Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977 29 Kunnugir minnast þess ekki að jafn margir hafi áður sótt bændafundi 1 Borgarfirði eins og sóttu fundinn I Borgarnesi sl. mánudagskvöld. Bændafundur í Borgarnesi: Afkoma landbúnaðar- ins ekki einkamál bændastéttarinnar HÁTT á þriðja hundrað manns sótti almennan bændafund, sem Búnaðarsamband Borgar- fjarðar boðaði til sl. mánudags- kvöld í Borgarnesi. Er þetta að sögn kunnugra fjölmennasti bændafundur, sem haldinn hef- ur verið í Borgarfirði er menn muna. Framsögu á fundinum höfðu þeir Ilalldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra og Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda. Auk þeirra kom á fundinn Agn- ar Tryggvason, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar S.I.S. Fundarst jóri var Ragnar Olafs- son. Fjörugar umræður urðu á fundinum að loknum fram- söguræðum og alis voru fluttar 40 ræður af 26 ræðumönnum. Mikil og almenn óánægja kom fram hjá bændum með stöðu kjaramála stéttarinnar og rikti samhugur um að fylgja eftir kröfum um úrbætur. Ríkisvaldið tryggi að bændur nái sambærilegum tekjum og viðmiðunar- stéttirnar Fundurinn samþykkti eftir- farandi ályktanir: Almennur bændafundur haldinn i Borgarnesi 7/2 1977, á vegum Búnaðarsambands Borgarfjarðar, telur að það þjóðfélagslega misrétti sem bændur búa við í kjaramálum sé algjörlega óviðunandi. Um mörg undanfarin ár hafa bænd- ur haft 20 til 30% lægri tekjur en þær vinnustéttir aðrar, er skulu hafa sömu tekjur og þeir samkvæmt lögum. Fundurinn telur að misrétti þetta sé ekki einungis skaðlegt bændastéttinni heldur þjóð- félaginu í heild, þar sem það hlýtur að leiða til hnignunar landbúnaðarins. Bendir fundurinn á að landbúnaðurinn sé þjóðarbúinu ekki einasta fyrir mestum hluta þeirra mat- væla sem þörf er fyrir í landinu heldur leggur hann einnig til hráefni til þess útflutnings- iðnaðar sem nú er vaxtarbrodd- ur Islenskrar iðnaðarfram- leiðslu. Enda er landbúnaður- inn undirstaða atvinnulifs i fjölmörgum byggðarlögum og margir byggðakjarnar byggja afkomu sina algjörlega á þjón- ustustarfsemi við landbúnað- inn og iðnaði úr framleiðsluvör- um hans. Fundurinn leggur þvi áherslu á að afkoma land- búnaðarins og vandamál eru ekki einkamál bændastéttar- innar einnar. Fundurinn gerir þær kröfur til rikisvaldsins, að gerðar verði ráðstafanir til að bændur beri úr bítum sambærilegar tekjur og þær stéttir, sem laun þeirra skulu miðast við samkvæmt lög- um. Það verði gert meðal annars með eftirfarandi: Við gerð verðlagsgrundvallar verði tekið fullt tillit til alira kostnaðarlióa og þeir látnir koma þar fram eins og þeir raunverulega eru. í þvi sam- bandi bendir fundurinn á kostnað við rafmagn og trygg- ingar, vexti af fjármagni, fyrn- ingu og viðhald fasteigna og lausafjármuna o.fl. Lánafyrirgreiðsla til siátur- leyfishafa og annarra er hafa búsafurðir til sölumeðferðar í umboði bænda verði stóraukin. a) Reksturslán verði hækkuð það mikið að þau nemi 75% af sauðfjárinnleggi i byrjun september ár hvert og greiðist út með jöfnum greiðslum mánaðarlega frá byrjun hvers árs. b) Afurðalán hækki svo fært sé að greiða bændum 90% af verðlagsgrundvallarverði við móttöku vörunnar. Breytingar búvöruverðs komi til framkvæmda án tafa ársfjór- ungslega eins og ákveðið er I lögum. Vaxta- og