Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977 OKI NX-5 Ratsjá Oki NX-5 er 24 sjómílna ratsjá með 12’’ rétthyrndum mynd- skerm sem gefur bjarta og skýra mynd 28 sjómílur fram og aftur, 5 Kw sendiorka og er sérstaklega byggður fyrir mikinn hristing. Skrifið, hringið eða komið, sendum allar upplýsingar um hæl. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Friðrik A. Jónsson h.f. Bræðraborgarstíg 1, Símar 14135 - 14340. Landsmót skáta 1977 ERT ÞÚ BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG? Sumarbústaður Sumarbústaður til sölu tilbúinn til flutnings. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar í síma 51 002, og 421 92. I S'./, mo-JD ijfj Merkir íornleifaíuníir í Svrlaníi: Fyrir um það bil fjórtán árum gerðist það I Tell Mardihk f Norður-Sýrlandi, að bóndi nokkur rak plóg sinn f stein mikinn á akri sfnum. Við uppgröft kom f Ijós, að hér var um að ræða korntunnu frá tfma Abrahams, um 1800 fyrir Krists burð. Bandarfskur fornleifa fræðingur, prófessor við háskól- ann f Michican, David Noes Freedman, sagði um þennan atburð, að hann væri einn merk- asti fornleifafundur þessarar kyn- slóðar og kannski aldarinnar. En þessi uppgötvun hafði ekki mikil áhrif f Sýrlandi. Þar hafa áður fundizt merkar fornminjar og ef sérhver gamall hlutur yrði rann- sakaður með spaða fornleifafræð ingsins, yrði hálft landið grafið upp og reyndar virðist stundum að svo hafi verið. Þetta varð þó til þess, að nýútskrifaður kandfdat úr Rómarháskóla, sem lagt hefur stund á sögu Austurlanda nær, Paulo Matthiae, fékk áhuga á að athuga þetta nánar. Ekki aðeins vegna þess sem fundizt hafði, heldur fremur vegna þess hvar það hafði fundizt. Allmikið af forn- leifum hefur fundizt á svæðinu og hann áleit að Tell Mardihk hefði yfirfleiri leyndarmálum að búa. Tell Mardihk, sem nær yfir 140 ekra svæði, var í þjóðbraut ferða- manna, verzlunarmanna og her- manna, sem fóru um löndin að fornu og er t.d talið mjög víst, að Abraham hafi farið þar um er hann var á leið til Kanaanslands. Það líkist mjög Tell Hariri, skammt frá landa- mærunum við írak hjá Efrat, sem franskir vtsindamenn rannsökuðu á millistríðsárunum, og fundu þá gamla borg, Mari. „Leitið og þér munuð finna" er aðferð, sem forn- leifafræðingar hafa stundum farið eftir, sérstaklega þeir, sem rannsaka sögu Biblíunnar, en Matthiae var á verði og ætlaði ekki að láta neitt hlaupa með sig í gönur. Árið 1 964 fór hann til Sýrlands ásamt litlum aldar- innar -segja fornleifa- fræðingar komið niður á þúsundir leirtaflna, sumum vel raðað upp, öðrum brotn- um og orðnum að hálfgerðu dufti. Þetta var það athyglisverðasta, sem fundizt hafði til þessa og allir þeir hlutir, sem þeir höfðu fundið áður, brons-, gull- og leirhlutir nærri því gleymdust Ekkert er mikilvægara forleifafræðingi en hið ritaða orð og hér var næstum heilt bókasafn. Prófessor Giovanni Pettinato, mál- fræðingur, sem hafði verið með á rannsóknum þessum, hélt fyrst að hér væri um að ræða mál af súm- erskum toga, en við nánari athug- anir bentu fleiri atriði til þess að hér væri um semitískt mál að ræða Og þetta reyndist ekki aðeins semitásk mállýzka heldur nýtt tungumál sem Pettinato nefndi Eblaisku og þar með var leyndardómur Ebla ráðinn. Hann er á