Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 11 Sértilboð Týfíhf. Afgreidum jólamyndimar í a!búmumÁ Næstu vikur fylgir myndaalbúm hverri litfilmu er við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarlausu Myndaalbúm þessi eru 12 mynda, handhæg og fara vel í veski Varðvertið minningarnar í varaniegum umbúðum. tylÍ Austurstræti 7 Erlingur Þorsteinsson, yfirlæknir: Sprengjur og eldflaug- ar valda heilsutjóni Morgunblaðinu hefur borizt bréf frá Erling Þorsteinssyni yfirlækni heyrnardeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykja- víkur þar sem segir, að heyrnardeildin fái vana- lega um þetta leyti árs fðlk sem orðið hefur fyrir meira og minna heilsu- tjðni af völdum ýmiss konar skrautelda og sprenginga. Segir Erlingur þennan hðp að mestu standa saman af börnum og unglingum. Segir Erlingur svo í bréfi sínu: „Þáð er stórhættulegt og beinlínis glæpsamlegt að kasta „kíng/erjum“ og álíka sprengjum að fólki. Verði sprenging nærri eyra má búast við varanlegri heyrnarskemmd, jafnvel einnig gati á hljóðhimnu. Flugeldar geta sprungið þegar í þeim er kveikt. Blinda, brunasár og varan- leg örorka hefur þráfald- lega hlotizt af óaðgætni við tendrun eldflauga, og annars þess háttar.“ Erlingur segir ennfremur að aldrei sé of varlega farið með ofan- greinda hluti, og segir hann að bezt sé að hafa þá ekki um hönd. Segir Erlingur foreldra og for- ráðamenn barna og unglinga þurfa að vera vel á verði og sjá til þess að þetta unga fólk hafi ekki sprengjur um hönd, því þær valdi alvarlegu og varanlegu heilsutjóni. Pétur Einarsson, formaður Tómstundaráðs Kópavogs (t.v.), Kristján Guðmundsson félagsmálastjóri og Hreinn Arnason, formaður Gusts, úti fyrir hinu nýja hesthúsi. Hestamannafélagið Gustur og Kópavogskaupstaður: Reisa hesthús fyrir unglinga Fram kom hjá Kristjáni að reiknað er með að kostnaður við hvern bás, sem nú er verið að taka í notkun, verði um 200 þúsund krónur. Starfseminni í húsinu verður þannig háttað að fyrir hvern hest greiða unglingarnir 6000 krónur á mánuði og er gert ráð fyrir að það svari til kostnaðar við fóður handa hestunum. Hestamanna- félagið og Tómstundaráð leggja til eftirlitsmann með húsinu og hefur hann yfirumsjón með hirðingu hrossanna. Unglingum sem eiga hesta í húsinu gefst kost- ur á að koma og aðstoða eftirlits- manninn við hirðingu. Kristján sagði að þessi starfsemi væri fyrst og fremst hugsuð til að koma til móts við þá unglinga, sem ekki geta komið hestum slnum í hús með öðrum hætti. Til að mynda hafa ekki fengið inni I húsinu unglingar, sem átt hafa þess kost að koma hestum sínum I hús hjá foreldrum sínum í hesthúsum Gusts. Kristján sagði að sjálfsagt þætti sumum þetta kostnaðarsöm tómstundastarfsemi en þá mætti ekki gleyma því hversu kostnaðr- samt væri að koma þeim ungling- um á rétta braut, sem lent hefðu á glapstigum af einhverjum orsök- um. — Þetta er jákvætt starf og holl tómstundaiðja og á eftir að koma til góða síðar, sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að í mörgum tilvikum væru þau ungmenni, sem fengið hefðu inni fyrir hross sín i þessu húsum, að byrja sinn feril í hestamennsku og ósjaldan væri um að ræða að þau hefðu fengið að gjöf unghross sem viðurkenningu fyrir vel unn- in störf I sveitum. Aformað er að nota þann hluta hússins, sem ekki verður notaður fyrir hesta unglinga I vetur, fyrir tamningastöð. Kristján sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvernig þær tvær lóðir, sem eftir væru, yrðu nýttar, en fullur hugur væri á að framhald yrði á hesthúsabyggingum fyrir unglinga. HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur og Kópavogskaup- staður eru um þessar mundir að taka í notkun hesthús á félagssvæði Gusts I Glaðheimum, þar sem ungmennum úr Kópa- vogi gefst kostur á að hafa hesta sína. Alls verður rúm fyrir 22 hesta í húsinu, en í vetur verða 11 básar notaðir fyrir þessa starf- semi. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, félags- málastjóra Kópavogskaup- staðar, var ásókn í bása 1 húsinu meiri en hægt var að anna þegar þessi starf- semi var auglýst, en ung- menni, sem hafa hesta í húsinu eru á aldrinum 12 til 19 ára. Kristján sagði að þegar Hesta- mannafélagið Gustur hefði á sín- um tfma fengið úthlutað svæði undir hesthús, hefði félagið tekið frá lóðir undir þrjú hús f þeim tilgangi að reisa þar hesthús fyrir unglinga og aðra sameiginlega starfsemi félagsins. Gustur og Tómstundaráð Kópavogs ákváðu að byggja hús það, sem nú er verið að taka í notkun í sameiningu og var hafist handa við framkvæmdir á árinu 1975. Dregið í happ- drætti Krabba- meinsfélagsins Á AÐFANGADAG var dregið i Happdrætti Krabbameins- félagsins. Fyrsti vinningur, Audi-bifreið, kom á miða nr. 70729. Annar vinningur, vél- sleði á miða nr. 84802, og þriðji vinningur, vélsleði, á miða nr. 87346. Vinninga skal vitja á skrifstofu happdrættisins í Suðurgötu 24,_______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.