Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1977 31 Gudb jörg IS med 690 þúsund króna meðal- skiptaverðmæti á dag SKUTTOGARINN Guðbjörg IS 46 frá Isafirði var með hæsta meðalskipsverðmæti pr. úthalds- dag á s.l. ári, en sem kunnugt er er Guðbjörg einn af minni skut- togurunum. t skýrslu L.l.Ú. segir að meðalskiptaverðmætið hjá Guðbjörgu hafi verið kr. 690.000 og skipstjóri á togaranum er Ásgeir Guðbjartsson. Annar í röð- inni hvað skiptaverðmæti varðar var Guðbjartur tS 16 með 639 þús. kr. Af stærri skuttogurum var ögri RE 72 með hæsta meðal- skiptaverðmæti kr. 596.000, sfðan kom Harðbakur RE 303 með 587.000. kr. og Kaldbakur EA 301 með 562.000. kr. Guðbjörg IS 46 var einnig með mestan meðalafla á úthaldsdag 12,6 lestir, næstur í röðinni af minni skuttogurum var Guðbjart- ur ÍS 16 með 11,2 lestir og síðan Gyllir tS 261 með 11,1 lest. Hins vegar var Ingólfur Arnarson RE 201 með mestan meðalafla á út- haldsdag af stóru togurunum, 12,1 lest, annar í röðinni var ögri RE 72 með 11,9 lestir og þar næst Vigri RE 71 með 11,7 lestir. Af minni togurunum var Dagný SI 70 með hæsta meðalverð á kíló, kr. 57,11, þá kom Guðbjartur ÍS með 56.94 kr. og Páll Pálsson ÍS 102 með 56,16 kr. Kaldbakur EA 301 var með hæsta meðalverðið af stóru togurunum kr. 55,26 á kíló, þá kom Harðbakur EA 303 með kr. 51,55 á kíló og Svalbakur EA 302 með kr. 48,13 á kíló. I skýrslu Landssambands ísl. útvegsmanna um yfirlit yfir afla- magn, aflaverðmæti og úthalds- daga togara fyrir s.l. ár, kemur í ljós að aflahæsti togarinn á árinu er ögri RE með 4.362 lestir og ögri er einnig með mesta afla- verðmætið, kr. 266.084. Guðbjörg ÍS er með næst hæsta brúttóverð- mæti afla, kr. 252.366., en heildar- afli Guðbjargar á árinu var 4.183. lestir. 65 stiga heitt vatn úr borholu í Ölfusi Þorlákshöfn, 10. febr. BORHOLA sú, sem boruð hefur verið með bornum Narfa 1 landi Bakka ( Ölfusi til hitaveitu fyrir Þorlákshöfn, lofar mjög góðu um árangur. Holan var loftblásin en þó ekki nægjanlega. Samt opnað- ist æð á 465 metra dýpi og upp kom 65 stiga heitt vatn. Borað hefur verið I 503 metra og var þá hætt I bili. Þá er eftir að vita hvað holan kann að gefa og hvert hún verður virkjanleg. Þeir á bornum Narfa eru í 17 daga verkúthaldi, sem þeir kalla, og ef þessi hola heppnast og verður virkjanleg hafa þeir borað tvær virkjanlegar holur i þessu út- haldi. Hin holan var boruð á Hvammstanga. Ef svo fer mega þeir vel við una afköst, N:rfa- menn. Holan verður hitamæld á fimmtudag i þessari viku, en á mánudaginn á að hef ja boranir að nýju. Eru miklar vonir bundnar við það að verkið takist vel. Ragnheiður. BENID0RM - KVÖLD Sunnudaginn 13. feb. kl. 19.30 GRÍSAVEISLA Sýndar verða myndir frá liðnu sumri. Hittumst öll og rif jum upp ljúfar minningar. Ferðaminningar og skemmtiatriði m.m.: Tískusýning: Karon samtökin Sæmi og Didda Baldur Brjánsson Grín og gleði Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi og á milli atriða. Borðapantanir í síma 20221, eftir kl. 16.00. Verð kr. 1.850.-. Feróamióstöóin hf. Aóalstræti 9 Reykjavil< sími 11255 Seffbssbíó ný og eldgömul 5 manna hljómsveit HAUKAR í fyrsta sinn í nýjum búningi í Selfossbíói í kvöld. Haukarnir hafa verið góðir- en a/drei betri en núna # - A þessari stundu - Nú má engan vanta á þennan tímamótadansleik Haukanna. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöð- inni. Selfossbíó Diskótek í Templarahöllinni laugardaginn 12.2 kl. 20.00 — 23.30 Fæddr63 og eldri kr. 300 UTF Hrönn Dansleikur í Garðinum frí kl. 9-2. Hljómsveitin ARBLIK sér um fjörið. Sætaferðir frá B.S.f. kl. 9. HLUTAVELTA ÁRSINS Hlutavelta í Iðnaðarmannahúsinu við Ingólfsstræti kl. 2 á morgun. Meðal vinninga er sólarlandaferð, málsverður á Hótel Loftleiðum auk þúsunda eigulegra muna. Engin núll. Stjórn F.R.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.