Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 29. maí 196» 12 TIL SÖLU 3ja herb. risíbúð við Melabraut: Sér inngangur og sér hiti. Stór eignarlóð. Bíl- s'kúrsréttur. Borgunarskilmálar óvenju þægi- legir. 4ra her. íbúðarhæð í Smáíbúðahverfinu: Stærð 104 ferm. Allt sér. Bílskúrsréttur. Út- borgun gæti verið innan við 400 þús. 6 herb. risíbúð á fallegum stað í Kleppsholtinu. (Gæti einnig verið 4ra og 2ja herb. íbúðir). Sér inngangur. Hitaveitan er að koma og þá verður sér hiti. Bílskúr. Útborgun aðeins 500 þús. 3ja herb. íbúðir í steinhúsum við Laugaveg. Útborgun ca. 450 þús. á íbúð. 3ja herb. íbúðir í Kópavogi, ýmist í smíðum eða fullgerðar. Verð hagstætt. 3ja herb. íbúðir í timburhúsum nálægt miðborginni. Sér hitaveita. Eignarlóð. Verða seldar nýstandsettar. Útb. 250 þús. á íbúð. Góðar 3ja herb. íbúðir í steinhúsum við Framnesveg og Bergþórugötu. Falleg 4ra herb. risíbúð við Skipasund: Stofur teppalagðar. Nýtízku íbúð við Safamýri: Stærð 120 ferm. Bílskúrsréttur. Tvær 2ja herb. íbúðir við Eskihlíð: Annarri fylgir íbúðarherbergi í kjallara. Lítið einbýlishús við Kópavogsbraut: Byggingarlóð fylgir. Einbýlishús og tvíbýlishús í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og víðar. FASTE IGNASALAd HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI 4 Sfm.r: I8W8 — 14837 ALCON DÆLUR UJOLBARÐA VIDGERÐIB OpfB *il* aag» (líka <aueardags ug - $unnað-aga frá kl <Jií tÐ 22 (íUMMIV1NI\UJSTOI<AJM ttJ. Skíphoit' itö Kevkjavík. Simf I895S - FJOLFÆTLAN - DREIFIR — SNÝR Ó m i s s a n d i heyvinnuvél í óþurrkatíð ÞÚR HF REYKJAVÍK I SKÓLAVÖRDUSTÍG 25 FYRIR SUMAR- BÚSTAÐINN, GRIPAHÚSIN OG ALLS STAÐAR SEM ÞÖRF ER FYRIR VATNSDÆLU UMBOÐ: GÍSLI JÓNSSON & CO. SKÚLAGÖTU 26 REYKJAVÍK SÍMI 11740 Bjarni Beinteinsson LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI a valdi) SÍMI 13536 GRASRÆKT Framnald af !>. síðu jarðveg á okkar mælikvarða. Það sem fyrir mér vakti var að fá ein- hverja hugmynd um hinn náttúru- lega, óræktaða jarðveg, jafnvel með tilliti til hugsaniegrar land- græðslu. Þar kom meðal annars skógræktaráhugi minn. líka inn í. En ’ í þeim efnum hef ég ýmsar sérskoðanir. Annars var það sem mér fannst eiginlega skemmtileg- asta niðurstaðan í þessum rann- sóknum 'mínum á „landnámi Ing ólfs“, var híð reikningslega sam- band milli hinna ýmsu jarðvegseig inleika. T. d., ef við mælum, hve mikið er af lífrænum efnum í jarðveginum á þessu svæði, þá á að vera hægt innan vissra marka að áætla sýrustig jarðvegsins, hve mikið hann getur bundið af nær- ingarefnum, hvert sé leirinnihald ið o. fl. Sem sagt vitnéskja um einn eiginleika getur gefið vís- bendingu um fjölda marga aðra eiginleika án þess að rannsaka þá ætíð sérstaklega. — "Hvort er ísland grasræktar- lánd eða skógræktarland? — Eg held, að í grasræktinui og skógræktinni gildi ákafiega svipuð iögmál. að er fyrst og fremst spurning um að velja rátt ar tegundir að því er varðar iofts lag. Síðan er þetta spurning um áburð og kostnað. Alls staðar þar sem gras vex vel á norðurslóðum, getur skógur vaxið líka, en það tekur tíma, og svo lengi geta sumir sauðfjárræktarpostularnir okkar víst ekki beðið. Óþolinmæði þeirra byggist eflaust fyrst og fremst á misskilningi. — Eru einhverjar fyrirhugaðar stórframkvæmdir eða meiri hattar áform á döfinni í jarðvegsrann- sóknum ykkar? — Það er auðvitað alltaf eitt- hvað r.