Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 Útgefandi Framkvæmd^stjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Byggðaþróun í Reykjavík Áundanförnum árum hefur tiltölulega lítil aukning orðið á (búafjölda Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það hefur Breiðholts- hverfi byggzt mjög ört upp og eftirspurn eftir lóðum undir íbúðar- blokkir og einbýlishús svo og eftir lóðum fyrir atvinnustarfsemi er jafnan mjög mikil. Þessar tvær andstæður — lítil íbúafjölgun en mikil útþensia borgarinnar — hafa að vonum orðið mönnum nokkurt um- hugsunarefni og kemur margt til. Skýringin á því, að höfuðborgin heldur áfram að þenjast út og byggingarframkvæmdir eru miklar innan borgarmarkanna, þótt íb- úum fjölgi hægt, getur ekki verið önnur en sú, að fólk stækki stöðugt við sig húsnæði. Raunar er augljóst, hvernig það gerist. Börn flytja frá foreldrum sinum og stofna sitt eigið heimili en foreldrarnir búa áfram f sínum íbúðum eða húsum, sem í upphafi hafa verið sniðin fyrir stærri fjölskyldur. Skiljanlegt er, að fólk vilji búa áfram I húsnæði, sem það hefur fest rætur i og tekið tryggð við, enda þótt börnin flytji að heiman. Jafnhliða þessari þróun, þessum búferlaflutningum innan höfuð- borgarinnar, verður álagið á þær þjónustumiðsvöðvar, sem byggðar hafa verið upp í eldri hverfum, svo sem skóla, leikskóla, leikvelli og annað slíkt, minni og sums staðar verður þetta húsnæði vannýtt á sama tima og miklum fjármunum er varið í að byggja upp slfkar þjónustu- miðsvöðvar í hinum nýju hverfum. Jafnframt fækkar yngra fólki f eldri hverfunum, börn hverfa þaðan meira og minna og hverfin fá þvi á sig annan blæ en áður var. Þegar fjallað er um þessi mál verður fyrsta spurningin að sjálfsögðu sú, hvort þessi þróun sé óæskileg í sjálfu sér. Tæpast getur nokkur efazt um að svo sé. Það er óhagkvæmt, að mikil mannvirki eru ekki fullnýtt i einu borgarhverfi, þegar þau skortir tilfinnanlega f öðru. Það er heldur ekki jákvætt, að í sumum borgarhverfum búi fyrst og fremst miðaldra og eldra fólk en i öðrum nær eingöngu ungt fólk með börn. Þegar leitað er að ástæðum þess, að þróunin hefur orðið þessi, liggur beinast við að ætla, að skýringarinnar sé að leita til þeirrar lánastefnu, sem ríkt hefur hjá húsnæðismálastjórn ríkisins. Lán, sem húsnæðis- málastjórn veitir út á nýbyggingar eru langtum hærri heldur en lán, sem veitt er til kaupa á eldra húsnæði. Þetta veldur þvf, að það er í rauninni ókleyft fyrir ungt fólk, með lítið fé handa á milli, að festa kaup á húsnæði f hinum eldri borgarhverfum, jafnvel þótt það gjarnan vildi. Þess vegna hlýtur fyrsta og mikilvægasta skrefið að verða það að breyta þessari lánastefnu, þannig að meira jafnræði ríki á milli lána, sem veitt eru til nýbygginga, og lána, sem veitt eru til kaupa á eldra húsnæði. Um leið og slfkt jafnræði yrði komið á má óhikað fullyrða, að breyting yrði á í þessum efnum og þá um leið mundi draga úr þvi álagi, sem nú er á skattborgunum f Reykjavfk að standa undir kostnaði við byggingu stöðugt nýrra þjónustumiðstöðva á sama tima og aðrar eru að tæmast. Þórarinn leikur sér að eldi Sovétmenn eiga hauk f horni, þar sem er Þóararinn Þór- arinsson, ritstjóri Tímans og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Það kemur glögglega fram í forystugrein er hann ritar f blað sitt í gær, þar sem hann gerir lítið úr þeirri hættu, að Sovétmenn stundi njósnir hér og sér ekkert athugavert við þann mikla fjölda starfsmanna, sem sovézka sendiráðið hefur á að skipa. Raunar kemur það engum á óvart, að þessi rödd skuli heyrast úr þessari átt. Ekkert dagblað á tslandi birtir jafn mikið af efni, sem sovézka áróðursstofnun- in Novosti, sem hefur skrifstofu hér á landi, reynir að troða inn í islenzka fjölmiðla og einmitt dagblaðið Timinn. Hefur það lengi verið mönnum undrunarefni, hvernig á því stendur. Þórarinn Þórarinsson heldur þvf fram, að