Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977
37
TT&
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
‘Inu'i/MTniPL'-uæ'UK
mig. Og það í stórum stíl. Sigarett-
an er ekki aðeins tóbak, — í þessu
formi styttir hún líf manna mjög
og deyja tugþúsundir manna á ári
hverju. En áróðurinn heldur
áfram og bjargar mörgum úr
þrældómi tóbaksins, þessu eitraða
efni, sem leggur iíkama reykinga-
fólks i rúst smátt og smátt. Likam-
inn er farartæki okkar sjálfra hér
á jörð og þess vegna ættum við að
fara vel með hann eins og maður
sem fer vel með bílinn sinn. Allir
vita það nú hvaða hættur stafa af
reykingum og þarf ekki að taka
það fram hér.
Með reykingum leggst myrkrið
hægt og hægt yfir, það kvöldar og
nóttin er í nánd, likt og á frost-
hörðu vetrarkvöldi. En það birtir
á ný og eins er það ef hætt er að
reykja timanlega. Sólin rís og
vermir kalda jörð eins og sá gæti
gert fyrir líkama sinn ef hann
segðí skilið við reykingar.
Sýnum áróðursmönnum þakk-
læti fyrir verk þeirra, virðum rétt
þeirra sem ekki reykja og förum
að fordæmi þeirra. Með þökk fyr-
ir birtinguna.
Einar I. Magnússon."
% Hvert eigum
við að fara?
„Ég hef áður spurt þessar
spurningar, hvert við, aldurs-
flokkurinn 17—20 ára eiguni að
fara til að skemmta okkur, hitta
kunningjana og dansa. Við reyn-
um að halda partý, en þá kemur
einhver og kvartar undan hávaða
eða jafnvel lögreglan er kvödd á
staðinn til að lækka niður í fólk-
inu.
Sjónvarpið hefur engan þátt
fyrir okkur sérstaklega og varla
er horfandi á það. Utvarpið hefur
lög unga fólksins einu sinni í viku
og á þann þátt er varla hlustandi
vegna „stææanna" sem fylgja
hverri kveðju. Einhver myndi
spyrja: Hafið þið ekkert áhuga-
mál annað en að fara á böll? Jú,
auðvitað eigum við nóg önnur
áhugamál, eins og t.d. alls konar
iþróttir, dans og ferðalög og
margt annað, en hvar er hægt að
sinna þessum áhuganálum, t.d. á
laugardagskvöldi?
Það er furðulegt að giftingar-
aldur stúlkna skuli vera 18 ár en
pilta 20 ár og ef þau eru gift
kemst hann inn á skemmtistaði
en ekki hún. Furðulegt fyrir-
komulag.
Ef einu vinveitingah úsinu yrði
breitt i stað fyrir okkur (þar sem
ekki yrði selt vín) þá yrði ekki
eins mikill gróði af húsinu og er
þá peningagræðgin númer 1 í
þessari borg? Erum við kannski
verri gestir á skemmtistöðum
heldur en 20 ára fólk og eldra? Ef
svo er þá hvers vegna?
Eg tek undir orð Sveins
Sveinssonar í dálk Mbl. 27.1. s.l.
um að leggja inn á sjóðsbók fyrir
æskuna og ef ég hef skilið orð
hans rétt þá getum við (ég og
fleiri) farið niður í Alþýðubanka
og lagt inn á Æskulýðssjóð. Ég
vona að undirtektir verði góðar.
Þá vona ég að einhver fróður
maður í þessum málum gefi mér
og fleirum svör við minum sprun-
ingum og segi mér einnig hvers
vegna sé gert upp á milli okkar.
(15—16 ára hafa Tónabæ, 17—20
ára ekkert og 20 ára og eldri dans-
og vínveitingahúsin).
Með fyrir fram þökk fyrir birti
bréfið og tekur undir þau orð að
einhver fróður taki að sér að veita
svör við þessum spurningum.
Bíblíudagunnn
á sunnudag
HINN árlegi biblíudagur er á
sunnudag 13. febrúar n.k. og er
tilgangur hans að vekja athygli á
gildi Ritningarinnar og styðja
starfsemi Hins íslenzka bibliu-
félags. Bibliufélagið starfar á
hliðstæðan hátt og systurfélög
þess erlendis, að styðja og efla
útgáfu Biblíunnar, hérlendis og
erlendis eftir þvi sem kostur er.
Framlögum til Biblíufélagsins
verður veitt móttaka við guðs-
þjónustur á sunnudaginn og að
lokinni guðsþjónustu I Háteigs-
kirkju I Reykjavlk, sem hefst kl.
14:00 verður haldinn aðalfundur
félagsins.
Þessir hringdu . . .
0 Búðarhnupl
Nærgöngul:
—Það hefur verið nokkuð
til umræðu að búðarþjófnaðir
væru farnir að verða algengir og
mun það satt vera. Það er vissu-
lega hörmulegt til þess að vita að
fullorðnir menn skuli ganga um
bæinn eins og gráir kettir og stela
í stað þess að fara að vinna. En
þetta hefur verið opinbert
leyndarmál alilengi, — hægt er að
drýgja tekjur sínar með ýmsu
móti.