ýtt fyrírhugað, en því mið ur verður ekki yfir allt komizt. f ár verða áburðartilraunir i gias- rækt að einhverju leyti á okkar vegum gerðar a 30 stöðum víðs vegar um land, auðvitifi j. s.m vinnu við marga aðila, tilrauna- stövarnar, Hvanneyri, einstaka héraðsráðunauta og bændur. Við byrjuðum í fyrra aðeins að reyna við kartöflurnar líka, en þar er geysimikið verkefni og ég býst við að sama skapi vandasamt ef eitthvað gagnlegt á að koma ut úr því. Eg hefi alltaf haft áhuga fyrir að taka upp aftur athuganir sem ég gerði einu sinni á Korpúlfs stöðum varðandi hita- og raka í jarðveginum. Þær athuganir bentu m.a. til, að túngrösin geta þurrkað jarðveginn svo, að vafasamt er, að áburður nýtist að fullu, nema með einhverri vökvun jafnvel þótt tiltölulega eðlileg úrkoma sé. Eg tek fram, að hér var um þurrt móatún að ræða. Þetta eru athug anir, sem ég held að væri mjög nauðsjmlegt að gera á miklu full komnari hátt, ef spara mætti ein- hverjum ævintýramennsku við að leggja út í vökvun að lítt rannsök uðu máli. Það, sem 'mnars mest knýr á og við erum að reyna að gera eitthvað í, er í sambandi við kalkið. — Margir tala nú orðið um, að það sé nauðsynlegt að bera kalk á túnin, er skortur á kalki í jarð vegi hér á landi? — Þessu er ákaflega erfitt að svara almennt. Kalk er án efa til bóta sums staðar, en hvar og hve- nær og hve mikið er ómögulegt að segja nema að undangenginni at- hugun og jafnvel það dugar ekki til enn sem komið er hér hjá okk ur. Mér finnst ekki hægt eins og sumir eru farnir að gera að ráð- leggja bændum að bera kalk á túnin, ef maður veit ekki, hve mikið á að ráðleggja þeim að nota. Þannig vinnubrögð kunna vel að hafa verið nógu góð einhvern tíma, en í dag vilja menn líka fá að vita, hve mikið þeir eiga að nota. Það hefur líka verið of mik ið um það undanfarið að telja mönnum trú um, að kalkið sé allra meina bót og þá um leið, að Kjarn inn sé upphaf alls ills í ræktun inni. En þetta er auðvitað hvort tveggja alrangt. Kalkrannsóknirn ar eru enn á byrjunarstigi og litl- ar ályktanir hægt að draga af þeim enn. Nú, og um „Kjarnann" vita allir, að kornunin er ekki í lagi, en engu að síður er ammóníum nítrat sem áburður ef það er rétt notað, afburðagóður áburður, enda fram leiddur í ört vaxandi mæli um all- an heim, líka hér í Vestur-Evrópu. En eins og ég sagði víst í upp- hafi viðtals okkar, takmarkast starfsemin af mannfæð, húsnæði mætti mjög gjarnan vera rýmra, en kannski háir það okkur mest að hafa ekki tíma til að gera meiri grundvallarrannsóknir til skilningsauka á viðfangsefninu, en þetta eru rannsóknir, sem t.d. áburðarleiðbeiningarnar til bænda grundvallast á. Jarðvegsefnagrein- ingarnar í þágu bænda eru orðnar stór liður í starfseminni, en tak- markast engu að síður oft og tíð- um af því, hve fræðilegi grund- völlurinn er veikur. Við afgreið um eitthvað miili 1000 og 1500 jarðvegssýnishorn á ári og virðist það fara furðu langt til að full- nægja raunverulegum óskum bændanna sjálfra. G.B. Vettvangurinn Framhaltí af 8. síðu 1 milljón fer til Alþjóðlega þró unarsjóðsins, IDA, en 70 miilj ónir fara beint til vanþróaðra ríkja. Tækniaðstoðin nemur 111.9 milijónum sænskra króna. Þess ari aðstoð má skipta i þrennt. 71.7 milljónir fara i gegnum ýmsar alþjóðlegar stofnanir, einkum stofnanir á vegum Sam einuðu þjóðanna, eins og t. d. EPTA, SF og UNICEF. 