Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976
Það verður að teljast mjög viðunandi sess sem fslenzka landsliðið I knattspyrnu skipar á FIFA-listanum f
ár. 4 stig fyrir 5 leiki og markatalan 4—4. Myndin er úr landsleik við Hollendinga f sumar og sýnir
Guðgeir Leifsson sækja að hollenzka markinu.
ísland í 21. sæti FIFA-listans
V-Þjóðverjar skoruðu 3,29 mörk
að meðaltali í 1. deildar leikjum
Á keppnistfmabilinu 1975—1976
voru skoruð flest mörk að meðal-
tali f vestur-þýzku 1. deildar
keppninni í knattspyrnu, eða 3,29
mörk. t öðru sæti urðu svo Danir,
en 3,21 mark var skorað að maðal-
tali hjá þeim f leik, og f þriðja
sæti varð svo Austur-Þýzkaland
með 3,15 mörk. í þremur öðrum
löndum voru skoruð meira en
þrjú mörk að maðaltali f leik: t
Sviss 3,07 mörk, f Frakklandi 3,01
mark og f Ungverjalandi einnig
3,01 mark.
Upplýsingar þessar koma fram
í nýlegum FIFA-fréttum, og
kemur þar fram að verulegar
breytingar á markaskorun hafa
orðið á undanförnum árum. Mun
fleiri mörk eru nú skoruð víðast
hvar en var fyrir 4—5 árum. Það
er þó mjög mismunandi hve mörg
mörk eru skoruð eftir löndum,
svo sem bezt má sjá af því að í
Noregi voru aðeins skoruð 1,96
mörk að meðaltali I leik, f Tyrk-
landi 2,01 mark og í Sovét-
ríkjunum 2,26 mörk.
Sem fyrr greinir voru Danir í
öðru sæti í markskoruninni, en í
Svfþjóð voru skoruð 2,99 mörk í
leik og á tslandi 2,88 mörk.
Uppiýsíngar um markaskorun
Finna eru hins vegar ekki f
skránni.
Það félag sem skoraði flest
mörk á keppnistímabilinu var
Benfica eða 95 talsins. Næst flest
mörk skoraði PSV Einhoven frá
Hollandi, eða 89 mörk.
Margt fleira athyglisvert um
markaskorun kemur fram í
skýrslum FIFA — eins og t.d. að
tékkneska liðið Banik Ostrawa
skoraði aðeins 37 mörk I 30
leikjum keppnistímabilsins. En
vörn liðsins var það góð, að þessi
37 mörk gáfu 37 stig. Einnig
kemur fram að einstök ítölsk lið
hafa jafnvel hlotið fleiri stig en
þau hafa skorað af mörkum, enda
úrslitin 0—0 og 1—0 afskaplega
algeng I ftölsku knattspyrnunni
um þessar mundir.
ISLENDINGAR eru f 21. sæti af
32 Evrópuþjóðum á hinum árlega
lista FIFA-alþjóðasamtaka knatt-
spyrnumanna — þar sem árangur
landsliða þjóðanna f knattspyrnu
á árinu er tekinn til athugunar.
Meðal þeirra þjóða er náðu slak-
ari árangri en tslendingar f lands-
leikjum sfnum á árinu eru nokk-
ur „knattspyrnustórveldi" eins og
Spánverjar, Pólverjar og Júgó-
slvar. Hins vegar náðu allar Norð-
urlandaþjóðirnar betri árangri f
landsleikjum sfnum f sumar en
Islendingar, en í fyrra voru Norð-
menn neðar á blaði en við. Danir
eru nú f 7. sæti, Svfar f 8. sæti,
Finnar f 12. sæti og Norðmenn f
18. sæti.
Sem kunnugt er léku fslending-
ar sex landsleiki á árinu, en einn
þeirra — leikurinn við Færeyinga
— er ekki tekinn með í útreikn-
inga FIFA, þar sem Færeyingar
eiga ekki aðild að sambandinu.
Væri sá leikur talinn með myndu
Islendingar hins vegar færast upp
í fimmtánda sæti. Leikirnir fimm
sem FIFA tekur í útreikninga
sfna eru leikirnir tveir i heims-
meistarakeppninni við Hollend-
inga og Belgfumenn, sem töpuð-
ust 0—1, leikurinn við Finna i
Helsinki sem tapaðist 0—1, sigur-
leikur við Norðmenn í Ósló og
sigurleikur við Luxemburg f
Reykjavfk 3—1.