heimildir Morgunblaðsins fyrir njósnaferli sovézka sendiherrans á tslandi séu ekki „marktækar". Formaður utanrfkisnefndar Alþingis ætti að beita áhrifum sínum til þess að utanrfkisráðuneytið afli upplýsinga frá aðilum á Norðurlönd- um um feril sovézka sendiherrans í þeim löndum meðan hann starfaði þar og sjálfsagt hafa íslenzk stjórnvöld slfkar upplýsingar nú þegar undir höndum. Að þeim upplýsingum fengnum mundi Þórarinn Þórarinsson væntanlega tala varlegar um „marktækar" heimildir. Það er furðulegt, hvað Alþingi tslendinga hefur verið sinnulaust um þau málefni, sem varða hið innra öryggi íslenzka rfkisins og andvaralaust um aðgerðir til þess að eyðileggja það innan frá En það andvaraleysi verður kannski skiljanlegra, þegar það liggur fyrir hversu hallur formaður utanrfkismálanefndar Alþingis er undir Sovétmenn. En það afsakar þó ekki sinnuleysi annarra. Tilraunir Þórarins Þórarinssonar til þess að gera lítið úr þeirri augljósu hættu, sem á því er ,að Sovétmenn stundi hér víðtæka njósnastarfsemi benda til þess, að það sé rík ástæða til að herða eftirlit með athöfnum Sovétmanna hér á Islandi. Svæfingartilraunir af þvf tagi, sem Þórarinn Þórarinsson stundar, eru ekki traustvekjandi. Astæða til þess, að Morgunblaðið telur að minni hætta stafi af dónaskap manns eins og Þórarins Þórarinssonar er nú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er i ríkisstjórn og hefur væntanlega aðhald að honum og rfkisfélögum hans. Það er hættulegt, þegar börn leika sér að eldi, það er einnig hættulegt, þegar Þórarinn Þórarinsson leikur sér að staðleysum. Sjómenn og útgerðarmenn á fundi með sáttasemjara vi undirritun samninga f sfðustu kjaradeilu. Vinnuveitendasambandið: Reiðubúnir að styðja tillögur um bættan hag láglaunafólks Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi samþykkt framkvæmdanefndar Vinnuveitendasambands tslands um kjarasamningagerð þá sem framundan er, og fer samþykktin hér á eftir. Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambands Islands hefur i dag fjallað um ástand og horfur í efnahags- og kjaramálum og kjarasamningagerð þá sem fram- undan er. Af því tilefni vill fram- kvæmdastjórnin taka fram eftir- farandi: Næstu kjarasamningar eiga sér stað þegar svo háttar til f íslenzk- um efnahagsmálum að nokkur breyting hefur orðið til batnaðar frá andstreymi undanfarinna ára. Fjarri fer þó því að erfiðleikarnir séu að baki. Staða þjóðarbúsins og höfuðatvinnuvega er enn ákaf- lega veik og efnahagshorfur á þessu ári óvissu undirorpnar. Miklu varðar þvi að kjara- ákvarðanir næstu mánaða verði innan þeirra marka sem aukning þjóðartekna setur. Þau viðhorf virðast býsna út- breidd um þessar mundir, að öll batamerki í efnahagsmálum séu jafnframt tilefni til meiri háttar launahækkana. Þessu er þvi miður ekki svo farið. Þótt við- skiptahalli við útlönd minnki úr 12% af þjóðarframleiðslunni f 2lA til 3% eins og gerðist á sfðasta ári er enn um viðskiptahalla að ræða. Þótt staða sjávarútvegsins í heild sé um þessar mundir betri en verið hefur um nokkurra ára skeið, er enn halli á fiskiflotanum og fiskvinnslan stendur f járnum. Þrátt fyrir hæstu afurðaverð hafa verðhækkanir varla haft við þeim geysimiklu kostnaðarhækkunum , sem orðið hafa hér á landi, sem kemur m.a. fram f þvf, að nú er ekkert greitt i Verðjöfnunarsjóð af mikilvægustu útflutningsvör- unum nema loðnuafurðum. Og þótt tekizt hafi að draga úr hraða verðbólgunnar var hún yfir 30% á síðastliðnu ári. Auk þess sem þegar er nefnt verður ekki litið fram hjá vaxandi skuldabyrði gagnvart útlöndum en löng erlend lán voru um siðustu ára- mót áætluð að nema 39% af þjóðarframleiðslu árið 1976. Sam- bærileg hlutfallstala var að meðaltali 25.5% 1970—1974. Greiðslubyrðin var á sfðasta ári 17% af verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu og er áætluð rúmlega 18% á þessu ári. Enda þótt við- skiptakjör