34.3 milljónir fara beint til vanþró aðra ríkja í gegnum sérstaka sænska ríkisstofnun, sem ann ast sænska tækniaðstoð í vanþró uðum ríkjum og kallast Namnd en för internationellt bistánd. Og 5.9 milljónir sænskra króna fara tii samnorrænna ,,prós- jtkta“ í vanþróuðum löndum. Mannúðarstarfsemin nemur 7.5 milljónum sænskra króna ■ og felst í þessari starfsemi m. a. aðstoð við flóttafólk og fólk sem er í nauðum statt t. d. vegna náttúruhainfara. Sam- tals gerir þetta 225.5 milljónir sænskra króna í aðstoð við van þróuð ríki fjárhagsárið 1964/ 1965. Fyrir utan þessa aðstoð veit ir sænska ríkisstjórnin í gegn um viðskiptamálaráðuneytið út fiutningstryggingu til þess að styrkja útflutning vanþróaðra ríkja. Trygging þessi nam fjár hagsárið 1964/1965 800 miilj ónum sænskra króna. BRIDGE Hinir frægu, ensku bridge- spilarar Terence Reese og Bor- is Schapiro voru ákærðir fyrir að nota fingramerkingar á heimsmeistaramótinu í Buenos Aires og hefur mótið sjálft alveg fallið í skuggann vegna þessarar ákæru, en ítalir sigr uðu í sjöunda skiptið í röð á Því. Fréxtir af þessu máli hafa verið mjög óljósar en hér á eftir fer úrdráttur úr greín, sem Alan Truscott, fréttaritari New York Times, skrifaði í blað sitt, en hann var frétta maður á mótinu. „Mótið komst á hápunkt snemma í morgun (mánudag) þegar fyrirliðá ensku sveitar innar, Ralph Swimer, tiikynnti að lið hans gæfi leikinn við Bandaríkin. Á því stigi hafði England 43 stig yfir, en eftir voru 20 spil. England gaf eínn ig leikinn gegn Argentínu, sem hafði lokið með sigri Eng- lands með 196 stigum deginum áður. Reese og Schapiro, sem voru heimsmeistarar 1956, og hafa verið taldir eítt bezta par í heimi, neituðu ákærunum. Reese sagði: „Slíkar ákærur eru mjög al- gengar á stórmótum, einkum þó þegar spilað er við Banda- ríkjamenn. Alveg frá því við komum urðum við varir við óvingjarnlegt andrúmsloft gagnvart okkur. Stöðugt var fylgzt með okkur og víð viss um af því. Það hefði verið kjánalegt að reyna ólöglegar aðferðir undir þeim kringum stæðum“. Forráðamenn alþjóðabridge sambandsins gáfu eftirfarandi yfiriýsingu „Ákveðin atvik hafa verið tilkynnt, og dómnefnd- in rannsakaði málið og fór síð an fram á fund stjórnar heims sambandsins. Fyrirliði Eng- lands, Ralph Swimer mætti á fundinum. Árangur fundarins varð sá, að fyrirliðinn ákvað að láta Harrison Grey, Kon- stam, Flint og Rose spila þau spil, sem eftir voru í leikjum Englands, jafnframt því sem hann á mjög íþróttamannslegan hátt gaf leikina við Bandarík in og Argentínu. Skýrsla um málið verður send enska bridge sambandinu“. Þá telur Truscott upp hverj ír skrifuðu undir og segir síð an. „Ásakanir gegn Þeim Reese og Scharpiro byggjast á því, að þeir hafi sent upplýs- ingar hvor til annars við borð- ið um ákveðinn fjölda spila í hjarta. Slíkar upplýsingar geta auðvitað haft mikla þýðingu í sögnum og vörn.“ Slíkar ásakanír hafa fyrr ver ið bornar fram gegn spilurum í alþjóðakeppni. f heimsmeist- arakeppninni 1958 ákærði bandarískur spilari tvo ítalska spilara, og einnig hafa slík mál komið fram gegn frönskum og austurrískum spilurum. Þetta er híns vegar í fyrsta skipti, sem slíkt hefur haft áhrif á úrslit í leikjum í heimsmeist- arakeppninni. Ákvörðun Swimers í sam- bandi við hina tvo leiki settu hinn mikla sigur ítala alveg í skuggan. orquet og Garozzo voru taldir „bezta par keppn innar“ og þeir fengu góða að- stoð frá fél.ögum sínum, Bella donna og Avarelli, sem þó virt ust ekki eins steririr og undan farin ár, og D'Alelio og Pabis- Ticci og sá síðastnefndí er nú í hópi albeztu spilara heims. ítalir höfðu 79 stig yfir gegn Framhald á 14 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.