Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1976 13 Hua gagn- rýnir enn þorparana: Tékfó 28. des. AP HUA Kuo-feng, formaður klnverska kommúnistaflokks- ins, sagði f ræðu, sem hann hélt, að hefðu „þorpararnir fjórir“ ekki verið barðir niður hefði það getað kostað „meiri- háttar borgarastyrjöld" f landinu og erlenda fhlutun f Kfna. Hua sagði að árið 1977 myndi bera f sér algera póli- tfska „eyðileggingu" þorparanna fjögurra, sem stjórnað var af ekkju Maos, Chiang Ching. Fréttastofan Hsinhsua sagði að Hua hefði stimplað fjðr- menningana sem fjandmenn þjððarinnar og sagt að fylgis- menn þeirra myndu fá þá meðhöndlun sem við ætti hverju sinni. Hann gaf f skyn, að fjðrmenningarnir yrðu látnir svara til saka fyrir glæpi sfna, en sagði að von væri fyrir aðra fylgismenn þeirra og hugsanlegt væri að þeir fengju Eitt af mörgum veggspjöldum sem komið var upp f Kfna eftir að upp komst um ill áform þorparanna fjögurra. Boðar fyrirgefningu fylgismönnum þeirra er snúa frá villu síns vegar fyrirgefningu ef þeir iðruðust. Hua sagði að fimmta bindi af verkum Maos yrði gefið út fyrri hluta næsta árs. Hann sagði að áætlun sem miðar að þvf að styrkja flokkinn og hreinsa til f honum yrði kynnt á heppileg- um tfma og alþýðuþing yrðu haldin vfða f héruðum landsins við „hentugt tækifæri“ og etv. einhverjar breytingar þá gerðar á viðkomandi stjðrn. Ekki var sagt frá ræðu Hua fyrr en f gær, en hún mun hafa verið flutt á laugardaginn var og var þá svo kynnt að um „árfðandi tilkynningu formannsins" væri að ræða. Hua sagði einnig í ræðu sinni að auk þess sem Kínverjar hefðu orðið að þola stórkostlega jarðskjálfta hefðu einnig gengið þurrkar yfir landið meiri en áður, og kuldar hefðu komið óvenju snemma, svo og „önnur óhöpp dunið yfir“ á árinu 1976. Hann sagði að á þessum miklu og sáru reynslutfmum kínversku þjóðarinnar hefðu „þorpararnir fjórir" reynt að láta til sfn taka. „Hefði áætlun þeirra heppnazt“, sagði hann, „hefði það leitt til meiriháttar klofnings i flokknum og það hefði verið hrapalleg ógæfa fyrir þjóðina. Þeir hefðu sfðan gengizt á hönd bandarfskri og sovézkri heimsvaldastefnu og reynt að ota sínum tota á kostn- að hagsmuna þjóarheildar- innar. Slík staða hefði aldrei komið upp í 27 ára sögu Alþýðulýðveldisins og naumast í 55 ára starfssögu kommúnista- flokksins. Hann ítrekaði að fjór- menningarnir hefðu verið brotnir á bak aftur án þess skoti hefði verið hleypt af eða blóðdropa úthellt. Hua sagði einnig að það væri rangnefni að kalla þau fjögur „róttæk" þvf að gerðir þeirra bentu til hins gagnstæða. Telja mætti þau afturhalds- hægrisinna og borgarasinna. Hann ftrekaði einnig að þau hefðu öll verið andsnúin Mao og reynt allt til að vinna gegn honum, svo og Chou En-lai fyrr- verandi forsætisráðherra. Þá boðaði Hua á ný að þeir sem hefðu fylgt fjór- menningunum en sæju að sér í tfma myndu fá fyrirgefningu ef þeir sýndu rétt hugarfar og gerðu sér grein fyrir að við- komandi kæmi bezt að snúa f tíma frá villu sfns vegar. Þá segir í Reuterfréttum frá Peking í dag að árásunum á hendur fjórmenningunum virðist langt frá því að linna því að f dag hafi verið birtir kaflar úr ræðu embættismanns f Shanghai, Wang- Yi-ping, aðstoðarforseta byltingarráðs- ins í Shanghai, þar sem hann lýsti því að fjórmenningarnir hefðu ráðið lögum og lofum í borginni og reynt að etja saman fylkingum þar og gegn Chou En lai og öðrum sem hefðu séð við þeim. Hann sagði að hinir örfáu stuðningsmenn sem þorpararn- ir fjórir ættu enn reyndu að útvarpa og koma á framfæri fölsuðum greinum sem sagðar væru orð Maos formanns, enda þótt Mao hefði gert sér öðrum betur grein fyrir því hversu nauðsynlegt væri að brjóta þau á bak aftur. Ein Manson-ambáttanna: Leslie van Houten fer aftur fyrir rétt Los Angeles 27. des. Reuter. LESLIE van Houten, ein af hinum svokölluðu „Manson-ambáttum“, mun koma á ný fyrir rétt þann 28. janúar n.k. vegna tveggja morða sem hún var talin eiga aðild að og fram- in voru árið 1969. Leslie van Houten er nú 27 ára og hefur setið í fang- elsi í sjö ár. Það var áfrýjunarréttur sem úr- skurðaði að mál hennar skyldi tekið upp á ný, en hún hefur jafnan haldið því fram að hún væri sak- laus af ákærum á hendur sér. Hún var upphaflega ákærð fyr- ir að vera viðriðin morðið á millj- ónamæringnum Leno La Bianca og eiginkonu hans Rosemary en þau voru myrt daginn eftir að Sharon Tate, leikkonan þekkta, 2 milljónir Kín- verja