Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUI^ 29. maí 1965 ¥i ð r-í í’ I n Hreyfing sást, finim mínútum fyrir miðnætti, þegar yfir- maður búðanna kom, og okkur var sagt að fylkja aftur liði. Til þess var ætlazt, að viðeigandi virðing væri sýnd, þegar háttsettur japanskur liðsforingi birtist. Okkur brá ekkert við það, því við höfðum í svo langan tíma vanizt að heilsa að hermannasið, þegar japanskur liðsforingi var annars vegar. Og jafnvel hvaða japanskur hermaður sem var og hve ungur og láttsettur sem hann var, svo það skipti okkur ekki máli, þótt við gerðum það nokkrum sinnum enn. Hvað sem öðru leið, þá höfðu þeir völdin ennþá í sínum höndum. Nakamura, undirforinginn var að koma fyrir eins konar palli. Pallurinn var fremur vesældarlegur og svo grátlega japanskur. .Allt var gert á sem ódýrastan hátt, og hérna hafði verið reynt, að notast við mjólkurdósir og planka til þess að ýta yfirmanninum heldur ofar en við stóðum. Rétt fyrir miðnætti var kveikt á stóru ljósi og Kawabe ofursti birtist. Hann var ennþá sama litla rottan, sem við liöfðum þekkt lengi, með hvítan skyrtuflibbann utan á jakka- kraganum og ekkert bindi. Hann var visinn og smávaxinn maður, aðeins um 155 cm. á hæð, og ég geri ráð fyrir, að hann hafi verið kominn hátt á sjötugs aldur. Hann hafði hor- azt mikið og elzt síðustu árin, okkur til mikillar ánægju. Eng- inn gat sagt nokkuð gott um Kawabe. Margir hinna höfðu einhverjaigóða kosti, þótt við hötuðum þá og fyrir hafði jafn- vel komið að þeir hefðu verið hjálplegir í eitt og eitt skipti. Kawabe hafði aldrei gert neitt fyrir stríðsfanga. Hann var vondur maður og harðneskjan sjálf alveg í gegn. Hann hafði yfirumsjón með öllum búðum 1 Batavíu-svæðinu, og 1 hvert skipti, sean honum brá fyrir, oJli það einhverjum vandræð- um. Hamn var alltaf að di’aga úr matarskammtinum, en laut síðan höfði af yfirdrepsskap og lagði sveiga á grafir þeirra, sem dóu vegna illsku hans og vanrækslu. Okkur var skipað að taka okkur stöðu, sem við og gerð- um. Yfirmaður búðanna stóð öðrum megin við pallinn, Nakamura og' malayískur túlkur hinum megin, og nokkrir verðir færðu sig bak við hann. Kawabe steig upp á pallinn. í skæru ljósinu varð andlit hans ljósgrágult á litinn. Hann líkt.ist mjög stórskorinni búktalarabrúðu, þarna sem hann stóð í uppháu stígvélunum sínum, ósnyrtilegum einkennis- búningi með stórt sverð sér við hlið og blað í hfindinni. Við horfðum beint framan í hann, og biðum eftir yfir- lýsingunni, en hann talaði japönsku, og enginn okkar skildi■ eitt einasta orð í henni. Þetta virtist taka eilífðartíma. í ræðulok rétti Kawabe eintak af því, sem hann hafði verið að segja, til malayíska túlksins og sagði honum að lesa fyrir okkur, en eintak þetta var greinilega á ensku og túlk- urinn gat ekki lesið það. Kawabe hafði annað hvort komið með rangt blað eða rangan túlk með sér. En yfirmaður búð- anna gat lesið ensku, og honum var gefið leyfi til þess að þýða ræðuna fyrir okkur. Yfirlýsingin kom frá yfirmanni Kawabe, hershöfðingjanum, og hún hljóðaði á þessa leið: Til allra fanga og annarra í búðunum. Mér hefur verið skipað að tilkynna yður, að vopnahlé sé komið á. Þrautir stríðsfangalífsins hljóta að hafa verið vður erfiðar þessi þrjú og hálft ár, og ,ég verð að votta yður virðingu mína þar að lútandi. í þrjú ár hef ég stjórnað yður á bezta mögulega hátt og með bezta liði mínu, en á stríðstímum er ekki alltaf hægt að veita allt það, sem nauðsynlegt kann að vera. Mér skilst, að þér hafið átt í mannraunum og þér hafið orðið að búa í þröngum fangabúðum og fengið takmarkað fæði. Ég hef reynt að gæta heilsu yðar. Þangað til stjórn minni lýkur, og þér takið