Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976
Sara Olafsdóttir
— Minningarorö
F. 24. marz 1902.
D. 18. desember 1976.
„Vegir skipfast.
— Allt fer ýmsar leiðir,
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir
öðrum dauðínn réttir hönd.‘*
E.B.
Þannig byrjar eitt af skáldum
okkar Ijóð sitt eftir látin vin. Það
kom mér í hug, er dauðinn rétti
hönd sfna að þessu sinni. Þessi
hönd finnst okkur ýmist snögg og
harkaíeg, eða mild og friðandi,
þegar hún kemur eftir veikindi
og þrautir, sem engin mannleg
hönd fær bætt. Það er trú mín, að
þannig hafi það verið með góðu
vinkonu Sögu, að höndin, sem nú
leiddi hana „inn í fyrirheitsins
lönd" hafi verið henni kærkomin.
Dánartilkynning minnir alltaf á
fallvaltleika og vinarskilnað. Og
ef sá, sem látinn er, átti eitt sinn
samleið með okkur, langan eða
skamman tíma, þá hrökkvum við
örlítið við, staðnæmumst litla
stund, og leyfum huganum að
hverfa til liðinna daga.
Sara Ólafsdóttir var fædd f
Reykjavík 24. marz 1902. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Ólafur
Þórarinsson múrarameistari og
Þorgerður Vilhelmfna Gunnars-
dóttir. Sara giftist 2. okt. 1926
Bergi Arnbjörnssyni fyrrv. bif-
reiðaeftirlitsmanni. Þau stofnuðu
heimili í Reykjavík, fluttust til
Borgarness árið 1939, og til Akra-
ness 1942. Á Akranesi áttu þau
heimili allt til ársins 1975, er þau
fluttust á Hrafnistu.
Fljótlega eftir að þau hjón flutt-
ust til Akraness með fjölskyldu
sína hófust kynni mfn af þeim og
börnum þeirra. Elzta dóttir
þeirra, Þorgerður og ég urðum
góðar vinkonur og hefur sú vin-
átta haldizt síðan þótt lengra líði
milli vinafunda en áður. Margs er
að minnast frá þeim árum, leikur,
gleði og gaman, og inn í æsku-
minningar fléttast mynd af fall-
egri, hæglátri konu, sem alltaf tók
opnum örmum á móti unglings-
stúlku, sem stundum var kannski
hávær og fyrirferðarmikil. Heim-
ili þeirra Söru og Bergs stóð félög-
um barna þeirra ávallt opið,
margt var ónæðið, en aldrei féll
styggðaryrði. Börnin þeirra urðu
fimm, tveir synir og þrjár dætur.
Fjögur þeirra eru á lífi; Ólafur
Björn, Þorgerður og Guðrún
Yngsta dóttirin; Auður lézt 1963.
öll eru börnin mikið efnisfólk, og
bera foreldrum sfnum og heimili
fagurt vitni. Barnabörnin eru
nftján á lífi, en einn lítill drengur
fæddist andvana. Barnabarna-
börn eru níu. Allan þennan stóra
hóp hafa þau hjón bæði umvafið
ást og umhyggju.
Nú þegar lífsgöngu þessarar
góðu og hugþekku konu er lokið
ríkir söknuður f hugum margra,
því gott var að eiga með henni
samleið. Margt í fari hennar var
lærdómsríkt og til fyrirmyndar.
Sú þunga byrði var henni á herð-
ar lögð, að sjón hennar dapraðist
ár frá ári, en þó aldrei svo að
myrkrið yrði algjört, og var hún
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
HAFSTEINN E. GÍSLASON.
andaðist i Landspitalanum að morgni 28 desember
Ása Sturlaugsdóttír,
Halldóra J. Hafsteinsdóttir,
Dóra Hafsteinsdóttir.
Ingjaldur Hafsteinsson,
Jarþrúður Hafsteinsdóttir.
Hallfriður G. Hafsteinsdóttir,
Pétur V. Hafsteinsson,
Anna G. Hafsteinsdóttir,
Maðurmn minn. + ÁGÚST JÓNASSON.
sem andaðist 21 desember. verður jarðsunginn fimmtudaginn 30
desember frá Selfosskirkju, kl. 2 e h
Ella Jónasson.
Eiginmaður minn +
GÍSLI ÞÓROARSON
Efstasundi 92
lést i Borgarspítalanum 2 7 desember 5
Laufey Sveinsdóttir, börn, tengdaborn og barnaborn
þakklát fyrir það. Við, sem höfum
óskerta sjón, tölum gjarna um að
sizt af öllu vildum við missa sjón-
ina. En enginn má sköpum renna.
Og víst er um það að þá fyrst
reynir á manndóminn, þegar sorg-
ir og erfiðleikar verða á veginum.
