Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 (Ljósm. RAX.) Krakkar mfnir komiði sæl, ég er jólasveinninn! Guðbjartsmálið: Skjöl könnuð og yfírheyrslur RANNSÓKN á meintu fjármála- misferli Guðbjarts Pálssonar bif- reiðastjóra er haldið áfram hjá sakadómi Reykjavíkur, og að þvf er Erla Jónsdóttir sakadóms- fulltrúi tjáði Morgunblaðinu f gær er nú einkum unnið að þvf að yfirfara ýmis þau skjöl sem embættinu bárust, þegar málið var flutt frá Keflavík til Reykjavíkur auk yfirheyrslna f tengslum við það. Sagði Erla að henni sýndist enn mikið óunnið f máli þessu áður en vænta mætti einhverrar niðurstöðu. Engar upplýs- ingar um ferðir Gunnars RANNSÓKNARLÖGREGLAN hafði í gærdag ekki fengið neinar upplýsingar um ferðir eða dvalar- stað Gunnars Elíssonar frá því að hann hvarf í V-Þýzkalandi í haust þar til hann kom til landsins á annan dag jóla. Njörður Snæhólm tjáði Morgunblaðinu f gærdag að hann hefði ekki enn haft tal af Gunnari og sjálfur vildi Gunnar ekki ræða um ferðir sínar þennan tíma við Mbl. i bær. I samtali við Morgunblaðið sagði Steingrímur Gautur Kristjánsson, setudómari i kæru þeirri sem lögð hefur verið fram á hendur rannsóknarlögreglu- mönnum í Keflavík fyrir meinta ólöglega handtöku, að margar ábendingar hefðu borizt honum vegna þessa máls, og þá m.a. um það hverjar stúlkurnar tvær væru, sem mjög hafa verið orð- aðar í sambandi við handtökuna á Suðurnesjum. Sagði Steingrímur að ein leiðin til að ganga úr skugga um hvort þessar ábendingar væru réttar, væri að láta þá sem séð hefðu stúlkurnar á sfnum tíma, benda á þær úr hópi stúlkna og kvaðst hann eiga von á þvi að þessi leið yrði reynd áður en langt um liði. Það væri þó fremur á valdi ákæruvaldsins og rannsóknarlögreglunnar hvernig að því yrði staðið en í samráði við setudómarann. Jafntefli og tap hjá Margeiri MARGEIRI Péturssyni hefur ekki vegna sérlega vel i tveim- ur sfðustu umferðum á Heims- meistaramóti unglinga f skák f Gröningen f Hollandi. 1 gær- morgun tapaði hann biðskák fyrir Svfanum Schussler og sfðdegis tefldi hann f 7. umferð mótsins við Ungverjann Groszpeter og var jafntefli samið eftir 30 leiki. Um seinni skák sína i gær sagði Margeir að hann hefði stýrt svörtu mönnunum og fengið heldur lakara tafl út úr byrjuninni. Er Ungverjinn hefði sfðan boðið honum jafn- tefli eftir 30 leiki hefði hann ekki getað annað en þegið það. Skákin hefði verið átakalitil og hvorugur tekið neina áhættu. Um biðskák sína úr 6. umferðinni við Schussler frá Svfþjóð sagði Margeir hins vegar að það hefðu verið sér mikil vonbirgði að tapa henni. — Aðstoðarmaður Schusslers lá yfir skákinni í alla fyrrinótt og fann vinningsleið, sem ég hafði ekki komið auga á, sagði Margeir í gærkvöldi. — Eftir að við settumst að skákborðinu á nýjan leik f gærmorgun fórnaði Svíinn fljótlega þrem- ur peðum og ég var skyndilega kominn peði yfir. Það var þó ekki nóg, því eftir 72 leiki var ég komið með tapað tafl og gat ekki annað en gefið skákina. Staða efstu manna á mótinu er nú sú að Vladimirov frá Sovétríkjunum er í efsta sæti með 6,5 vinninga eftir 7 skákir og er það frábær árangur. í 2. sæti er Schussler og leiða þessir tveir skákmenn saman hesta sina í dag. 1 3.—8. eru Framhald á bls. 27 Jarðskjálft- ar út af Regkjanesi JARÐSKJÁLFTAR fundust á Reykjanesi f fyrrinótt og mældist sá stærsti þeirra 3,2 stig á Richter-kvarða. Upptök sjálftanna munu hafa verið út af Reykjanesi á sprungu þar sem all algengt er að verði jarðskjálftar. 