Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.05.1965, Blaðsíða 13
lAUGARDAGUR 29. maí 1965 -iizscsmm Clay gefur Liston hægri handar höggið og Liston fellur niður á fjóra fætur. Smá glæta? Nei, engin miskunn og „stóri björninn" fellur aftur fyrir sig. Chuvalo næsti mótherji Cassiusar Clay um heimsmeistaratignina í þungavigt Þa3 virðist nú öruggt, að Floyd Patterson verður ekki næsti mótherji Cassiusar Clay, heldur Kandamaðurinn George Chuvalo. Bæði Cassius og Patt erson höfðu lýst því yfir, að jieir hefðu áhuga á að mætast i hringnum. og s.l. þriðjudags- nÁH nflír o Plov hilfSi Sonny Liston „knock out“, kall aði hann til Patterson, sem var viðstaddur keppnina: „You are next, rabbit!“ (Þú ert næstur, 'anína!). Clay hefur lýst því yfir núna, að Chuvalo verði næsti keppi- ntf fpr lfÞnnni þeirra fram í New York í sept ember n.k. i Madison Garden á útivelli. „Fólkið í New York er það bezta í heimi, 'og ég vil keppa á útivelli, svo að allir geti séð, hvað ég er glæsilegur hnefaleikamaður, sagði Clay, KNATTSPYRNULEIKIR Alf—Reykjavík. — Það verður nóg um að vera í knattspyrn- unni yfir helgina, tveir leikir í 1. deild og fjórir leikir í 2. deild. Keppnin í 2. deild hefst í dag laugardag, með leik milli FH og Breiðabliks, og fer leikurinn fram í Hafnarfirði, og hefst klukkan 16. Á morgun, sunnúdag, leika Val- ur og Akureyri í f. deildar-keppn- inni og fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 16.30. Verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þessara liða. Ak- ureyri hefur leikið einn leik í mótinu, gegn Fram, og sigraði, en þetta verður fyrsti leikur Vals; Va' íönnum gekk prýðilega í Reykjavíkurmótinu, en misstu af sigri á síðustu stundu. Á sunnudaginn verður einnig leikið í 2. deild í Sandgerði og Vestmannaeyjum. í Sandgerði mætir Reynir Siglfirðingum, og í Vestmannaeyjum mæta heima- menn ísfirðingum. Alf—Reykjavík. — Enska Iiðið Coventry lék þriðja og síðasta leik sinn hér á landi i" gærkvöldi og mætti þá tilráunaliði landsliðs- nefndar. Það var heldur óskemmtilegt að horfa á viðureigna þessara tveggja liða, óskemmtilegt vegna þess, að kunnátta og geta flestra tilraunalandsliðsmanna virtist vera á núlli miðað við hina ensku leikmenn. Leiknum lyktaði með 3:0 fyrir Coventry, en lokatölur 'hefðu alveg eins getað orffið 6 eða 7:0. Eg verð að viðurkenna, að það er ekki auðvelt verk að skrifa um ísl. knattspyrnumenn, þegar þeir mæta atvinnuleikmönnum. Það er leiðinlegt að þurfa að segja, að kunnátta okkar knattspyrnumarina sé fyrir neðan allar hellur o.s. frv., en það er nú sannleikur samt. Eina kröfu megum við gera til þeirra leikmanna, sem veljast I tilraunalandslið eða landslið, nefni lega þá, að þeir sýni baráttuvilja, þótt við ofurefli sé að etja, en því miður var því ekki að heilsa í gærkvöldi. — þess vegna var ég einn af mörgum, sem fóru óánægð ir heim áf vellinum. Fyrri hálfleikurinn var marka- laus, og sjaldan hefur lánið leik- ið meira við nokkurt lið á Laug- ardalsvellinum en tilraunaliðið í fyrri hálfleik. Hvað eftir annað var bjargað á línU eða skot Coven try.lentu í stöng. Og Coventry mis notaði meira að