Þrátt fyrir að niðurstöður FIFA
segi ekki nema litla sögu, er víst,
að þær verða til álitsauka fyrir
íslenzka knattspyrnu, en ef árið f
fyrra er frátalið hafa íslendingar
löngum verið f einu af neðstu
Vestur-Þjóðverjar skora flest mörk f 1. deildar leikjum sfnum, eða 3,29
að meðaltali f leik. Margir leikir þýzku liðanna þykja hinir skemmti-
legustu, og aðsókn áhorfenda fer sffellt vaxandi, öfugt við það sem vfða
annars staðar gerist. En stundum gengur mikið á f leikjunum f
V-Þýzkalandi. Meðfylgjandi myndir eru úr viðureign Fortuna Diissel-
dorf og FC Kaiserslautern. Sýnir sú efri Diisseldorf-menn skora, en sú
neðri er knattspyrnumennirnir ganga af velli, ásamt dómaranum, en f
hann var kastað alls konar drasli meðan á leiknum stóð. Afleiðingar af
þvf urðu svo þær að FC Kaiserslautern fékk ekki að leika á heimavelli
um sinn og var dæmt f 8.000 marka sekt fyrir ólæti áhangenda sinna.
HEIMSMET
LOVANOVS
EKKI STAÐFEST
SOVÉZKI skautahlauparinn
Vladimir Lobanov sem setti
nýtt heimsmet f 1500 metra
skautahlaupi í Almar Ata á
jóladag, fær afrek sitt: 1:53,8
mfn., ekki viðurkennt sem met.
Alþjóða skautasambandið
ákvað að staðfesta ekki metið
vegna þess að umrætt mót hafði
ekki verið tilkynnt og var
heldur ekki að finna í mótaskrá
sambandsins. Hollendingurinn
Han van Helden heldur því
heimsmetinu a.m.k. enn um
sinn, en það er 1:55,61 mín.
Enn jólamót
í frjálsum
TALSVERT er um frjáls-
íþróttamót nú um hátfðarnar,
og í dag miðvikudag, halda
Ármann og IR eitt slfkt jólamót
f Baldurshaga. Hefst það kl.
18.30 og keppt verður f 50 m
hlaupi, 50 m grindahlaupi og
langstökki með atrennu. Keppt
verður bæði f flokkum karla og
kvenna. Að sögn Stefans
Jóhannssonar hjá Armanni er
öllum heimil þátttaka og tryggt
verður að mótið fari löglega
fram.
Hraðmót á Akranesi
N.K. fimmtudag fer fram f
lþróttahúsinu á Akranesi hrað-
keppni f handknattleik. Fjögur
lið taka þátt f móti þessu: 1.
deildar lið tR, 2. deildar lið
Armanns og Stjörnunnar og 3.
deildar lið lA. Leikur einn við
alia og allir við einn. Leiktfmi
verður 2x15 mfnútur og hefst
mótið kl. 20.00.
Nýársmót TBR
NVJARSMÓT TBR verður
haldið f TBR-húsinu, Gnoðar-
vogi 1, sunnudaginn 16. janúar
n.k. Keppt verður f einliðaleik
karla og kvenna f meistara-
flokki og f A- og B-flokki.
Þátttaka tilkynnist til Rafns
Viggóssonar, sfmi 86675 og
30737, eða húsvarðar TBR-
hússins, sfmi 82266 fyrir 10.
janúar n.k. Þátttökugjald er kr.
1000.00. Mótið hefst kl. 13.30.
sætunum á lista þessum, í hópi
með Möltu, Kýpur og Finnlandi,
en Finnar hafa tekið enn stærra
stökk upp á við en tslendingar.
Athyglisvert er hve Ungverjar
hafa náð góðum árangri f knatt-
spyrnuleikjum sfnum f sumar,
eða 15 stigum úr 11 leikjum.
Nokkur önnur lönd hafa þó betra
hlutfall, þótt stigin séu færri.
Þannig hafa bæði Vestur-
Þjóðverjar og Skotar hlotið 12
stig af 14 mögulegum f leikjum
sínum í ár.