Heyrt hef ég t.d. um fólk hér í
borg þar sem maðurdur og i
virðingarstöðu en tímir ekki að
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á heimsmeistaramóti unglinga
1976, sem fram fór um síðustu
áramót I Groningen i Hollandi,
kom þessi staða upp í skák
Vladimirovs, Sovétrikjunum, sem
hafði hvítt og átti leik, og Marrer-
os frá Puerto Rico!
m m t E. mM
Hi pH % wm Wmk i i
m i A H i H
■ i ■
mm HJI mm 9
§J & §§
& W/ vl B £ 11 fw Bl fi
17. Rcd5! — Bxb2?, (Meiri mót-
stöða veitti 17. ..Bxd5) 18. Hc8H
og svartur gafst upp, því að eftir
18.. Dxc8, 19. Rxe7+ tapar hann
drottningu sinni án nokkurra
gagnmöguleika.
Vladimirov hiaut 7 vinninga úr
8 fyrstu skákunum og var lang-
efstur, en siðan skeði hið óvænta,
hann hlaut aðeins ll/í vinning úr 5
síðustu umferðunum og varð þar
með af efsta sætinu. Heimsmeist-
ari unglinga 1976 varð Banda-
ríkjamaðurinn Mark Diesen.
kaupa blóm. Hin fina frú hans
leggur stundum leið sina i kirkju-
garðinn eða sendir börn sín þang-
að. Þannig drýgir hún tekjur
heimilisins en á nokkuð vafasam-
an hátt. Blómin sem fást í kirkju-
garðinum eru svo notuð til skreyt-
inga eða gjafa handa kunningj-
um. Allir geta ímyndað sér hvað
fyrirmynd barna og unglinga
kann að hafa í för með sér. Hvað
finnst þér lesandi góður?
Og frá þeirri spurningu lítum
við á næsta mál — um
# Leirkeragerð
Forvitin:
— Mig langar til að spyrja
um það hvort það sé ekkert eftir-
lit með leirkeranámskeiðum,
hvort ekki séu í gildi ákveðnar
kröfur um húsakost, fjölda nem-
enda á kennara o.s.frv. Einnig
hvort það sé ekki rangt að auglýsa
sex vikna námskeið, sem siðan
stendur yfir í aðeins tvær vikur
og hvort fólk eigi þá ekki rétt á
endurgreiðslu fyrir þann tíma
sem ekki var kennt.—
Vorum aó taka upp
nýja sendingu af
hinum þekktu
Arauto
barnaskóm
Teg I.
st. 18 — 23
Litur: rautt og brúnt
Verð: 3.440.
Teg. II
st. 19 — 23
Litur: dökkbrúnt
Verð: 3.240 -
Teg. III
st. 21 — 25
Litur brúnt
Verð: 2.993 -
Teg.IV
st. 28 — 36
Litur: rauðbrúnt
Verð: frá 3.986 -
Teg. V
Tvílitir:
dökkbrúnt og Ijósbrúnt
Verð: frá 4.734.
Skóglugginn h.f.
Hverfisgötu 82
Póstsendum
Simi 11788.
HOGNI HREKKVISI
Hvar er sjerríið í súpuna?
a
1
1
I
1
I
I
I
I
I
1
1
1
I
I
I
1
I
I
I
I
i
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A NÆSTUNNI
FERMA SKIP VOR
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR SEGIR:
ANTWERPEN:
Grundarfoss 14. febrúar.
Tungufoss 23. febrúar.
Úðafoss 28. febrúar.
Grundarfoss 7. marz.
ROTTERDAM:
Grundarfoss 1 5. febrúar.
Tungufoss 22. febrúar.
Úðafoss 1. marz.
Grundarfoss 8 marz.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 1 5. febrúar.
Mánafoss 22. febrúar.
Dettifoss 1. marz.
Mánafoss 8. marz.
Dettifoss 1 5. marz.
HAMBORG.
Dettifoss 1 7. febrúar.
Mánafoss 24. febrúar.
Dettifoss 3. marz.
Mánafoss 10. marz.
Dettifoss 1 7. marz.
PORTSMOUTH:
Bakkafoss 14. febrúar.
Selfoss 1 6. febrúar.
Brúarfoss 1. marz.
Bakkafoss 7. marz.
Goðafoss 22. marz.
HALIFAX:
Brúarfoss 4. marz.
KAUPMANNAHÖFM:
írafoss 1 5. febrúar.
Múlafoss 22. febrúar
írafoss 1. marz.
Múlafoss 8. marz.
írafoss 1 5. marz.
GAUTABORG:
írafoss 1 6. febrúar.
Múlafoss 23. febrúar.
írafoss 2. marz.
Múlafoss 9. marz.
írafoss 1 6. marz.
HELSINGBORG:
Álafoss 21. febrúar.
Álafoss 7. marz.
KRISTIANSAND:
Álafoss 22. febrúar.
Álafoss 8. marz.
STAVANGER:
Álafoss 23. febrúar.
Álafoss 9. marz.
ÞRÁNDHEIMUR:
Álafoss 24. febrúar.
GDYNIA/GDANSK:
Reykjafoss 28. febrúar.
VALKOM:
Reykjafoss 24. febrúar.
VENTSPILS:
Reykjafoss 22. febrúar.
WESTON POINT:
Kljáfoss 1 5. febrúar.
Kljáfoss 1. marz.
iReglubundnar
ferðir
ihálfsmánaðarlega
jfrá; STAVANGER,§j
KRISTIANSAND
+ OG
IHELSINGBORG, I
ALLT MEÐ
EIMSKIP