Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 19 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ytri-Njarðvík Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð i sambýlis- húsunum Hjallavegi 1 eða Hjallavegi 3. Góð útborgun. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Njarðvik Óskum eftir 3ja—4ra herb. íbúð. Uppl. í sima 1 2785. 2ja—3ja eða 4ra herb. íbúð óskast á leigu strax. Helzt í neðra Breiðholti. Uppl. í síma 34846. Óskum að kaupa vélbát 6—8 tonna, nú þeg- ar. Uppl. í síma 26532 eftir kl. 1 9 daglega. Atvinna Stúlka óskast til afgreiðslu- starfa. Uppl. i dag milli kl. 4 og 5. Bifreiðastöð Steindórs s.f. Hafnarstræti 2. Trésmið vantar vinnu er vanur úti- og innivinnu. Uppl. i sima 66652. Vanur sjómaður óskar eftir að komast á góðan loðnubát. Uppl. i síma 99- 6543. Hörgshlið 12 Samkoma i kvöld. miðviku- dag kl. 8. jY-v-w-w ‘A'"Vir""Íj WSh s' Félag austfirzkra “lDUG0TU3 kvenna SIMAR. 11798 og 19533. Janúarfundurinn verður haldinn að þessu sinni, mánudaginn 10. janúar, að Hallveigarstöðum kl. 8.30. Félag austfirzkra kvenna. Jólafundur K.S.F. verður haldinn í Bústaða- kirkju í kvöld kl. 20.30. Dagskrá fjölbreytt — veit- ingar. Kristilegt stúdentafélag. Áramótaferð í 31. des. — 2. jan. Lagt af stað kl. 07.00 á föstudagsmorgunn. Kvöld- vaka, áramótabrenna, flug- eldar og blys. Fararstjóri: Guðmundur Jóelsson. Nánari upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. 30.12. kl. 19. Mynda- og skemmtikvöld I Skíðaskálanum Hveradölum. Sigurþór Þorgilsson sýnir. Allir velkomnir, frjálsar veit- ingar. Þátttaka tilkynnist á skrifst. sími 14606. 31.12. kl. 14. Áramótaferð í Herdísarvík, þriggja daga og einsdags. Fararstj. Kristján Baldursson. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, sími 1 4606. Nýársferð í Selvog og Strandarkirkju 2. jan. Útivist. Orð krossins Fagnaðarerindið verður boð- að á islenzku frá útvarpsstöð- inni í Monte Carlo (TWR) á hverjum laugardegi frá kl. 10.00—10.15 f.h. Sent verður á stuttbylgju 31. m. Fyrsta útsending hefst 1. janúar 1977. Elím, Grettisgötu 62, Rvík. Sjónarhæð , Akureyri. mm mm OLDUGÓTU3 SÍMAR, 11798 og 19533. Ferðafélag íslands notar sjálft sæluhús sitt i Þórsmörk um áramótin. Ferðafélag íslands. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Rebekkustúkan nr. 1, Bergþóra. Fyrir hönd Endurhæfingardeildar Land- spítalans, flytjum við Rebekkustúkunni nr. 1, Bergþóru, þakkir fyrir vinar- og hlýhug þann, er sýndur var, með því að færa jólagjafir til sjúklinga deildarinnar. Páll B. Helgason, /æknir. Skip Höfum kaupanda að nótaskipi 150 til 300 tonn. Fas teignamiðs töðin Austurstræti, 7, sími 14120 Peugeot 504 Diesel árg 1 972, til sölu Ljóskromaður utan, Ijósbrúnt leðurlíki innan. bifreið í góðu standi, vél ekin 80 þús km. Góð greiðslukjör. Bifreiðastöð Steindórs s.f. Sími 11588. Kvöldsími 13127 óskast keypt Múrhrærivél Oska eftir að kaupa góða, vel með farna múrhrærivél. Upplýsingar í síma 31322. Til leigu 280 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð í Kópavogi. Góð aðkeyrsla. Tilboð merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 2693", sendist Mbl. r Aramótaspilakvöld Varðar Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna verður