RÖO Land L Mörk Stig
1) Ungverjaland 11 15—10 15
2) England 10 18—11 13
3) Tékkóslóvakfa 10 19—14 13
4) Vestur-Þýzkaland 7 21—5 12
5) Skotland 7 16—4 12
6) Italfa 8 20—11 12
D Danmörk 9 17—5 12
8) Svíþjóð 10 19—9 12
9) Austurrfki 8 14—10 10
10) Holland 6 14—8 9
11) Sovétrfkin 10 10—11 9
12) Finniand 9 13—22 8
13) Frakkland 6 9—6 7
14) Austur-Þýzkaland 4 11—2 6
15) írland 5 9—6 6
16) Tyrkland 5 11—8 5
17) Búlgarfa 6 7—13 5
18) Noregur 7 4—11 5
19) Portúgal 4 4—6 4
20) Belgía 4 4—7 4
21) tsland 5 4—4 4
22) Pólland 7 9—9 4
23) Júgóslavfa 8 8—14 4
24) Spánn 3 2—3 3
25) Sviss 8 6—12 3
26) Wales 8 4—12 3
27) Grikkland 4 2—5 3
28) Norður-trland 6 3—13 2
29) Rúmenfa 4 5—9 1
30) Luxemburg 3 3—14
31) Malta 3 0—13 0
32) Kýpur 4 2—17 0
GOTT STÖKK HJA OSKARI
OG HÖRÐ KEPPNI MILLI
FRIÐRIKS OG VILMUNDAR
HIÐ árlega Jólamót ÍR var háð í hinu
aldna félagsheimili ÍR-inga við
Túngötu á annan dag jóla Árangur
var nokkuð misjafn. þegar á heildina
er litið. en nokkrir einstaklingar
náðu þó athyglisverðum árangri I
einstökum greinum. Annarser senni-
lega ekki mikils að vænta af móti
sem þessu hvað árangur snertir, þvi
jólasteikin dregur bæði úr frfskleika
og snerpu.
j karlagreinunum bar sennilega
hæst árangur Óskars Jakobssonar IR
i hástökki án atrennu, en þar stökk
hann 1,65 metra. Kunnugir segja
það mjög góðan árangur og á
Norðurlandamælikvarða. Friðrik Þór
ÍR, kom rétt á hæla honum en hann
stökk 1,61 metra og er það ekki
langt frá hans bezta. Þriðji i þessari
grein var Elias Sveinsson, KR, hann
stökk 1,56 metra. og er það nokkuð
langt frá hans bezta. Það verður
annars ekki annað ráðið af árangri
Elíasar á þessu móti en að hann sé i
litilli æfingu og eru mörg ár síðan
hann hefur verið jafn lélegur.
Gifurlega harðri keppni þeirra
Vilmundar Vilhjálmssonar. KR, og
Friðriks Þórs Óskarssonar, ÍR, {
þristökki án atrennu lyktaði með þvi
að Vilmundur vann Friðrik með ein-
um sentimetra, en sigurinn tryggði
hann sér þó ekki fyrr en í siðustu
umferð. Vilmundur stökk 9,50 m og
Friðrik 9,49 m. Var keppni þeirra
skemmtilegasti hluti mótsins, og
ánægjulegt er að vita að báðir eru
kapparnir i góðu formi og æfa mjög
vel, jafnvel betur en nokkru sinni
fyrr, að eigin sögn.
Hreinn Halldórsson KR sýndi að
hann er til alls líklegur i fleiri grein-
um en kúluvarpi. þvi hann var hinn
öruggi sigurvegari I langstökki án
atrennu. en þar stökk hann 3,14
metra. Friðrik Þór varð annar með
3,09 metra. Hreinn varð reyndar
einnig framarlega i þristökkinu þvi
hann stökk þar 8,95 metra.
Árangur i hástökki með atrennu,
karla og kvenna var frekar slakur en
við öðru er ekki að búast þvi að
keppendurnir nota flestir Fosbury-
aðferðina, en til að ná árangri með
þeirri aðferð er ÍR-húsið alltof
þröngt. Sigurvegarar urðu þó okkar
tveir beztu hástökkvarar um þessar
mundir, þau Guðmundur R.
Guðmundsson, FH. sem stökk 1,85
m, og Þórdis Gisladóttir, ÍR. sem
stökk 1,55 metra. Þórdís sigraði i
öllum kvennagreinum mótsins. en i
langstökki án atrennu stökk hún
2,39 m, sem er hennar bezta, og i
þristökki, án atrennu stökk hún 7,12
metra. Þar var Ásta Gunnlaugsdóttir
ÍR, næst með 6.94 metra.
Að sögn hins ötula þjálfara ÍR-
inga, Guðmundar Þórarinssonar, fór
mót þetta vel fram, en láta mun
nærri að þetta árlega mót, sem á var
komið undir forystu Guðmundar,
hafi nú farið fram i 20 skipti. Að
sögn iþróttamannanna sjálfra er það
góð tilbreyting yfir vetrartimann og
gott tækifæri til að fullmelta jóla-
steikurnar. ágás
Frjálsar
íþróttir