Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAl 1977 3 Raunveruleg peninga- lykt i Austurstræti ÞAÐ VAR ekki laust við að einhverjir teldu sig finna „peningalykt" i Austurstræti á fimmtudagsmorgun og þar á meðal var Ijósmyndari Mbl. ÓI.K.M., sem tók þessar mund- ir. Þegar málið var athugað kom i ljós, að þarna hafði verið um raunverulega peningalykt að ræða, þvf þeir hjá Seðla- bankanum voru einmitt að brenna ónýta peningaseðla. Seðlabrennsla fer fram að jafnaði tvisvar i viku og eru yfirleitt brenndir um 40.000 seðlar í einu, þannig að um 80.000 seðlar brenna i viku hverri að jafnaði. Oftast eru það 100-króna seðlarnir, sem verða eldinum að bráð, en röskur helmingur seðlamagns- ins, sem í umferð er, eru 100- króna seðlar og þeir endast ekki nema í um ellefu mánuði. 500-króna seðlabrennur eru sjaldgæfari, því þeir seölar endast í tólf til þrettán mánuði og allrasjaldgæfustu seðlarnir á bálinu eru 5000-króna seðlarnir, því þeir endast að jafnaði í hálft fjórða ár. Fyrstu útgerð- artæknarnir brátt útskrifaðir 1 LOK maí-mánaðar verða fyrstu útgerðartæknarnir brautskráðir frá Tækniskóla Islands. Á siðast liðnu hausti innrituðust 24 nemendur til náms í útgerðar- tækni við skólann, en námið er skipulagt sem eins árs hraðferð fyrir sjómann með stúdentspróf eða raungreinardeildarpróf, en það tekur eitt og hálft ár fyrir stýrimann þriðja stigs og lengur fyrir menn með minni almenna menntun. 11 nemendur stunda nú nám f 2, og 3. hluta og verða þeir útskrifaðir hinn 27. maf n.k. Náminu er skipt í tvo þætti, annars vegar útgerðarfræði og hins vegar rekstrar- og viðskipta- fræði. Af helztu námsgreinum má nefna bókfærslu, þjóðhagfræði, fiskhagfræði og rekstrarhag- fræði, reksturstækni og greinar tengdar rekstursþættinum, t.d. lögfræði og tryggingamál o.fl. Stjórnskipuð nefnd undir forystu Magnúsar Gústafssonar, tækni- fræðings, gerði tillögur um náms- efni og hófst kennsla i hinni nýju deild á s.l. hausti. Rithöfunda- sjóður Islands úthlutar styrkjum STJÓRN Rithöfundasjóðs tslands ákvað á fundi sfnum 10. maí s.l. að úthluta eftirtöldum 14 rithöf- undum f viðurkenningarskvni 250 þúsund krónum hverjum um sig: Ármanni Kr. Einarssyni, Baldri Óskarssyni, Filippfu Kristjánsdóttur (Hugrúnu), Geir Kristjánssvni, Hrafni Gunnlaugs- syni, Hreiðari Stefánssyni, Ingólfi Jónssyni frá Prestsbakka, Jóni frá Pálmholti, Kristjáni frá D júpalæk, Kristmanni Guðmundssyni, Pjetri Hafstein Lárussvni, Sigvalda Hjálmars- syni, Þorvarði Helgasyni og Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Þá hefur stjórn Rithöfunda- sjóðs íslands ákveðið að veita Hirti Pálssyni, rithöfundi, J00 þúsund krónur til dvalar á Norðurlöndum sbr. fjárlög fyrir árið 1977. Einnig er þess getið i frétt frá Rithöfundasjóði Islands að menntamálaráðherra hafi sett reglugerð fyrir Rithöfundasjóð Islands um almenningsbókasöfn. Stjórn sjóðsins skipa nú: Runólf- ur Þórarinsson, stjórnarráðsfltr., Kristinn Reyr, rithöfundur, og Ingimar Erlendur Sigurðsson, rit- höfundur. Notið bezta ferðatímann Dragið ekki að panta. Flestar Útsýnarferðir eru að seljast upp Costa Brava: VERÐ FRÁ KR. 61.200 í 3 VIKUR BROTTFÖR: Maí: 20 Jún. 10 Júl: 1., 15. og Ág: 12., 26. Sept: 2 , 9. Costa del Sol VERÐ FRA KR. 62.700 í 3 VIKUR BROTTFÖR: Maí: 8., og 29. Jún: 1 9. Júl: 3., 17., 24. og 31. Ág: 7., 14., 21. og 28. Sept: 4., 11., 18. og 25. Okt: 9 Italía Lignano: VERO FRÁ KR.: 63.400 í 3 VIKUR BROTTFÖR: Maí: 1 1 Jún: 1. Júl: 6., 13., 20. og 27. Ág.: 3., 10., 17., 24. og 31 Sept : 7. BROTTFÖR 31. MAÍ Napolí — Caprl —- Sorrento — Pompei — Róm — Assisl — Flórenz — Siena — Pisa — Ravenna — Feneyjar — Lignano. Einstakt tækifaeri til að kynnast markverðustu stöðum og fágætum listfjársjóðum Ítalíu, undir leiðsögn kunnugs fararstjóra. 5 sæti laus. AUSTURSTRÆT117, SIMI26611 Fe rða skrif stof a n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.