Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 5
5 LAUGARDAGUR 29. maí 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Bonediktsson rtitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason o? Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Stelngrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur Eddu húsinu, simar 18300--1S305 Skrifstofur. Bankastrætí Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingaslml 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr 90,00 á mán mnanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Mikilvægt umbótastarf ■ .'.V’- ■ ,"7; V.‘ 3> Umbótastarf það, sem Samvinnutryggingar hafa unn- ið í 'slenzkum tryggingamálum er mikilvægara og meira en menn almennt gera sér Ijóst nú, vegna Joess að mörg önnur tryggingafélög hafa tekið ýmsar umbætur upp eft,- ir þeim vegna samkeppninnar, og því njóta nú miklu fleiri þessara umbóta en tryggjendur Samvinnutrygg- inga einir. Úrræði samvinnunnar í trvggingamálum hafa reynzt jafnvel og á sviði verzlunar og athafnalífs, enda hefur vöxtur Samvinnutrygginga verið skjótur. Sýnir það gerla, hvers menn hafa metið umbæturnar. Samvinnutryggingar hafa frá upphafi lagt allt kapp á, að menn gætu notið þar sannvirðistrygginga, þyrftu ekki að greiða hærri iðgjöld en nauðsynlegt væri og yrði af- gangur að loknu tryggingaári, hefur honum verið skilað aftur til tryggjendanna sjálfra. Þannig kom það fram á aðalfundi Samvinnutrygginga fyrir nokkrum dögum, að frá upphafi hafa þær endurgreitt 56 millj. í tekjuafgang til tryggjendanna aftur. Samvinnutryggingar innleiddu þá nýbreytni í bifreiða- tryggingum að greiða þeim bónus, sem ekki valda tjóni, og á síðast;; ári einu greiddu þær bifreiðaeigendum 8,6 millj. kr. lyrir tjónlausar tryggingar. Allt þetta hefur miðað að því. að með úrræðum samvinnunnar geti menn náð sannvirðistryggingum eins og sannvirði 1 verzlun. Um bifreiðatryggingarnar nú er það t. d. að segja, að þótt iðg.iöld hafi orðið að hækka verulega vegna geig- vænlegra tjóna á síðustu árum, geta menn treyst því, að eftir árið verði tekjuafgangurinn endurgreiddur tryggj- endum sjálfum, ef tjón minnka og útkoman verður hag- stæðari. í starfi Samvinnutrygginga eiga tryggjendur því ekki aðeins kost á fullkomnum sannvirðiskjörum í tryggingum, heldur er þeim almennt ómetanlegur bak- hjarl að starfi þeirra, þar sem umbæturnar ná að nokkru leyti til starfsemi annarra tryggingafélaga eins og í ljós hefur komið. Gerum stórátak Á aðalfundi Samvinnutrygginga var rætt töluvert um hið geigvænlega umferðaröngþveiti, sem er nú sam- fara hraðfjölgun bifreiða. í ályktun sem fundurinn gerði um þessi mál segir: „Fundurinn vekur athygli á þeim geigvænlegu fjár- upphæðum, sem fara forgörðum hér á landi á ári hverju vegna slysa og annarra óhappa. Tjónabætur trygginga- félaganna námu á fimmta hundrað milljóna króna á s.l. ári, og er þá engin tilraun gerð til þess að meta til fjár þær hörmulegu afleiðingar slysa, sem aldrei verða með peningum bættar. Skorar því fundurinn á lands- menn alla að gera nú stórátak til þess að draga úr hin- um tíðu slysum og afleiðingum þeirra, en slíkt átak er raunhæfasta skrefið til þess að lækka iðgjöldin. Hvetur funaunnn