Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 4

Morgunblaðið - 05.08.1977, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977 LOFTLEIBIR H- 2 1190 2 11 38 ■ 5IMAK ÍO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 BlLALEIGA JONASAR Armúla 28 — Sími 81315 SKIPAUTGCRB RIKISIN M/S ESJA fer frá Reykjavík midvikudagmn 10. þ.m., vestur um land í hring- ferð. Vörumóttaka: föstudag og mánu- dag til Vestfjarðahafna. Norður- fjarðar. Siglufjarðar. Ólafsfjarð- ar. Akureyrar, Húsavíkur. Rauf- arhafnar, Þórshafnar og Vopna- fjarðar. Flugleiðir fljúga fyrir Air India til Indlands Um hádegi sl. þriðjudag fór Loftleiðaþota í flug milli Parísar og Indlands í leiguflugi fyrir Air India. í frétt sem Morgunblaðinu barst í gær frá Flugleiðum segir, að undanfarna daga hafi staðið yfir samningar milli Flugleiða og Air India um leiguflug til Frakk- lands og Indlands. Um hádegi sl. þriðjudag hafi svo Loftleiðaþota farið í fyrsta flugið frá París til Indlands. Átti vélin að hafa víðkomu í Nýju Delhi og Bombay og flytja far- þega báðar leiðir. Ný áhöfn var send til Nýju Delhí og átti að taka þar við þotunni og fljúga henni til baka til Parísar. í fréttinni segir ennfremur að á leiðinni til Indlands hafi átt að miililenda í Dharan í Saudi Arabfu og á heimleiðinni í Dubai í Sameinuðu arabfsku furstadæm- unum. Næstu leiguferðir Flugleiða fyrir Air India verða 21. og 30. ágúst. Irar skoða Tý ÞRÍR æðstu menn írsku land- helgisgæzlunnar eru væntanlegir til tslands sfðar í þessum mánuði til að kynna sér starfsemi fs- lenzku landheigisgæslunnar. Irar ætla sér að auka skipastól írska gæzluflotans og munu írarnir hafa mikinn áhuga að skoða varð- skipið Tý vel, því þeir telja að skip svipað Tý muni henta vel til gæzlustarfa við írlandsstrendur. Irska gæzluskipið Setanta, sem nú er í Reykjavikurhöfn, var al- menningi til sýnis i gær og verður einnig í dag. Útvarp ReykjavlK FÖSTUDAGUR 3. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Vjiborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sfna á „Nátt- pabba" eftir Maríu Gripe (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur „Ouverture“ eft Georges Auric og „Parade" eftir Erik Satie; Antal Dorati stj./ Fílharmoniusveitin f Berlín leikur „Vorblót", ballettmúsik eftir Igor Stravinský; Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 ''eðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Vjð vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór" eftir Cesar Mar Valdimar Lárusson les sögu- lok (15). 15.00 Miðdegistónleikar Kammersveitin í Prag leikur „Medea“ forleik eftir Luigi Cherubini; Jirf Ptácnfk stjórnar. Pierre Pierlot og Atniqua Musica Kammersveitin leika Konsert nr. 12 f C-dúr op 7 fyrir óbó og strengi eftir Tommaso Albinoni; Jacques Roussel stjórnar. Annie Jodry og Fontainehleau- kammersveitin leika Fiðlu- konsert nr. 4 f F-dúr op. 7 eftir Jean-Marie Leclair; Jean-Jacques Werner stjórn- ar. Enska Kammersveitin leikur Sinfónfu í B-dúr nr. 2 eftir Carl Philipp Emanuel Bach; Reymond Leppard stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjöll og firnindi“ eftir Árna Óla Tómas Einarsson les um ferðalög Stefáns Filippusson- ar (9). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Byrgjum brunninn Margrét Sæmundsdóttir fóstra flytur erindi: Börnin og umferðin. 20.00 Sinfónfskir tónleikar Werner Ilaas og Óperu- hljómsveitin f Monte Carlo leika Konsert-Fantasfu op. 56 fyrir píanó og hljómsveit eft- ir Piotr Tsjaikofskí; Eliahu Inbal stjórnar. 20.30 Noregsspjall Ingólfur Margeirsson ræðir við Kára Halldór leikara. 21.00 Kórar úr óperum eftir Weber, Verdi, Leoncavallo o.fl. syngja. Kór Ríkisóperunnar f Miinchen o.fl. sýngja. 