Morgunblaðið - 05.08.1977, Page 2

Morgunblaðið - 05.08.1977, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 Húsatryggingar Reykja- víkur dæmdar til frekari bótagreiðslna vegna brunans í Iðnaðarbankahúsinu 1967 DÓMUR hefur verið kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur í máli, sem reis vegna Iðnaðarbanka- brunans í marz 1967. Féll dðmur- inn á þá lund, að Húsatryggingar Reykjavfkur, sem höfðu greitt 12.900.000 krðnur í nðvember 1968, skyldu greiða 5 milljónir krðna til viðhðtar með vöxtum frá 25. aprfl 1968, en vextirnir eru settir 1% lægri en forvextir vfxla á hverjum tíma. Eftir brunann fór fram mat á brunaskemmdum og varð niður- staða þess tæpar 19 milljónir króna. Yfirmat féll á þá ieið að skemmdirnar voru metnar tæpar 13 milljónir og enn fór fram sér- stakt mat, sem leiddi til niður- stöðu upp á röskar 18 milljónir króna. I millitíðinni var höfðað refsi- mál vegna gluggaopa á vegg Iðnaðarbankahússins, en i apríl 1968 féll sýknudómur í þvi máli. Mál vegna skaðabótanna, sem Iðnaðarbankinn, Landssamband iðnaðarmanna og Félag íslenzkra iðnrekenda höfðuðu svo gegn Húsatryggingum Reykjavíkur var tvisvar visað frá bæjarþingi Reykjavikur, fyrst á þeim for- sendum að ekki væri hægt að styðjast við sérstaka matið á skemmdunum og síðar vegna þess að bæjarþingið væri bundið af fyrri frávisun. Þeim úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar, sem vís- aði málinu frá vegna formgalla. í þriðja skipti var höfðað mál og þvi vísað frá bæjarþingi, en Hæstiréttur lagði fyrir héraðs- dömara að leggja efnisdóm á mál- ið, sem nú er fallinn. Lögmaður Húsatrygginganna var Benedikt Blöndal, en Páll S. Pálsson var lögmaður Iðnaðar- bankans og félaganna tveggja. Dóminn kvað upp Magnús Jóns- son borgardömari. Dresdener Bank hefur heit- id 10% þess f jár sem fyndist - segir bladafulltrúi bankans „ÞAÐ ER rétt, að við hétum á sfnum tfma að greiða þeim, sem leiddi yfirvöld á spor hankaræningjans, 10% af þvf fé, sem kæmi í leitirnar," sagði hlaðafulltrúi Dresdener Bank í Frankfurt, Zimmerman að nafni, er Mbl. ræddi við hann f gær, „en þar sem rannsðknar- lögregla ríkisins í Reykjavik hefur ekki haft samhand við okkur ennþá, hefur endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls- ins ekki verið tekin. — Annars hefur handtaka Lugmeiers lítið verið rædd hér innan bankans þessa dagana," sagði Zimmerman, „þar sem allt er í sorg vegna morðsins á hankastjðranum okkar, Júrgen Ponto.“ Ponto var myrtur á hcimili sínu laugardaginn 30. júlí, eins og Mbl. skýrði frá í frétt á þriðjudag. Sagði Zimmerman, að á föstu- dag, þ.e. í dag, yrði útför Pontos gerð frá Pálskirkju f Frankfurt að viðstöddum forseta V- Þýzkalands, Walter Scheel, Helmut Sehmidt, kanslara, ráð- herrum og fleiri framámönn- um. Hélt allar götur færar Vegurinn milli Ilafnarf jarðar og Kðpavogs var malhikaður I gær og á meðan voru bílarlátnir aka upp að vffilsstaðavegi og Smárahvammsveg. Þar er mjó brú og þurfti að hafa einstefnu yfir hana. Sitt hvorum megin við brúna mynduðust miklir umferðarhnútar og varð einstöku bílstjðri mjög ðþolinmóður af biðinni. Meðal þeirra var bflstjðri Volkswagen-bíls, sem ðk af stað og ætlaði sér meðfram brúnni. Hann hafði ekki erindi sem erfiði, þvf bfllinn hafnaði f skurði við brúna. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið nokkuð ölvaður. Myndina tðk Kristinn Benediktsson. Fjárhagsáætlun borgarsjóðs: Dregið verði úr hraða fyrirhugaðra verka — segir borgarstjóri um breytingartillögurnar „ÞESSAR tillögur ganga út á það að draga úr hraða fyrirhugaðra framkvæmda, en ég get ekki sagt nánar um þær á þessu stigi,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarsjóri f samtali við Mbl. f gær, en á borgarráðsfundi á þriðjudag voru lagðar fram tillög- ur um breytingar á fjárhagsáætl- un horgarsjððs 1977 1 þessum tillögum er m.a. liður- inn nýbygging gatna lækkaður um 88,5 milljónir, úr 678,8 milljónum i 590, 3 milljónir og liðurinn skólabyggingar lækkað- ur um 64,5 millj., úr 615 milljón- um í 550.450 þúsund krónur. Þá er liðurinn viðhald gatna lækkað- ur um 31,5 millj.kr., úr 340 milljónum í 308,5 milljónir og sagði borgarstjóri að þar væri um að ræða minni yfirlög á götur. Borgarstjóri sagði að útgjalda- aukning borgarsjóðs vegna kjara- samninganna yrði um 350 milljón- ir króna umfram það, sem ætlað var á fjárhagsáætlun, og því hefði reynzt nauðsynlegt að gera á áætl- uninni breytingar. Breytingatillögurnar eru eftir- farandi: (Jtsvör: í stað kr. 5.198.750 þús. komi kr. 5.220.650 þús. Leyfis- gjöld fyrir kvikmyndasýningar: í stað kr. 13.000 þús. komi kr. 18.000 þús. Leiga af iðnaðar- og verzlunarlóðum: I stað kr. 42.600 þús. komi kr. 44.000. þús. Leiga og arður af ýmsum eignum: 1 stað kr. 3.500 þús. komi kr. 6.000. þús. Vextir. 1 stað kr. 9.500 þús. komi kr. 13.000. þús. Framlag úr Jöfunarsjóði: í stað kr. 1.216.000 þús. komi kr. 1.281.000. þús. Að- stöðugjöid. Í stað kr. 1.521.000 þús. komi kr. 1.498.900 þús. Hluti borgarsjöðs af benzfnskatti. Í stað kr. 114.000 þús. komi kr. 130.800 þús. Dráttarvextir. Í stað kr. 325.000 þús. komi kr. 415.000 þús. Vinnusköiinn. Í stað kr. 53.918 þús. komi kr. 71.918 þús. Sund- laugar f Laugardal. Í stað kr. 25.668 þús. komi kr. 35.668 þús. Snjómokstur. Í stað kr. 40.000 þús. komi kr. 20.000 þús. Sorphaugar i Gufunesi. t stað kr. 47.623 þús. komi kr. 55.623 þús. Lffeyrissjóður starfsmanna Reykjavfkurborgar. I stað kr. 100.000 þús. komi kr. 135.600 þús. Vegna hækkunar kaupgjaldsvfsi- tölu. i stað kr. 215.430 þús. komi kr. 565.430 þús. Liðurinn orðist svo: Vegna hækkunar kaup- Framhald á bls 18. Utlendingaeftirlitið: Leitaði að John Waller en ekki Ludwig Lugmeier — ÞAÐ er rétt að Kristján Pétursson, deildarstjóri í Toll- gæslunni á Keflavfkurflug- velli, hafði samband við okkur í Utlendingaeftirlitinu, þegar maðurinn, sem sfðar reyndist vera vesturþýski afbrotamaður- inn Ludwig Lugmeier, kom til landsins 2. marz sl. Það er hins vegar algengt að starfsmenn tollgæslunnar á Keflavfkur- flugvelli hafi samband við okk- ur eða sendi okkur skrásetningarkort eins og gert Kort það sem Lugmeier fyllti út er hann kom til landsins 2. marz sfðastliðinn. Var Lugmeier upphaflega beðinn að fylla kortið út þar sem hann hafði aðeins farseðil aðra leiðina, en sfðan þðtti tollgæzlumanni útlcndingurinn grunsamlegur og tilkynnti Ut- lendingaeftirlitinu um hann með sfmtali auk þess sem hann sendi kort þetta. (Ljósm. RAX). var f þessu tilviki. 1 þessu sem öðrum tilvikum leitum við f þeim gögnum, sem við höfum frá Interpol. Við fengum engar upplýsingar um að maðurinn gæti hugsanlega verið með fals- að vegabréf heldur aðeins að hann héti John M. Waller og við leituðum að honum en ekki Arni Sigurjónsson, fulltrúi við Utlendingaeftirlitið. Lugmeier, sagði Arni Sigur- jðnsson, fulltrúi við Utlendingaeftirlitið, þegar Morgunblaðið bar undir hann það, sem haft var eftir Kristjáni Péturssyni f blaðinu f gær. Árni sagði að þeir hjá Útlendingaeftirlitinu hefðu undir höndum þúsundir upp- lýsingablaða um eftirlýsta af- brotamenh og gegnum þessi gögn hefði verið farið þegar Framhald á bls 18. Sigurður Hektorsson blaðar í fyrirspurnum og upplýsingum um eftirlýsta menn frá Interpol, á borðinu liggja möppur með slfkum fyrirspurnum. Jðhann Jðhannsson situr fyrir innan borðið. (Ljósm. RAX).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.