við, óska ég þess, að allt verði eins og verið hefur. Ég vil, að þér gætið heilsu yðar. Látið agann haldast eins og hann hefur verið, þangað til stjórn okkar lýkur. Ég vonast til þess að um engin mistök verði að ræða. Ég bið fyrir heilsu yðar og hamingju í framtíðinni. Takado. Æðsti yfirmaður stríðsfangabúða og annarra búða. Þetta var furðuleg yfirlýsing — ekki minnzt einu einasta orði á uppgjöf, aðeins að vopnahlé væri komið á, og að stjórnin ætti eftir að breytast, og svo var klikkt út með þeirri óheillavænlegu von eða ósk, að ekki yrðu um nein „mistök“ að ræða. Þeir höfðu enn byssurnar í sínum hönd- um. Ramsay-Rae gekk þegar í stað fram fyrir liðið. — Gæti ég fengið eintak af þessari yfirlýsingu? spurði hann Kawabe. — Mér þykir fyrir því, en ;þetta er eina eintakið, sem ég hef, var svarið, sem þann fékk. /AS — Já, það held ég nú, sagði konan. Munið þér eftir að við hittumsUí Berlín 1940? — Jú,, jú, sagði ég, en ég vona að þér afsakið að ég man ekki nafn yðar. — Já, góða bezta . . . ég er Agatha Brausewetter. — Já: alveg rétt. Ég hló. — Þá erum viíð kvittar, því að þér mund uð ekki. mitt nafn heldur. — Gk jú, jú. — Nei, þér kölluðu mig Dick- son. Þegar við hittumst hét ég Anna Stufenberg — síðan hef ég gift mig- Má ég kynna yður fyrir raanninum mínum Gcsta hafði slitið sig frá að horfa a töframanninn og horfði hálfhissa á okkur. Ég kynnti hann fyrir Konunni og hann sagði: — GSeðui mig, en andlitssvipur hans vitnaði um það gagnstæða. — iFer ég virkilega svona manniavillt? sagði frúin alveg ringluð. — Lítur út fyrir það, sagði ég. — Ég er frá Sviss, nánar tiltekið frá Zuricher Zeitung þegar við hittumst. Miss Dickson var amerísk. — Þér . . . þér munið eftir henni? —Já, já hún var líka í Þessu hádegisverðarboði. Hún hugsaði máiið langa stund j og hristi höfuðið. Svo sagði hún. | — Það er ótrúlegt hvað þér eruð líkar henni. — Finnst yður það? Tja, kannski hárið. Svo hló ég hátt: — En hafði yður virkilega kom ið til hugar að amerísk blaða- kona gæti setið frí og frjáls á Musapba j Vín á því herrans ári 1944. Hún hló líka en dálítið fýlu- lega. — Nei, auðvitað var það fráleitt af mér. Afsakið að ég skyldi trufla. — okkar var ánægjan, sagði ég. — Vona við sjáumst seinna. Hún hvarf á braut og Gösta andvarpaði og sagði: — Ég verð að viðurkenna að þu ert fljót að hugsa Ann. — Þetta var c-kki heimskuiegt af mér. Ef ég hefði hreinlega neit að nefði nana farið að gruna margt og kannsjd gert rövl Nú veit hún ekki hvað hún a að halda. Þetta iitla ævintýri hafði kom- ið mér . gott skap og ég lagði mig fram um að hrífa Gösta með mér. Það tókst vonum framar. Við gleymdum öllum áhyggjum og klukkan tvö um nóttina sat mað- urinn á móti mér með arænan pappírshatt og henti pappirsræm- um yfir mig og ég get veðjað býsna miklu, að hann hugsaði ekki oft um Margarethu. Sjálf get ég víst sagt það eins og það er: Hjarta mitt barðist hraðar í hvert skipti, sem ég leit á hann og flest einkennin komu heim. Ég var ástfangin og ef Maigri etha hefði komið aðvífandi í sömu andrá er ég ekki viss um að ég hefði verið neitt elskuleg við ,hana. En hún var langt í burtu og Gösta skrifaði á kort til hljómsveitarinnar og bað um tango og við dönsuðum tango og aftur fann ég þessa sitrandi til- finningu, þegar hljómsveitin hætti leik sínum. Gösta hafði hendina kyrra á öxlinni á mér meðan við gengum að borðinu og um leið og við . -'tt- umst kyssti hann mig snöggt á annað eyrað. Hann varð blóðrauður um leið og sagði: — Fyrirgefðu, Ann. Ég veit ekki hvað gengur að mér. Ég sagði ekkert. Ég hef verið kyssi hér og hvar áður, en þessi koss hlaut að hafa hitt á sérstak- lega næma taug, því að ég fann til ýmissa undarlegra og óþekktra kennda. — Ég hef víst drukkið ot mik- ið. sagði Gösta og var mjög alvar- legur. — Ég held að við ættum að ganga heim á hótelið. Klukkan var yfir þrjú þegar við ókum upp með lyftunni á „Hótel Eden.