Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 33 félk í fréttum + Það gengur á ýmsu í sjónvarps- þættinum vinsæla „Húsbændur og hjú'\ Nú þegar heimasætan er komin í örugga höfn hjónabandsins fer son- urinn James að gera foreldrum sinum lífið leitt. Hann safnar spilaskuldum sem hann er ekki borgunarmaður fyrir og á nú von á barni með Söru fyrrverandi þjónustustúlku foreldra sinna. Sara trúir vinkonu sinni, Rósu stofustúlku, fyrir vandræðum sinum og lofar að tala við James og reyna að fá hann til að gangast við barninu og segja foreldrum sinum hvernig komið er. Þetta gerir James og Belamy hjónin ákveða að best muni vera að tala við lögfræðinginn sinn um hvern- ig komist verði hjá hneyksli. + Norski leikarinn Rolv Wesenlund betur þekktur und- ir nafninu Fleksnes hefur verið ráðinn til leikhússins ð Álaborg þar sem hann á að leika Leopold I hinni vinsælu óperettu „Sumar í Týrol. Framkvæmdastjóri leikhússins Per Pallesen var að því spurður hvort það væri sfgilda útgáfan af óperettunni sem sýnd yrði, en hann svaraði að með Fleksnes I aðalhlutverki hlyti hún að verða dálftið frábrugðin hinni hefðbundnu. + Franska forsætisráðherrafrúin Margaret Trudeau hef- ur sest á skólabekk. Hún hefur látið innrita sig f tveggja ára nám f Ijósmyndun f Ottawa og sést hér með kennara sfnum. + Þótt þorrinn sé ekki nema rúmlega hálfnaður hér hjá okk- ur keppast tískuhúsin í París við að sýna vor- og sumartískuna, og þar kennir margra grasa. Síddin á kjólunum er allt frá mini- pilsum og niður á ökla og mittið þarf alls ekki að vera á sínum stað. Hjá Dior var mikið um víða kvöldkjóla, hentuga til að leyna óæskilegum vexti. Pilsin eru víð, gjarnan plíseruð eða felld. Þessi tyrkneska buxnadragt úr silkijersy er frá Dior. Flugleiðir tilkynna flutning markaðsdeildar í ný húsakynni í aðalskrifstofu R-víkurflugvelli. Síminn er 27800. Morgunblaðið áskareftir blaðburðarfólki Austurbær Hverfisgata 63—125. Veturbær Melabraut Uppiýsingar í síma 35408 Frá timburverzlun Árna Jónssonar & Co:hf. Krossviður Amerískur, oregonpine krossviður, vatnsþolinn venjulegur. Þykktir. 3/82 - 1/2"- 5/8" Vatnsþolinn húdaóur önnur hlið. Þykktir 3/8" - 1/2" Vatnsþolinn húðaðar báðar hliðar (steypumóta- krossviður) Þykktir. 5/8" - 3/4" Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co h/f Laugavegi 1 48 sími 1 1 333 og 11 420 VIÐTALSTfMI I Alþingismanna og % borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals i Valhöll, Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan gj 1 4:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kÍ kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 12. febrúar verða til viðtals: Geirþrúður H. Bernhöft varaalþingismaður. Markús Örn Antonsson borgarf ulltrúi, og Sveinn Björnsson verkfræðingur, varaborgar- fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.