Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 VIÐSKIPTI Umsión: Pétur J. Eiríksson Bretar framleiða 1/4 olíuþarfar sinnar Aö minnsta kosti 30 af 56 oliulindum Breta í Norður- sjó verða farnar að gefa af sér olíu eða gas fyrir 1980, segir i opinberri skýrslu, sem birt var í London á miðvikudag. í dag er unnið að framkvæmdum við 14 lindir og áætlanir eru um að hefja framkvæmdir við sjö lindir til viðbótar á þessu ári. Á síðasta ári hófst olíuvinnsla úr fimm lindum. Olíuframleiðsla Breta er nú komin upp í 20 milljónir lesta á ári, sem samsvarar fjórðungi af olíunotkun þeirra. í byrjun næsta áratugar er gert ráð fyrir að olíu- framleiðslan verði svipuð eða meiri en olíunotkun í Bretlandi. Þungolía og til- tölulega ódýrar hráolíur verða framvegis fluttar inn, en olíur af meiri gæðum verða fluttar út, segir í skýrslunni. Bretar fluttu í fyrsta sinn út Norðursjávarolíu 1976. Svíar hallast ad norskri olíu SÆNSKA stjórnin hefur hætt við byggingu olíu- hreinsunarstöðvar, sem átti að vera ríkisrekin, vegna óviss efnahags- ástands, að því er skýrt er frá í síðasta hefti tfmarits- ins Veckans affarer. Þess í stað ætlar stjórnin að leita langtímasamninga við Norðmenn um sölu á olíu. Embættismenn stjórnar- innar hafa ekki viljað tjá sig um upplýsingar blaðs- ins, og er ástæðan fyrir þögninni talin vera sú að þeir vilji ekki flækja við- ræðurnar um kaup á norskri olíu. Olíuhreinsunarstöðin, sem átti að rísa í grennd við Gautaborg átti að framleiða 8.300.000 lestir á ári og sú framleiðsluviðbót hefði gert Svía óháða erlendum olíu- hreinsunarstöðvum. Veckans affárer segir að olíukaup af Norð- mönnum geti hafist 1978 og geti magnið komist upp í fimm til sex milljónir lesta á ári. ■ Fréttin um að hætt sé við olfu- hreinsunarstöðina kemur í kjöl- far víðtækra uppsagna f helztu iðngreinum Svfa, sem stafa af minnkandi útflutningi og litlum horfum í efnahagsgrósku. L M Ericson, sem er stærsta fjölþjóða- fyrirtæki Svía, metið í starfs- mannafjölda, hefur lagt til við veraklýðsfélög að um helmingur 22.000 starfsmanna fyrirtækisins í Svfþjóð verði aðeins látin vinna fjóra daga vikunnar og að minnsta kosti 1.000 verði sagt upp. Sænski iðnaðurinn býst við að framleiðsla hans dragist saman á þessu ári í samræmi við fækkun starfsfólks. Innan skamms hefjast viðræður við launþegasamtök um 8% eða hærri launahækkanir. Svíar hafa í hyggju að taka eins milljarðs dollara lán á alþjóðleg- um lánamarkaði f ár til að mæta samdrættinum. F jöldi vinnudaga sem tapast hafa i verkföllum Kanada, 49000252 20151536 7113127 íbúafjöldi. Vinnudaga, sem töpuðust I verkföllum 1 967 til 1974. HÉR er gerður samanburður á fjölda vinnudaga. sem tapast hafa I verkföllum. Stólparnir sýna fjölda vinnudaga, sem tapast hafa I verkföllum eða verkbönnum á árabilinu 1967 til 1974, borna saman við meðalfólksfjölda á tlmabilinu I hverju landi. Það þjónar litlum tilgangi að gera millilandasam- anburð á heildartölum vegna mismunandi fólksfjölda. Það gefur þvl ekki rétta mynd ef svörtu stólparnir eru bornir saman. Það er aðeins hægt að meta þá með hliðsjón af íbúa- fjölda hvers lands. Talan fyrir Ísland 823.718 er fengin með því að draga fjölda atvinnu- leysisdaga frá heildarfjölda verkfallsdaga, sem á tímabil- inu voru tæplega 2,4 milljónir. (Heimildir: International Labour Exchange og Hagstof- an). Japanír hækka skipa- framleiðsluverð sitt JAPANIR ætla að hækka fram- leiðsluverð sitt á skipum um 5 til 10% og er það fyrsti liður þriggja liða áætlunar, sem þeir hafa samið um við evrópskar skipa- smfðastöðvar, sem miðar að þvf að draga úr erfiðleikum skipasmfða- iðnaðarins. Verðhækkunin er gerð til að beina pöntunum á nýjum skipum frá japönskum skipasmfðastöðvum, sem verið hafa alls ráðandi á heimsmark- aði, til Evrópu og á að gilda frá 1. janúar sfðast liðnum til desem- berloka 1978. Japönsku stöðvarnar munu taka hækkunina sem hagnað til að bæta sér upp hugsanlega fækkun á pöntunum, að þvf er Muneto Shashiki, deildarstjóri skipa- deildar japanska samgönguráðu- neytisins og formaður samninga- nefndar Japana, sagði AP frétta- stofunni. Skýrt var frá áætlun- inni að loknum þriggja daga fundi skipanefndar Efnahags- framfara- og þróunarstofnunar- innar OECD, á fimmtudag. Samkvæmt japönskum heimild- um er talið fullvíst að áætlunin, sem lögð var fram af Japönum, feli í sér aðgerðir, sem nægi til að draga úr straumi pantana til japanskra skipasmíðastöðva svo fremi sem Evrópulönd grfpi jafn- framt til nauðsynlegra hliðarráð- stafana. Þvf var bætt við að ef ástandið batnaði ekki f evrópsk- um skipasmíðastöðvum að ofan- greindu tímabili loknu, vegna þess að ekki hefði verið gripið til nauðsynlegra hliðarráðstafana, mundu Japanir endurskoða af- stöðu sína. Munu Japanir hafa krafist þess að samkeppnisgeta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.