“ Hjarta mitt barðist ótt. Gösta stóð og brosti svo skrítilega til mín. Við stigum út og hann gekk til hægri. — Heyrðu mig, sagði ég. — Þú ert víst pínulítið fullur. Herberg- ið okkar er til vinstri. — Við höfum fengið ný her- bergi, sagði hann. — Herbergi í fleirtölu? sagði ég. Svó var ekki sagt fleira fyrr en við komum að dyrunum á her- berginu mínu og hann opnaði fyr ir mig. Mikil ósköp, þetta var þokkaiegasta herbergi, en mér líkaði nú betur í hinu. Hann sagði:' — Góða nótt, Ann. — Góða nótt, Gösta. Hann tvísté nokkra stund og ég hugsaði: Nú kyssir hann mig. En hann gerði það ekki Hann snerist á hæli og hraðaði sér inn til _sín. Ég reii af mér fötin og kastaði mér á rúmið og svo gaf ég kodd- num mínum vænar ákúrur á móð- urmáli mínu: — You dam! dumbi dirty! bum* 1 of a son of a gun sagði ég Og eftir það sváf ég vært. Ki. Það var orðið framorðið, þegar Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. eigum dún og fiðurheld ver. æðardúns og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatsisstíg i — Simi 18740. (Örfá sbref frá Laugavegi). ég vaknaði. Rigningin lamdi rúð- urnar og ömurleg grá skíma smaug inn í herbergið mitt. En samt leið mér allvel og það lá ekkert á, því að það var ekki fyrr en í kvöld, að næturlestin flytti okkur til Berlínar aftur. Ég get ekki sagt, að ég hafi beinlínis hlakkað til ferðarinnar, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma var það síðasta ferð mín í landinu. Þá var aðeins flugferðin frá Temp elhof til Stokkhólms — og frels- isins. Og — nátt.úrulega — skiln- aðurinn. Svo fór ég að hugsa um Gösta, enda þótt ég reyndi að forðast það. Margaretha hafði sýnilegá einkarétt á honum og við því var sennilega ekkert að segja. Og þó? Hvers vegna? Ég get ekki sagt mér hafi geðjast vel að Margar- 1 ethu og ég hafði óljósa hugmynd um, hvernig hún var bæði útvort- is og innvortis og spurningin var sú, hvort hún var rétta konan handa honum Gösta mínum. Ég var önnum kafin við að klæða mig, þegar mér varð smám saman ljóst, að allt var ekki eins og það átti að vera. Það var auð- vitað allt í lagi, þótt stúlkan hefði fært til pjönkur mínar, þegar hún tók til í herberginu. En ég átti erfitt með að trúa, að nokkur | hótelpía mundi leggja á sig að | spretta upp fóðrinu á ferðahatt- : inum mínum og sauma það vand- lega saman aftur. Það var fyrir | tilviljun eina, að ég uppgötvaði það, en einmitt í gær hafði ég tekið eftir að fóðrið hafði raknað upp á einum stað og hafði ætlað méi að gera við það. Nú hafði verið gert við það. Kannski voru þetta smámunir einir, en á stríðs- tímum verður maður tortrygginn svo að ég spretti fóðrinu upp á ný og fann tvær þunnar arkir af silkipappír inni í hattinum. Það sem á pappírnum stóð var mér alveg óskiljanlegt, en samt skildi ég. „Áætlun 468“ stóð efst á örkinni og síðan voru ýmsar teikningar og tölur og nokkur furðuleg tákn, sem áttu sjálfsagt að vera dulmál Ég stirðnaði upp. Hér var þá kom- in tylliástæðan, sem Burger þarfn- aðist til að taka mig fasta og það var stórkostleg heppni, sem hafði bjargað mér. Ég kveikti á eld- spýtu og brenndi arkirnar tvær, safnaði saman öskunni og henti úr um gluggann. Eiginlega skildi ég Burger fjarska vel. Hann vissi, að ég bar leyndarmál Karls einhvers staðar á mér Það var skylda hans að hindra mig í að komast af landi burt Ef menn vantar sönnunar I gögn verður að búa þau til. Ef

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.