Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 14 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.000 kr. eintakið. Tímamót í tollamálum Ný tollalög, sem sam- þykkt vóru á Alþingi rétt fyrir jólahlé þingsins, valda timamótum í íslenzkrt tolla- sögu, og koma á margan hátt til góða íslenzkum iðnaðí. Áætlað er að þau rýri tolltekjur ríkissjóðs um 4400 m. kr. á næstu fjórum árum. Hlutur toll- tekna í heildartekjum rikissjóðs var tæplega 32% á árinu 1 969 en verður 15.5% á næsta ári og 1 1.2% á árinu 1 980. Straumhvörf verða i þróun íslenzkrar tollalöggjafar frá og með ársbyrjun 1970, vegna aðildar íslands að EFTA og síðar friverzlunarsamnings ís- lands við Efnahagsbandlag Evrópu, sem kom i kjölfar þess að Danmörk og England gengu úr EFTA i EBE. Óhjákvæmilegt er að rifja upp í örstuttu máli nokkuratriði þessa máls. Svo var um samið, að aðildarlönd EFTA, sem þá vóru Danmörk, Sviþjóð, Finnland, Noregur, Bretland, Sviss, Austurríki og Portúgal, felldu þá þegar (i marz 1 970) að fullu niður tolla við innflutning á íslenzkum iðnvarningi og nokkrum þýðingarmiklum sjávarafurðum, sem EFTA- samkomulagið tók til. Jafn- framt var samið við Norðurlönd um sérstakar viðskiptaívilnanir varðandi útflutning á dilkakjöti. Auk þessa var stofnaður sér- stakur norrænn iðnþróunar- sjóður, sem Norðurlönd fjár- mögnuðu, til eflingar islenzk- um útflutningsiðnaði. Þannig hefur útflutningur islenzkra vara notið fulls tollf relsis í EFTA-löndum frá ársbyrjun 1 970. Gerðir vóru sérstakir frí- verzlunarsamningar víð EBE í kjölfar þess að Danir og Bretar gerðust aðilar þess. Frá og með miðju næsta ári verður komin á full friverzlun með iðnaðarvörur milli 16 ríkja Vestur-Evrópu, og einnig að því er okkur snertir tollfrjáls aðgangur fyrir flestar þýðingarmiklar sjávarafurðir á þessum mörkuðum. Á móti þessum tollaíviln- unum skuldbundu íslendingar sig til að fella á ákveðnu árabili, 1 970 — 1 980, að fullu niður tolla á innflutningi frá EFTA og EBE-löndum á vörum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi. Af þessum sökum var nauð- synlegt að breyta verulega toll- ákvæðum í þágu íslenzks iðnaðar, til að tryggja sam- keppnisaðstöðu hans, bæði heima og heiman. Þannig voru þegar á árinu 1970 lækkaðir tollar almennt á hráefnum til iðnaðar um 50% og tollar á vélum lækkaðir litið eitt. Árið 1974 vóru tollar á vélum að fullu felldir niður, tollar á hrá- efnum lækkaðir um helming frá því sem þeir vóru i árslok 1973 -— en þeir verða nú að fullu felldir niður í byrjun næsta árs. Má því segja að frá þess- um tíma hafi íslenzkur verndar- vöruiðnaður i stórum dráttum búið við tollfrelsi á beinum hrá- efnum og vélum til framleiðslu sinnar, þó ekki hafi verið án undantekninga — en með hinni nýju tollalöggjöf er stefnt að lausn þeirra vandamála, sem enn eru óleyst i þessu efni. Nefna má þrennt, sem gert hefur stöðu íslenzk iðnaðar verri en erlends samkeppnis- iðnaðar, þrátt fyrir umræddar tollaívilnanir. Tollar á öðrum fjárfestingarvörum en vélum og tækjum vóru yfirleitt ekki lækkaðir á þessu árabili. Auk nokkuð hárra tolla á þessari fjárfestingarvöru hefur komið tímabundið vörugjald, sem ekki erlagtái nágrannalöndum svo og 20% söluskattur. Hin nýju tollalög gera hins vegar