21.30 Útvarpsagan: „Ditta mannsbarn“ eftir Martin Andersen-Nexö. Þýðandinn, Einar Bragi, les (16). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfegnir Kvöldsagan: „Sagan af San Michele" eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (24). 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur sem Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 5. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Norðurlandameistara- mótið í skák. Umsjón Ingvar Asmundsson 20.45 Fljótastaskepna jarðar Dýralffsmynd um blettatfg- urinn í Afrfku, fótfráasta dýr jarðar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.10 Skattarnir enn einu sinni. Bergur Guðnason lög- fræðingur stýrir umræðum um skattamál f tilefni af út- komu skattskrárinnar 1977. Þátttakendur: Björn Þór- hallsson, form. Landssam- bands. ísl. verzlunarmanna, Jón Sigurðsson, ráðuneytis- st jóri og Skúli Pálsson Ilrl. 22.00 Draugabærinn (Yellow Sky) Bandarfskur „vestri" frá ár- inu 1948. Aðalhlufverk Gregory Peck, Anne Baxter og Richard Widmark. Bófaflokkur rænir banka og kemst undan við ilian leik til afskekkts bæjar, sem kominn er f eyði og þar er ekki annað fólk en gamail maður og barnabarn hans, ung kona. Þýðandi Jón Thor Haraid.v son. 23.35 Dagskrárlok. L Draugabærinn kl. 22.00: Myndin er úr einu atriði kvikmyndar- innar ogsýnir hún þá Gregory Peck og Richard Widmark f hlutverkum sfnum. Kvikmyndin sem sjónvarpið sýnir f kvöld er bandarfsk frá árinu 1948 og heitir „Yellow Sky“ á frummálinu. Yellow Sky er f myndinni nafn á bæ einum sem er f eyði en hefur blómstrað fyrrum sem silfurnámabær. Myndin gerist laust eftir borgarastrfðið. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að 6—7 menn hafa myndað ræningjahóp og rænt banka. Þeir komast naumlega undan með þvf að fara yfir eyðimörk. Þeir koma til „draugabæjarins", Yellow Sky, en þar eru þá gamall maður og barnabarn hans, ung stúlka. Ræningjarnir eru nær dauða en lífi þegar þeim koma en hafa þó þrek til að velta fyrir sér og finna út hvað það er, sem gerir gamla manninum og barnabarni hans kleift að lifa á þessum slóðum. Anne Baxter leikur ungu stúlkuna, en Gregory Peck leikur bófaforingjann. I uppsláttarriti um kvikmyndir fær þessi kvikmynd góða dóma og mönnum ráðlagt að missa ekki af henni, einkum þykir Joe Macdon- ald hafa tekizt vel upp f kvikmyndun. Leikstjórinn, William Wellman, var fæddur í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1896 og hefur gert allmargar þekktar kvik- myndir M.a. „The Ox Bow Incident" (1943) og „A Star is Born“ (1937). Það segir i uppsláttarritinu fyrrnefnda að í þessari kvikmynd geri Wellman tilraun til að endursegja „The Tempest" (Ofviðrið), eftir Shakespeare, sem „vestra". Kvikmyndin, sem heitir „Draugabærinn" á íslenzku er á dagskrá kl. 22.00. Áfangar kl. 22.40: Aftur í sviðsljósið eftir þriggja ára hlé I kvöld er á dagskrá útvarpsins tónlistarþátturinn, Afangar f umsjá Guðna Rúnars Agnarssonar og Asmundar Jónssonar. Mbl. hafði samband við Guðna Rúnar f gær og spurði hann um efni þáttarins að þessu sinni. Hann sagði aó í þeim hluta þáttarins, sem hann sæi um í kvöld, fjallaði hann um Stevie Winwood og hljómlist hans, en hann hóf feril sinn í popp-heiminum aðeins 16 ára að aldri með hljómsveitinni „Spencer Davis Group“. Að sögn Guðna hætti Winwood þar árið 1967 og stofnaði brátt hljómsveitina Traffic sem náði miklum vinsældum þegar f stað og starfaði allt til ársins 1974. Guðni sagði að tilefnið að umfjöllun sinni um Steve Winwood væri það að nú væri nýútkomin sólóplata frá honum og væri það í fyrsta sinn í 3 ár að eitthvað heyrðist frá honum. Sagði Guóni að hann myndi leika tvö lög af þessari nýju plötu í þættinum. Þátturinn er á dagskrá kl. 22.40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.