kaþólskir Páfagarrti 28. des. Reuter. UTVARP Páfagarðs mun á næsta ári auka útvarps- sendingar sínar til Kína úr fimm stundum f sjö á viku. Sérfræðingar í Páfagarði sögðust áætla að nú væru um 2 milljónir Kinverja rómverks- kaþólskrar trúar. og fjórir vinir hennar voru myrt- ir. Árið 1971 var Charles Manson fundinn sekur um morðin sjö ásamt þremur ambáttum sfnum, þeim Patriciu Kenrenwinkel, Susan Atkins og Van Houten. Var stúlkan upphaflega dæmd til dauða, en þegar úrskurðað var að dauðarefsing bryti í bága við stjórnarskrána var þeim dómi ERLENT breytt. Lögfræðingur hennar krafðist þess að hún yrði látin laus gegn tryggingu að upphæð 50 þús. dollarar er henni var haldið f fangelsi og krafizt 200 þús. doll- ara tryggingar. Saksóknarinn Stephen Key vildi að tryggingin væri svo há til að komið yrði f veg fyrir að hún yrði leyst úr haldi. Hann sagði fréttamönnum í dag eftir að fall- izt hafði verið á ný réttarhöld að hann myndi kalla „Manson- fjölskylduna“ fyrrverandi fyrir rétt og mætti búast við að réttar- höldin stæðu að minnsta kosti þrjá mánuði. Eitt aðalvitni saksóknara, Linda Kasabin, sem mun hafa ek- ið Manson og stúlkunum á morð- staðina, er nú gift í Englandi og hefur ekki fundizt. Er því ekki vitað hvort haft verður uppi á henni til vitnaleiðslu. Lögfræðingur Leslie van Hout- en, sem upprunalega annaðist mál hennar, lézt á meðan Manson- réttarhöldin stóðu yfir og meðal annars út frá þeim forsendum að réttargæzlu hennar hefði verið f ýmsu áfátt fékkst loks leyfi til að mál hennar yrði tekið upp á ný. Brown varfærinn í kjamorkuvopnatali Los Angeles, 28. des. Reuter. NYSKIPAÐUR varnarmálaráð- herra f væntanlegri stjórn Jimmy Carters, Harold Brown, sagði f viðtali sem birt var f dag, að hann drægi f efa fréttir um að Sovétrfk- in væru að reyna að komast fram úr Bandarfkjunum f kjarnorku- vopnaframleiðslu með byggingu geysimikilla skýla til verndar óbreyttum borgurum. Nokkrir embættismenn varnarmálaráðuneytisins hafa látið f ljós áhyggjur vegna þess að Sovétríkin kunni að telja að þessi skýlagerðaráætlun geri það óhætt fyrir þá að beita kjarnorkuvopn- um og lifa af gagnárás. Brown sagði í viðtali við Los Angeles Times að hann teldi hæpna ástæðu til að leggja trúnað á þessar fréttir og hann sagðist ekki hafa trú á að skynsamlegasta svarið væri að reyna að byggja upp borgaralegt varnarprógramm í Bandaríkjunum. V eitir Ford f or- seti allsherjar sakar uppg j öf ? Vail, Colorado 28. des. Reuter. FORD Bandaríkjaforseti sagði í dag, að hann væri að íhuga að veita fulla sakar- uppgjöf liðhlaupum úr Víetnamstíðinu svo og þeim sem komu sér undan því að gegna herþjónustu í styrjöldinni að ósk ekkju Philips Harts, öldunga- deildarþingmanns, sem lézt í Washington i gær. Ford sem ræddi við fréttamenn eftir að hafa verið í skfðaferð sagðist hafa haft símasamband við frú Hart til að votta henni samúð. Hefði hann þá innt hana eftir þvf hvort hann gæti á ein- hvern hátt hjálpað henni og fjöl- skyldunni og frúin hefði óskað eftir þvf að hann sæi til að sakar- uppgjöf þessi yrði veitt áður en hann hyrfi úr embætti þann 20. janúar n.k. Kvaðst forsetinn hafa lofað henni að fhuga málið. Jimmy Carter hefur heitið þvi að veita þeim sakaruppgjöf sem ekki fengust til að gegna herþjón- ustu f Vietnam, eftir að hann tek- ur við forsetaembætti, en hins vegar ekki liðhlaupum. Ford hóf náðurnaráætlun sína seint á ár- inu 1974. Samtals eiga 106,472 menn þarna í hlut annaðhvort sem liðhlaupar eða sem andstæð- ingar strfðsrekstursins og neituðu þvf að gegna herþjónustu, en að- eins 21 þúund þeirra hefur óskað formlega eftir sakaruppgjöf. N-Kóreani rekinn frá Danmörku Kaupmannahöfn 28. des. NTB. DANSKA leynilögreglan hef- ur með leynd handtekið og vfs- að úr landi norður- kóreönskum njósnara frá Dan- mörku, að þvf er talsmaður lögreglunnar skýrði frá f gær. Norður-Kóreumaðurinn, sem hlut átti að máli nú, kom frá Bretlandi í september sl. Lögreglan taldi sig fljótlega hafa ástæðu til að ætla að hann hefði gert sig sekan um ólög- legt athæfi og var haft eftirlit með honum. Ekki hefur neitt það komið fram sem bendir til að þessi maður hafi haft tengsl við sendiráð Norður-Kóreu í Kaupmannahöfn, en eins og frá hefur margsinnis verið sagt hefur fjölda diplómata frá N-Kóreu verið vfsað frá Norðurlöndunum á síðustu mánuðum vegna eiturlyfjasölu og smyglvarningsviðskipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.