þeirri skoðun, að þegar lokið verður við að grafa upp allt Ebla-ríkið verði að endurrita alla sögu Sýrlands. Það hefur verið mun stærra og áhrifameira en hingað til hefur verið haldið fram. Ebla var verzlunarríki, til þess bentu flestar af þeim rituðu töflum, sem tekizt hefur að lesa af. Þar er talað um flutninga. kornbirgðir, verðlistar hafa fundizt, sem líkjast mjög nútímaverðlistum. Timbur, vefnaður og málmtegundir voru verzlunarvörurnar og viðskipta voru við Gaza, Hazor og Megiddo og hugsanlega Jerúsalem Árið 2300 fyrir Krist var Ebla hernumið af Naram Sin, konungi Akkad, en það náði aftur fyrri völdum og áhrifum. Sjö öldum síðar gerðu Hittítar innrás og brutu Ebla niður, sem hefur síðan verið týnt fram til þessa Konungsríkið Ebla er því talið hafa varað í um 1000 ár og var blómaskeið þess snemma á þriðja á.rþúsundinu fyrir Krist undir stjórn Eberum konungs. Pettinato heldur því fram að Eberum sé Eber, sem nefndur er f fyrstu Mósebók, afkomandi Nóa og forfaðir Abraháms og þar með forfaðir Gyð- inga. Giovanni Pettinato máffræðingur athugar hér Ebla-töflumar. hópi fornleifafræðinga og hóf upp- gröftinn. Fyrstu misserin fannst borgarhlið og girðing. sem virtist hafa verið umhverfis stóra borg og síðan komu leiðangursmenn niður á kornhlöður, regnþró, heimili, musteri og smiðjur, hluti úr leir fundu þeir, bronzi og gulli og benti þetta til fremur auðugs samfélags 40.000 manna frá gömlum tíma. En þetta voru allt þögul vitni, því áletranir voru fáar. En 1968 fundust fleiri áletraðrar töflur og á einni þeirra orðið Ebla Ebla kemur fyrir í ýmsum ritum frá Egyptalandi og Mesópótamíu allt frá 3. árþúsundi fyrir Krist og var það voldugt konungsríki og verzlunarmiðstöð, en fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvar Ebla hafi verið Matthiae taldi að það væri einhvers staðar í Norður- Sýrlandi, en hafði ekki þorað að vona að hann væri á réttum stað. En hér var komið gamalt menningarríki og orðið Ebla En hann vildi frekari staðfestingu og uppgrefti var haldið áfram. Sex árum síðar fann einn manna hans, sem var að hreinsa gólf, holu í því og þegar holan var stækkuð var Ebla töflurnar, sam geymdu áður óþekkt tungumál Á Ebla-töflunum eru líka nöfn, sem hingað tel hefur verið haldið að ættu uppruna sinn í Gamla testa- mentinu, t.d. Ab-ra-mu, Abraham, E-Sa-Um, Esau, Sau-Lu, Sál og Dau- U-Oum, Davíð En athuganirnar við Ebla standa enn yfir og þeim verður ekki lokið • bráð í ágústmánuði í sumar mun Matthiae prófessor ásamt mönnum sínum halda áfram athugunum, nú fjórtánda sumarið í röð Og þeir halda því fram, að þarna séu verk- efni næstu 20 árináviðbót, svo það gefur nokkra hugmynd um hversu umfangsmikið starf er fyrir höndum. Vinnan hefst kl 6 á morgnana, í birtingu, og er haldið áfram fram á kvöld. Allir hlutir, sem eru grafnir upp, eru teknir og hreinsaðir og síðan eru þeir flokkaðir og reynt að aldursgreina þá Gestur, sem kæmi til Tell Mardihk, gæti haldiðað þessi hópur fornleifafræðinga, sem þar starfaði, væri að dunda við að raða saman „púsluspili" og má segja að það sé rétt, þarna er verið að týna saman brot úr sögunni'og raða þeim saman (Endursagt úr Observer-grein C. Bermants) 10%/. /.oi / y/w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.