segja vítaspyrnu. Hinn ungi markvörður Akraness, Jón Ingi, sem kom í markið fyr- ir Heimi, sem var forfallaður, varði laust skot Farmers. í síðari háHleik skoraði Coven- try öll sin mörk. Það fyrsta kom á 5.. mín, og skoraði Turner eftir að Guðni Jónsson hafði ,,kiksað“ illa. 2:0 kom á 12. mín. Hudson fékk sendingu frá vinstri og af- greiddi knöttinn örugglega í net- ið. Þriðja og síðasta markið var skorað á 21. mín. Hale gaf fall- ega fyrir til Gould, sem skallaði inn. Óhætt er að fullyrða, að tilrauna liðið hafi sýnt lakari leik en bæði KR og Keflavík. Það er ástæðulaust að fjölyrða um getu einstakra leikmanna, en Framhaiö ð 14. síðu. INTER MILAN í fyrrakvöld fór fram úr- slitaleikurinn í Evrópubikar- keppni meistaraliða milli Int- er Milan og Benfica. Inter Milan sigraði með 1:0, og varð því Evrópumeistari í annað skipti. Leikurinn fór fram í Mílanó, þrátt fyrir mótmæli Benfica. sem taldi, að Inter-liðið myndi hagnast á því, enda er það ekki svo lítið atriði að hafa áhorfendur að baki sér, en Mílanó er heimaborg Inter. Þegar leikurinn fór fram í fyrra kvÖld, var leiðinlegt veður, rign- ing, og völlurinn eitt svað. Inter var betra liðið og skoraði sitt eina mark rétt fyrir hlé. Gerði það brazilíski leikmaðurinn Jair. — Benfiea varð fyrir því óhappi að markvörður liðsins meiddist í fyrri hálfleik og '-arð að yfirgefa völlinn. Voru því Benfica-leik- mennirnir 10 allan síðari hálfleik, en Germani fór í markið, — Int- er-leikmennirnir lögðu mikla á- herzlu á að gæta hir.s fræga leik- manns Benfica, Eusebio, og var honum haldið niðri mest allan leiktímann. Skotarunnu Fínna 2 : 1 Finnland og Skotland léku lands leik í knattspymu í fyrradag, og var Ieikurinn liður í heimsmeist- arakeppninni. Skotland sigraði með 2:1, en í hálfleik var staðan jöfn, 1:1. Skozka liðinu gekk ekki of vel. Finnar skoruðu fyrsta mark leiks ins, en Wilson jafnaði fyrir hlé. Sigurmarkið skoraði svo Greig í síðari háífleik. Ítalíá og Póllaiul eru i riðli með tvefmúr fyrrnefndum • löndum, og er síaðcn í riðlinum þessi: jSkottand 3 2 1 0 — 5 st. ítalfa 2 110 — 3 st. Pólland 2 0 2 0 — 2 st. Finnland 3 0 0 3 — Osí. Á mánudagskvöld heldur 1. deildar keppn’ áfram með leik Akurnesinga og Fram, en sá leik ur fer fram á Akranesi og hefst klukkan 20.30. Bæði liðin hafa leikið einn leik og tapað. Fram fyr ir Akureyri, eins og fyrr segir, og Skagamenn fyrir Deflvíkingum. Á mánudagskvöldið fer fram einn leikur í Reykjavík, leikur Þróttar og Skarphéðins i 2. deild. Sá leikur fer fram á Melavellin- um og hefst kl. 20.30. FRÍ heldur fund fyr- ir frjálsíþróttafólk N.k. sunnudag 30. mai heldur stjórn Frjálsíþróttasambands fs- lands fund með ‘rjálsíþróttafólki. Á fundi þessum, sem verður f Sambandshúsinu við Sölfhólsgötu og hefst kl. 14.00, mun formaður Íí'RÍ, Ingi Þorsteinsson. skýra frá andskeppni, sem fram á að fara í sumar. Sýnd verður kvikmynd og rætt verður um Hvítasunnu- ferð f æfingabúðir. Þá verður og sameiginleg kaffi- drykkja. Frjálsíþróttafólk, þjálfarar og formenn frjálsíþróttadeilda eru hvattir til að mæta á fund þennan. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.