fimmtudaginn 6. janúar n.k. í Súlnasal Hótel Sögu. (Nánar auglýst síðar). Skemmtinefndin. Gítar stolið Rafmagnsgítar var stolið úr húsi I vesturborginni milli kl. 17 og 19 I gærdag. Gítarinn var I svörtum kassa en með álímdu rósaflúri, og eru það tilmæli rannsóknarlög- reglunnar að þeir sem hafi orðið gltarkassans varir geri henni að- vart. — Andófsmenn Framhald af bls. 1. hafi staðið I sambandi við rann- sókn á andsovézkum slagorðum, sem máluð voru á ýmsar opinber- ar byggingar I Leningrad fyrr á þessu ári. Segir hún mann sinn hafa verið með skjöl sem varði mál þetta þegar hann var hand- tekinn. Hann hefur fengið að ganga laus síðastliðin tvö ár. Lögreglan I Leningrad hefur einnig handtekið tvo listamenn þar i borg, þá Oleg Volkov og Yuli Rybakov, og eru þeir að sögn grunaðir um aðild að slagorða- málningunni. — Hreinn Páls- son látinn Framhald af bls. 2 1930—43. Árin 1943—48 stundaði hann útgerð frá Akureyri og var þá einnig umboðsmaður Ollu- verzlunar Islands. Árið 1948 varð hann forstjóri Olíuverzlunarinnar og gegndi þvl starfi til ársins 1967, er hann lét af þeim starfa 65 ára að aldri. Arin 1933—39 var hann oddviti hreppsnefndar I Hrísey. Hreinn starfaði mikið að söng- málum og starfaði með ýmsum söngfélögum I Hrlsey, Akureyri og Reykjavlk og var einsöngvari með þeim. Hreinn hélt opinberar söngskemmtanir um land allt 1926—40. Hann söng inn á hljóm- plötur i London og víðar og var i stjórn söngfélaga og formaður sumra þeirra. Má nefna Karlakór- inn Geysi á Akureyri og Fóst- bræður I Reykjavík. Eftirlifandi kona Hreins Páls- sonar er Lena Figved Pálsson. —Mikil verkefni Framhald af bls. 2 innanlands á þessu sviði. Þróunin að undanförnu bendir þó til þess að fjármagni I þessu sambandi verði meir en áður beitt til eflingar innlendum skipasmíða- iðnaði. Kemur það þá að sjálf- sögðu vel út fyrir innlendan iðnað, þvi skipasmiðaiðnaður veit- ir, að þvl er bezt er vitað, hlut- fallslega miklu fleira fólki at- vinnu miðað við fjárfestingu, en flestur annar stærri iðnaður. Það er um stórar upphæðir i peningum að ræða á þessum vett- vangi og þvi fyllsta ástæða til þess að framkvæma sem mest hér heima. Það mun til dæmis vera búið að kanna hve miklu fé hefur verið varið til viðgerða og breyt- inga á íslenzkum fiskiskipum á árinu 1975 og er þar um að ræða 6000—7000 millj. kr., en lang- mestur hluti breytinga á skipum hefur verið unnin erlendis, en viðgerðir innanlands." — Dagur leikur . . . Framhald af bls. 2 myndina, að „þótt huldufólk hafi oft áður gefið íslenzkum listamönnum hugmyndir að verkum, hafa þær aldrei verið beint utfærðar sem þjóðfélags- ádeila. Sagan af Ölafi Liljurós varð fyrir vali kvikmyndar- anna, vegna þess hve vinsæl og myndræn sagan er og ekki slzt vegna þess að hún hefur alla þá spennu og dramatlk til að bera að skapa sterkt handrit". I kvikmyndinni hefst sagan nokkru eftir að Ólafur Liljurós hefur verið myrtur. Fátækur bóndasonur lendir I állka ævin- týri og hann, nema hvað I hans tilfelli er álfamærin klædd holdi og blóði — dóttir velefn- aðs bónda og ekki að sama skapi heiðarleg. Hafði hún ver- ið heitin Ölafi Liljurós ... Það verður forvitnilegt að sjá þetta samstarf svo nafnkunnra listamanna, sem þarna eru á