ráð fyrir að tollar á helztu fjár- festingarvörum verði lækkaðir í áföngum frá og með ársbyrj- un 1978 til ársbyrjunar 1980. Að þvi er stefnt að í lok þess tollalækkunartimabils, sem lög- in ná til, verði álögur á aðföng íslenzks samkeppnisíðnaðar að mestu horfnar. Að því er varðar verksmiðjuiðnað hverfa þessar álögur nær alveg 1 977 að öðru leyti en tekur til bygginga, en ýmsar aðrar veigamiklar álögur i áföngum á tímabilinu. í fyrsta lagi fela hin nýju tollalög i sér samningsbundnar tollalækkanir frá EFTA- og EBE- löndum. Frá miðju ári 1975 til miðs árs 1976 nam innflutn- ingur verndarvara rúmlega 1 7 milljörðum króna (23.2%), þar af 14.9 milljarða frá EFTA- og EBE-löndum. Tolltekjur ríkis- sjóðs af þessum innflutningi námu 2.5 milljörðum króna. í öðru lagi felur það í sér lækkun tolla á verndarvörum frá löndum utan greindra við- skiptabandalaga, til að koma í veg fyrir óeðlilegan tollamun í innflutningi. Áætlað tekju- tap ríkissjóðs af þessum þætti er um 90 m. kr. á ári. í þriðja lagi féla lögin í sér lækkun tolla á þeim vélum, hráfenum og rekstrarvörum íslenzks iðnaðar, sem gjöld höfðu ekki enn verið lækk- uð af er frumvarpið var lagt fram. Er rekstrarvöru- þátturinn þar mikilvægastur. Áætlað tekjutap ríkissjóðs af honum einum er um 170 m. kr. á næstu fjórum árum. í fjórða lagi er um að ræða lækkun tolla á fjárfestingarvör- um, þ.ám. ýmiss konar bygg- ingarefni. Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs af þessum sökum þegar allar lækkanir eru komnar til framkvæmda nemi um 1.150 m. kr. á grundvelli fjárlaga 1977. Fimmti þáttur- inn beinist að lækkun hæstu fjáröflunartolla. Vörur, sem vóru í 100% tollflokki, fara þann veg í 80% toll. í sjötta lagi er niðurfelling allra magn- tolla að utanskildum tollum af olíum. Þá er um að ræða texta- breytingar til samræmis við þær breytingar sem gerðar hafa verið á tollskrá Tollasam- vinnuráðsins í Brússel. Þá eru í lögunum heimildarákvæði til lækkunar eða niðurfellingar aðflutningsgjalda og breytingar á ýmsum framkvæmdaatriðum í tollalöggjöf, auk ýmissa annarra breytinga, s.s. lækk- unar tolls af vörubifreiðum. Með þeim breytingum á íslenzkri tollalöggjöf, sem hér hefur verið gerð lausleg grein fyrir, hefur ríkisstjórn og Alþingi fyrst og fremst haft í huga að ná jöfnum i sam- keppnisstöðu íslenzks verndar- vöruiðnaðar við erlendan iðnað, þegar tollvernd hans lýkur í ársbyrjun 1 980. Þá eru og heimildarákvæði ífjárlögum næsta árs þess efnis, að fella má niður að fullu sölugjald eða söluskatt af vélum og tækjum til samkeppnisiðnaðar, en það ákvæði ber að skoða í sam- hengi við tollalögin sem hluta af ívilnandi aðgerðum rikis- stjórnarinnar í þágu iðnaðarins. R'kisstjórn og Alþingi hafa hér stigið stórt skref til að jafna samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar, sem fagna ber. Ef hins vegar á að ná þessu marki að fullu og láta iðnaðinn njóta staðarverndar, sýnist óhjá- kvæmilegt að taka upp virðis- aukaskattkerfi hér á landi eða söluskattskerfi með virðisauka- sniði. Um- hverfis- mengun í Quito Frá Quito höfuðborg Equador. — Loftið hérna er alveg að gera út af við mann. Það renn- ur úr augum og nefi og maður er með eilífa hálsremmu. Konan á heima hátt í Andes- fjöllum. Þar