geymslukostnaður af birgðum landbúnaðarvara verði greiddur mánaðarlega samkvæmt birgðaskýrslum. Viðhöfð verði meiri regla á greiðslum útflutningsbóta en var á siðastl. ári, þannig að dráttur á þessum greiðslum valdi ekki bændum óþægindum og tjóni. Skortur á hagkvæmu lánsfé til stofnunar búrekstrar Almennur bændafundur, haldinn i Borgarnesi 7/2 1977 telur að skortur á hagkvæmu lánsfé til stofnunar búrekstrar sé landbúnaðinum ákaflega hættulegur. Það mikið fé er bundið I nútima búrekstri að ekki er á færi félítilla manna að stofna til slfks atvinnurekstrar nema þeir hafi aðgang að veru- legu lánsfé. Vegna hægrar umsetningar fjármagns i land- búnaði, verða afborgunarskil- málar að vera hagstæðir og vextir hóflegir af lánum til búreksturs. Fundurinn skorar á stjórn- völd að leysa þetta mál með þvi að tryggja bændum, sem eru að hefja búrekstur, greiðari að- gang að lánsfé til kaupa á jörð, bústofni og vélum en nú er. Þá mótmælir fundurinn harð- lega öllum hugmyndum um aukna verótryggingu á lánsfé til landbúnaðar. Almennur bændafundur haldinn í Borgarnesi 7/2 1977 skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að sett verði löggjöf er tryggi bændum aðstoð í veikinda- og slysatil- fellum þannig að þeir haldi tekjum sínum hliðstætt og ýms- ar aðrar stéttir þjóðfélagsins gera I slíkum tilfellum. Skattalaga- frumvarpið brýtur í bága við rðtgrðna réttarvitund Almennur bændafundur haldinn i Borgarnesi 7/2 1977 telur að ákvæði í skattalaga- frumvarpi, þvi sem nú liggur fyrir Alþingi, um að áætla sjálf- stæðum atvinnurekendum, þar á meðal bændum, tekjur til skatts, brjóti á bága við rót- gróna réttarvitund og alda- gamla hefð í skattamálum. Með ákvæði þessu, ef að lögum yrði, væri horfið frá því að skattlagn- ing miðist við gjaldgetu og efnahag skattþegna en tekin upp einskonar nefsköttun. Fundurinn leggur þunga áherslu á mótmæli gegn þessu ákvæði frumvarpsins, sem hann telur að geti leitt til mik- ils óréttlætis, ef að lögum yrði. Þá varar fundurinn eindregið við þeim ákvæðum frumvarps- ins er virðast miða að skattlagn- ingu hverskonar félagssamtaka bænda, sem frá fyrstu tið hafa verið skattfrjáls og studd á ýmsan hátt af ríkisvaldinu. Nái þessi ákvæði fram að ganga yrði að lita á það sem beina aðför að félagshyggju i landinu. — Hin nýja Jerúsalem Framhald af bis. 14 maður Swedenborg er, hef ég talið rétt að kynna sumar skoð- anir hans rækilegar en venja mun f venjulegri bókaumsögn, þegar út kemur á islenzku rit eftir hann, þvi hann mun ekki kunnur að ráði hér á landi. Swedenborg er óvenjulega rökfastur i guðfræði sinni, enda telur hann sjálfsagt að beita skynseminni og þá ekki sizt við lestur Ritningarinnar. Hann sýnir í ritum sinum, að það þarf ekki að vera nein fjar- stæða að sameina trú og skyn- semi, þótt uppi séu guðfræðing- ar jafnvel enn i dag, sem halda að slíkt geti ekki farið saman. Ég fagna þessu riti og það er einlæg skoðun min, að hún geti orðið íslenzkum prestum að verulegu liði í útskýringum á ýmsum trúaratriðum. Sveinn Ólafsson hefur vand- að til þýðungu sinnar og gert ítarlega grein fyrir henni í for- mála. Bókin er sérlega falleg i útgáfu bókaútgáfunnar Þjóð- sögu, sem gefið hefur út ýmsar athyglisverðar bækur, eins og t.d. Þráðinn gullna eftir Natalie N. Banks og Meistarann og leitina eftir J. Krishnamurti. Það