Það þarf sterka innri sálarsýn til
að taka örlögum sínum á þann
veg, er Sara gerði. Hún axlaði
sína byrði og aldrei missti hún
gleði sína. Hún var hamingju-
barn, þvf svo margt var henni
gefið, og segja má að:
„Ei vitkast sá, sem verður
aldrei hryggur
Hvert vizkubarn á sorgarbrjóst-
um liggur."
Sara var einn af stofnendum
Rebekkustúkunnar nr. 5 Ásgerð-
ar I.O.O.F. á Akranesi. Þar sem og
annars staðar var hún hin góði
hógværi félagi. Nú er skarð
höggvið í raðir Oddfellowa á
Akranesi. Sara mat Oddfellow-
regluna mikils, þau bönd vináttu
og bræðralags, sem hún hnýtti
með svo mörgum, rofnuðu aldrei,
þótt fjarlægðin yrði meiri, þegar
þau hjónin fluttu til Reykjavíkur
og settust að á Hrafnistu. Þess má
og geta, að Bergur var stofnandi
Rb.st. nr. 5 Ásgerðar, og átti ekki
hvað minnstan þátt f að stúkan
var stofnuð, auk þess, sem hann
var stofnandi stúkunnar hr. Egils,
þannig er þáttur þeirra hjóna í
starfi Oddfellowa á Akranesi mik-
ill og góður, og mun örlæti þeirra
og rausnarskapur þar að lútandi f
minnum hafður.
Nú verður gangan á þessari
jörð ekki lengri, hin milda og
friðandi lfknarhönd hefur leitt
hið þreytta og þjáða barn „inn í
fyrirheitsins lönd.“ Og þar bfða
vinir í varpa f hinum nýju heim-
kynnum.
Það var skammt til jóla, er Sara
kvaddi þennan heim þann 18. des.
sl. Því munu jólin hafa verið
tregablandin hjá ástvinum henn-
ar og vinum að þessu sinni, en
jafnframt treganum rfkt fögnuð-
ur og þakklæti fyrir að hin langa
þraut var liðin.
Þegar ég nú hef staðnæmzt um
stund, og hugurinn horfið til lið-
inna daga, þá finnst mér yfir-
skrift minninganna um mína
góðu vinkonu mega vera þessi:
,J»að bezta sem fellur öðnim I arf,
er endurminning um göfugt starf.“
Nú hefur verið klippt á lífsþráð
Sögu Olafsdóttur. Við söknum
vinar í stað, en jafnframt leyfum
við okkur að hugsa „Gott er
þreyttum að sofa.“ Þegar sorgin
sækir að eru orð lftils megnug. Af
kynnum mínum við Söru gæti ég
hugsað mér að hugur hennar til
ástvina og vina væri á þessa leið:
„Að lokum þegar ligg ég nár,
ef llða úr vinaraugum tár,
þá láttu f þeim herra hár
þitt glitra gleðibros.“
Og þess bið ég, að vinur minn
Bergur, sem nú kveður elskulega
konuna sína, sem hann hefur um-
vafið kærleika um langt árabil,
því 50 urðu samvistarárin, veitist
þrek og styrkur, og að hjá honum
og börnunum hans öllum glitri
gleðibros fullt af þakklæti fyrir
þá góðu og elskulegu eiginkonu
og móður, sem nú hefur kvatt
þennan heim. Ég flyt henni mínar
hjartans þakkir fyrir alla þá vin-
áttu sem hún sýndi mér alla tíð og
bið henni allrar blessunar í nýj-
um heimkynnum. Við félagarnir f
Rebekkustúku nr. 5 Asgerði
kveðjum hana með þökk og virð-
ingu.
Vertu sæl kæra vina.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hallbera Leósdóttir.
Hún var fædd í Reykjavík 24.
mars 1902, dóttir hjónanna Ölafs
Þórarinssonar múrara, eða stein-
smiðs eins og þá var sagt, og konu
hans Þorgerðar Gunnarsdóttur.
Þau bjuggu lengst af á Njálsgötu,
að því er ég best veit. 1929 missti
Ólafur konu sína frá barnahópn-
um. Börn þeirra hjóna voru sex,
fjórar stúlkur og tveir drengir og
eru nöfn þeirra hér í röð: Sara,
Gunnar, Thelma (dáin), Ingi-
björg (dáin), Helga (dáin) og
yngstur er Gunnlaugur. Sara, sem
þá var kornung stúlka sá um
heimilið um tfma og hefur það
verið stór barnahópur, sem hún
hefur orðið að hugsa um. í
september 1926 giftist hún Bergi
Arnbjörnssyni úr Borgarnesi.
