóknastof- unnar á einnig sæti i Lyfjaskrár- nefnd og kann að vera að hann hafi óvart ruglað nokkuð saman verkefnum þessara stoafnana, en eins og áður segir er verð hluti skráningar sérlyfisins. Hafi verð sérlyfisins Valium „Roche“ þótt of hátt og verið unnt að rökstyðja það verður að telja að eðlilegast hefði verið að lyfjaskrárnefnd hefði snúið ser til umboðsmanns framleiðenda með ósk um skýr- ingu og verðlækkun, en ekki gera eins og í þessu tilfelli. Framleiðsla á Diazepam töflum er hafin í Lyfjaverzlun ríkisins árið 1969 en samkvæmt áður- nefndri grein Þorkels Jóhannes- sonar er það fyrst tveim árum síðar, eða árið 1971, að hafist er handa að prófa til hlftar í lyfja- gerðarlegu tilliti lyfjaform fyrir diazepamtöflur þær, sem höfðu þá verið framleiddar um tveggja ára bil og enn í dag hafa niður- stöður þessarra rannsókna ekki verið viðurkenndar af opinberra hálfu m með því að löggilda for- skrift þeirra. Að standa svona að málum er hvorki lofsvert né traustvekjandi. Nú er svo komið að Diazepam töflur eru framleiddar af að minnsta kosti 5 aðilum hér á landi og hefur hver þeirra væntanlega sína forskrift, sem engin hefur hlotið löglega viðurkenningu eða verið prófaðar á sama hátt og kröfur eru gerðar um gagnvart skráðu erlendu serlyfi. Læknir sem skrifar lyfseðil á diazepam töflur getur engu ráðið um hvaða diazepam töflur sjúklingur hans fær og hefur þar af leiðandi enga raunverulega vissu fyrri þvf að ná fram þeim lyfhrifum sem til er ætlast. Það verður að vera lágmark að við gerum sömu kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra en á meðan svo er ekki gert er verðsamanburður erlendra sér- lyfja og innlendra eftirlíkinga þeirra tæpast sanngjarn. Nú er ekki svo leikið lag í hljóð- varpi eða sjónvarpi að ekki sé greitt fyrir höfundarleisðlu á nákvæmri eftirlíkingu. Ekki tök- um við erlenda skáldsögu og þýð- um hana án leyfis höfundar. En þegar um lyf er að ræða, sem þó þegar öllu er á botninn hvolft, skipta okkur hvern og einn svo miklu meira máli en þeir hlutir, sem áður voru upp taldir, er í fullri alvöru rætt um, hve við getum sparað mikið með þvf að virða ekki uppgötvunarrétt ann- arra of framleiða lyfjaeftirlík- ingar, sem vafasamar geta talist bæði faglega og lagalega séð: sbr. greinargerð, er fylgdi frumvarpi til laga um lyfjaframleiðslu lagt fyrir Alþingi 1972—1973. Teljum við æskilega áframhald- andi þróun á sviði lyfjafram- leiðslu, ber okkur að leggja okkar að mörkum með því að virða rétt þeirra, er grundvallarrannsóknir inna af höndum. Þyki verð sér- lyfja of hátt má vafalaust ræða hvert tilfelli fyrir sig við fram- leiðanda og komast að samkomu- lagi en varast ber að gera aftur sömu mistök og átt hafa sér stað í sambandi við diazepam — Valium töflurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.