er bersýni- legt á vali þessarar bókaútgáfu að þar ráða ekki fyrst og fremst gróðasjónarmið. Öll vinna hennar er sérlega vönduð. — Kvæðamanna- félagið Iðunn Framhald af bis. 15 Kvæðamannafélag Hafnar- fjarðar kemur i heimsókn sem venjulega og dans stiginn. Verðlaunasamkeppni verður meðal félaga, og er það að geta upp á, hver verði heiðursgestur Kvæðamannafélagsins á þessari árshátíð. Auk félaganna eru margir gestir ár eftir ár þeir sömu, enda allir velkomnir svo lengi sem hús- rúm leyfir. Þar sem það er einmitt eldra fólkið, sem liklegt er að hafi ekki síst áhuga fyrir svona skemmtun, er verði stillt svo I hóf, að óliklega sitja margir heima af þeim ótta. Ingþór Sigurbjörnsson. —SLASK Framhald af bls. 38 Að öðru leyti verður fremur litið um að vera i handknattleikn- um um þessa helgi. Alimargir leikir i yngri flokkunum fara þó fram um helgina, og að auki verð- ur einn leikur í 1. deild kvenna milli UBK og Vikings og fer sá leikur fram I Garðabæ á morgun og hefst kl. 17,35. Er þarna um að ræða viðureign neðstu liðanna 11. deildinni, og hafa UBK- stúlkurnar ekki hlotið stig i mót- inu til þessa. Þá verður einn leik- ur i 2. deild karla. Fer hann fram í íþróttahúsinu í Njarðvík á morg- un kl. 15.45 og liðin sem eigast þar við eru ÍBK og Fylkir. Eins og í kvennahandknattleiknum er þarna um að ræða tvö af neðstu liðunum i deildinni, og hafa Kefl- vikingar enn ekki hlotið stig I keppninni. — 90% fylgjandi Framhald af bls. 19 gangurinn væri sá að koma I veg fyrir frekari uppþot að undirlagi kommúnista eins og þau sem urðu I siðasta mánuði, en Sadat telur að þar hafi verið um að ræða tilraun kommúnista til valdaráns. I óeirðunum létu 79 manns lifið. Komið hefur verið til móts við kröfur þeirra að nokkru leyti sem þátt tóku I mótmælunum, en þau voru vegna verðhækkana stjórnarinnar. Hér eftir verður smábændum og láglaunastéttum ekki gert að greiða skatta, og viðurlög við skattsvikum verða hert stórlega. — Blak Framhald af bls. 38 UBK og meS sigri i þeim leik er UBK komiS I úrslit keppni 2. deildar. Á sunnudaginn verSa svo 2 leikir I iþróttahúsi Hagaskólans og leika þá b-liS Þróttar og UBK klukkan 15.00 en fS og UBK I Kvennaflokki klukk- an 16.30. Á mðnudaginn leika svo Stlgandi og Vlkingur á Laugarvatni. Úrslit þessara leikja virSast fremur Ijós, óllklegt er aS Stlgandi bregSi út af venjunni og vinni leik, þrátt fyrir talsverSar framfarir undanfariS og má þvf búast viS nokkuS öruggum sigri bæSi Vtkings og Þróttar. Leikur stúdenta og Laugdæla gæti hins ve- ar orSiS taisvert tvlsýnn og ðbyggi- lega verSur hann spennandi og vel leikinn. StaSan I 1. deld karla I blaki er nú þessi: Þróttur 5 5 0 15— 5 10 is 6 5 1 16— 6 10 Vlkingur 6 4 2 15—10 8 UMFL 6 3 3 13—10 6 UMSE 7 1 6 6—19 2 Stigandi 6 0 6 3—18 0 H.G. 1 1 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jnorgtmblaþib Vorum ad taka upp enska frúarskó úr mjúku hanskaskinni Verð 5.750.- Skóglugginn h.f. Hverfisgötu 82 Póstsendum simi 11788. Frá Timburverzlun * Arna Jónssonar & Co hf. HÚSGAGNAPLÖTUR — GABOONPLOTUR með beykispænT 16 m/m 19 m/m 22 m/m 25 m/m Beykikrossviður 3 m/m 4 m/m 5 m/m 6 m/m Furukrossviður 4m/mtil 12m/m Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf. Laugavegi 1 48. Simi 1 1 333 og 11420.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.