Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977 19 Liliam giftist sendiherra Nicaragua I Washington, og er hún úr sögunni. Jose er aftur a8 móti yfirmaður her- aflans. næstur bróSur stnum og stjórnar fyrir hann þegar hann þarf að skreppa til Bandaríkjanna I viS- skiptaerindum, sem oft kemur fyrir. Anastasio I hafði gott kaupsýsluvit og sá hann til þess að bömin þyrftu engu að kviða. þótt þau yrðu hundrað ára. Enginn veit með vissu, hve miklar eignir fjölskyldunnar eru alls, en talið er, að landareignir hennar i Nicaragua einu séu ekki minni en nágrannarikið El Salvador allt. Ekki verður sá fullorðinn maður fyrir hittur i Nicaragua, að hann hafi ekki sögu að segja af viðskiptum sínum við Somozaveldið. Munu þeir teljandi, sem ekki hafa einhvern veg- inn orðið fyrír barðinu að Somoza og vandamönnum hans. Aftur á móti munu þeir lika fáir. sem ekki eiga sitt að einhverju leyti undir Somoza- veldinu. JARÐSKJÁLFTAR Áið 1972 urðu stórfelldir jarð- skjálftar i Nicaragua. M.a. lagðist höfuðborgin, Managua, að miklu leyti i rústir, og fjöldi manna missti þar heimili sin. Það kom þó ekki við Somoza forseta nema siður væri. Upp frá því hefur byggingariðnaður nefnilega staðið með miklum blóma — og Somoza hefur t.d. einkaleyfi á steinsteypuframleiðslu. eins og áður var nefnt. Ekki skorti fá til bygginga. þótt margir Nicaraguabúar hefðu orðið hart úti. Miklar fégjafir bárust frá útlöndum, og svo var lánað það, sem á vantaði. Varð Somoza m.a.s. að stofna nýjan banka, Banco de Centroamérica, til þess að hafa stjóm á peningaflóðsnu. Mun þeim banka ætlað að verða eins konar miðstöð fjölskylduveldisins. Miðbærinn I Managua liggur reyndar enn I rústum. Einar 600 Ibúðablokkir hrundu til grunna. Gras og blóm hafa skotið rótum meðal rústanna, og jafnvel runnar. Sumar byggingar, sem ekki hrundu alveg. þótti svo dýrt að rlfa, að þær voru bara látnar standa hálfhrundar. Eru þær margar stórhættulegar. En I þær hefur safnazt örbjarga fólk. sem ekki á I önnur hús að venda. Verður væntanlega bið á þvl. að það eignist peninga til að kaupa steinsteypu af Somoza forseta og byggja yfir sig. VERÖLD Það gefur auga leið, að ekki eru allir Nicaragua menn hrifnir af Somoza og fjölskyldufyrirtæki hans. Til eru þeir, sem fullyrða, að Somoza hljóti að falla áður langt líði, enda þótt hann virðist búinn að festa sig vel I sessi. Ekki alls fyrir löngu var gerð ein tilraun I þessa átt. Það urðu svo sem engar blóðsúthellingar. Nokkrir miðamerfskir menntamenn rituðu bara bónarbréf til Carters Bandarfkjaforseta og sögðust vænta þess, að hann sæi aumur á Nicara- guamönnum ekki sfður en andófs- mönnum f Sovétrfkjunum. Þvf miður hefur ekkert svar borizt við þessu. Yfirleitt virtist mér, þegar ég var þarna á ferð, að erfitt mundi að hnika Somoza. Og honum verður tæplega steypt f almennri byltingu; Ifklegra er að einhver öflugur ræni hann völdunum. Að minnsta kosti er ólfklegt, að Somoza verði komið frá með loglegum hætti. Munu fáir eða engir aðdstæðingar hans gera sér vonir um það. Hann hefuralla stjóm- taumana f höndum sér. Það er örð- ugt að eiga við þjóðhöfðingja, sem „tapar öllum kosningum en fær samt alltaf meiri hluta atkvæða við talningu". Framhald á bls. 25 JARÐSKJÁLFTARNIR '72 — Jafnvel náttúruhamfarir verða einræðisherr- anum að féþúfu GEIMFERÐIR Nú vU ég, segir kvenfólkid Mary Johnston heitir bandarísk kona og er 32 ára gömul. Mary er málmfræðingur að mennt. En hún starfar ekki að málmrann- sóknum þessa dagana. Hún er í geimferðaþjálfun — og vonast til þess að verða fyrst kvenna til þess að komast út í geiminn. Ekki er ósenniiegt, að henni verði að ósk sinni, og það áður en langt um liður. Þegar er búið að smíða væntanlegan farkost henn- ar, nýja gerð flauga, og í Þýzka- landi er verið að smíða tilrauna- stofu, sem setja á í flaugina þegar þar að kemur. í flauginni eru klefar fyrir 10 manns. Og nú er verið að þjálfa áhöfnina. Hin nýja geimflaug var fyrst prófuð þannig, að hún var fest á endurbætta risaþotu, og siðan flogið um með hana. Verður hún reynd þannig um nokkurt skeið áður en henni verður skotið út í geiminn. Á meðan er áhöfnin þjálfuð. 