Gengu þau f hjónaband f Reykja-
vík. Þau áttu því 50 ára brúð-
kaupsafmæli í haust. Til þeirra
réðst ég starfsstúlka haustið 1932
og var þar eitt ár. Bergur og Sara
eignuðust fimm börn: Ólaf, Þor-
gerði, Guðrúnu, Björn Arnar og
Auði er lést tvftug. Hjá þeim
hjónum hafa skipst á skin og
skúrir, eins og hjá flestum. Sara
var fyrirmyndar húsmóðir og góð
móðir. Bergur hefur verið góður
heimilisfaðir alla tíð og konu
sinni Söru hefur hann verið
hjálparhella á síðustu árum. Ég
tengdist þessu fólki þar eð ég
giftist Gunnari bróður Bergs. Við
slitum samvistum eftir 18 ára
hjónaband og er hann nú látinn.
Við eignuðumst sex börn. Þakkir
til hinnar ágætu heiðurskonu fyr-
ir þá vinsemd, sem hún hefur
sýnt mér og minum börnum.
Guð blessi minningu hennar.
Aðalheiður Magnúsdóttir.
Tómas Parrington
Minningarorð
Fæddur 31. ágúst 1923.
Dáinn 02. desember 1976.
Raymond T. Parrington var
fæddur 31. ágúst 1923 f
Bandarfkjum Norður-Ameríku.
Þegar ég kynntist Ray var hann
kapteinn í flugher varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Ég átti ekki
margra kosta völ í samskiptum
við varnarliðsmenn á þeim tíma,
enda enskukunnátta mín í algjöru
lágmarki, „já og nei“ gat ég sagt,
og jafnvel skilið, en lengra náði
geta mín ekki, nema til kæmi sér-
stök ró og þolinmæði þess er við
mig talaði og þar var Ray f sér-
flokki. Hann gafst aldrei upp við
að skýra fyrir mér meiningu sfna
og oftast fór það svo að ég skildi
og þar naut ég þess hve honum
var í blóð borin hógværð, kurteisi
og þolinmæði.
Ég veit lítið um galla Ray
Parringtons, en þeir voru ekki
áberandi að mfnu mati, enda
sjaldan f sjónmáli. Mér dettur
+
Eiginkona min og móðir okkar
GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR
andaðist í Landspítalanum hinn 28 desember
Ólafur Júlíusson,
Ólöf Ólafsdóttir, Gísli Jón Ólafsson,
Júlíus Sæberg Ólafsson.
+ Maðurinn minn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og minningarathöfn
HREINN PÁLSSON um,
fyrrverandi forstjóri GUÐMUNO ELÍ GUÐMUNDSSON
Selvogsgrunn 20 frá Súgandafirði.
andaðist 28 desember Stigahlíð 34.
Lena Figved Pálsson Guðmundur Jón Markússon og systkini hins látna.
Gunnar Markússon, Ólfna Hinriksdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Bergstaðastræti 49,
andaðist að Landakotsspítala 25 desember Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 30 desember kl 1 3 30
Hulda Þorvaldsdóttir,
Jón L. Sigurðsson,
Magdalena Sigurðardóttir, Rúnar Eggertsson,
og barnabörn.
+
Þakka hjartanlega fraendum og vinum sem heiðruðu minningu
GUÐMUNDAR PÁLSSONAR,
Jaðri, Skagaströnd
Fyrir hönd vandamanna,
Karitas Pálsdóttir
ekki f hug að gjöra engil úr þess-
um látna vini mínum, en hann
stóð þeim áreiðanlega nær en
margur annar.
Raymond T. Parrinton kvæntist
25. aprfl 1959 Nfnu Parrington
fæddri Jónsdóttur frá Húsanesi í
Breiðuvík á Snæfellsnesi. Hún lif-
ir mann sinn. Skömmu eftir gift-
ingu fluttust þau til Bandaríkj-
anna og bjuggu lengst af á Long
Island. Nokkrum árum seinna
fluttist til þeirra sonur Nínu,
Snorri Hallgrímsson, og var hann
hjá þeim frá unglingsárum til
fullorðinsára.
Samskipti Ray við kjörsoninn
aðflutta voru með þeim ágætum,
sem um föður hefði verið að ræða.
Við hjónin nutum þeirrar
ánægju að heimsækja Nínu og
Ray á heimili þeirra á Long
Island árið 1971. Móttökur og að-
hlynning voru með þeim hætti að
fagur öraumur hefði orðið skop-
stæling að því sem varð.
Major Raymond T. Parrington
var, meðan hann gegndi herþjón-
ustu, flugmaður í Bandarfkjaher.
Mér er ekki kunnugur ferill hans
þar, en mér kæmi á óvart ef ein-
hver segði mér hann slæman.
Eg votta mágkonu minni, syni
hennar og öllum ættingjum Ray
Parringtons innilega samúð. Ég
held, að þeir eiginleikar, sem ein-
kenna mann hér á jörðu, verði
metnir og í framhaldslffi njóti
maðurinn góðs af góðum verkum.
Guð blessi eftirlifandi ástvini,
og ég held það Se meira en von um
endurfundi.
Guðjón Magnússon.