til samstarfs um þessi mál á sem breiðustum grundvelli og lýsir því yfir, að Samvinnutryggingar munu nú sem fvrr veita hvern þann stuðning, sem þær megna“. Þessum orðum er ástæða til að veita athygli. Forystu- menn höfuðborgar eða ríkis í þessum málum eiga að hafa forgöngu um stórátak í slysavörnum, einkum í um- ferðinni, og fá tryggingafélögin til öflugs stuðnings. Má í því efni minna á tillögu Framsóknarmanna i borgar- stjórn Reykiavíkur fyrir skömmu um umferðaráðstefnu sem fyrsta skref að þessu stórátaki, en þá tillögu lét íhaldið sér sæma að vísa frá. Waítsr Lippman rðtar um alþj'óSamáti Ríku þjóðirnar auðgast meðan fátækum þjóðum miðar hægt Þessari öfugþróun verður að breyta í Mið- og Suður-Ameríku. Nokkrar líkur eru nú taldar á að takast kunni að stilla til friðar í Dominikanska lýðveld- inu og ef. til vill að mynda stjórn, sem deiluaðilar sætti sig við í bráð að minnsta kosti. Víst yrði því almennt fagnað, en fjarri fer þó, að með því væri leystur sá vandi, ysem óöldin er afsprottin. Um þetta ræðir Walter Lippmann í þess- ari grein og eggjar landa sína lögeggjan til skjótrar og drengilegrar aðstoðar við all- ar hinar vanþróuðu þjóðir í mið- og Suður-Ameríku. ÉG er þeirrar skoðunar, að upphafleg ákvörðun forsetans um afskipti í Dominikanska lýð yeldinu hafi verið rétt vegna þess, að samkvæmt þeirri vitn eskju, tem honum var tiltæk eins og á stóð, gafst ekki tími til nákvæmrar könnunar og hann gat ekki hætt á, að út- sendarar kommúnista næðu yf irhöndinni I uppreisninni, Ef þeim hefði einu sinni tekízt að söisa völdin undir sig hefði hvorki reynzt unnt að afmá það né bæta. Þá hefðu ekki farið fram kosningar framar og flokki „stjórnarskrársinna“ þess vegna meinað í eitt skipti fyrir öll að ná völdum að nýju eftir leíðum lýðræðisins. Verstu erfiðleikarnir eiga rætur að rekja til atburða, sem gerðust eftir að hin upphaf- íega ákvörðun forsetans var tekin. Hér er átt við, að með stjórnmálastarfi og stjórn virkra afskipta höfum vií í raun og veru gerzt bandamenn hinnar afturhaidssömu hernað- arklíku í viðleitni hennar við að knésetja .stjórnarskrár- sinna.“ Afskiptin sjálf voru að v.'.u brot á bókstaf sáttmála Sam- taka Ameríkuríkjanna. Engu að síður mátti til sanns vegar færa, að í sáttmálanum hafði ekki verið gert ráð fyrir sams konar hættu og að steðjaði þegar átökin urðu um eld- flaugastöðvarnar á Kúbu VIÐ höfum í raun og veru beitt landgöngusveitum flotans og fallhlífarhersveitum til þess að yfirbitga stjórnmálasamtök almennings og efla afturhalds- samt hernaðareinræði til valda að nýju. Þetta hefur gert af- skiptin í Dominikanska lýðveld inu óalandi í vitund framfara- sinnaðra manna á þessum helm ingi hnattarins, og raunar um alla jörð. Nokkur ástæða er til að ætla, að skynsamlegri fyrirætl- un sé í þann veginn að verða ofan á í Washington og Gold- waterdeildin, sem vel má nefna svo, — sé ekki framar alls ráð- andi. Þarna er að finna fyrsta vottinn um endurreisn eftir fall, sem var á góðum vegi með að gera að engu viðleitni heillar kynslóðar til bættrar sambúðar í álfunni allri. Stefna endurreisnarinnar hlýt ur að byggjast á flokki „stjóm arskrársinna." og getur i-aunar ekki byggzt á neinu öðru. Hann einn hefur