1 Mýrdalsjökli hafa fundizt nokkrir skjálftar að undan- förnu, en enginn þeirra hefur verið stór. Virðist svo sem jarð- skjálftahrinu þeirri, sem hófst I Mýrdalsjökli I ágústmánuði, sé enn ekki lokið. Hafa skjálftar þar verið fáir og smáir annað slagið, en siðan aukist á nýjan leik. Við Kröflu er allt rólegt enn þá, en jarðvísindamenn eiga von á að þar byrji jarðskjálftar á nýjan leik upp úr áramótum verði þróun mála þar eins og verið hefur á árinu. SÍS veitt leyfi til að flytja út 50 þús. gærur — gegn því að Loðskinn fái 35 þús. gœrur VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að veita Búvörudeild SlS útflutningsleyfi fyrir 50 þús- und söltuðum gærum til Póllands en Búvörudeildin hafði f haust samið um sölu á 100 þúsund sölt- uðum gærum til Póllands. Þór- hallur Asgeirsson, ráðuneytis- stjóri I viðskiptaráðuneytinu, sagði f gær, að þetta leyfi hefði verið veitt eftir að forsvarsmenn SlS höfðu fyrir tilmæli viðskipta- ráðherra fallist á að selja Sútunarverksmiðjunni Loðskinn h.f. á Sauðárkróki 35 þúsund gær- ur auk þess sem þeir hefðu gefið vilyrði fyrir að Loðskinn gæti fengið allt að 15 þúsund gærur til viðbótar, ef fleiri gærur féllu til en nú væri vitað um. Þórhallur sagði að viðskipta- ráðuneytið hefði gert það, sem f þess valdi stæði til að leysa úr hráefnisskorti Loðskinns og væru fyrirhugaðir viðræðufundir við fulltrúa Sambandsins og Loð- Hluti olíuskuldar- innar greiddur í gær Fjármálaráðuneytið telur málið leyst, en oti'u- félögin ekki og afgreiða því ekki olíu enn þá DEILA sú sem olíufélögin eiga I við hið opinbera vegna vangold- inna olluskulda virðist enn ekki hafa verið leyst. Gengið var frá hluta af skuldunum f gær, en þær ekki greiddar að fullu. Sagði Indriði Pálsson, forstjóri Olfu- félagsins Skeljungs f viðtali við Morgunblaðið f gærkvöldi að meðan gjaldfallnar skuldir væru ekki greiddar að fullu myndi fyrirtækið ekki afgreiða olfu til rfkisreknu skipanna, en það eru skip Landhelgisgæzlunnar, Skipa- útgerðar rfkisins og Hafrann- sóknastofnunarinnar. Enn hefur ekkert sKip stöðvast vegna olfu- afgreiðslubannsins, en ógreiddar en gjaldfallnar skuldir rfkisins til olfufélaganna nema á annan tug milljóna. Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði i viðtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi að hann teldi að búið væri að leysa þennan hnút, en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um þetta mál. Aðspurður sagði hann að ekki hefði verið rætt um að greiðsla söluskatts yrði látin mæta þessum skuldum og olíu- greiðslunum yrði ekki blandað saman við innheimtu rfkissjóðs. Tómas Óskarsson rekstrarstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins, sem hefur umsjón með rekstri ríkis- reknu skipanna, sagði að sam- kvæmt þvf sem hann bezt vissi, hefði þetta mál að mestu verið leyst. Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs, sagði að olfa yrði ekki afgreidd frá Skeljungi f rfkis- reknu skipin fyrr en skuldin hefði að fullu verið greidd i sam- ræmi við samninga. — Eins og við verðum að standa í skilum með söluskatt og önnur opinber gjöld, verður hið opinbera einnig að Framhald á bls. 27 skinns h.f. á næstunni til að leita lausnar á þessu máli. Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Loðskins h.f., sagði að þetta tilboð hefði komið en þvf hefði hvorki verið hafnað né tekið enn. Fyrirhugaðar væru viðræður milli þeirra aðila, sem hráefnis- skortur verksmiðjunnar tengdist á næstu dögum og ættu þvf málin í heild sinni að skýrast fljótlega. Jón sagði að Loðskinn hefði nú hráefni til starfsemi sinnar fram eftir janúarmánuði en þegar hefði orðið að segja 3 af starfs- mönnum fyrirtækisins upp störf- um vegna hráefnisskorts. Hráefni sitt hefur Loðskinn það, sem af er þessum vetri, fengið frá Sláturfé- lagi Suðurlands, alls 25 þúsund gærur og frá nokkrum öðrum slát- urleyfishöfum, sem Loðskinn hef- ur ekki áður verslað við. Frá SlS sagði Jón að Loðskinn hefði ekki fengið neinar gærur. Byrjað að bræða á ný 1 Siglufirði Siglufirði, 28. desember. HINGAÐ var komið með 1000 tonn af hráolfu f gær fyrir loðnu- bræðsluna. Hafði hún verið stopp f nokkra daga en byrjað var að bræða aftur f morgun. Tekur sennilega 7—8 daga að bræða það magn, sem nú er f þróm hér á staðnum. Togarar hafa undan farið orðið varir við miklar loðnu- lóðningar norður af Vestfjörðum, en engir bátar hafa verið við loðnuveiðar að undanförnu. — mj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.