sem menn gætu haldið að væri heimsins bezta Ioft. En loftmengunin er verri en í Svíþjóð. Umhverfisvanda- mál eru engan veginn einskorð- uð við ríku þjóðirnar. Á þessu sviði hefur „þróunin" náð jafn- langt og í hinum „vanþróuðu" löndum. Það er engin borg sem mér líkar eins hræðilega illa við og Bogota, höfuðborgina í Colombíu. Af því að maður get- ur ekki dregið andann án óbragðs. En loftið og umfram allt vatnið getur verið jafn mengað í Quito, höfuðborginni í nágrannaríkinu Equador. Það sýna rannsóknir, sem nokkrir stúdentar í efnafræði hafa framkvæmt. — Allar verksmiðjurnar, sem við rannsökuðum, veittu afrennslinu og skolpinu burt án nokkurrar hreinsunar, segir einn stúdentanna. Þess vegna hafa allar ár orðið svo óhreinar. — 1 einn borgarhluta kemur allt drykkjarvatn úr á, sem stór verksmiðja í nágrenninu hefur mengað gjörsamlega. í öðru hverfi hleypa menn eitruðu gasi út úr mörgum verksmiðj- um. Þess vegna er eins og íbúarnir þar séu ætíð illa kvefaðir. Fyrirtækin fást ekki um það, þótt þau skaði umhverfið og valdi fólki heilsutjóni. Og yfir- völdin fást ekki um það heldur. Efnafræðistúdentarnir hafa skýringuna á reiðum höndum: — í fátæku landi hafa menn ekki ráð á umhverfisvernd, segja þeir. Hagvöxtur er mikil- vægari en allt annað, ef takast á að sigrast á atvinnuleysi og fá- tækt. Þó eru verksmiðjurnar tal- tölulega fáar enn í hinu fátæka Equador. Verksmiðjueigend- urnir eru ekki einu og kannski ekki einu sinni mestu syndasel- irnir. Bílstjórarnir eru að minnsta kosti jafnmiklir „bófar“. Flest ökutækin ganga fyrir dieselolíu, svo að brennsl- an er ófullkomnari en með venjulegu bensíni. Loftmengunin setur mark sitt á mynd borgarinnar. Aðal- brautirnar eu huldar skýjum af útblástursgasi á annatímunum. Quito liggur svo hátt yfir sjávarmál, í meira en þrjú þús- unda metra hæð, að hið óhreina loft liður hægt upp á við. Hinar mörgu koparstyttur I þessari fögru borg frá nýlendutíman- um verða fljótt eirgrænar, og hvítar steinbyggingar verða skítgráar. Trén í skemmtigörð- unum visna og fölna af súr- efnisskorti. Og það sem verst er af öllu: Fjöldi fólks er stöðugt með kvef og hósta og verður æ móttækilegra fyrir alvarlegum sjúkdómum af þeirri ástæðu. Heilbrigðismálaráðherrann, Anders Kiing skrifar frá Sudur- Ameríku dr. de la Torre, segist bera skyn á ástandjð: — Loftið er að mengast bæði í borgunum og úti á lands- byggðinni. Astæðan er hinn hömlulausi vöxtur verksmiðja af öllum gerðum og vélknúinna farartækja. En við það bætist einntg, að við höfum höggvið mikið af skógum og það er orðið lítið um græn svæði f borgun- um. Þess vegna höfum við ný- lega sett ný lög gegn mengun umhverfisins. Við höfum einn- ig samið um það við stærsta háskólann, að á vegum hans verði umhverfismengun könn- uð hér í Quito. Umhverfislögin eru mikil- vægur áfangi á leiðinni. Einnig rannsóknir í efnafræði stúdent- anna. En ennþá vantar fyrir- mæli og reglugerðir um, hvern- ig lögunum skuli beitt. Þess vegna verður þeim varla beitt fyrst um sinn. Lögin kveða ekki á um, hvort þeim, sem spilla umhverfinu, skuli refsað. Þess vegna mun umhverfismengun- in halda áfram að versna einnig í hinu fátæka Equador hátt Tippi í Andesfjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.