lagalegt til- Uppreisnarmenn á götu í Santo Domingo. Foringi þeirra, Francisco Caamano er lengst til vinstri. gaverjfypfl i mipypífd *-■■> ,nir ' 1 j kall til valda af þeirri ein- földúriSsIæðú,,rá’ð harin ér einí flokkurinn, sem nokkurn tíma hefur hlotið meirihlutafylgi í raunverulegum kosningum í Dominikanska lýðveldinu. ÞEGAR forsetinn er búinn að rétta af stefnu okkar gagn- vart Dominikanska lýðveldinu til sámræmis við grúndvallar- atriða lýðræðis og lögmætis, og stjórn „stjórnarskrársinna" er tekin við völdum, t. d. und- ir forsæti Antonio Guzman, kemur næst að bi-ýnni og bráðri þörf á samþykkt og framkvæmd aðstoðaráætlunar til bráðabirgða, til! þess að létta fargi atvinnuleysis og ör- byrgðar af almenningi í land- inu. Kunnáttusamir sérfræðingar segja, að fjárhæðin, sem þarf til framkvæmdar bráðabirgða- aðstoðaráætlunar, sé éitt til työ hundruð milljónir dollara. Þpýtá é'Þff'l&Íá'mtiri'if'elnifýþeg-'1 ar litið er á hernaðarútgjöld okkar um allan hnöttinn. Brýn þg,f bráð nauðsjín er á að efna þegar í stgð;iil þþiribérrá |ram ! kvæmda, sem ;sjái-„atyinpuíeys- ingjum fyrir starfslaurium" ög verkefnum, en þeir eru nálf milljón að tölu. Þessi tala at- vinnuleysingja er geigvænlega há, þegar á það er litið, að verkfærir menn í landinu eru ekki nema þrjár milljónir. Þetta yröi þó aðeins bráða- birgðalausn. Landsstjórnin þarf á öflugri aðstoð okkar að halda til þess að koma fram allsherjar umbótum og fram- förum. Goldwaterdeildin verð- ur ekki hrifin af því, að for- setinn beiti sér fyrir slíku. En það verður að gerast engu að síður. AUK aðstoðar við fram- kvæmd bráðabirgðaáætlunar, samtímis og samhliða stuðn- ingi við allsherjar endurbætur og framfarir í Dominikanska lýðveldinu, þurfum við í fullri alvöru og með nýjum eldmóði að takast á við uggvænlegan vanda vanþróunar meðal þjóða Mið- og Suður-Ameríku. Þessi vandi verður ekki leystur með venjulegri aðstoð við erlendar þjóðir eða erlendri fjárfest- ingu, þó að hvort tveggja sé mikilvægt á sína vísu. Meginvandinn liggur í því, að bilið milli þróaðra og van- þróaðra þjóða hefur haldið áfram að breikka í meira en fullan áratug. Þeim beizka sannleika verður ekki móti mælt, að ríku þjóðirnar auðg- ast mjög ört meðan fátæku þjóðunum miðar ákaflega hægt með sínar lífskjarabætur. Hvað Mið- og Suður-Amer- íku áhrærir stafar þessi skugga lega framVinda einkum af þeirri ástæðu, að Verð var- anria, ' séíri þær kaupa, hefur hækkað í hlutfalli við verð þess, sem þær selja. Verð út- flutningsvara Mið- og suður- . Ameíiktiþjóðanna hækkaði , þannig aðeins um 32 af hundr- aði á árunum frá 1958 til 1964, en verð útflutningsvara iðn- þróuðu þjóðanria hefur hækk- að um 56 af hundraði á sama tíma. Þessi versnun viðskiptakjara, eins og það er almennt nefnt á tæknimáli, er meginástæða aukinna andúðar Mið- og Suð- ur-Ameríkuþjóða í garð ná- granna þeirra í Norður-Amer- íku. Johnson forseti hlýtur að ' verða að viðundri fyrir að aug lýsa sig sem forustumann í baráttunni gegn útbreiðslu kommúnismans, nema þvjí að- eins og þar til að hann ger- ir það að meginþætti utanrík- isstefnu sinnar að stöðva þessa framvindu og snúa henpi yið. SECKr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.