1 fyrstu umferð eru þjálf- aðir 30 manns, þar á meðal nokkr- ar konur, en siðar verða smíðaðar fleiri flaugar af sömu gerð og þessi og þá mun þurfa fleiri geim- fara; það er nefnilega áætlað að fara 725 geimferðir í hinum nýju flaugum fyrir árið 1991. Standist það, verður að jafnaði skotið upp flaug á sex daga fresti. En fyrsta ferðin verður farin i april árið 1979. Geimferðastofnunin banda- ríska er búin að gefa út bæklinga þar, sem menn eru hvattir til þess að sækja um geimfarastarf. Bæði er óskað eftir flugmönnum og ým- iss konar vísindamönnum. Umsækjendur verða að hafa há- skólapróf, góða heilsu, fulla sjón og heyrn og mega ekki vera meira en 190 sm á hæð. Þeir, sem hyggj- ast sækja um flugþjálfun verða að hafa flogið áður í 1000 tíma að minnsta kosti. Þegar ég kom til Houston fyrir skömmu höfðu 402 umsóknir borizt. 43 umsækjenda voru konur; það eru fleiri en 10%. Fram að þessu hafa 16 banda- riskar konur gengið undir geim- þjálfunarpróf og allar stóðust þær MARY hefur ekki enn eignast geimfarabúning. Hún fékk þenn- an að láni hjá starfsbróður sfn- um. — Litla myndin er af nýju flauginni, sem trúlega verður far- kostur fyrstu „geimkonunnar". prófið. Meðal þeirra eru Mary Johnston og stöllur hennar tvær, Ann Whittaker, Carolyn Griner og Marsha Ivins. Ann Whittaker fæst við tilraunir með olíur i loft- tómi, Griner er verkfræðingur og sérfróð um geimefni, og Marsha Ivins er verkfræðingur. Konurnar unnu langtimum saman á kafi í vatni til þess að venjast þyngdarleysi. Þær voru settar I mikið erfiði og hjarta- starfsemi og öndun mæld ná- kvæmlega. Einnig voru þær sett- ar I lágþrýstiklefa og viðbrögð likamans við lágþrýstingi könnuð. 12 ungar hjúkrunarkonur úr flug- hernum gengu þó undir enn erf- iðari próf. Þær voru einangraðar i fimm vikur samfleytt. Fyrst voru þær settar í þeytivindu, sem sner- ist svo hratt, að á þeim mæddi svipaður þrýstingur og geimfarar reyna, þegar eldflaug er skotið á loft. En að þvi búnu voru þær reyrðar niður í rúm — og lágu þar nærri hreyfingarlausar í þrjár vikur. Átti það að hafa lík áhrif og þyngdarlaysi á líkamann og starf hans. Þegar þessari mara- þonlegu lauk voru stúlkurnar settar í þeytivinduna aftur. Ég fylgdist með þvi í innanhús- sjónvarpi, þegar ein stúlkan, Syl- via De-Jong var sett í vinduna. Hún var reyrð niður í sæti yzt á löngum armi og vindan sett af stað. Sylvia vegur að jafnaði 58 kiló, en í þessari hringferð I vind- unni varð hún hvorki meira né minna en 174 kíló. Andlit hennar afmyndaðist og það var augljóst, að álagið var óhemjulegt. Stjórn- andi vindunnar stöðvaði hana loks, þegar Sylvia stundi þvi upp, að hún héldi sig geta þolað við i hálfa mínútu í viðbót. Meðan stúlkurnar lágu í „Þyngdarleysinu" í rúminu fylgd- ust visindamenn grannt með líðan þeirra. Þær voru alsettar raf- skautum og mælitækjum, smár- um (transistorum), loftnetum, hlustunartækjum, hitamælum og mörgum fleiri tækniundrum. Til þess var leikurinn gerður að fá sem nákvæmastar upplýsingar um ástand likamans við þessar aðstæður. Stúlkurnar fengu ekki að hreyfa sig í rúminu, nema þeim var leyft að liggja ýmist á bakinu eða grúfu og máttu reisa sig upp við annan olnbogann meðan þær snæddu. Þær voru baðaðar einu sinni á dag en siðan færðar jafn- harðan í rúmið aftur. Sylvia De-Jong sagði, þegar ég ræddi við hana, að ferðirnar i þeytivindunni hefðu verið erfið- astar af öllu. „Það var líkt og tröll stæði á öxlunum á mér og væri að reyna að stappa mig niður í i stólinn. Ég fann þyngslin reyndar ekki bara á öxlunum heldur lik- amanum öllum. .. Það var eins og ég væri full af blýi“. En Sylvia er greinilega ekki auðlött. Hún ætlar að verða að- stoðarmaður í tilraunastofu um borð i geimflauginni nýju. En hún mun nú væntanlega eiga betri daga í þyngdarleysinu þar en hún átti í gerviþyngdarleysinu á jörðu niðri. Það versta er af- staðið. —EUGEN SEMITJOV. TRÍÓ-fortjöld TRÍÓ-göngutjöld tjaldbúðír h.f. TRÍÓ-hústjöld S&, Kvenskór úr/eðri Litur: drapp Stærðir 37—4' Verð 3.400.- Litur: dökkbrúnt Stærðir 37—41 Verð 4.400. Póstsendum Skóbúdin, Snorrabraut 38, sími 14190. Schola Akureyrensis MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI í tilefni 100 ára afmælis Menntaskólans á Akur- eyri er fyrirhugað að gefa út sögu skólans. Aug- lýsir skólinn því eftir Ijósmyndum tengdum stofn- uninni. Er þá fyrst og fremst um að ræða: skólaspjöld þekkjamyndir atburðamyndir: myndir úr sögu skólans. félagsstarfi og iþróttalífi. Æskilegt er að myndunum fylgi nöfn þeirra sem á myndunum eru svo og upplýsingar um stað og stund. Ennfremur er brýnt að taka það fram hvort myndirnar eru sendar skólanum að láni eða til eignar. Ritnefnd Tryggvi Gíslason Steindór Steindórsson Gísli Jónsson Tómas Ingi Olrich

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.