þjóðarinnar hafi farið batnandi að undanförnu eru við- skiptakjör ennþá 17% lakari en þau voru á fyrsta ársfjórðungi 1974. Af þessum staðreyndum verður að taka mið á næstu vikum og mánuðum þegar hafizt verður handa um launaákvarðanir. Sé horft fram á veginn er ennfremur ljóst, að brugðið getur til beggja vona með þróun efna- hagsmála á þessu ári. Efnahags- batinn f umheiminum hefur ekki orðið eins ör og vænzt var og margir eru uggandi um framvindu efnahagsmála í heiminum á næstunni. íslenzk utanríkisviðskipti og viðskipta- kjör kunna því að breytast okkur í óhag. Þá setur ástand fiskistofna fiskveiðum verulegar skorður. Þvf er þó spáð að um nokkra aukningu þjóðarframleiðslu og þjóðartekna verði að ræða á þessu ári. Meginviðfangsefni aðila vinnumarkaðarins er að halda svo á málum, að niðurstöður kjara- samninga stuðli að en hindri ekki að áfram stefni í rétta átt. Vinnuveitendasambandið telur brýnt að á þessu ári verði enn dregið úr verðbólgu og viðskipta- halla, og feitast við að minnka erlendar skuldir. Til þess að þetta megi takast verða kjara- samningarnir í vor að taka raun- verulegt mið af efnahagshorfum, spám um þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur og verðlagsþróun. Ákvörðun peningalauna sem ekki tæki mið af þessu myndi kalla yfir þjóðina f vaxandi mæli víxl- hækkanir verðlags og kaupgjalds, aukinn viðskiptahalla og gengis- lækkanir, rekstrarörðugleika at- vinnufyrirtækja og óvissu i at- vinnumálum. Eigi áframhaldandi árangur að nást í efnahagsmálum þjóðarinnar verður ennfremur til að koma fyllsta aðhald f rfkisfjár- málum og peningamálum. í þeim efnum erenn frekari aðhalds- aðgerða þörf. Vinnuveitendasamband íslands telur það grundvallaratriði nú sem endranær að aðilar vinnu- markaðarins semji sjálfir um kaup sfn og kjör. Með auknum umsvifum hins opinbera hefur hins vegar smám saman orðið óhjákvæmilegt að hafa samráð við stjórnvöld við töku kjara- ákvarðana og þegar sérstaklega stendur á getur verið nauðsynlegt að leita samstarfs við rfkisvaldið um lausn kjaramála. Vinnuveit- endasambandið álftur að svo mikið sé nú í húfi að vel takizt til við kjaraákvarðanir í vor, að ekki verði hjá þvf komist að leita náinnar samvinnu við stjórnvöld um lausn kjaramálanna. Vinnu- veitendasambandið er því fyrir sitt leyti reiðubúið að taka upp viðræður við verkalýðshreyf- inguna um það með hverjum hætti aðilar vinnumarkaðarins geti komið fram sameiginlega gagnvart ríkisvaldinu f kjara- samningunum. Vill Vinnuveit- endasambandið í þvi sambandi minna á það samstarf aðila vinnu- markaðarins sem tókst að þessu leyti í sfðustu kjarasamningum. Vinnuveitendasambandið væntir stuðnings verkalýðshreyfingar- innar við óskir vinnuveitenda um afnám eða lækkun ýmissa opin- berra álaga og gjalda á atvinnu- reksturinn, sem styrkt geti rekstr- argrundvöll atvinnuveganna. Á sama hátt er Vinnuveitendasam- bandið fúst að leggja lið tillögum sem miða að því að bæta hag hinna lægst launuðu. 1 þessu sam- bandi gætu komið til athugunar aðgerðir á sviði skattamála, trygg- ingamála eða húsnæðismála svo að dæmi séu nefnd, enda verður að telja slfka kjarabótaleið mun heppilegri hinni hefðbundnu eins og nú standa sakir. Vinnuveitendasamband islands telur æskilegt að þessar viðræður aðila vinnumarkaðarins hefjist sem fyrst. Ennfremur álftur Vinnuveitendasambandið nauð- synlegt að aðilar vinnumarkaðar- ins hefji á næstunni viðræður um ástand og horfur f efnahagsmál- um og þann ramma sem setja verður launaákvörðunum í vor eigi að takast að varðveita og treysta þann efnahagsbata sem hafinn ér, stuðla að frekara jafn- vægi i þjóðarbúskapnum og vinna að raunverulegri kaupmáttar- aukningu. í þessum efnum eiga launþegar og vinnuveitendur óskilið mál. Það er þeirra sameig- inlegi hagur og þjóðarinnar allrar að afstýra megi nýrri kollsteypu í efnahagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.