ferðinni, en ekki liggur enn ljóst fyrir hvenær myndin verð- ur sýnd opinberlega. — Verðmæti vinninga Framhald af bls. 2 áherzlu á, að það seldi nú vöru sína, sem væri hlutfallslega jafn- ■niklu hærri en miðaverðið. Öll hækkunin kemur fram I 3.060 nýjum 100 þúsund króna vinningum og tvöföldun á 50 þúsund króna vinningum, sem verða nú samtals 11.115 en voru á siðastliðnu happdrættisári 6.660. Aðrir vinningar verða eins, þ.e.a.s. milljón króna vinningur I hverjum drætti, sem menn eiga kost á að fá nífaldan, ef þeir kaupa alla miða númersins. 1 desember er hæsti vinningurinn 2 milljónir. Heildarverðmæti vinninga happdrættisársins verður nú um 2,3 milljarðar eða nákvæmlega 2.268.000.000,- krónur, en það var I fyrra 1,8 milljarðar eða 1.814.400.000,- krónur — Er það 25% aukning eins og miðaverðið sjálft. Eitt númer í háskólahappdrættinu kostar nú 4.500 krónur, þ.e.a.s 4 miðar og svokallaður trompmiði, sem er fimmfaldur og gefur einnig fimmfaldan vinning. Jóhannes L.L. Helgason var að því spurður, hve háar upphæðir happdrættið hefði greitt I vinninga á síðastliðnu ári. Hann kvaðst að svo stöddu ekki hafa upplýsingar um það, þar sem skilagrein væri enn ekki komin frá fjölmörgum umboðsmönnum happdrættisins úti á landi. Hann sagði hins vegar að happdrættið vildi leggja áherzlu á að það væri hið eina, sem greiddi alla vinninga út I peningum og hefði lagaheimild til sliks. Ólafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Vöruhappdrættis SlBS, kvað heildarverðmæti vinninga happdrættisins á síðast- liðnu ári hafa verið 201.600.000,- krónur, en hækkaði nú um 7.1% eða I 216 milljónir króna. Þessi hlutfallshækkun er hin sáma og á útgefnum miðum I happdrættinu, sem verið hefur 70 þúsund en verður nú 75 þúsund. Ölafur kvað það lítið magn hafa verið til af óseldum miðum I happdrættinu, að ákveðið hefði verið að nota heimild I lögum, sem kveður á um að happdrættismiðar SlBS megi vera 75 þúsund. Þessar upphæðir, sem nefndar eru um heildarverðmæti vinninga, eru utan við auka- vinninginn, sem þar er ekki talinn með. I fyrra var auka- vinningurinn Citroén CX 2000, en I ár verður aukavinningurinn Volkswagen-ferðabíll með svefn- rými fyrir 5 manns. Verður hann dreginn út I júnídrætti og þá að venju aðeins úr seldum miðum. Að sögn Ölafs Jóhannessonar er verðmæti aukavinningsins ekki undir 3‘A milljón króna. Ólafur Jóhannesson kvaðst ekki hafa upplýsingar um útborgaða vinninga á því happdrættisári, sem nú væri að líða, einkum vegna þess að enn hafa allir desembervinningar ekki verið greiddir. Hins vegar kvaðst hann ætla að þegar hefðu verið greiddar 160 til 170 milljónir króna af heildarverðmæti vinninga að upphæð rúmlega 200 milljónir eins og áður er getið. — Bukovsky Framhald af bls. 1. hann var látinn laus I skiptum fyrir kommúnistaleiðtogann Luis Corvalan frá Chile. Fyrst I stað gátu málgögn Sovétstjórn- arinnar þess ekki að Bukovsky hefði verið sleppt, — aðeins að Luis Corvalan hafði komið til Moskvu. Stuðningsmenn Bukovskys I Lundúnum hyggja á mótmæla- stöðu við sovézka sendiráðið þar I borg á afmælisdegi hans 30. desember eins og undanfar- in ár, en segja, að þessu sinni verði um sigurhátið að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.